Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM VERÐLAUNAHAFAR I áskriftarhappdrætti tímaritsins Ice- land Review, prófessorarnir Dr. Gloria J. Ascher og Dr. Asta Lepinis. Dreymir um að búa á Islandi - á sumrin. VINKONURNAR og prófessorarn- ir Gloria J. Ascher og Asta Lepinis segja að verðlaunaferðin til Islands í sumar hafi gefið ævistarfi þeirra æðri tilgang en þær hafa kennt norræn fræði í bandarískum há- skólum í áratugi. „Allt fór fram úr okkar björtustu vonum,“ - sögðu þær stöllur Dr. Gloria J. Ascher og Dr. Asta Lepin- is einum rómi, eftir vikudvöl í Reykjavík og vikuferð í kringum landið. Þær voru sammála um að eftirminnilegast úr heimsókninni væri hlýtt og einlægt viðmót allra. „Vigdís forseti tók okkur opnum örmum þegar okkur auðnaðist að ávarpa hana við opnun Víkinga- hátíðarinnar á Þingvöllum," - sagði Gloria. „Við vildum votta henni virðingu okkar,“ sagði Asta. ísland er fallegt að mati þeirra tveggja og loftslagið milt. „Islendingar eru staðráðnir í að njóta sumarsins þótt veðrið gefi ekki alltaf tilefni til þess,“ sagði Gloria. Asta bætti því við að lofts- lagið ætti það vel við sig að hana væri farið að dreyma um að búa á Islandi - á sumr- in. Verðlaunaferð þeirra vinkvenna var glæsileg. Fyrir utan flug til og frá New York með Flugleiðum hlutu þær gistingu á Hótel Sögu, bílaleigubíl frá Hertz bílaleigunni og viku ferð með fæði og gistingu í boði Úrvals-Útsýnar. Gloria og Asta eru bandarískir prófessorar, skólasystur úr Yale- háskóla og hafa báðar fengist við kennslu í norrænum fræðum. Þær gjörþekkja íslenskar fornbók- menntir. Gloria er prófessor í germ- önskum, norrænum og hebreskum fræðum við Tufts-háskóla í Med- ford í Massachusetts og Asta er prófessor í germönskum fræðum við Wheaton College í Norton í Massachusetts. Þetta er fyrst heimsókn þeirra beggja til íslands. Þær segja að íerðin hafi verið ein samfelld hug- ljómun og að kennslan í norrænu fræðunum verði héðan í frá marg- falt auðugri. Þær töldu að ferðin hefði varpað nýju ljósi á ævistarfið og jafnvel gefið því æðri tilgang. „Þetta er ein mesta lukka lífs míns,“ sagði Gloria en hún vann ferðina í áskrifendahappdrætti tímaritsins Iceland Review. Hún varð áskrifandi að tímaritinu fyrir nokkrum árum þegar hún rakst á það fyrir tilviljun í verslun í Pro- vince Town á Cape Cod í Massac- husets, sem aug- lýsti og seldi ís- lenska ull. Gloriu þyrstir í allt sem skrifað er um Is- land og því gerðist hún einnig fljótlega áskrifandi að News From Iceland, sem er einnig gefið út af Iceland Review. Hún segist nota blöðin mikið við kennslu í norræn- um fræðum. Annars sagði Goria að í raun ætti hún Konstantin nokkrum Reichardt helst þessa ferð að þakka. Konstantin þessi var pró- fessor í þýsku og bókmenntum í Yale háskóla þegar hún var þar við nám. Það var hann sem beindi athygli hennar að norrænum fræð- um og íslensku fombókmenntunum og hafði þar með ævarandi áhrif á hana. UTSALA UTSALA VERÐLÆKKUN - VERÐLÆKKUN opið 13-17 Sunnudag LAUGARVEGI 97 SIMI 552 2555 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! FAGMENNSKA I FYRIRRÚMI KÆRKOMIN NYJUNG Á DISKINN ÞINN FLOKKS NATTU RUAFU RÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.