Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17, APRÍL 1993 29 Doktor í jarðfræði GRETAR ívarsson lauk doktorsvörn í eldfjallafræðum við University of Hawaii í Honolulu hinn 21. september 1992. Ritgerðin, sem er 332 síður, heitir á frummáli „Geology and Petrochemistry of the Torfajök- ull Central Volcano in Central South Iceland in Association with the Icelandic Hot Spot and Rift Zones“ og fjallar um jarðfræði og kvikuþró- un á Torfajökulssvæðinu síðustu 130.000 árin. Helstu niðurstöður rit- gerðarinnar eru að hið útbreidda líparít á svæðinu sé að uppruna endurbætt skorpuberg en ekki afleiður af þeim tveimur möttulbergs- gerðum sem þar finnast, þ.e. þóleiít og alkalískt basalt. Þá eru ieiddar að því líkur að millibasaltið (transitionai basalt) sé alkalískt basalt bland- að ýmsum skorpubráðum og að mikil eldvirkni á Suðurlandi almennt megi skýra með því að staðsetja miðju heita reitsins undir Mið-Suður- iandi en ekki undir Vatnajökli. Gretar fæddist 1. júlí 1957 oglauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. BS-gráðu í jarð- fræði við Háskóla íslands hlaut hann 1980 og 4. árs verkefni í bergfræði við sama skóla lauk hann 1981. Haustið 1981 hóf hann nám við Háskólann á Hawaii, en jafnframt náminu starfaði hann sem aðstoðar- kennari við skólann. Þá vann hann einnig við jarðhitaleit á Hawaii-eyj- um og var aðstoðarmaður á eldijalla- stöðinni á Hawaii. Á íslandi var hann styrkþegi í tvö ár á Norrænu eldfjallastöðinni, kenndi við MS og Fjölbrautaskólann í Garðabæ og starfaði tímabundið fyrir Raunvísindastofnun og Orku- stofnun. Á námstíma sínum naut hann styrkja frá háskólanum á Hawaii, Minningarsjóði Thors Thors, Fulbright og Vísindasjóði Atlants- hafsbandalagsins. Greinar um jarð- Sjálfsbjörg harmar töf á afgreiðslu stoðtækja Á AÐALFUNDI Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Aðalfundur Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, haldinn að Hátúni 12, laugardaginn 20. mars 1993, harmar þann mikla drátt sem hefur orðið á afgreiðslum Trygg- ingastofnunar ríkisins á beiðnum um stoðtæki svo sem spelkum. Vitað er til þess að einhveijar umsóknir frá því í ágúst á síðasta ári liggja enn pafgreiddar og kemur þetta sér afar illa fyrir þá sem nota þurfa viðkomandi hjálp- artæki. Við skorum á Tryggingastofn- un ríkisins að taka nú á honum stóra sínum og koma þessum af- greiðslum í betra lag, svo fatlaðir þurfi ekki að líða fyrir.“ (Fréttatilkynning) fræði eftir hann hafa birst í bæði innlendum og erlendum vísindaritum og um tíma ritaði hann greinaflokk í Morgunblaðið um jarðfræði og stjömufræði. Gretar starfar hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Aðalleiðbeinandi Gretars á Hawaii var prófessor Georg P.L. Walker, en aðrir dómnefndarmenn voru þeir John Sinton, Steve Self, Kost Pankivskíj og Gary McMurtry. Wal- ker er góðkunnugur íslendingum, en hann starfaði um tíu ára skeið á ís- landi við kortalagningu á Austfjörð- um á 6. og 7. áratugnum og hefur birt meira en eitt hundrað vísindagre- inar, þar af á annan tug um ísland. Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, m.a. var hann sæmd- ur íslensku fálkaorðunni (riddara- krossi) 1980 og heiðursdoktorsnafn- bót við Háskóla íslands 1988. Gretar er yngstur fjögurra systk- ina en foreldrar þeirra eru þau ívar Andersen, verkstjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og Hjördís Jóns- dóttir, sem starfaði lengst af hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur, en hún lést árið 1983. Eiginkona Gretars er Anna Dís Sveinbjömsdóttir, flug- freyja hjá Flugleiðuin og eiga þau sex ára gamlan son, Sindra. Fyrirlestur um rekstur bandarískra þjóðgarða RONALD W. Cooksy frá alþjóðadeild National Park Service í Washington D.C. heldur fyrirlestur í húsakynnum Menningarstofn- unar Bandaríkjanna að Laugavegi 26 þriðjudaginn 20. apríl. Fyrir- lesturinn nefnist „Government Interaction in Protected Area Mana- gement“ og hefst hann kl. 15.30. Að honum loknum mun Cooksy svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Ahugafólk um nátt- úruvernd og umhverfismál er sérstaklega hvatt til að mæta. Gretar ívarsson, doktor í jarð- fræði. Ronald Cooksy sækir ísland heim í boði Menningarstofnunar Banda- ríkjanna og umhverfisráðuneytis- ins. Cooksy er landslagsarkitekt að mennt og hefur hann starfað að málefnum þjóðgarða og friðlýstra Karlakórinn Jökull skemmti í Suðursveit Suðursveit. ÞAÐ VAR vor í lofti og svifið á vængjum söngsins í félagsheimilinu á Hrollaugsstöðum 2. apríl sl. þegar karlakórinn Jökull, Höfn, sótti Suðursveitunga heim. Efnisskrá tónleikanna var hin fjöl- breyttasta, ættjarðarlög, þjóðvísur, negrasálmar að ógleymdum slúðurp- olka Johanns Strauss. Stjórnandi var Jóhann Morávek og einsöngvarar að þessu sinni þeir Friðrik Snorrason og Heimir Heiðarsson. Undirleikari var Guðlaug Hestnes. Kórinn hefur æft vel í vetur og stefnt er að tónleikaferð um Austur- land um næstu mánaðamót. Karlakórinn Jökull, sem nú stend- ur á tvítugu, hefur verið ómissandi þáttur í menningarásýnd A-Skaft- fellinga, ekki aðeins með velheppn- uðu tónleikahaldi heldur einnig í því þroskandi félagsstarfi sem í kórsöng felst. Stjórnandi hans var lengst af Sigjón Bjamason í Brekkubæ, sem vann merkilegt brautryðjendastarf. Það hefur verið háttur þeirra kór- félaga að efna til tónleikahalds í Suðursveit og Öræfum sitt árið hvort og voru nú tónleikar í Suðursveit sem áður sagði. Að loknum tónleikum og mynd- arlegum kaffiveitingum í boði kven- félagsins voru stigin nokkur dans- spor við undirleik heimatilbúinna hljómsveita og ekki vantaði söngv- arana. - Einar. svæða í Bandaríkjunum allt frá 1967. Hann hefur einnig haft á hendi margháttuð störf og verkefni í þágu umhverfisskipulags og um- hverfisstjórnunar. Má þar nefna, að um tíu ára skeið (1957-1967) starfaði hann sem landslagsarkitekt fyrir fylkisstjórn Kaliforníu, við skipulagningu útivistarsvæða og rekstur náttúruminja og fólkvanga. Þá hefur Cooksy gert úttektir á stórum svæðum í upphéruðum Missouri- og Missisippi-fljótanna, í Connecticut River Valley og víðar með tilliti til verndunar og friðlýs- ingar. Á árunum 1967-1981 hafði Cooksy yfirumsjón með útivistar- skipulagi fyrir alríkisstjórnina í Washington, fyrir innanríkisráðu- neytið og Bureau of Outdoor Recre- ation. Ailt frá árinu 1981 hefur hann starfað sem aðstoðaryfirmað- ur alþjóðadeildar National Park Service og hefur sem slíkur annast verkefni í Saudi Arabíu, Japan, Marokkó, á Indlandi Sri Lanka og víðar. Ronald W. Cooksy dvelst hér- lendis dagana 19.-21. apríl nk. Auk fyrirlestrahalds mun hann hitta fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Þingvallanefndar, Náttúruverndar- ráðs og annarra umhverfissamtaka. (Úr fréttatilkynningu) Borgarbókasafnið 7 0 ára UM ÞESSAR mundir er minnst 70 ára afmælis Borgarbókasafns Reykjavíkur en það hóf starfsemi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið var þá nefnt alþýðubókasafn og var fyrstu fimm árin í leiguhúsnæði á Skólavörðustíg 3, í húsi sem nú hefur verið rifið. Þegar safnið hóf starfsemi var bókakostur þess um 1.000 eintök en um síðastliðin áramót var hann tæplega 400.000 eintök. Fram til ársins 1952 var safnið starfrækt í Ingólfsstræti 12, en þá keypti Reykjavíkurborg húseignina Þingholtsstræti 29a, Esjuberg, fyrir safnið. Þar var það opnað í janúar 1954 eftir gagngerar breytingar á húsinu, en það var byggt sem íbúð- arhús 1916. Fram til ársins 1976 var lestrar- salur á efri hæð hússins, útlánsdeild á miðhæð og bókageymslur og af- greiðsla sérútlána í kjallara. Þá var lestrarsalurinn fluttur í nýrra hús- næði á horni Skálholtsstígs og Þing- holtsstrætis en 1981 voru skrifstof- urnar síðan fluttar í nýbyggt hús áfast því húsi sem lestrarsalurinn er í. Þar er nú aðfangadeild, skrif- stofa safnsins, flokkunar- og skrán- ingardeild og skrifstofa borgarbóka- varðar. Ljóst var að þetta gat ekki orðið framtíðalausn á húsnæðismálum aðalsafns og um skeið var ætlunin Ávallt ungur í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á myndinni Ávallt ungur eða „Forever Young“ eins og hún heitir á frummálinu. Framleið- andi er Bruce Davey, leikstjóri er David Miner og aðalhlutver eru í höndum Mel Gibson, Jamie Lee Curtis og George Wendt. Daniel McCormik (Gibson) hefur allt í hendi sér árið 1939. Hann er í hinu fullkomna starfi, flugmaður hinnar ógnvænlegur B-25 í nýstofn- uðum flugsveitum bandaríska hers- ins. í lífi hans eru tvær sérstakar manneskjur, vísindamaðurinn snjalli, Harry Finley (Wendt) sem staðið hefur með honum í gegnum þykkt og þunnt og ástin hans eina, Helen (Isabel Glasser), sem hann hefur þekkt frá æsku. Daniel hefur fengið allt það út úr lífinu sem hann getur mögulega óskað sér. Næstum allt. Það er eitt vandamál sem hijáir Daniel; hættur getur hann horfst í augu við án nokkurs ótta en bara hugsunin um tilfinningar, hvað þá að þurfa að tjá þær, skýtur honum skelk í bringu. I hvert einasta skipti sem hann áætlar að biðja Helen um að giftast sér, verður hann veikur Atriði úr myndinni. og einhvern veginn æxlast það þannig að Daniel frestar ætíð öllu slíku til morguns. Þegar Helen verður fyrir slysi, er fótunum kippt-undan Danile og framtíð hans er í rúst á einu auga- bragði. Nú þarf hann að lifa lífinu einn, vitandi það að hann sagði Helen aldrei að hann elskaði hana. Harmi sleginn býður Daniel sig fram sem sjálfboðaliða í afar hættu- lega tilraun sem vinur hans Harry stýrir. Hún snýst í kringum fryst- ingu mannslíkamans við lághita (cryogenics). En tilraunin fer út um þúfur og Daniel vaknar ekki fyrr en árið 1992 gjörsamlega úr takt. En í gegnum vináttu sína við ungan dreng (Wood) og móður hans (Gurt- is) lærir hann að þótt tíminn fljúgi hjá, þá bíður hin sanna ást að eilífu. (Fréttatilkynning) að byggja aðalsafn í nýja miðbæn- um. Frá því hefur nú verið fallið en húsnæðisvandi aðalsafns verður væntanlega leystur að mestu leyti áður en langt um líður með því að borgaryfirvöld hafa fest kaup á hluta húseignarinnar Aðalstrætis 6 með það í huga að þangað verði starfsemi safnsins flutt úr þessum þremur framangreindum stöðum. Fyrsta útibú safnsins var stofnað haust.ið 1934 í Franska spítalanum við Lindargötu. Árið eftir var það flutt í Austurbæjarskólann. Næsti viðkomustaður var Hólmgarður 34. Loks var flutt í núverandi húsnæði í Bústaðakirkju. Tveimur árum síðar var opnað útibú í vesturbænum. í 54 ár var það til húsa á Hofsvallagötu 16, á efri hæð í einum af verkamannabú- stöðunum. Það var lítið og ófullnægj- andi, en í ársbyijun 1990 var úti- búið flutt þaðan í nýtt, nær þrefalt stærra húsnæði á Grandavegi 47. Þriðja útibú safnsins hóf starfsemi í húsinu Hlíðarenda við Langnolts- veg í ársbyijun 1948, en brátt var það flutt í Efstasund 36. Árið 1963 var það flutt í Sólheima 27. Fjórða útibúið var opnað í mars 1986 við Gerðuberg 3-5, í húsi menningarmiðstöðvarinnar. Það er stærsta útibú Borgarbókasafnsins og þar er eina tónlistardeld þess. í nóvember 1992 var fimmta úti- búið formlega opnað. Það er einkum ætlað börnum og unglingum og er til húsa í Hólmaseli 4-6, en þar er einnig félagsmiðstöð á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Auk þessa hefur Borgarbókasafn- ið haft sérstaka þjónustu fyrir skip allt frá árinu 1924 og sérþjónustu fyrir ýmsa sem eiga erfitt að sækja útlánsdeildirnar heim, svo sem fanga, vitaverði og vistmenn á dval- arheimilum aldraðra og er Borgar- bókasafnið með sérstök bókaútlán í tengslum við félagsstarf aldraðra á þremur stöðum í borginni. Ennfrem- ur er sérstök heimsendingarþjón- usta, Bókin heim, fyrir aldraða og öryrkja. Loks má nefna bókabílana sem safnið hefur rekið síðan 1969 til að koma til móts við þá sem eiga langt að fara á bókasafn og þjónuðu þeir meðal annars Breiðholtinu þar til útibúið í Gerðubergi tók til starfa. Viðkomustaðir þeirra eru meðal ann- ars miðaðir við að aldraðir eigi auð- velt með að notfæra sér þjónustu þeirra. Allt frá upphafi hefur bókasafnið leitast við að þjóna börnum vel og nú eru barnadeildir á öllum útláns- stöðum safnsins, þar sem börnum hefur verið sköpuð skemmtileg að- staða til að dveljast og lesa og skoða bækur. í barnadeildunum eru einnig reglulega sögustundir þar sem lesið er fyrir yngstu börnin. Börn 16 ára og yngri greiða ekk-- ert fyrir bókasafnsskírteini og hið sama gildir fyrir þá sem eru 67 og eldri sem og öryrkja og hefur þetta verið svo árum saman. Aðrir greiða kr. 500 fyrir bókasafnsskírteini sem gildir í eitt ár. í tengslum við sjálft afmælisárið er ýmislegt á döfinni. Meðal annars verður í bókasafninu í Gerðubergi ljósmyndasýning þar sem saga Borgarbókasafns Reykjavíkur er sýnd. Sú sýning verður hugsanlega flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur þegar líður fram á árið. Þá er fyrirhuguð ráðstefna um lestrarörð- ugleika og þann þátt sem Borg- arbókasafnið og önnur almennings- bókasöfn geta átt í að stuðla að bófV þess vanda og verður hún í sam- vinnu við Blindrabókasafn Islands, sem er 10 ára um þessar mundir, en það safn á rætur sínar meira og minna að rekja til Borgarbókasafns- ins. Einnig mun embætti bókafull- trúa ríkisins eiga hlut að ráðstefn- unni. Er líður að bókavertíðinni með haustinu verða á vegum Borgar- bókasafnsins ýmsar bókmennta- kynningar og höfundaheimsóknir í útlánsdeildum safnsins. Þetta verður kynnt í fjölmiðlum jafnóðum. Ákveðið hefur verið að hafa sekt- arlausa daga í tilefni afmælisins 19.-30. apríl og eru lánþegar hvatt- ir til að grafa nú fram bækur sem hugsanlega hafa dagað uppi hjá þeim. Allir eru velkomnir í útláns- deildirnar á afmælisdaginn til að gleðjast með starfsmönnum safnsins og þiggja góðgerðir. (Fréttatilkynning) .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.