Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 13 Homhimnuígræðslur eftir Þorgerði Ragnarsdóttur Augnlæknar á Landakotsspítala hafa gert athugasemd við grein mína um líffæraflutninga sem birt- ist i Morgunblaðinu 4. apríl síðast- liðinn. Það mun vera rangt að ís- lendingar séu nú í fyrsta skipti í sögunni að gefa líffæri úr látnu fólki til ígræðslu. Síðan 1981 hafa hornhimnu- ígræðslur verið stundaðar hér á landi. Við þær aðgerðir hafa verið notuð augu úr látnum íslendingum að fengnu leyfi eftirlifandi aðstand- enda. I samningi Tryggingastofn- unar ríkisins og ígræðslufyrirtækis- ins SwedeHealth Gothenburg Care AB í Gautaborg er hins vegar ekki gert ráð fyrir brottnámi augna. Ef hornhimna augans, sem myndar gluggann framan við auga- steininn, skaddast svo sem eftir sýkingar, slys eða vegna erfðagalla getur fólk orðið blint. Þetta er ein- ungis hægt að laga með því að græða nýja homhimnu í augað í stað þeirrar skemmdu. Friðbert Jónasson augnlæknir á Landakotsspítala segir að hér hafi alls verið gerðar um 100 hom- himnuaðgerðir á undanförnum 12 ámm. Af þeim hafa verið notuð augu úr um 60 íslendingum sem hafa gert 85 til 90 slíkar ígræðslur mögulegar. Öll augu sem gefin em á Islandi em notuð hér á landi. Aðgerðir þessar hafa skilað góðum árangri og veitt mörgum sjón á ný. Á rannsóknarstofu háskólans í veirufræði er gengið úr skugga um að viðkomandi gefandi sé ekki hald- inn smitsjúkdómum eins og eyðni og lifrarbólgu. Algengasta ástæða fyrir horn- himnuígræðslu hér á landi er arf- gengur sjúkdómur sem er algeng- Þorgerður Ragnarsdóttir „Síðan 1981 hafa horn- himnuígræðslur verið stundaðar hér á landi. Við þær aðgerðir hafa verið notuð augu úr látnum Islendingum að fengnu leyfi eftirlifandi aðstandenda.“ ari hér en í flestum öðram löndum. Fólk sem er haldið þessum sjúkdómi missir yfirleitt sjónina á aldrinum 20 til 40 ára og homhimnuígræðsla er eina leiðin til að bæta þar úr. Helsta vandamálið tengt þessum aðgerðum er höfnun líkamans á framandi vef. Slíkt er þó oftast hægt að stöðva ef nægilega skjótt er bmgðist við. Augnlæknar Landakotsspítala skipta einnig við Norræna hom- himnubankann í Árósum, sem mun vera elstur sinnar tegundar á Norð- urlöndum. I þeim samskiptum em íslendingar þó eingöngu þiggjend- ur, aðallega í sambandi við vefja- flokkun. Oftast er hornhimnu- ígræðsla möguleg án sérstakrar vefjaflokkunar en þegar aukin hætta er á að ígræddri hornhimnu verði hafnað svo sem eftir sýking- ar, slys eða fyrri höfnun, er vefja- flokkunar þörf. Hornhimnubankinn býr yfir tækni til slíkra rannsókna og sendir íslendingum homhimnur í viðeigandi vefjaflokki þegar þörf krefur. Að sögn Friðberts fóru Trygg- ingastofnun ríkisins og Heilbrigðis- ráðuneytið upphaflega fram á það við augnlækna á Landakotsspítala að þeir framkvæmdu þessar aðgerð- ir hér á landi. Fyrir 1981 þurftu íslendingar að sækja slíka meðferð til útlanda, einkum til Bretlands og Norðurlanda. Fyrir lagasetninguna frá 1991 um skilmerki dauða og brottnám líffæra kom ekki til brottnáms augnanna fyrr en viðkomandi gjafi var látinn samkvæmt gömlu reglun- um þegar andlát markaðist ein- göngu af hjartadauða. Sú regla gildir alla jafna enn. Þetta er mögu- legt vegna þess að heilbrigð hom- himna nærist ekki beint úr æða- kerfí líkamans heldur frá augnvatni innan úr auga. Sú næring endist í nokkrar klukkustundir eftir að starfsemi líkamans hefur stöðvast og önnur líffæri em orðin ónothæf til ígræðslu. Að lokum vill Friðbert koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðstandenda sem á erfiðu augna- bliki í lífi sínu tóku þá ákvörðun að gefa vef úr sínum nánustu til að blindir og iítt sjáandi mættu fá sýn. Höfuadur er hjúkruimrfræðingur. Opið hus Námskynnig IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 OG 53190 Laugardaginn 17. apríl frá kl. 13.00 til 17.00 verð- ur skólinn opinn til skoðunar. Starfsmenntabraut- ir og framhaldsbrautir verða kynntar og ráðgjöf veitt þeim er óska nánari upplýsinga um námsleið- ir. í verkdeildarhúsinu í Flatahrauni verða nemend- ur við störf á verkstæðum og sýning á smíðisgrip- um, listmunum, flugmódelum o.fl. I húsi skólans við Reykjavíkurveg verður tækniteiknun, tölvu- teiknun, hárgreiðsla og tískusýníng svo og upplýs- ingar og ráðgjöf fyrir þá er óska. Kynnto tiér námsframboð skólans á haustðnn Innritað er í maímánuði - 2. stig fyrir samningsbundna iðnnema. - Grunndeild háriðna. - Grunndeild málmiðna 1. og 2. önn. - Framhaldsdeild í málmiðnum. - Grunndeild rafiðna 1. önn. - 3. önn í rafeindavirkjun. - Grunndeild tréiðna 1. og 2. önn. - Tækniteiknun. - Tækniteiknun með tölvu. Tækniteiknurum og tækni- fólki er gefinn kostur á að sækja þá áfanga í Auto- CAD, sem eru kenndir í tækniteiknuninni. - Hönnunarnám er byggir á verkstæðinu sem grunni. Námið innifelur almennan kjarna og teikningar, auk grunnþekkingar í meðferð tækja og efnis á sviðum tré, málma, plasts og steinaslípunar o.fl., svo og markaðsþekkingu. - Námskeið í trefjaplastiðn. Gefinn verður kostur á fjarnámi í bóklegum greinum sem undanfara fyrir verklega hluta námsins. - Enskunám fyrir vinnuvélafólk. Gefinn verður kostur á fjarnámi, er verður undanfari verklegra námskeiða sem fyrirhuguð eru á vorönn. - Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn. - Fornám, auk upprifjunar á námsefni 10. bekkjar inni- felur námið verkefnavinnu í verkstæðum skólans og starfskynningu frá atvinnulífinu. Arshátíð Hellas í dag ÁRSHÁTÍÐ Grikklandsvinafé- lagsins Hellas fer fram í dag, laug- ardaginn 17. apríl í Rúgbrauðs- gerðinni gömlu, Borgartúni 6, efstu hæð, eða á sama stað og í fyrra. Þar verður margt á boðstólum til skemmtunar og fróðleiks, styrkingar og hressingar, og ber þar fyrst að nefna hlaðborð með lambasteik og öðrum krásum að grískum hætti sem Gunnar Sigvaldason mun matreiða eins og undanfarin ár. Ræðumaður kvöldsins verður Grigol Machavar- iani frá Georgíu sem dvelur nú hér á landi við ástundun íslenskra fræða og er prýðilega mæltur á íslensku, ■ en hann og Irma kona hans verða heiðursgestir félagsins. Eins og vera ber verður listagyðj- unni grísku sómi sýndur með marg- víslegu móti á þessu kvöldi, og má þar nefna grískan dans undir stjórn Hafdísar Ámadóttur, sem hefur und- anfarið veitt hópi félagsmanna til- sögn í þeirri list, og fjöldasöng við undirleik Hákonar Leifssonar. Þá mun Þór Jakobsson annast dagskrár- atriðin þar sem hann með hjálp árs- hátíðargesta og Þeófrastosar leita svara um það hvort eðli manna og skaphöfn hafa breyst mikið í aldanna rás. Loks má búast við að þær Ás- dís Kvaran og Dóra Guðmundsdóttir fari á kreik í óvæntri uppákomu. Húsið verður opnað kl. 19 en borð- hald hefst um kl. 20.30. (Úr fréttatilkynningu) ___STEINAR WAAGE____ SKÓVERSLUN Mótorhjólastígvél Verð kr. 5.495 Stærðir: 36-42 Litur: Svartur Sóli: Grófur og góður göngusóli Ath.: Fullar búðir af nýjum vörum! Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Domus Medico, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. ISLANDSMOT Á VÉLSLEÐUM í í 7. oy 1%. ofiníl Spyrna Fjallarall Brautarkeppni Snjókross POLRRI5 ARCTIC CAT YAMAHA skidoo DAGSKRÁ: LAUGARDAGUR: FJALLRALL KL. 9.30 SPYRNA undanrásir 12.00 ÚRSLIT 14.30 SUNNUDAGUR: Brautarkeppni UNDANRÁSIR 10.30 ÚRSLIT 13.30 SNJÓKROSS 15.30 VERÐLAUNAAFHENDING HÓTEL ESJU KL.21.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.