Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNÉLAÐIE) LÁUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Gagnrýni á Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu Fulltrúa Islands falið að fylgjast sérstaklega með ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða vegna gagnrýni sem sett hefur verið fram á. Endurreisnar- og þró- unarbanka Evrópu en ísland á aðild að bankanum. Stjórnend- bankans eru sakaðir ur um taumlaus sérgæði og m.a. er bent á að rekstrarkostnaður bankans sé tvöfalt meiri en útlán. Verkefni bankans er að stuðla að efnahagslegri upp- byggingu í Austur-Evrópu. Finnur Sveinbjörnsson, skrif- Prófessorar við læknadeild HÍ Erindi fyrir almeiin- ing um læknisfræði NÝSKIPAÐIR prófessorar við læknadeild Háskóla íslands munu á næstu mánuðum flytja erindi fyrir almenning um efni sem tengjast fræðisviðum þeirra. Fyrirlestramir verða í stofu 101 í Odda. Þar verður jafnframt til sýnis viðeigandi myndefni og tækjabúnaður, sem gestir fá í sumum tilvikum að prófa. Fyrsta erindið í þessari fyrirlestrarröð verður haldið sunnudaginn 18. aprfl kl. 15. Jóhann Ág. Sigurðsson, pró- fessor í heimilislækningum mun fjalla um ávinninga og nýjar áherslur í heilsuvemd. Hugtökin heilsuvemd og forvamarstarf hafa mikið verið notuð sem slagorð í stefnuskrám stjórnmálaflokka og við skipulag heilbrigðis- og félags- mála. Þessi hugtök eru sjaldnast skilgreind nánar og því oft óljóst hvað átt er við. í hugum margra tengist heilsuvernd fyrst og fremst afmörkuðum viðfangsefnum svo sem mæðravemd, ungbamavemd, reykingavörnum og heilsugæslu í skólum. Þessir þættir em vissu- lega mikilvægir, en nú er orðið tímabært að líta á heilsuvernd í mun víðara samhengi. Aðstæður og atburðir um víða veröld svo sem stríð, fátækt, kjarnorkuslys, olíu- mengun eða nýir kynsjúkdómar skipta nú miklu máli og geta jafn- vel ógnað tilvist mannkynsins. í vanþróuðu löndunum deyja nú t.d. um 1000 börn á hverri klukku- stund úr sjúkdómum sem hægt Jóhann Ág. Sigurðsson er að koma í veg fyrir. Það er því ekki lengur við hæfi að einblína á einstaka þætti heilsuvemdar. í fyrirlestrinum er leitast við að gefa heildræna mynd af heilsu- vemd og skýrt er frá erlendum og innlendum rannsóknum á árangri fyrirbyggjandi aðgerða. Mikið hefur áunnist í heilsuvemd á síðustu áratugum en ný þekking og nýir áhættuþættir gera kröfur um stöðugt endurmat og áherslu- breytingar. Lögð er áhersla á að sem flestir ástundi heilsuvemd. (Fréttatilkynning) Bein útsending RÚV á sunnudag Polgar teflir við ís- lenska stórmeistara STÓRMEISTARAMÓT Mjólkursamsölunnar í atskák verður haldið nk. sunnudag og verður sýnt beint frá mótinu í Ríkis- sjónvarpinu. Keppendur verða ungverski stórmeistarinn Judit Polgar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson. Jón L. Arnason stórmeistari skýrir allar skákirnar fyrir áhorfendum, en umsjónarmaður mótsins verður Hermann Gunnarsson. Judit Polgar er 16 ára gömul og er yngsti stórmeistari skák- sögunnar. Hún varð stórmeist- ari 15 ára gömul eftir sigur á skákþingi Ungverjalands 1991- 1992 og varð hún þá fyrir ofan alla bestu skákmenn Ungveija, þ. á m. Portisch, Sax og Adoij- an. Sigraði Karpov og Short Judith Polgar vakti heimsat- hygli þegar ungverska skák- sveitin sem skipuð var þeim Polgar-systrum sigraði á ÓL- mótinu í Saloniki haustið 1988. Um síðustu áramót varð hún í efsta sæti á hinu sterka Hast- ings-skákmóti í stórmeistara- flokki og í febrúar sl. sigraði hún Boris Spasskíj með 5'/2 vinningi gegn 4‘/2 í einvígi í Búdapest. Fyrir skömmu lagði hún fyrrum heimsmeistara, Anatolíj Karpov 2-0 og Nigel Short 2-0 á sterku móti í Món- akó. Umhugsunartími á atskák- mótinu í sjónvarpssal verður 25 mínútur fyrir hvern keppenda og tefld verður einföld umferð. Utsending hefst kl. 12.35 og lýkur um kl. 15.50. Þetta verður fyrsta stórmeistaramótið í at- skák sem er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. stofusljóri í viðskiptaráðuneyt- inu, segir að fulltrúa íslands í stjóm Evrópubankans verði falið að fylgjast sérstaklega með málinu. Finnur Sveinbjömsson sagði að ásakanir á Evrópubankann yllu vissum áhyggjum. Hins vegar kvaðst hann ekki vilja leggja dóm á þær ásakanir sem fram hafi komið og of snemmt væri fyrir íslensk stjómvöld að ákveða til hvaða aðgerða yrði gripið vegna þeirra ásakana sem fram hefðu verið settar á stjórnun Evrópu- bankans. Hann sagði að ef ákveð- ið yrði að grípa í taumana með einhveijum hætti myndu íslend- ingar taka þátt í þeim aðgerðum og vera samstiga öðrum aðildar- þjóðum. Fulltrúi íslands í stjóm bankans er Halldór J. Kristjánsson og verður honum gert að fylgjast sérstaklega með þessum málum. íslendingar eiga að greiða 40 milljónir kr. af hlutafé sínu í sjóðn- um í vor og aðspurður hvort til greina kæmi að greiða ekki þá fjárhæð vegna upplýsinga um rekstur sjóðsins taldi Finnur það ekki koma til greina, við væmm skuldbundir af því samkomulagi sem gert hefði verið um stofnun bankans. Hann sagði að íslending- ar hefðu sömu aðstöðu og aðrar aðildarþjóðir til að vekja athygli á málum í stjóm Evrópubankans. Til þess gæti komið að þeir starfs- menn sem bæm ábyrgð því sem kynni að þykja athugavert í rekstr- inum yrðu Iátnir hætta eða þeim veitt áminning. Þá væri sá mögu- leiki vissulega einnig fyrir hendi að hætta þátttöku í þessu sam- starfi en ekki væri komið að því að taka slíka ákvörðun. Telurðu kröfur verka- lýðsforystunnar raun- hæfar eða óraunhæfar? Hefur þútrúáað verk- föll skiH tHætluðum á Já \ OQOL \ 1 Jei 72°/ Gallup-könmm um samningamál Meirihluti telur verkföll ekki lík- leg til árangurs í KÖNNUN Gallup sem gerð var dagana 19.-26. febrúar síðastliðinn kemur í ljós að kröfur verkalýðsforystunnar um 5-7% kaupmáttaraukningu njóta stuðnings tæplega 54% aðspurðra, en hins vegar telja tæplega 46% kröfurn- ar vera óraunhæfar. Þá kemur fram í könnuninni að rúm- lega 72% aðspurðra tejja verkföll ekki skila tilætluðum árangri. í Þjóðarpúlsi Gallup sem ný- lega kom út kemur fram að sterk marktæk tengsl fundust milli viðhorfs fólks til kröfu verkalýðsforystunnar og stuðn- ings við stjómmálaflokka. Þannig telja 34,1% fylgismanna Sjálfstæðisflokksins kröfur verkalýðsforystunnar raunhæf- ar, en um 60-70% fylgjenda annarra flokka telja þær raun- hæfar. Verkföll þýðingarlítil Jafnvel þótt meirihluti al- mennings telji 5% kaupmáttar- aukningu raunhæfa kröfu, þá kom í ljós í könnuninni að ein- ungis tæplega 28% telja að verkföll skili tilætluðum árangri, og rúmlega 72% að- spurðra telja að þau geri það ekki. Viðhorf til verkfalla end- urspeglast einnig í stjórnmála- skoðunum fólks, og þannig hef- ur rúmlega helmingur stuðn- ingsmanna Alþýðubandalags- ins trú á því að verkföll skili tilætluðum árangri, en mikill minnihluti stuðningsmanna annarra þingflokka telur að svo sé. Kvartað vegna mengunar frá verksmiðjunni að Kletti Starfsskilyrði óuppfyllt MINNISPUNKTAR vegna kvartana um lykt frá Faxamjölsverk- smiðjunum í Orfirisey og Kletti, frá verksmiðjum Lýsis hf. við Grandaveg og Köllunarklett hafa verið Iagðir fram í borgarráði. Oddur Rúnar Hjartarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reylg'avíkur, segir að Faxamjöl hf. hafi fengið tímabundið starfs- leyfí við Klett, sem gildi til 30. apríl næstkomandi með ákveðnum skilyrðum sem ekki hafi verið uppfyllt. í minnispunktunum kemur fram hráefnisgeymslum, hver aldur að 19 kvartanir hafa borist Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur frá árs- byijun 1990 til apríl 1993. Af þeim má rekja 10 beint til verk- smiðjunnar Kletts, 7 eru tengdar Lýsi hf. auk tveggja sem sennilegt er talið að séu einnig vegna meng- unar þaðan. Á tímabilinu 23. mars 1993 til 1. apríl sama ár bárust tíu kvartanir og var helmingur þeirra vegna lyktar frá Kletti. Tíu kvartanir á níu dögum I lok mars og byijun apríl þegar flestar kvartanir bárust Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, var norðan-, austan- og austnorðaust- anátt ríkjandi [ Reykjavík og mik- il loftmengun. í minnispunktunum segir ennfremur, að samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins hafí borist margar kvart- anir vegna „gúanólyktar" í Reykjavík. „Hringt hefur verið annað slagið frá áramótum, en í síðustu viku keyrði um þverbak, en Hollustuvernd ríkisins skráir ekki kvartanir. Hollustuvernd rík- isins hefur sent Kletti ítrekaðar óskir um skriflegt svar um geymslu hráefnis í óyfirbyggðum geymslum, hve mikið hráefni og hve mikið magn væri í einstökum þess væri og hvort það hafí verið rotvarið. Einnig hvenær áætlað sé að vinnslu þessa hráefnis Ijúki.“ í bókun borgarráðs er minnt á þá skilmála um mengunarvamir, sem settir voru með tímabundnu leyfi fyrir loðnubræðslu í verk- smiðjunni á Kletti og jafnframt brýnt fyrir forráðamönnum verk- smiðjunnar að staðið verði við setta skilmála. Verzlunarráð andvígl hærra gjaldi á sælgæti VERZLUNARRÁÐ íslands mótmælir hækkun vörugjalds á sælgæti og gosdrykki, sem nú er rætt um í tengslum við kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi, sem ráðið hefur sent Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra. Jafnframt mótmælir ráðið því að heildsöluálagn- ing á innflutt sælgæti í tolli eigi að hækka úr 25% í 40% vegna álagningar vörugjalds. væri unnt að lækka gjaldtökuna vegna bágrar stöðu ríkissjóðs.“ Spurning um mismunun Verzlunarráð vekur síðan at- hygli á því að samkvæmt EES- samningnum megi eki mismuna innlendri framleiðslu og innfluttri vöru með gjaldi á borð við vöru- gjaldið. „Hækkun á 25% álaginu í tolli upp í 40% vekur tvímælalaust upp spumingár um mismunun,“ segir í bréfinu. „Eðlilegra er að innlend framleiðsla og innflutning- ur sitji við sama borð að þessu leyti þannig að vörugjald af innfluttri vöru sé tekið á heildsölustigi en ekki í tolli.“ Rætt hefur verið um að hækka vörugjald á gosi og sælgæti í tekju- öflunarskyni þannig að þessar vör- ur haldi óbreyttu verði, komi til þess að virðisaukaskattur á mat- vælum verði lækkaður í 14%. I bréfi Verzlunarráðs segir: „Verzl- unarráð íslands telur að álagning vörugjalds á sælgæti og gosdrykki feli þegar í sér svo freklega mis- munun á milli vörutegunda að ótækt sé að auka þá mismunun enn frekar. Bendir ráðið á að í nýsam- þykktum lögum um vörugjald felst viss viðurkenning á því að þessi skattlagning sé úr hófi fram með því að gjaldfrestur vegna uppgjörs vörugjaldsins var lengdur, þótt ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.