Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 52
MORGUNBLAVIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Rekstur Hitaveitu Reykjavíkur samkvæmt áætlun á síðasta ári Perlan greidd að fullu 1994 Hag’naður fyrir greiðslu í borgarsjóð nam um 170 milljónum króna HITAVEITA Reykjavíkur mun á næsta ári greiða síðasta lánið sem tekið var vegna fram- kvæmda við Perluna og verður veitingahúsið þá skuldlaust. Rekstur Hitaveitunnar í fyrra var samkvæmt áætlun. Niðurstöðutölur liggja ekki fyrir en hagnaður fyrir gjald til borgar- sjóðs nam um 170 milljónum króna. Greiðslan til borgarsjóðs að þessu sinni nam um 279 milljónum króna þannig að niðurstöður rekstr- arreiknings sýna um 100 milljón króna tap. Afgjaldið er 2% af mati á eignum Hitaveitunn- ar. Veltan á síðasta ári nam 2,8 milljörðum króna og jókst um tæplega 200 milljónir frá árinu áður. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri segir að þeg- ar búið verði að greiða 450 milljóna króna lán, sem tekið var hjá Norræna fjárfestingarbankanum og kemur til greiðslu 1994, sé Perlan skuldlaus eign en í rekstur hússins greiddi Hitaveitan um 42 milljónir króna á síðasta ári. Að sögn Gunnars var þar aðallega um endurþætur á húsinu að ræða. Rannsóknir á Olkelduhálsi Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Hitaveitunnar á næsta ári. Gunnar segir að verið sé að hyggja að framtíðinni og þar horft til svæð- isins á Ölkelduhálsi en það svæði eignaðist Hita- veitan með kaupunum á Ölfusvatnslandinu árið 1985. Gunnar segir að veitt verði um 10 milljónum króna til undirbúnings á svæðinu á næsta ári, aðallega til vegagerðar. Undirbúningsrannsóknum er að mestu lokið en Hitaveitan hefur áhuga á að bora þar eina tilraunaholu á næsta ári Að sögn Gunnars verður ekki þörf á fram- kvæmdum á svæðinu fyrr en eftir 15-16 ár miðað við óbreytta heitavatnsnoktun á höfuðborgarsvæð- inu. Nesjavallavirkjun mun duga þennan tíma en hún framleiðir nú 150 MW og getur farið í 400 MW. Þar að auki var samdráttur í tengingum á heitu vatni í nýbyggingar í borginni á síðasta ári, þær hafa yfirleitt verið í 1.200.000 fm á ári en duttu niður í 900.000 fm í fyrra sem er sam- dráttur upp á 25%. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Furðufiskar Stærri krabbinn er um einn metri á lengd þegar teygt er úr löppunum. Á neðri mynd- inni er dökksilfrinn. Óhapp á bifhjóli ÖKUMAÐUR missti sljórn á bif- hjóli sínu á Laugavegi um kl. 21 í gærkvöldi með þeim afleiðing- um að flytja þurfti hann og far- ~ þega á hjólinu á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík missti ökumaður- inn stjóm á hjólinu í sandi á malbik- inu. Bifhjólið lenti í götunni og voru ökumaðurinn og ung stúlka, sem var farþegi á hjólinu, flutt í slysa- deild. Þau eru þó ekki talin mikið slösuð. Yfir 500 kvartan- ir veg'na hunda í ÁRSLOK árið 1992 var 1.081 hundur á skrá í Reykjavík, samkvæmt skýrslu Heil- brigðiseftirlitsins um hunda- hald í borginni. Kvartanir vegna hunda voru 557 og var leitað eftir lögregluaðstoð í fleiri tilfellum en áður. Allir skráðir hundar voru ábyrgð- artryggðir og voru greiddar 115.822 krónur vegna tjóna af völdum fjögurra hunda á árinu. Á árinu voru afturkölluð 189 leyfi til hundahalds, ýmist vegna aflífunar, flutninga úr lög- sagnarumdæminu eða þeir tekn- ir af skrá vegna vanskila. Leitað var aðstoðar lögreglu í mun fleiri tilfellum en árið áður til að fjarlægja óleyfilega hunda, sem hundaeigendur höfðu neit- að að afhenda eftirlitsmönnum. Óbreytt gjaldskrá Árgjald fyrir hund var 8.800 krónur og tökugjald fyrir lausa hunda 6.500 krónur. Gjaldskrá er óbreytt fyrir árið 1993. Gjaid- dagi leyfisgjalda er 1. janúar en eindagi 1. mars. Aðeins þriðj- ungur hundaeigenda hafði greitt árgjaldið á eindaga og hafa van- skil aldrei verið meiri. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Vorið erkomið MARÍA, Hafsteinn og Hermann eru þess eflaust full- viss að eftir langan og strangan vetur sé loksins kom- ið vor. Snjór sé horfínn af jafnsléttu, tún farin að grænka og óhætt að skilja úlpumar eftir inni þótt stíg- vél séu enn þarfaþing. Svo em líka komin lítil lömb, eins og hún Kolla sem virðist una sér ágætlega njá krökkunum. Fyrir aftan sést móðir lambsins í miðju hástökki fagna vori. Ljósmyndari rakst á þennan fríða hóp í landi Gilja í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu í gær. Náttúrugripasafn Vestmannaeyja Þrjúný krabbadýr Safndýrum Náttúrugripa- safns Vestmannaeyja fjölgaði um þrjú þegar skipverjar á togaranum Guðmundu Torfa- dóttur VE 80 færðu Kristjáni Egilssyni, forstöðumanni, 3 sjávardýr af krabbaætt í gær- morgun. Dýrin komu í net Guðmundu á 5-600 faðma dýpi suður af Sneið, út af Eyjum, fyrir þremur dögum. Kristján sagðist ekki vera sér- lega vel að sér í krabbadýrum þegar rætt var við hann en hann sagðist aldrei hafa séð dýr af þessu tagi fyrr. Hann hefði held- ur ekki komið auga á þau í er- lendri fræðbók á safninu. Að sögn Kristjáns em tvö dýranna aðeins um 10 sm löng og líkist annað um margt hrossa- rælqu. Hitt líkist því þriðja nema á stærðina en það er um 1 m á lengd ef teygt er úr löppum þess. Það er alsett göddum, upp í 3 tommur. Dýrin komu dauð í safnið og verða stoppuð upp. Einnig stendur til að senda af þeim mynd til greinjngar hjá Hafrannsóknastofnun. Þá komu skipvetjar á Andvara með dökksilfra í safnið um miðj- an mánuðinn. Fiskurinn er í ætt við svartsilfra sem nýlega fannst hér við land. Dökksilfri fannst fyrst hér við land í apríl 1992 Óvíst um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt matvæli unnin úr kjöti Framleiðsla úr 3.000 tonn- um af kjöti gæti lagst af SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins þyk- ir nú mjög tvísýnt að íslensk stjórnvöld hafi möguleika á þvi, samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að leggja jöfnunar- gjald á innflutt matvæli unnin úr kjötvöru, t.d. pizzur, pasta og ýmsa aðra tilbúna kjötrétti, til þess að jafna út hærri framleiðslukostnað við sambærileg innlend matvæli. Á hinn bóginn munu erlend matvælafyrirtæki geta fengið greiddar útflutningsbætur vegna útflutnings hingað til lands og vegna slæmrar samkeppnis- stöðu gæti því framleiðsla matvæla með allt að 20% kjöthluta lagst af hér á landi. Reiknað er með að I neyslu tejji þessi matvæli um 20% af kjötmarkaðnum eða rúmlega 3.000 tonn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var af- staða Evrópubandalagsins í þessu máli skýrð á fundi sérfræðinganefndar EB og EFTA þann 31. mars síðastliðinn, en þar kom fram að hvað varð- ar kjöt, fítu og olíur, þá skuli þessi hráefni hafa verið skráð á hráefnislista hvers samningsaðila 1. janúar 1992 til þess að fajla undir almenna meginreglu um verðjöfnun. íslensk stjórnvöld uppfylla ekki þessi skilyrði, en hafa hins vegar talið sig hafa fengið vissar undanþágur frá þeitn. Breytingar erfiðar Þá mun hafa komið fram á fundinum að af hálfu EB væri eingöngu áformað að verðjafna fyrir mismunandi hráefnisverð kjöts sem er nýtt, kælt, fryst, saltað, þurrkað eða reykt, en allt kjöt af þessu tagi er óheimilt að flytja hingað til lands samkvæmt lögum um varnir gegn dýrasjúkdóm- um. Með þessu er því verið að útiloka verðjöfnun vegna kjöts og kjötvöru sem notaðar verða í unn- in matvæli fyrir íslandsmarkað. í viðræðum um ofangreind atriði óskaði talsmaður EFTA eftir breyttri afstöðu af hálfu EB, en þau svör feng- ust að erfitt væri að gera breytingar nú þar sem búið væri að þýða samningstextann á öll tungu- mál þjóða EB og kynna hann sem nær endanleg- an. Málið var hins vegar ekki útrætt og verður tekið fyrir að nýju á sérfræðingafundi í byrjun maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.