Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 t Ástkær eiginkona mín, JÓHANNA GRÓA INGIMUNDARDÓTTIR, Sólheimum 23, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi fimmtudaginn 15. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Sigurðsson. Faðir okkar, GÚSTAF ADOLF GESTSSON múrari, Ferjubakka 6, lést 15. apríl. Fríða Gestrún Gústafsdóttir, Þóra Ásgerður Gústafsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR HARALDSDÓTTIR, Grettisgötu 90, sem lést þann 10. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 10.30. Ari Pálsson, Mildríður H. Kay, Tryggvi Eirfksson, Haraldur Arason, Jenný B. Sigmundsdóttir, Halldóra Aradóttir og barnabörn. t Ástkær sonur okkar og bróðir minn, EGGERT FREYR KRISTJÁNSSON, Básahrauni 7, Þorlákshöfn, sem lést þann 11. apríl, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í dag, laugardaginn 17. apríl, kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Slysavarnafélag (slands njóta þess. Kristján Friðgeirsson, Guðrún Eggertsdóttir, Jórunn Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR, Mýrargötu 16, Reykjavik, lést 7. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Theodóra Ólafsdóttir, Gunnar Matthíasson, Jón Þór Ólafsson, Sigriður Antoníusdóttir, Magnús Ólafsson, Margrét Þorvaldsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 85, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarsjóð unglingaheimilis Vegarins k.s., Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Árni Helcjason, Ragnar Arnason. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SIGFÚSSONAR frá Eiriksstöðum. Vandamenn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og föðurbróður, HELGA ÞORKELSSONAR húsasmiðameistara, Bólstaðarhlið 39, Reykjavik. Ingvar Þorkelsson, Guðmundur Þorkelsson, Þorkell Þorkelsson, Helgi Gunnar Þorkelsson, Jóhann Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir. Eggert Freyr Krist- jánsson - Minning Fæddur 13. júní 1975 Dáinn 11. april 1993 Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Eitt sinn skal hver deyja. Dauð- inn er óumflýjanleg örlög alls, sem lifir, en vissulega er hinn útmældi tími mislangur, og það er yfirþyrm- andi sorglegt að horfa á bak ungum manni, sem fór heim í páskafrí, en átti ekki afturkvæmt í skólann að hátíðinni lokinni. Eggert Freyr Kristjánsson var nemandi í stærðfræðideild fjórða bekkjar Menntaskólans í Reykjavík og var að ljúka öðru námsári sínu í skólanum, þegar hans útmældi tími var úti. Glaðlegur og geðprúð- ur drengur, sem vann sín verk samvizkusamlega og ók hvem dag Þrengslaveginn til og frá heimili sínu í Þorlákshöfn, kemur ekki aft- ur, og hans er sárt saknað af nem- endum og kennurum. Fjölskyldu hans sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur frá nemend- um og starfsliði Menntaskólans í Reykjavík, þar sem við minnumst öll góðs drengs. Guðni Guðmundsson. Nú er ástkær vinur okkar, Egg- ert Freyr, fallinn frá. Fráfall hans var okkur mikið áfall því síst hefð- um við búist við að missa einn úr vinahópnum svona snemma á lífs- leiðinni. Kynni okkar af Eggerti hófust við upphaf náms í MR og þrátt fyrir að kynnin hafi orðið stutt þá eigum við margar góðar minningar tengdar honum því bæði var hann mjög mannblendinn og góður við- ræðufélagi. Og þrátt fyrir að hann byggi í nokkurri fjarlægð hindraði það ekki mikil samskipti okkar í milli og alltaf var hann reiðubúinn að koma í bæinn ef hans þurfti við. Aldrei átti hann heldur í erfiðleikum með námið og kunni svör við flest- um spumingum. Þrátt fyrir mikinn missi lifir minningin hans meðal okkar og er við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð viljum við riíj'a upp eftirfarandi orð úr hávamálum: Deyr fé deyjar frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. Sævar Már Sveinsson Karl Jóakim Rosdahl Páll Árnason yiggó Karl Jóhannsson Ólafur Þórðarson. Þung og helköld var höndin sem sló. Ungur maður skyndilega hrif- inn á brott. Eftir stöndum við og reynum að skilja lífsins órannsak- anlegu vegi. Spyijum um tilgang, ástæður. Fátt er um svör. Um síðir lútum við höfði. Hið óafturkallan- lega hefur gerst. Dauðinn kom og dauðinn tók. Við skynjum náið sam- spil gleði og sorgar. Án sorgar væri engin gleði, án gleði engin sorg. Við hér á Sunnuvegi 13 eigum eftir að sakna félaga sonar okkar. Sakna hressilega viðmótsins hans. Einlægra brosanna. Léttrar kímn- innar sem fauk á milli á svo alvöru- lausan hátt. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Þakklát þó þau kynni hafi verið fremur stutt. Góð kynni verða varla metin í tíma- lengd eða fjölda samverustunda. Þau einfaldlega eru. Við erum þakk- lát fyrir þá vináttu sem piltarnir áttu. Við munum geyma bjartar og fallegar minningar um elskulegan og góðan dreng. Eins og lítið gras, sem lifír í skauti þínu nokkra sólheita sumardaga, og fellur að nýju í faðm þinn á hinum fyrsta frostdegi haustsins, þannig mun ég einnig á mínum haustdegi falla í þinn eilífa faðm. (Steinn Steinarr) Foreldrum, systur og öðrum vandamönnum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Fjölskyldan Sunnuvegi 13, Reykjavík. Ég veit um systkin svo sæl og góð og syngja vil um þau lítinn óð en ekkert þeklqast þau þó Um húmið hún leikur sér út og inn hann einnig sér leikur um himininn Drengurinn litli sem dó Er stúlkan flýgur í faðm hennar inn þá felur hún líka þar drenginn sinn. Með sorgblíðri saknaðar ró Hve ljúft hann klappaði um bijóst hennar og kinn hve brosið var indælt og svipurinn á litla drengnum sem dó Við vottum foreldrum Eggerts og bekkjarfélögum dýpstu samúð okkar. Megi Guð styrkja þau í sorg sinni. 4.Z. Eggert Freyr Kristjánsson, sem í dag er jarðsunginn frá Þorláks- kirkju í Þorlákshöfn, lét líf sitt að- faranótt páskadags. Foreldrar hans eru Kristján Friðgeirsson og Guð- rún Eggertsdóttir, búsett í Þorláks- höfn, hann ættaður vestan úr Ör- lygshöfn, hún frá Selfossi, bróður- dóttir mín. Dóttir þeirra er Jórunn, 15 ára gömul. Að þessu góða fólki er þungur harmur kveðinn og öllum þess ættingjum. Hér reyni ég að tjá þeim samúð mína heilshugar að hefðbundnum hætti. Um dauðann tala skáldin oft sem bróður svefnsins. Öll vitum við hversu vel sú samlíking á við, þeg- ar háaldrað fólk kveður, svipt heilsu og jafnvel rænu, þegar fólk kveður eftir heilsufarslegan og félagslegan aðdraganda. Þá er ekki erfitt að segja: „Dauði... kom þú sæll, þá þú vilt“. En þegar hann knýr nú + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR R. NORDGULEN. Lúðvik Sig. Nordgulen, Sigríður Einarsdóttir, Ásta Hallý Nordgulen, barnabörn og barnabarnabörn. dyra, þessi félagi okkar allra, sem gægist okkur ævinlega yfír öxlina, er það ekki til að gefa grið. Þegar elding dauðans lýstur 17 ára pilt, sem fyrir sitt leyti er einn eldstólpi af ástríðuþrungnu hömluleysi æsk- unnar, ófarvarandis með öllu, er okkur ekki svefn eða ró í hug. Við missum hvors tveggja, við erum höggdofa, magnlaus, grátstokkin, skilningsvana. Sorg og söknuður er það eina sem hinn óboðni gestu lætur okkur eftir. Framtíð æskunnar, sem foreldrar, afar og ömmur lifðu fyrir og helguðu sig, sem var kjami þeirra tilveru eins og hún er undirstaða alls mannkyns, þessi framtíð var rétt að byija. Svo margt stóð til, svo margt var eftir. Hinn miskunnsami tími mun draga úr sársaukanum, minningin um góðan og efnilega dreng mun lifa. Það verður okkur huggun, eins og jafnan. Ekki mun þetta dauðs- fall, fremur en önnur ótímabær, draga úr okkur allan mátt, ekki fær það okkur til að kveða þann söng að mannleg viðleitni sé bara eftir- sókn eftir vindi. Fjarri fer því, við munum sinna áfram ástvinum okk- ar, skyldustörfín munu hjálpa okkur áfram. Því miður munum við hugsa meira um heimspeki, um tilganginn sem að baki býr, án þess að fá skýr svör. í vanmáttugri leit okkar að hinum hinstu rökum leita ósjálf- rátt á hugann þessi orð, sem skáld- ið frá Rauðsgili hafði eftir indversk- um spekingum grárrar forneskju: Einungis einn, sá er horfir hátt yfir geiminn úr himnesku Ijósi og skoðar hans Qölgreind- ar álfur, sem skapaðan lét eða skapaðan ekki lét heiminn, fær skýrt þessi rök - ef hann fínnur þá botn í þeim sjálfur. Drottinn veiti dánum ró,. hinum líkn er lifa. Þór Vigfússon. Okkar kæri bekkjarfélagi, Egg- ert Freyr Kristjánsson, er látinn. Hann skilur eftir sig tóm í bekkn- um og í hjörtum okkar. Þar sem áður var hress og félagslyndur drengur er nú aðeins minningin ein. Nálægð dauðans er fólki sjaldan ofarlega í huga í erli dagsins. Á stundu sem þessari leita því margar hugsanir á okkur sem ekki er auð- velt að koma á blað, en Eggerts verður sárt saknað og við munum ætíð minnast hans sem góðs félaga og vinar. Við vottum fjölskyldu Eggerts okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystkin í 4. T. Scifræðingar í lílómaskrcytingnm við öll tækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.