Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Að beija höfð- inu við steininn eftir Eystein Sigurðsson í liðinni viku birti verkefnishópur umhverfisráðuneytis um Mývatns- rannsóknir niðurstöður rannsókna liðins árs um setflutninga og strauma í Mývatni. í kjölfar þess gat að heyra og líta í fjölmiðlum ýmsar rangfærslur svo og sleggju- dóma og svívirðingar um nokkra sveitunga frá Friðriki Sigurðssyni forstjóra Kísiliðjunnar hf. Þar brá hann mönnum meðal annars um öfundsýki og peningagræðgi. Um- mæli þau sem forstjórinn viðhefur um fólk sem hann kann engin skil á eru væntanlega af allt öðrum hvötum runnar. Ég hafði ætlað mér að leiða þessi ummæli hjá mér, ekki síst eftir þann dóm sem málflutningur for- stjórans hlaut er kynnt var ákvörð- un umhverfis- og iðnaðarráðherra um námaleyfi til handa Kísiliðjunni hf. en þar er málflutningi hans um ný vinnslusvæði til handa verk- smiðjunni í raun algjörlega hafnað. En forstjórinn lét ekki þar við sitja og í Morgunblaðinu 6. apríl og í Degi 7. apríl fer hann enn á kostum í málflutningi sínum. Því fannst mér rétt að leggja nokkur orð í belg svo hann fengi tilefni áfram til að láta ljós sitt skína, fyrirtæk- inu til blessunar. Það hefir frá upphafi verið ágreiningur í sveitinni um áhrif af rekstri Kísiliðjunnar og oft verið deilt. Afstaða manna hefur þar ekki síst mótast af þeim hag sem menn hafa talið sig hafa af veru þessa fyrirtækis. Þannig hafa margir þeirra er byggt hafa af- komu sína á störfum fyrir verk- smiðjuna lítt verið gagnrýnir á af- leiðingar af umsvifum hennar. Slíkt verður að teljast eðlilegt. En það er líka eðlilegt að ekki hafi allir fyllst hrifningu, er slíku iðjuveri var dembt niður i rótgróna menn- ingarsveit og ætlað að grípa inn í fjölbreytt, flókið og einstætt lífríki Mývatnssveitar eins og raun ber vitni. Afleiðingar þeirrar starfsemi virðast helsta skýring þeirrar nið- urlægingar sem lífríki vatns og ár hefur mátt þola og þar með er ógnað hefðbundnum nytjum og framtíðarmöguleikum bænda á svæðinu til að lifa af landi sínu. Meiningar hlutu því að verða með mönnum, sviptingar að verða, en jafnan hafa einhveijir verið til að reyna að bera klæði á vopn svo vært væri mönnum að búa í Mý- vatnssveit. Friðrik Sigurðsson mun vera 6. maðurinn sem gegnir stöðu fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. og hefir starfað senn í eitt ár. Það má með sanni segja „að nýir siðir koma með nýjum herrum". Fram- kvæmdastjórarnir hafa allt til þessa kunnað a.m.k. einföldustu manna- siði og ekki ráðist á sveitunga sína með þeim hætti er að framan grein- ir. Hann hefir lítt hirt um að kynn- ast fólki og félagslífi utan þorpsins í Reykjahlíð og hann hefir ekki gert tilraun til að skilja hvað and- stæðingum Kísiliðjunnar hf. geng- ur til, er þeir lýsa ótta sínum vegna áhrifa af starfsemi verksmiðjunnar. Hann ætlar þeim því hvatir, sem hann hlýtur að hafa kynnst annars staðar. Friðrik er háskólagenginn maður og hlýtur sem slíkur að hafa kynnst akademískum hugsunargangi og vinnureglum raunvísinda. Þrátt fyrir það virðist sem hann líti helst á sig sem boðbera þess að Kísiliðj- an hf. sé blessun Mývatni og Mý- vetningum til handa. í fagnaðarer- indi sínu tínir hann til þau „rök“ sem honum þykir hæfa, en lítur fram hjá öðrum og reynir síðan að gera „andstæðingana" tortryggi- lega vegna þeirra annarlegu hvata sem liggja að baki skoðunum þeirra. Þannig hamrar hann stöð- ugt á, að búið sé að sanna að eng- in tengsl séu milli breytinga í líf- ríki Mývatns og starfsemi verk- smiðjunnar. Lindin hans Friðriks Við skulum líta á nokkrar þær „staðreyndir" sem raunvísinda- maðurinn Friðrik Sigurðsson hefur valið til að byggja málflutning sinn á. Hann segir ábendingar um aukn- ingu köfnunarefnis gamla lummu sem bændur grípi nú til í leit sinni eftir einhveiju til að koma höggi á Kísiliðjuna. Aukningin sé 80% í einni lind við Reykjahlíð. Rétt er að minna á að engar rannsóknir voru gerðar áður en verksmiðjan hóf starfsemi og því eru allar tölur miðaðar við mælingar sem gerðar voru 1969, ári eftir að full starf- semi hófst og því ekki tekið tillit til breytinga sem kynnu að hafa orðið fram að þeim tíma. í skýrslu svo nefndrar sérfræðinganefndar um Mývatnsrannsóknir er fjallað um breytingu í næringarefnaá- komu í Mývatni. Þess ber að geta að nefndin var að hluta skipuð hagsmunaaðilum sem gættu þess í hvívetna að halda sem mest utan skýrslunnar orðalagi sem skaðað gæti verksmiðjuna. Þar segir í nið- urstöðum á bls. 6 að köfnunarefn- isákoma í Ytriflóa hafi aukist úr 1,64 gN/m2 á ári í 5,3 gN/m2 á ári (323%) og sé miðað við allt rennsli til Mývatns séu tölurnar l, 02 gN/m2 og 1,84 gN/m2 (80,4%). Þar er einnig fjallað um aukna ákomu fosfór, sem er mun minni, en þess jafnframt getið að hlutfailslega meiri aukning á inn- fiæði nitursambanda en fosfórsam- banda gæti haft áhrif á_ samsetn- ingu þörungagróðurs. Á bls. 33 segir að ákoma köfnunarefnis virð- ist hafa aukist um 80% frá 1969 og sé þessi tala miðuð við vatnið í heild. Þar er og sagt að einungis sé hægt að rekja óverulegan hluta aukningarinnar til landbúnaðar og einhvern hluta megi rekja til auk- innar byggðar við vatnið. Enn fremur segir á bls. 56 kafla 12.3 m. a. „Aukið framboð aðgengilegs niturs (ammoníak, nítrit og nitrat) umfram fosfat í hlutfallinu 7:1 veikir samkeppnisaðstöðu bláþör- unga“. í þessum kafla er einnig gerð grein fyri frumframleiðslu svifs í Syðriflóa, en þar er bláþör- ungurinn Anabaena, öðru nafni Vatnsblámi lang mikilvægastur. Afkoma hans virðist skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang bitmýs í Laxá og getur skýrt þær sveiflur, sem þar hafa orðið. Þessu til viðbótar má benda á að áburðamotkun á bökkum Mývatns hefur dregist umtalsvert saman síðan 1969, vegna breytingar i búskaparhátt- um, fækkunar býla og ræktunar túna í heiðarlöndum vestan vatns- ins. Enn má bæta hér við, að í dag er jafnvel talað um að aukningin í vatninu í heild sé um 90% eftir viðtali við starfsmann í umhverfis- ráðuneytinu. Samkvæmt niðurstöð- um Péturs M. Jónassonar (bls. 94) er um 260 tonnum af köfnunarefn- issamböndum rótað upp við dæling- una og talið var að 1971-1976 skiluðu um 5,7% þeirra sér beint í vatnið aftur, en mikill hluti þess sem eftir er safnast upp í nágrenni vatnsins sem eins konar tíma- sprengja og enginn veit hvenær hún muni springa. Höfuðáhrifa- valdurinn er því verksmiðjan og starfsemi hennar. Lindin hans Frið- riks er því Mývatn sjálft og rann- sóknir sýna að tilraunir hans til að hvítþvo Kísiliðjuna í þessu máli geta ekki kallast vísindalegt fram- lag til umræðunnar. Friðrik hefur eins og fleiri Kísil- iðjumenn haldið mjög á lofti, að í raun megi líta á Ytri- og Syðriflóa Eysteinn Sigurðsson „Nú þykir sjálfsagt að fyrirtæki sem talin eru geta verið umhverfis- spillandi sanni sakleysi sitt, í stað þess að það þurfi að sanna sekt þeirra. Náttúran er látin njóta vafans.“ um þetta efni við líffræðinginn Friðrik Sigurðsson. Hitt er stað- reynd að meðalveiði í Mývatni síð- ustu 6 ár er aðeins um 20% af meðalársafla áranna 1900-1974. Undirstöðufæða fyrir fugl og fisk í Laxá er bitmýslirfa. Engar sagnir eru til um að mývargur hafí brugðist við Laxá fyrr en nú á þessum síðustu árum. Sumarið 1978 varð alvarlegt hrun í bitmýs- stofninum í Laxá og náði hann sér ekki upp verulega fyrr en 1984. Afleiðing þessa var hrun í urriða- veiði, þannig að 1979-1984 var hún helmingi mini en næstu 6 ár á undan. Miðað við verðlag á stang- veiði í dag er þetta tjón fyrir Veiði- félagLaxár ogKrákár upp á 25-30 milljónir. Þó svo bitmýsstofninn hafí náð sér upp 1984 hafa verið miklar sveiflur í stærð hans síðan svo og í ástand fugls og fisks í Laxá. T.d. komst aðeins einn hú- sandarungi upp sumarið 1989 og helmingur húsandarstofnsins hvarf burt af svæðinu og er húsönd nú talin í útrýmingarhættu. Rekstur Kísiliðjunnar hf. er lang mikilvirk- asta umbyltingin sem tengist Mý- vatn beint á þessum árum og það getur því varla talist óeðlilegt að láta sér detta í hug að hún eigi hér mikinn hlut að máli. Engar forrannsóknir Innilegt þakklœti til fjölskyldu minnar og allra þeirra, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og hlýjum kveðjum á 80 ára afmœli mínu 5. apríl. Guð blessi ykkur öll. HilmarH. Grímsson, Melgeröi 6. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum og sýndu mér hlýju og vinarhug í tilefni 90 ára afmœlis míns 22. mars si. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Kristmundsdóttir, Skjólbraut la, Kópavogi. Alúðarþakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig á aldarafmœlinu þann 31. marz siðastlið- inn. Starfsfólk heimilisins á Droplaugarstöð- um, með Hrafnhildi Guðmundsdóttur í broddi fylkingar, tók öllum þeim grúa, sem heimsóttu mig, með gestrisni og mannkœrleika og sýndu mér fölskvalaúsa vináttu í öllu. Of langt yrði að telja upp alía þá forna nemendur, samkenn- ara, framdfólk og aðra vini, sem sýndu mér tryggð með heimsóknum, gjöfum, skeytum, bréfum, blómum, söng, hljóÖfæraslœtti og list- dansi. Guð fylgi ykkur öllum. Þóröur Kristleifsson. sem tvö aðskilin, stöðuvötn. Þetta þykjast þeir geta lesið út úr skýrslu verkefnishóps um Mývatnsrann- sóknir frá 26. mars 1993 þar sem segir, að Ytriflói sé tiltölulega ein- angraður frá syðri hluta vatnsins hvað varðar strauma og setflutn- inga. Þar er ekki nefnt að allt af- rennsli Ytriflóa, um 7 mVsek. renn- ur í Syðriflóa. Þó er það alkunna og bændur a.m.k. þekkja frá fornu fari, að hringstraumur er í Mývatni og blöndun mikil, þannig að köfnunarefnismengun í Ytriflóa dreifist víðs vegar um vatnið óháð vindum. Þá er einnig vert að geta þeirrar áherslu á hlutverk vinda í breytingu á lífríki vatnsins sem Kísiliðjumenn hamra á í málflutningi sínum. Það hefur engum þeim sem við Mývatn býr dulist að hvassir vindar hafa mikil áhrif á vatnið. Þeir grugga upp og valda straumum og vatns- borðsbreytingum við strendur þess eftir því sem vindur stendur. En að kenna vindinum um allt getur varla talist vísindi, eða hefur aldrei hvesst fyrr í sveitinni? Kynni ekki að vera að áhrif vinds hafi aukist við röskun vatnsins? Gæti ekki ver- ið að áhrif vinds á lífríki sem stend- ur höllum fæti vegna gróflegra afskipt'a mannsins gætu orðið meiri en þau voru áður en þau afskipti hófust? Hugleiðingar Friðriks um veiði í Ytriflóa bera glöggt vitni um van- þekkingu. Hann heldur því fram að urriði sé í Ytriflóa en bleikja í Syðriflóa. Allir sem fylgst hafa með urriða- og bleikjustofnum í vatninu um hríð, eins og forstjórinn telur sig hafa gert, vita hins vegar að urriðinn er ekki staðbundinn í Ytri- flóa. Hann veiðist og hrygnir víðs- vegar um Mývatn, en einnig í Laxá, Grænalæk og Grænavatni. Auk þess er hann ránfiskur og afkoma hans ekki eins bundin viðkvæmum botndýrum og bleikjunnar. Þá var bleikju einnig að fmna í Ytriflóa, eins og í þeim syðri, áður en lífsskil- yrði hennar voru eyðilögð í vatn- inu. Sá einstæði atburður gerðist í Mývatni sumarið 1988 að um það bil 100.000 bleikjur féllu úr hor skv. skýrslu Guðna Guðfinnssonar fiskifræðings. í veiðanlegri stærð hefði þessi fiskur verið 70-100 tonn. Þetta sýnir þann hlunninda- missi sem bændur hafa orðið fyrir. í Morgunblaðinu 6. apríl sl. segir Friðrik m.a.: „Mismunur á fjötda veiddra fiska nemur jafnvel tugum þúsunda þegar um bleikjuna er að ræða en ekki nema fáum þúsundum af urriða." Vert er að geta þess að hámarks urriðaveiði í Mývatni á umrædu tímabili var um 3.000 fiskar. Verður manni á að spyija: „Hvað fór veiðin oft niður fyrir núllið?“ Eftir svona málflutning þarf ekki að eyða mörgum orðum Það er galli við alla þessa um- ræðu, að stórlega skortir á að nauð- synlegar forrannsóknir og þekking séu fyrir hendi þanig að hægt sé að segja „Svona er þetta í raun“. Því verður umræðan alltaf nokkuð í formi getgáta. Vegna þess hefur hinn vestræni heimur breytt áhersl- um, svo nú þykir sjálfsagt að fyrir- tæki sem talin eru geta verið um- hverfisspillandi sanni sakleysi sitt, í stað þess að það þurfi að sanna sekt þeirra. Náttúran er látin njóta vafans. Sumt er þó hægt að skoða beint og þar með athuga hversu vísindaleg vinnubrögð þeirra eru sem tjá sig um málið. í Degi 1. apríl 1993 er dæmi um slíkt. Þar segir Friðrik: „Eysteinn gerir ekki út á Ytriflóa, hann gerir út á Syðri- flóa.“ Um leið og Friðrik er í raun að segja að mér komi ekki við hvað gerist í Ytriflóa, þar sem ég eigi ekki land að honum afhjúpar hann þekkingarskort sinn á mönnum og málefnum í Mývatnssveit. Ég geri nefnilega ekki heldur út á Syðri- flóa, þar sem ég á ekki land að Mývatni. Mér kemur þó við hvað gerist í Mývatni þar sem ég bý á bökkum Laxár og lífríki hennar og Mývatns eru samfelld keðja allt til sjávar. Þá kemur mér það við eins og öllum öðrum hvernig menn umgangast einstakt lífríki þessa svæðis. Ef þessi ummæli Friðriks í Degi eru dæmigerð fyrir hvemig hann rannsakar mál og setur fram staðreyndir, er ekki von að vel tak- ist til. Friðrik lýsir því yfir í skrifum sínum að náttúruvernd sé notuð sem gríma sem hylja eigi raunveru- legan tilgang andstæðinga Kísiliðj- unnar, sem sé að hafa fé af verk- smiðjunni. Þetta sýnir vægast sagt undarlegan skilning forstjórans á því fyrirbæri sem skaðabætur eru. Hann kallar hugsanlegar bótakröf- ur beiðni um peninga og reynir þannig að beina athyglinni frá kjarna málsins, að skaðabætur eru dæmdar vegna skaða sem sannan- lega er valdið. Skaðabætur sem dómstólar kynnu að dæma á Kísil- iðjuna hf. eru því ekkert betl manna sem fara fram undir fölsku flaggi, heldur viðurkenning þeirrar stað- reyndar, að líf manna í Mývatns- sveit snýst um fleiri hagræna þætti en rekstur Kísiliðjunnar. Og þeir peningar sem fengjust verða notað- ir til að reyna að endurheimta eitt- hvað af því sem búið er að spilla, ef það er á annað borð mögulegt. Persónulegar dylgjur í garð sam- sveitunganna eru þv* forstjóranum lítt til sóma og tæpast til þess falln- ar að auka tiltrú hugsandi manna á því fyrirtæki sem honum er ætlað að vera í forsvari fyrir. Að öllu samanlögðu verð ég að segja að málflutningur Friðriks Sigurðssonar kemur mér á óvart um leið og ég harma að hann skuli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.