Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er algjört hrekkjusvln, hann lætur okkur aldrei í friði... 7.077 manns nýttu skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa 1994 Endurgreiðslur í ar nema 480 rnillj ónum RÍKISSJÓÐUR greiðir um 430 milljónir til 7.077 einstaklinga sem keyptu hlutabréf á síðasta ári. Tæplega 5.000 eigendur hús- næðissparnaðarreikninga fá 150 milljónir í skattaafslátt í ár. Ríkis- sjóður endurgreiðir alls 2,1 millj- arð vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars. Talsvert fleiri nýta sér skattaaf- slátt vegna hlutabréfakaupa í ár en síðustu þijú ár. A árunum 1992-1994 fengu 6.100-6.400 ein- staklingar afslátt hvert ár, en í ár fer Qöldinn upp í 7.077. Sam- tals keyptu þessir einstaklingar hlutabréf fyrir 1.032 milljónir og ná þannig að lækka skatta sína um 430 milljónir. Árið 1993 keyptu einstaklingar hlutabréf fyrir 834 milljónir. Sú aukning sem varð á hlutabréfa- kaupum í fyrra er því um 200 milljónir. Líklegt er að sala á hlutabréfum í Lyfjaverslun íslands skýri þessa aukningu að einhverju Ieyti, en hlutabréf fyrir 200 millj- ónir voru seld í fyrirtækinu. Hver einstaklingur keypti fyrir 146 þúsund krónur að meðaltali, en árið áður var meðaltalið 130 þúsund á mann. 150 milljónir vegna húsnæðissparnaðarreikninga Eigendur húsnæðissparnaðar- reikninga lögðu 997 milljónir inn á reikningana á síðasta ári. Þetta færir þeim um 150 milljónir í skattaafslátt. í fyrra greiddi ríkis- sjóður 214 milljónir vegna þessara reikninga og 257 milljónir árið 1993. Afsláttur vegna þessara reikninga fer lækkandi ár frá ári vegna breytinga á lögum. í ár er afslátturinn 15% af innleggi, en lækkar niður í 10% á næsta ári. Alls greiðir ríkissjóður út um 5 milljarða til skattgreiðenda um þessi mánaðamót. Stærstur hluti er vegna greiðslu vaxtabóta og barnabóta. Endurgreiðslur vegna tekjuskatts og útsvars nema 2,1 milljarði. Þar er m.a. um að ræða ofgreiddan skatt af kostnaði sem hefur verið viðurkenndur við álagningu á móti framtöldum tekj- um af bifreiðahlunnindum, dag- peningum og skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa og hús- næðissparnaðarreikninga. Eining er um að ræða endurgreiðslu á útsvari, en útsvarsprósentan er mishá milli sveitarfélaga. Allir sem fá endurgreiddan skatt fá einnig greiddar verðbætur á upphæðina, en engir vextir eru greiddir. Þeir sem skulda tekju- skatt þurfa einnig að greiða verð- bætur. Þeir þurfa heldur ekki að greiða vexti ef þeir greiða á gjald- daga. Teppi af sviðinu frá samkomu Benny Hinn auglýst til sölu Seldust upp á innan við þremur klukkustundum ÞAÐ VAKTI athygli þegar teppi af sviðinu frá samkomum Benny Hinn voru auglýst til söiu í fyrra- dag. Að sögn Árna Björns Guð- jónssonar, sem er í söfnuðinum Orði lífsins, seldust teppin, sem voru um 250 fermetrar, upp á tveimur til þremur klukkustundum og fengu færri en vildu. „Allt efni á staðnum er selt og gengur upp í kostnað," segir Árni. „Okkur fannst besta lýsingin á teppunum vera að þau hafi verið notuð á sam- komu Bennys Hir.ns. Þá veit fólk áferðina og að gengið hefur verið um þau af miklum andans mönnum. Við erum aðeins að koma þessum hlutum í verð þannig að ekkert fari til spillis." Árni segir það hugsanlegt að fleiri sviðsmunir frá samkomum Bennys Hinns hafi verið seldir: „Þeir hlut- ir sem munu koma að notum ef hann kemur aftur eru settir í geymslu, en sjálfsagt er að selja það sem ekki verður notað aftur.“ Árni segir að teppin hafi selst á um 250 krónur fermetrinn, sem sé 50 prósent afsláttur eða upp undir það. Kaupendur hafí einkum verið samkomugestir, því þeir hafi best vitað hvernig teppin litu út og hvernig ástandið var á þeim. Frjómælingar í andrúmslofti Frjónæmi oftast vegna grasfijóa Margrét Hallsdóttir FRJÓMÆLINGAR hafa verið stundaðar hér á landi samfellt síðan árið 1988 og hefur Margrét Halldóttir jarð- fræðingur annast mæling- arnar. Fijókornum er safn- að í sérstaka gildru sem er við Veðurstofu íslands og einu sinni í viku eru þau tekin úr gildrunni, talin og tegundargreind. Þannig fæst hve mikið af fijókorn- um eru í hveijum rúmmetra lofts frá degi til dags frá byijun maí til septem- berloka. Nýjar niðurstöður fijómælinga eru birtar einu sinni í viku, í textavarpinu. Einnig er nýkomið út fijó- dagatal þar sem er að finna gagnlegar upplýsingar um helstu ofnæmisvaldandi fijókorn á íslandi en þau eru af birki, súrum og grösum. Upplýs- ingarnar eru settar upp í línurit þar sem fram kemur meðalfjöldi fijókorna í rúmmetra, hvenær þau eru í hámarki og hvenær minnst er af þeim í andrúmsloftinu á því tímabili sem mælingarnar eru gerðar. Bæklingurinn mun liggja frammi á heilsugæslustöðvum og í apótekum. Fijónæmi er einn algengasti sjúkdómurinn meðal ungs fólks pg tíðast er það vegna grasfijóa. í Reykjavík og nágrenni hafa 10,5% íbúanna á aldrinum 20 til 44 ára fijónæmi. - Hvers vegna var farið að telja fijókorn í andrúmsloftinu á ísiandi? „Þegar ég var við nám í Svíþjóð vann ég við það eitt sumarið að teija fijókorn í andrúmslofti fyrir lækni í Malmö. Þegar ég kom heim að náminu loknu rakst ég á grein um ofnæmi, í Morgunblað- inu, eftir Davíð Gíslason lækni. Ég ákvað þá að fara til hans og það varð úr að við byijuðum að mæla sumarið 1988.“ - Hvernig aðferðum er beitt við þessar mælingar? „Eg hafði samband við starfs- menn evrópsks mælinets og nota þeirra aðferðir sem eru staðlaðar fijókornamæliaðferðir. Þeir eru með ákveðna gerð af fijókorna- gildru sem þeir taka sýnin í og ég er með eina slíka sem safnar sýnum í heila viku í einu. Ég tæmi hana því vikulega og greini sýnin en ég get samt séð hvernig ástandið er dag frá degi og jafn- vel klukkustund fyrir klukku- stund. Síðan tel ég fijókornin í smásjá og greini hverrar tegundar þau eru. Það tekur mig svona einn vinnudag að gera þetta og vinna úr gögnunum hveiju sinni. Niðurstöðurnar eru birtar í fijódagatali þar sem fram kemur hve mikið er af fijó- komum í andrúmsloft- inu dag hvem.“ - Hvers vegna eru gildrurnar tæmdar vikulega en ekki oftar? Það er hagkvæmara að tæma gildruna einu sinni í viku en dag- lega. Erlendis eru gildrur hins vegar tæmdar á hveijum degi til að hafa upplýsingar um fjölda fijókorna eins nýjar og hægt er. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með að fjármagna mælingarnar, því þær eru gerðar fyrir styrkfé. Fyrstu þijú árin styrkti Vísinda- sjóður okkur. SÍBS hefur alltaf styrkt okkur og undanfarin tvö ár höfum við fengið styrk frá Umhverfisráðuneytinu. Reykja- víkurborg hefur líka veitt okkur styrki.“ ►Margrét Hallsdóttir fæddist á Akureyri 12. ágúst 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1969 og prófi í jarðfræði frá Há- skóla íslands árið 1973. Mar- grét stundaði framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð og lauk dokt- orsprófi í ísaldarjarðfræði árið 1987. Doktorsritgerðin fjallar um gróðurfarsbreytingar á Is- landi við landnám og við vinnslu hennar rannsakaði hún frjókorn í setlögum. Margrét hefur starfað hjá Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands frá árinu 1979. Á sumrin annast hún fijómælingar í andrúms- lofti en á veturna stundar hún fijógreiningu i setlögum sem tekin eru á botni stöðuvatna. Eiginmaður Margrétar er Kristinn Einarsson vatnafræð- ingur og eiga þau tvö börn. - Hvenær árs eru fijókornin mest? „Við emm að koma inn í þann tíma ársins sem mest er af fijó- kornum. Grasfrjókorn fóru yfir þijátíu í rúmmetra í fyrsta skipti 12. júlí í ár og ég hef oft mælt fyrir 100 fijókorn í rúmmetra á einum sólarhring í lok júlí. Há- markið er þá og í byijun ágúst. Tími birkifijókoma er hins vegar liðinn en þau eru flest um mánaða- mót maí og júní og tími súrufijó- korna er að verða liðinn. Ftjómagn í andrúmslofti stjórn- ast mikið af veðri þannig að fijó- kornin eru flest á sólríkum, þurr- um dögum þegar það er vinda- samt.“ - Hvað eru frjókorn? „Ftjókorn eru karlkynsfijóefni plantna. Þau eru mjög lítil og sjást ekki með berum augum. Ef maður hristir blómin hrinur af þeim gult hveitikennt duft og það eru fijó- kornin, mörg saman í klessu. Þau myndast í fijóhnappi plantnanna og ef þær eru vindfræv- aðar sér vindurinn um að blása þeim af og bera þau yfir á kvenblómin. Þar skýtur fijóið fijópípu inn að eggbúinu og sam- einast eggfrumunni. Fijóvgað eggið skiptir sér og myndar kím sem ásamt eggbúinu verður að fræi.“ - Hringir fólk til þín eftir upp- lýsingum um frjókorn? „Já fólk hringir töluvert til að spyija bæði um ástandið hérna og úti í heimi. Fólk með frjónæmi sem er að fara utan vill vita hvern- ig ástandið er á áfangastað. Grasfijó eru t.d. miklu fyrr á ferð- inni í Suður-Evrópu en hér og í ágúst er tími þeirra liðinn á Spáni.“ Frjókorn eru flest um mán- aðamót júlí og ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.