Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. BÖÐVAR Guðmundsson og Björgvin Eggertsson vinna við uppsetningu upplýsingaskiltis. Með þeim á myndinni er Eiríkur Rafael sem fylgdist með vinnunni. Skógar- dagnr í Hauka- dalsskógí Selfossi. SKÓGARDAGUR verður í Haukadalsskógi laugar- daginn 29. júlí klukkan 13.00- 17.00 í tilefni af því að þann dag verður skógurinn formlega opnað- ur almenningi og um leið tekinn í notkun nýr áningarstaður. Skóg- ardagurinn er á vegum Skógrækt- ar ríkisins og Skeljungs. Göngu- og ævintýraferðir í skóginum Á skógardeginum verður fjöl- breytt dagskrá fyrir börn og full- orðna. Gönguferðir verða undir leiðsögn Böðvars Guðmundssonar skógarvarðar og Björgvins Egg- ertssonar verkstjóra þar sem rakin verður saga skógræktarinnar í Haukadal. Saga Haukadals verður sögð og fuglalífi í skóginum lýst. Farnar verða ævintýraferðir með bömum þar sem heilsað verður upp á skógarálfana. Sýning verður á skógarvinnu og vinnslu og Skóg- ræktin og Skeljungur bjóða upp á veitingar. Með verulegum umbótum hefur Haukadalsskógur verið gerður aðgengilegur fyrir útivistarfólk og ferðamenn. Göngustígar hafa ver- ið lagðir og komið fyrir merking- um og skiltum þar sem fínna má ýmsan fróðleik. Nýi áningarstað- urinn hefur verið útbúinn með bekkjum og borðum og grillað- stöðu. Mest af efninu sem notað var við smíðarnar er unnið úr grisj- unarviði úr skóginum. Skógræktarstarf frá 1943 Haukadalsskógur er í landi Haukadals hins forna og sögu- fræga höfuðbóls. Þar bjó meðal annarra Teitur ísleifsson ættfaðir Haukdæla. Haukadalur var víða skógi vaxinn en uppblástur herjaði svo á land þar að horfur voru á því á fjórða áratug þessarar aldar að landið færi í auðn. Danskur auðmaður, Kristian Kirk, keypti jörðina árið 1938 með það fyrir augum að græða hana upp og vemda fyrir uppblæstri. Hann girti jörðina og fékk Skógrækt ríkisins í lið með sér við uppgræðsluna. Kirk lést 1940 en áður en hann dó gaf hann Skógrækt ríkisins jörðina með öllum mannvirkjum. Frá 1943 hefur verið unnið markvisst að skógrækt í Haukad- al. Á 1600 hektara svæði Skóg- ræktarinnar eru 1350 hektarar girtir af. í skóginum eru 30 teg- undir skógarplantna, mest sitka- greni og rauðgreni. Stærsta tré skógarins er 16 metra hátt og er það í Svartagilshvammi. Með þeirri aðstöðu sem nú hefur verið komið upp á almenningur greiða leið að fögrum lundum Haukadals- skógar. Ellefu ára drengur slapp óbrotinn úr reiðhjólaslysi á Selfossi Það var eins og mig væri að dreyma Selfossi. „ÉG man bara að það var einhver maður að tala við mig þar sem ég lá á götunni. Ég vissi ekki hvað hafði gerst, mér fannst ég vakna og svo var eins og mig væri að dreyma," sagði Einar Ottó Antonsson 11 ára drengur frá Selfossi sem varð fyrir bíl á reið- þjóiinu sínu. Einar var ásamt félaga sínum, Geirmundi Sverrissyni, í hjólatúr á sunnudaginn á móts við Arnberg utan Ölfusár á Selfossi þegar óhappið varð. Einar skrámaðist á höfðinu, öðrum handleggnum og á síðunni, fékk heilahristing og glóðarauga. Hann slapp við bein- brot og var fljótur að jafna sig eftir stutta sjúkrahúsvist. „Ég sá bílinn rétt áður en hann lenti á mér,“ sagði Einar þegar þeir félagar rifjuðu upp atburðinn en hann ákvað snögglega að fara yfir veginn. Geirmundur var skammt á undan og heyrði Einar segjast ætla yfir. Hann leit við þegar hann heyrði bílinn bremsa og sá þá Einar þar sem hann hent- ist upp á véiarhlíf bílsins og síðan í götuna. „Mér brá alveg rosalega og ég gat alls ekki lyólað heim aftur,“ sagði Geirmundur. „Ég er rosalega feginn að vera ekki bein- brotinn, ég get þá farið bráðum að keppa í fótbolta aftur,“ sagði Einar. Þeir félagarnir voru ekki með hjálma í hjólatúrnum og því mikið lán að Einar meiddist ekki meira. Hann sagðist ekki ætla að hjóla í bráðina og að hann ætlaði örugg- lega að vera með hjálminn næst. Geirmundur tók undir með honum um að það væri betra að vera með hjálminn en að láta hann hanga á snaganum heima því það væri ekki hægt að vita hvenær svona óhappgerðist. Morgunblaðið/Sig. Jóns. EINAR Ottó Antonsson og Geirmundur Sverrisson með hjól Einars sem er nokkuð beyglað eftir óhappið. Morgunbláðið/Silli. Messað á Hólsfjöllum Húsavík. - Ein fámennasta kirkju- sókn á landinu mun vera Víðihóls- kirkjusókn á Hólsfjöllum, sem aðeins telur sjö safnaðarmeðlimi. Árið 1880 var Víðihóll gerður að prestsetri og voru þá Fjallahreppur, Víðidalur og Möðrudalur gerðir að sjálfstæðu prestakalli, sem svo var aflagt 1907 og Víðihólssókn lögð undir Skinna- staðaprestakall og svo 1966 undir Skútustaðaprestakall. Þegar núverandi kirkja var reist 1926 voru í söfnuðinum 65 manns en kirkjan rúmaði 60 manns í sæt- um. Henni hefur verið viðhaldið af núverandi og brottfluttum sóknar- börnum. Núorðið er venjulega aðeins ein messa í kirkjunni á ári og söng þar messu um síðustu helgi sóknarprest- urinn sr. Örn Friðriksson prófastur, Skútustöðum. Meðhjálpari er Ragnar fjallabóndi á Nýhóli og organisti Kristín Axelsdóttir, ábúandi í Grímstungu I. Kirkjugestir voru um 70 og svo vildi til að fjöldi þeirra þeirra hafði fengist við kirkjusöng, svo kirkjan ómaði öll af ljúfum tónum í háfjallakyrrðinni. Tvö sumarhús hafa nýlega verið reist á Víðihóli af afkomendum eig- anda jarðarinnar, Ólafs Stefánsson- ar, sem nú er búsettur á Egilsstöð- um. Að messu lokinni buðu þeir kirkjugestum til kaffídrykkju og dvöldu menn lengi við drykkju og spjall í glaða sólskini og tæru há- fjallalofti. lambakjöt í lofttæmdum umbúðum ..hvass...snark...nammmmm ÓTRÚLEGA 1 Ijúffengt á grillið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.