Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ .Svellandi gaman- mynd...tröllfyndnar persónur vega' salt J* frumlegu ' gamni...fersk mýndr ★★★ Ó.H.T. Rás 2 ' h.k. DV „GÓÐA SKEMMTUN!' ★ ★★ mbl. Richard E Grant Samantha Mathis Raunir einstæðs föður í megnasta basli með bleyjuskiptin og and- vökunæturnar. Hvort einangrar betur Prenatal kuldagalli eða bréfpoki með bómull? Barnfóstran kann lítið fyrir sér í barnauppeldi og leitar daglega ráða hjá mömmu sinni sem því miður býr hinum megin á hnett- inum. Skyldu ævintýralegir símareikningarnir leiða til gjaldþrots? Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.15. íZIi HASKÓLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ALBERT Camus, heimspekingur og met- söluhöfundur. Albert Camus á toppnum ÞAÐ NÝJASTA í bókaút- gáfu í Bretlandi er að endur- prenta verk eftir látna höf- unda og gefa út á ódýrum pappír. Oft er líka um gaml- ar þýðingar á verkunum að ræða. Dæmi um þetta eru Penguin Popular Classics og Wordsworth Classicá bækur. Hægt er að fá bækur eftir höfunda eins og Leo Tolstoy, Charles Dickens, Shakespe- are og Jane Austin á innan við 200 íslenskar krónur. Þessar bækur hafa selst vel hér á landi og hafa sumir keypt hauga af bókum að sögn afgreiðslufólks í bóka- búðum. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu um daginn hefur Penguin nú gefið út smárit í tilefni af 60 ára af- mæli sínu. Blaðamaður gerði leit að þessum bókum hér á landi og fann bókastand í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum. Segja má að bækurnar séu einskonar sýnishorn af verkum ýmissa höfunda sem flestir hafa safnast til feðra sinna. Kost- ar slík bók 99 krónur. Þessi smárit hafa slegið svo rækilega í gegn á Bret- landseyjum, að þau einoka algerlega nýjasta listann yfir tíu mest seldu bækurnar, almenns eðlis. í efsta sæti situr bókin Summer eftir franska heim- spekinginn Albert Camus. Hún inniheldur 8 hugleiðing- ar um gríska goðafræði. í öðru sæti eru fyrirlestrar eftir frægasta sálfræðing aldarinnar, Sigmund Freud. Markús Árelíus Rómarkeis- ari fer úr sjötta sæti í það þriðja með hugleiðingar sín- ar um stóíska rósemd hjart- ans. Einnig má nefna að brot úr Spámanninum eftir Kahlil Gilbran er í sjöunda sæti. Albert Camus er vel þekktur höfundur á íslandi, bæði fyrir tilvistarheimspeki sína, skáldsögur og leikrit. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1957. Nokkur verka hans hafa verðið þýdd á íslensku, til dæmis Utlendingurinn, Plág- an og Fallið. Verk Camus einkennast af umíjöllum um einsemd mannsins og angist í guð- lausum heimi, um merking- arleysi lífsins vegna dauðans og vonina sem fínnst í sam- hjálp mannanna. Einnig spáði hann mikið í fáranleik- ann. Hinn óvænti metsöluhöf- undur árið 1995, Albert Ca- mus, lést í bílslysi 1960. Smáritin vinsælu eru annars ágætis kynning á merkum höfundum og vekja ef til vill áhuga kaupenda til að kynna sér verk þeirra betur. Og þó? Hugsanlega eru þau bara vísbending um að lesendur hafi ekki tíma eða þolinmæði nema til að lesa stuttar bæk- ur. LEIKARAR í myndinni Geggjun Georgs konungs sem sýnd er í Regnboganum. Nýtt í kvikmyndahúsunum Geggjun Georgs konungs REGNBOGINN hefur tekið til sýn- ingar Óskarsverðlaunamyndina Geggjun Georgs konungs, „The Madness of King George". Myndin var tilnefnd til fernra Oskarsverð- launa, fyrir besta karlhlutverk, bestu leikkonu í aukahlutverki, handrit og listræna stjórn, sem hún hlaut Óskarinn fyrir. Geggjun Georgs konungs er byggð á samnefndu leikriti Alan Benett en hann er einnig handrits- höfundur. Sagan er byggð á sönn- um atburðum frá stjórnartíð Ge- orgs Englandskonungs á ofan- verðri 18. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.