Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 86.tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandar íkj astj órn vill tafarlausar aðgerðir ef múslimaborgin Srebrenica fellur Beðið fyrir ástvinum MÚSLIMSKAR konur, flóttafólk í Zagreb í Króatíu, söfnuðust saman í gær til að biðja fyrir ástvinum sínum í Srebrenica og annars staðar í Bosníu. Biðu þær milli vonar og ótta eftir fréttum frá borginni en búist var við, að hún félli Serbum í hendur á hverri stundu. Starfsmenn SÞ voru í gær að búa sig undir að flytja-tugþúsundir manna frá Srebrenica en auk borgarbúa er þar mikill fjöldi flóttafólks. Armenar segja Tyrki flylja vopn til Azerbajdzhan Hótað að skjóta niður flugvélar Moskvu. Reuter. íhugar loft- árásir á her- sveitir Serba Belgrad, London, Sar^jevo. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN telur koma til greina að hefja sprengjuárás- ir á stöðvar Serba í Bosníu stöðvi þeir ekki sókn sína gegn músl- imsku borginni Srebrenica en í gær var búist við, að hún félli þeim í hendur á hverri stundu. Þá var tilkynnt í. gær, að Bandaríkin, Bretland og Frakkland ætluðu að krefjast þess, að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti strax hertar refsiaðgerðir gegn Serbíu. Owen lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins, sagði í gær, að timi væri kominn til að hefja loftárásir á valin skotmörk í Bosniu. Talsmaður Hvíta hússins, George Stephanopoulos, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn ætlaði að beita sér fyrir tafarlausum, alþjóðlegum refsi- aðgerðum gegn Bosníu-Serbum legðu þeir Srebrenica undir sig og embættismaður í vamarmálaráðu- neytinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að til athugunar væri að gera loftárásir á stöðvar og stórskotalið þeirra. Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi, að allt kæmi til greina nema að senda bandaríska land- gönguliða tii Bosníu. Við borgarmörkin Að sögn Tanjug-fréttastofunnar voru serbnesku umsátursmennirnir aðeins í eins kílómetra fjarlægð frá borgarmörkum Srebrenica og Rado- van Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hvatti múslima til uppgjafar. Bætti hann við, að fall borgarinnar gæti boðað stríðslok í Bosníu. Owen lávarður, milligöngumaður EB, sagði í gær, að nauðsynlegt væri að neyða Serba til að undirrita friðarsamninga með því að hefja sprengjuárásir á aðflutningsleiðir þeirra, vegi og brýr. ----»-»-»■--- Menn og sveppir í sömu ætt London. Daily Telegraph. MEÐ erfðafræðilegum sam- anburði á fjölda mörgum líf- verum hefur komið í Ijós, að forfeður mannsins eru skyld- ari sveppum en til dæmis túlipönum. Sveppir eru með öðrum orðum skyldari dýr- um en plöntum. I síðasta hefti af bandaríska tímaritinu Science skýra vís- indamenn frá því, að sameigin- legur forfaðir sveppa og manna hafi verið uppi fyrir um einum milljarði ára, örsmár einfrum- ungur með bifhár, sem hann notaði við fæðuöflun. Siðar greindust afkomendur hans í ýmsar áttir og í fyllingu tímans urðu sumir að sveppum en aðr- ir að mönnum og dýrum. ARMENAR saka Tyrki um að fljúga með vopn og herlið í armenskri lofthelgi til Azerbajdzhans sem á í styrjöld við Armena vegna héraðsins Nagorno-Karabak. Talsmaður armenska varnarmálaráðuneytisins gaf sterklega í skyn í gær að yrði framhald á þessum flutningum myndu flugvél- ar Tyrkja verða skotnar niður. „Við höfum öll nauðsynleg tæki til þess, meðal annars nýtísku loftvarnir,“ sagði tals- maðurinn, Armen Duliyan. Armenía viðurkennir ekki að hermenn lýðveldisins taki þátt í bardögum heldur sé um að ræða flokka frá Nagorno-Karabak sem Armenar byggja. /tar-TASS-fréttastofan rússn- eska skýrði frá því í gær að Armen- ar hefðu stöðvað í bili sókn sína en þeir hafa lagt undir sig um tíunda hluta Azerbajdzhans á undanföm- um vikum, einkum svæði á milli landamæranna og Nagomo-Kara- baks. Tyrkneska dagblaðið Hurriyet segir að fyrsta sendingin af eld- flaugum, skotpöllum, skotfærum og léttum vopnum frá Tyrklandi sé þegar komin á áfangastað í Az- erbajdzhan en fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins í Ankara neitaði að tjá sig um fréttina. Duliyan sagði Tyrki, sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), hafa farið allt að 15 flug- ferðir á dag með vopn og hermenn til Azerbajdzhan en sjálfír segjast Tyrkir hafa sent eina vél með hjálp- argögn. Tyrkland á landamæri að Armeníu og héraðið Nakítsjevan liggur auk þess á milli Tyrklands og Armeníu en tilheyrir Azerbajdz- han. Að sögn Duliyans hafa 30 flutningabflar farið frá Tyrklandi yfir til Nakítsjevans á dag en síðan hefði verið flogið með menn og vopn áleiðis til höfuðborgar Azerbajdz- hjans, Bakú við Kaspíahaf. Minningar um þjóðarmorð Tyrkir eru múslimar eins og Azer- ar og náskyldir þeim að tungu og menningu en Armenar eru kristnir. í fyrri heimsstyijöld er talið að Tyrkir, sem fram á þessa öld réðu yfír miklu heimsveldi á þessum slóð- um, hafi myrt hundruð þúsunda Armena, sumar heimildir nefna töluna hálfa aðra milljón manna. Hafa þessir atburðir eitrað sam- skipti þjóðanna alla tíð síðan. Reuter ítalir vilja breytingu ALLT að 84% ítalskra kjósenda ætla að hafna hlutfallskosningakerfinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýtt kosningafyrirkomulag, sem verður á sunnudag og mánudag. Kemur þetta fram í skoðanakönnunum. Er myndin af áróðursspjöldum ,við hið forna hringleikahús, Colosseum. Sjá „Tillögur um ...“ á bls. 25. Gin- og klaufaveiki Bændur skelfdir Grenoble. Reuter. BÆNDIJR í alpahéruðum Frakk- Iands sögðust í gær óttast að gin- og klaufaveiki gæti borist yfir landamærin frá Italíu. Enn sem komið er hefur veikin aðeins greinst á Suður-Ítalíu en bændur í Savoyen-héraði hafa samt grip- ið til varúðarráðstafana. Komið hefur verið á fót eftirliti dýralækna við mynni jarðganga milli landanna í héruðunum Frejus og Mont Blanc. Að sögn ítalskra yfirvalda barst veikin með fé sem flutt var til landsins frá fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu í febrúar sl. Mörg ríki Evrópubandalagsins, EB, hafa sett innflutningsbann á kjötvörur frá fyrrverandi kommún- istaríkjum í Mið-Evrópu en ráða- menn hinna síðarnefndu segja að um fyrirslátt sé að ræða, i reynd séu EB-ríkin aðeins að vemda eigin framleiðslu fyrir samkeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.