Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Frans Van Ho- off fæddist í Gendringen í Hol- landi 9. apríl 1918. Hann var vígður til prests í Hertogen- bosch 25. júlí 1942. Séra Frans lést á St. Jósefsspítalan- um í Jerúsalem 4. maí síðastliðinn á 78. aldursári og var útför hans gerð frá Krists- kirkju í Landakoti 12. maí. ~y _____ Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæi pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. (Ingemann - Sb.1945 - M.Joch.) Séra Frans flutti til íslands árið 1979. Að loknu löngu og farsælu ævistarfi í Hollandi kaus hann að veija síðustu æviárunum í þjón- ustu við kaþólsku kirkjuna á ís- landi. Hann þjónaði fyrst á Akur- eyri en síðar og lengstum sem klausturprestur Karmelklausturs- ^ins í Hafnarfirði. Ég kynntist séra Frans árið 1985 í kirkjukaffi eftir messu í Maríukirkju í Breiðholti. Hann stóð mitt í mannþrönginni og spjallaði við fólk. Þótt hann væri þá hátt á sjötugsaldri hafði hann náð að tileinka sér íslenskuna. Bömunum sýndi hann töfrabrögð, sem hann hafði ávallt á taktein- um og við hina eldri ræddi hann af sinni einstöku háttprýði og einlægni sem var ein- kenni hans. Og alltaf var stutt í glettnina oghláturinn. í klaustrinu mess- aði hann á hveijum degi fyrir Karmelsyst- urnar og gesti klaust- ursins. Yfir mes- sugerð hans hvíldi ævinlega , mildur helgiblær, friður og rósemd. Séra Frans var framtakssamur á ýms- um sviðum. En sennilega er hann þekktastur hérlendis fyrir hið umfangsmikla hjálparstarf sem hann stundaði um árabil. Allt frá árinu 1984 stóð hann fyrir send- ingum með hjálpargögn til fá- tækra í fjarlægum löndum. Þetta spurðist út og mikið var um að fólk kæmi með fatnað og ýmsan vaming i Karmelklaustrið. Al- menningur, stofnanir, fýrirtæki og samtök gáfu notaðan fatnað, eld- húsáhöld, skó, ritföng, reiðhjól og verkfæri. Varningnum var staflað í gáma sem síðan voru sendir utan. Margir gámar fóru til Afríku og sem dæmi um árangur þeirra sendinga má nefna að komið var á fót vélritunarskóla í Zimbabwe þar sem eingöngu voru notaðar handknúnar ritvélar sem séra Frans hafði safnað og sent. Skóli þessi hlaut síðar viðurkenningu stjórnvalda. Gámar voru einnig sendir til Póllands, Lettlands, Lit- háen og til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem séra Róbert Bradshaw, vinur séra Frans, kom á fót kirkju- legu starfi á ný eftir áratuga hlé. í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um hjálparstarfið á síðasta ári óx það talsvert og í viðtölum hefur komið fram að árið 1994 sendi séra Frans sjö gáma og á þessu ári náði hann að senda tvo áður en hann lést. Gámar þessir voru flestir af stærstu gerð (40 fet). Prestar sáu um móttöku varningsins og dreif- ingu á hveijum stað og var allt þetta starf því unnið í sjálfboða- vinnu. Hann fékk mikla og góða aðstoð við að ganga frá varningn- um og að fylla í gámana. En mörg hafa handtökin verið og öll unnin í hljóði, eins og svo oft vill verða hjá góðu fólki sem ekki væntir jarðneskra launa fyrir starf sitt. Hann var stundum spurður hvern- ig hann færi að því að fjármagna tíðar gámasendingar til annarra heimsálfa. Fyrst í stað sagði hann aðeins: ,Það eru margir sem hjálpa mér.“ Seinna sló hann á léttari strengi og sagði: ,Það verður auð- veldara að svífa til himna ef vas- arnir eru ekki fullir af gulli.“ Sagt hefur verið að honum hafi tæmst umtalsverður arfur og víst er að hann viðurkenndi eitt sinn í við- tali að hann stæði að mestu undir kostnaðinum sjálfur. Það verður ekki sagt um hann að hann hafi tekið út sín laun í þessu lífi. Hann gaf allt sem hann átti, meira að segja einkahúsgögn sín sem hann flutti til íslands. Þó að annríkið hafi verið mikið við hjálparstarfið tók séra Frans að sér að kenna bömum sem komu í klaustrið að biðja. Og börnin voru mörg sem heimsóttu hann. Sagt er að síð- ustu orð fósturmóður hans, til hans, hafí verið þau að það ætti að kenna börnum að biðja og starf- aði hann eftir þeim. Á honum rættust sannarlega orð Krists um að leyfa börnunum að koma til sín. Hann reyndi eftir föngum að gleðja þau á einhvern hátt og oft- ast leysti hann þau út með gjöfum. Séra Frans undi vel hér á ís- landi. Þó að ævintýra- og ferða- þráin væri honum í blóð borin þá kom ekki til greina hjá honum að fara héðan. Þegar séra Róbert vin- ur hans skrifaði honum frá Síberíu og bað hann að koma þangað og aðstoða sig, skrifaði séra Frans um hæl og sagði að ekki þýddi að hugsa um slíkt því ekki væri pláss fyrir sig í gámnum og hann væri þar að auki orðinn of gamall fyrir svoleiðis ferðalög. Hann dáði náttúru íslands og uppáhald hans voru fossarnir. Hann þekkti þá marga og naut þess að taka ljós- myndir af þeim. Séra Frans var sístarfandi allt fram í andlátið. Miðvikudaginn í dymbilviku fór hann akandi frá Akureyri til Húsavíkur til að messa í heimahúsi; hann gerði það þrátt fyrir háan aldur og að veðrið væri ekki ákjósanlegt - mikill snjór og vont skyggni. Á annan í páskum fór hann til Siglufjarðar í sömu erindagjörðum eftir að hafa fengið upplýsingar um færð. Aftur skall á hið versta veður, snjór og blind- bylur - en eftir erfíðan akstur komst hann á áfangastað. Þegar hann fór í frí lá leið hans venjulega til Landsins helga í píla- gríms- og trúboðsferð. I síðustu ferðinni, sem hann fór með tíu félögum sínum, veiktist hann skyndilega og var lagður inn á spítala þar sem hann lést daginn eftir. Forsjónin réð því að hann lést í sömu borg og Frelsarinn sem hann hafði þjónað alla ævi. Við sem þekktum séra Frans hugsum til hans með söknuði en líka þakk- læ'ti að fá að hafa kynnst honum. Við trúum því að hann gisti í Para- dís með sigursöng, eins og segir í sálmi Ingemanns, og virði fyrir sér foldina fögru sem hann unni svo mjög frá himnaglugganum sínum. Megi ljósið eilífa lýsa hon- um, hann hvíli í friði. Ragnar Bryiyólfsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FRANS VANHOOFF WtÆkWÞAUGL YSINGAR Starfskraftur óskast Lítið fyrirtæki í Kópavogi vantar starfskraft til starfa við pökkun. Vinnutími frá kl. 1-5. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 7. ágúst, merktar: „Y - 1608“. * Ræstingar Þjóðminjasafn íslands óskar eftir starfs- manni til ræstinga. Launakjör samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Starf hefst 20. ágúst. Allar upplýsingar veitir safnstjóri milli kl. 11 og 12 næstu daga í síma 552 8888. Lögmaður í boði er innheimta o.fl. almenn lögfræði og ábyrgðarstörf fyrir traustan og duglegan lögmann. Gott húsnæði fylgir. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fimmtudaginn 3. ágúst nk. fyrir kl. 17.00, merkt: „Einstakt tækifæri - 1919“ Tollvörugeymslan hf. Hluthafafundur. Stjórn Tollvörugeymslunnar hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 10. ágúst 1995 kl. 17.00 á skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík. Dagskrá: Tillaga um heimild til handa stjórn Tollvöru- geymslunnar hf. um að auka hlutafé Tollvörugeymslunnar hf. Stjórnin. Húsnæði til leigu í alfaraleið í Skagafirði Húsnæðið er allt að 380 fm á einni hæð. 10 herbergi, stórt eldhús, 4 snyrtiherbergi, búr ásamt rúmgóðri geymslu og þvottahúsi. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta starfsemi í fögru umhverfi. Upplýsingar í símum 453 8292, 567 6610 og 561 3655. Barnavöruverslun Kringlunni Til sölu rekstur barnavöruverslunarinnar Mikka og Mínu í Kringlunni. Verslunin hefur eigin innflutning á barnavörum og barnaföt- um. Hagstætt verð. Húsið, fasteignasaia, Suðurlandsbraut 50, sími 568 4070. Dalvegi 24, Kópavogi Vitnisburðarsamkoma í dag kl. 14.00 Samkomur falla niður í ágúst. Fyrsta samkoma eftir sumarfrí verður 2. sept. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöid kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Miðvikudaginn 2. ágúst fellur bíblíulestur niður vegna Kotmóts sem hefst í Krirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, fimmtudagskvöld 3. ágúst kl. 20.30. Mótið stendur til mánudags 7. ágúst og því falla allar samkomur um verslun- armannahelgina niður. Þingvellir þjóðgarður Dagskrá þjóðgarðsins um helgina. Laugardagur 29. júlí 13.00 Barnastund í Fögru- brekku. Leikur í náttúr- unni. Tekur 1 klst. 14.00 Sigurður Líndal fjallar um þinghald á íslandi til forna og fram á vora daga. Far- ið verður um merka staði er tehgjast þinghaldi á þingvöllum. Hefst á Hak- inu, vestari brún Al- mannagjár, við Útsýnis- skífu. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Sunnudagur 23. júli 11.00 Helgistund fyrir börn. Leikir, söngur og náttúru- skoðun í Hvannagjá. Tekur 1 klst. 13.30 Vatnið bjarta og fiski- sæla. Gengið með bökkum Þingvallavatns að eyðibýl- inu Vatnskoti. Hefst við kirkju og tekur um 3 klst. Takið með ykkur skjólfatn- að og nesti. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. Prestur er Sr. Tóm- as Guðmundsson. 15.15 Tónleikar í Þingvalla- kirkju. Kristín Guðmunds- dóttir, Tristan Cardew og Rúnar H. Vilbergsson leika verk fyrir þverflautur og fagott eftir Haydn og Tele- mann. Þátttaka í fræðsludagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu landvarða. í þjónustumið- stöð og í síma 482-2660. Dagsferð sunnud. 30. júlí Kl. 10.30 Vífilfell. Verð 1.100/1.300. Brottför frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Sumarleyfisferð 1 .-6. ágúst Landmannalaugar-Básar Nokkur sæti laus vegna forfalla. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri: Sylvía Kristjáns- dóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. Útivist. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 30. júlí 1. Kl. 8: Geitland - Hafrafell. Ný ferð. Ekið um Kaldadal í Geit- land og gengið á fellið (1167 m y.s.) í jaðri Langjökuls. Verð kr. 2.500. 2. Kl. 8: Þórsmörk - Langidal- ur. Dagsferð, stansað 3-4 klst. í Þórsmörkinni. Við minnum á miðvikudagsferðirnar og sumar- dvöl f góðu yfirlæti í Skagfjörðs- skála. Verð kr. 2.700 (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 3. Kl. 13: Ölkelduháls - Reykja- dalur. Fjölbreytt gönguland upp af Hveragerði, tengt Hengils- svæðinu. Verð 1.200 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Um 3 klst. ganga. Verið með! Brottför frá BSf, austanmegin (og Mörkinni 6). Gerist félagar í Ferðafélaginu og eignist nýja og glæsilega árbók, Á Heklu- slóðum. Árgjaldið er 3.200 kr. (500 kr. aukagjald fyrir inn- bundna bók). Ferðafélag íslands. Til sölu Lítill bátur með húsi, siglinga- Ijósum og radarvara. Góður vagn fylgir, Góð dráttarvél á skrá, ZM-357. Upplýsingar í sima 553-4256.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.