Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUQARDAGUR 17. APRÍL 199,3 25 Vegíð að sjálfstæði trúarbragða í Rússlandi Arftaki KGB amiast eftirlit með kii’kjiumi ARFTAKI KGB, öryggislögreglu Sovétríkjanna gömlu, hefur fengið heimild til að fylgjast með og grípa inn í starf trúarsamfélaga í Rúss- landi, með sama hætti og gert var á kommúnistaskeiðinu. Norska blaðið Aftenposten hefur þetta eftir breskum presti, Michael Borde- aux, sem veitir forstöðu Keston College, stofnun er fylgist með ofsókn- um á hendur trúsamfélögum í fyrrverandi og núverandi kommúnista- ríkjum. Reuter. Ali mátar klefa Mandela MUHAMMAD Ali fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum og þá betur þekkt- ur undir nafninu Cassius Clay er á ferðalagi í Suður-Afríku. Kynnti hann sér aðstæður á eynni Robben Island skammt undan strönd landsins þar sem pólitískir fangar voru vistaðir. Var myndin tekin er hann skoðaði klefa sem Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, varð að gera sér að góðu sem dvalarstað í nærfellt 19 ár. Rúslan Khasbúlatov, forseti rúss- neska þingsins, mun í nóvember sl. hafa heimilað að sett yrði á laggirn- ar sérstakt 23 manna ráð í innanrík- isráðuneytinu en ráðuneytið tók við störfum KGB. Ráðið hefur það hlut- verk að „taka við mikilvægum upp- lýsingum frá trúsamfélögum" og hafa í reynd yfirumsjón með starfi þeirra. Af ráðsmönnum sátu 13 áður í samsvarandi nefnd KGB er ofsótti trúaða í Sovétríkjunum. Aðeins níu þeirra hafa verið nafngreindir opin- berlega og enginn þeirra hefur tekið þátt í starfi kristinna manna í land- inu. Fulltrúi norska Austur-Evrópu- trúboðsins, Bjern Skogstad, segir það út í hött að rússnesk kirkjufélög skuli ekki fá að stofna eigin, sameig- inlega upplýsingastofnun. KGB fýlgdist vandlega með öllu trúarlífi og komið hefur í ljós eftir hrun kommúnistaveldisins að meiri- hluti leiðtoga allra trúsamfélaga, jafnt sjálfrar Rétttrúnaðarkirkjunn- ar sem baptista, aðventista og músl- ima, var á snærum öryggislögregl- unnar og gaf henni ítarlegar skýrsl- ur. Járntök KGB Oft stjórnuðu biskupar og aðrir prelátar á vegum KGB ofsóknum á hendur þeim trúarleiðtogum sem neituðu að fara að fýrirmælum stjórnvalda. Prestum var skylt að skýra útsendurum KGB frá því hveijir létu skíra börn sín, hverjir sýndu trúarbrögðum yfirleitt áhuga. A alþjóðaráðstefnum voru rússnesk- ir kirkjuhöfðingjar lítið annað en handbendi öryggislögreglunnar. Bo- urdeaux telur hættu á að þessi saga geti nú endurtekið sig, að sjálfstæði kirkjudeildanna verði nafnið tómt. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjómkerfi Ítalíu um helgína Tillögur um róttækar breyt- ingar til höfuðs flokkaveldinu Róm. Reuter. ÞJÓÐARATKVÆÐI um ýmsar grundvallarbreytingar á sljórnkerfi ítal- íu fer fram á morgun og mánudag. Stuðningsmenn breytinganna gera ráð fyrir að fáist þær samþykktar muni Itölum takast að Ijúka við róttæka byltingu án þess að til blóðugra átaka komi. „Ekkert minna en 60% fylgi mun duga ef við eigum að geta haldið áfram barátt- unni,“ segir Mario Segni, sem er einn af frumkvöðlum uppgjörsins mikla við spillingarkerfi stjórnmálaflokka og fyrirtækja er staðið hef- ur í rúmt ár. Hann telur að samfélagið muni geta gengið í endurnýjun lífdaganna ef tillögurnar nái fram að ganga þótt fleira þurfi til. Segni var áður frammámaður í stjórnarflokki Kristilegra demókrata en sagði sig nýlega úr honum, taldi vonlaust að endurbæta flokkinn. Talsmenn smáflokka, sem munu eiga erfiðara með að koma mönnum á þing verði tillögurnar samþykktar, eru á því að ekki sé þörf á að breyta kjördæmaskipan, nóg sé að draga spillingarfurstana fyrir dóm og ljúka þurfi því verki sem fyrst. Ef marka má skoðanakannanir í gær ætlar samt mikill meirihluti kjósenda að greiða tillögunum atkvæði sitt, þær fá þar allt að 84% fýlgi. Samþykki kjósendur breytingatil- lögurnar verða 238 fulltrúar af alls 315 í öldungadeild þingsins framveg- is kjörnir í einmenningskjördæmum þar sem sá er flest atkvæði fær mun ná kjöri. Afgangurinn verður kjörinn hlutfaliskosningu. Talið er ijcst að neðri deildin, þar sem 630 manns sitja, fylgi í kjölfarið og taki upp svipað kerfi. Núverandi kerfi hefur auðveldað flokkunum og einkum þeim stærstu að treysta völd sín með því að skipta öllum bitlingum á milli sín í samræmi við atkvæðafjölda og er um að ræða tugþúsundir opinberra starfa og verkefna sem úthlutað hefur verið regiulega með þeim hætti. Undan- farna mánuði hafa verið upplýst fjöl- Reuter Á förum GIULIANO Amato, forsætisráð- herra Ítalíu. Amato sagði á blaðamannafundi í gær að stjórn hans myndi segja af sér að loknu þjóðaratkvæðinu sem fer fram á morgun og mánudag. Höfum opnað nýja verslun að Faxafeni 11 QjpmmmM Útfoeð Tæknibíll no 881 venjulegt verð kr. 998- mörg hneykslismái í tengslum við mútugreiðslur fyrirtækja til stjóm- málafiokka og síðast en ekki síst, vegna tengsla einstakra stjórnmála- leiðtoga við glæpasamtök mafíunnar. Óþörf ráðuneyti Auk fyrrnefndra tillagna er spurt hvort kjósendur vilji draga úr opin- berum fjárstuðningi við flokkana, lagt til að framvegis verði aðeins veittur stuðningur við kosningabar- áttu. Lagt er til að ráðuneyti land- búnaðar og ferðaþjónustu verði lögð niður en héraðastjórnir taki yfir hlut- verk þeirra. Umhverfissinnasamtök fengu því framgengt að kjósendur eru spurðir hvort rétt sé að færa ábyrgð á meng- unarvömum úr höndum héraðastofn- ana, sem reyndar eru undir yfírstjórn landsstjórnarinnar. Líklega yrði þá ný og að nokkru leyti sjálfstæð stofn- un látin annast þessi mál. Loks er lagt til að ráðuneyti ríkiseigna, sem þegar er í reynd hætt störfum, verði afnumið. 1491 Strandsett no l venjulegt verð kr. 2.180- j m ^) !’n Lögreglusett no 6 venjulegt verð kr. 1.740- Duplofata no 2372 1895** LEIKBÆR Mjódd - Þönglabakka 6, sími 7 91 11 Kjörgarði - Laugavegi 59, sími 2 63 44 Hfj. - Reykjavíkurvegi 50, sími 5 44 30 Ný verslun - Faxafeni 11, sími 68 48 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.