Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRIL 1993 MORGUNBLAD^fcAUGARDAGyiLlL APRÍL 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. NATO í þjónustu Sameinuðu þjóðanna Atlantshafsbandalagið hefur tekið að sér að framfylgja banni Sameinuðu þjóðanna á öllu hernaðarflugi á átakasvæðinu í Bosníu. Eftirlitsflug NATO hófst annan páskadag og hefur verið tíðindalaust fram til þessa. Af- skipti bandalagsins eru söguleg fyrir ýmissa hluta sakir og má þar fyrst nefna, að þetta er í fyrsta sinn, sem herliði NATO er beitt á átakasvæði frá stofnun þess árið 1949. Þá þykir þátttaka þýzka hersins í eftirlitsfluginu einnig marka tímamót, því hann hefur ekki átt aðild að aðgerðum í Evr- ópu frá lokum heimsstyijaldarinn- ar síðari. Reyndar töldu margir Þjóðveijar aðild þeirra að aðgerð- um utan varnarsvæðis NATO vera stjómarskrárbrot, þar til stjórn- lagadómstóll í Karlsruhe felldi úrskurð um hið gagnstæða skömmu fyrir páska. Ihlutunin í Bosníu er á vegum Sameinuðu þjóðanna og því má segja, að íslendingar eigi aðild að henni með tvennum hætti, sem aðili að SÞ og aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra, hefur orðað þetta svo, að íslendingar beri pólitíska ábyrgð á aðgerðun- um í Bosníu og taki þátt í kostn- aði við hana. Það kemur okkur því við, hver þróunin verður í Bosníu, hvort við eigum óbeina aðild að hernaðarátökum og hversu mikill kostnaður kemur í okkar hlut. Utanríkisráðherra segir, að aðgerðir NATO séu fyrsta skrefið til að vara Serba við því, að til frekari hemaðar- ihlutunar kunni að koma haldi þeir áfram að leggja landsvæði undir sig með vopnavaldi og fáist ekki til að samþykkja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Mikil umskipti hafa orðið í ör- yggismálum eftir lok kalda stríðs- ins og hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Varsjárbandalag- ið hefur verið lagt niður og hlut- verk Atlantshafsbandalagsins hefur verið að breytast. Þótt NATO verði áfram bijóstvörn að- ildarríkjanna og samstarfsvett- vangur vestrænna ríkja beggja vegna Atlantshafs í vamarmálum er bandalaginu nú ætlað hlutverk utan hefðbundins öryggissvæðis þess. Sameinuðu þjóðirnar gegna æ víðtækara hlutverki í öryggismál- um heimsins í samræmi við upp- haflegan tilgang samtakanna um að koma í veg fyrir styijaldar- átök. Á tímum kalda stríðsins höfðu stórveldin lítinn áhuga á afskiptum SÞ á sínum áhrifasvæð- um. Var svo allt fram á síðustu ár, að Kóreustríðinu undanskiidu, en innrás kommúnista í Suður- Kóreu var á sínum tíma stöðvuð af hersveitum undir fána Samein- uðu þjóðanna. Dæmi um aukin afskipti SÞ af hernaðarátökum er Persaflóastríðið, sem hafði_ það markmið að hrinda hernámi íraka í Kúveit, hemaðaríhlutunin í Sóm- alíu, sem hafði þann tilgang að koma í veg fyrir hungurdauða milljóna manna og stöðva vopna- viðskipti ýmissa herstjóra þar í landi. Þessu til viðbótar annast Sam- einuðu þjóðirnar friðargæzlu víða um heim, þar sem leitast er við að ganga á milli stríðsaðila og tryggja aðstoð við flóttamenn og aðra saklausa borgara. Frið- argæzlusveitir hafa lengi verið í Miðausturlöndum og þær eru nú í Kambódíu, auk Bosníu, þar sem aðstoð þeirra hefur komið í veg fyrir enn meiri hörmungar, en íbúamir hafa orðið að líða. Mikil gerjun er á sviði öryggis- mála um þessar mundir og ennþá óljóst, hvernig mál munu skipast í nánustu framtíð. Sameinuðu þjóðirnar munu þar vafalaust hafa afgerandi áhrif. Samtökin hafa engan eigin her og verða því að leita liðs hjá aðildarþjóðunum til að hrinda hernaðaraðgerðum í framkvæmd og deila kostnaði á þær. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeim kostnaði og greiddu t.d. 33 milljónir króna vegna friðargæzlu í Kambódíu á síðasta ári. Öflugasta og bezt skipulagða varnarbandalag í heiminum er Atlantshafsbandalagið. Það er því eðlilegt, að Sameinuðu þjóðirnar leiti aðstoðar þess vegna átakanna í Bosníu, auk þess sem mörg aðild- arríkin em í næsta nágrenni. Þetta hefur m.a. leitt til, að for- maður Alþýðubandalagsins, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, vill endur- skoða afstöðu flokks síns til NATO, þar sem það muni hugsan- lega starfa í framtíðinni sem frið- arbandalag í þjónustu Sameinuðu þjóðanna og hlekkur ínýju örygg- iskerfi í heiminum. Óvíst er, að Alþýðubandalagsmenn almennt geti söðlað um með formanninum í afstöðunni til NATO og eftirlits- hlutverks vamarstöðvarinnar í Keflavík í nýju öryggiskerfi og er í því sambandi athyglisvert að kynnast sjónarmiðum Ragnars Arnalds, formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins, í grein í Morg- unblaðinu í dag. Björn Bjarnason, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, hef- ur látið svo ummælt, að full þörf sé á því, að íslendingar ræði á næstu misserum þær breytingar í öryggis- og vamarmálum, sem fylgi í kjölfar hruns kommúnism- ans í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu. Björn bendir ennfremur á, að jiróunin kuhni að verða sú, að til Islendinga verði gerðar kröf- ur um þátttöku í friðargæzlu á vegum Sameinuðu þjóðanna og NATO, enda hafi þegar komið fram raddir um það. Nýjungadýrkunin sem engu eirir - Og hvernig hún spillti öldinni eftir Aleksandr Solzhenítsyn Aleksandr Solzhenítsyn hlaut bókmenntaverðlaun National Arts Club í New York í síðasta mán- uði. Eiginkona hans, Natalja Soizhenítsyn, tók við verðlaunun- um fyrir hans hönd og sonur hans, ígnat, las þýðingu sína á ávarpi hans í tilefni verðlaunaafhending- arinnar. Avarpið fer hér á eftir. Það hafa lengi verið viðurkennd sannindi um listina að „stíllinn er maðurinn" („le style est 1’homme‘j. Þetta merkir að sérhvert verk snjalls tónlistarmanns, listamanns eða rit- höfundar markast af algjörlega ein- stæðri samsetningu persónuein- kenna, sköpunargáfu og reynslu hans sem einstaklings, sem og viðburðum í landi hans. Og þar sem þessi sam- setning verður aldrei endurtekin býr listin (þótt ég fjalli hér einkum um bókmenntirnar) yfir óendanlegri fjöl- breytni þvert yfir kynslóðimar og meðal ólíkra þjóða. Guðdómurinn hefur komið því þannig fyrir að eng- in takmörk eru fyrir því að fram komi æ nýrri, hrífandi og skapandi hæfileikamenn, sem varpa þó engan veginn rýrð á verk bestu fyrirrennara þeirra, jafnvel þótt 500 eða 2000 ár skilji þá að. Endalausri leit okkar að því sem er nýtt og ferskt lýkur aldr- ei, en hún firrir okkur ekki kærri minningu um allt það sem kom á undan. Ekkert nýtt listaverk verður til (hvorki meðvitað né ómeðvitað) án samhangandi tengsla við það sem skapað var áður. Samt eru það jafn mikil sannindi að heilbrigð íhaldssemi verður að vera sveigjanleg, bæði hvað varðar sköpun og skynjun, að vera áfram næm fyrir því gamla og nýja, fyrir góðum og gildum hefðum, og fyrir frelsinu til að kanna nýjar leið- ir, en án þess verður aldrei nein fram- tíð til. Um leið má listamaðurinn ekki gleyma því að skapandi frelsi getur verið hættulegt, vegna þess að því færri listræn takmörk sem hann setur verkum sínum, því minni verða möguleikarnir til að ná listrænum árangri. Skorturinn á óbrigðulu skipulagsafli veikir eða jafnvel eyði- leggur byggingu, merkingu og end- anlegt gildi listaverksins. Sérhver kynslóð og öll skapandi viðleitni stendur í þakkarskuld við þá mikilhæfu listamenn sem með erfiði sínu og elju gáfu okkur nýja merkingu og nýtt hljómfall. Á 20. öldinni hefur hins vegar nauðsynlegu jafnvægi milli hefða og leitarinnar að nýjungum hvað eftir annað verið raskað með misskilinni „framúr- stefnu“ - hjáróma, eirðarlausri, „framúrstefnu“ hvað sem það kost- ar. Þessi stefna á rætur að rekja til fyrri heimsstyrjaldarinnar og hún miðað að því að ganga af allri viðtek- inni list dauðri - byggingu hennar, málfari, sérkennum og eiginleikum - með það að markmiði að skapa ein- hvers konar „ofurlist“, sem átti að geta af sér sjálft Nýja lífið. Sagt var að hefja þyrfti bókmenntirnar upp á nýtt „á óskrifuðu blaði“. (Sumir létu reyndar þar við sitja). Tortíming varð þannig upphafin hugsjón þessarar herskáu framurstefnu. Hún miðaði að því að rífa niður aldagamlar menn- ingarhefðir, að stöðva og trufla eðli- legt streymi listrænnar þróunar með skyndilegu stökki framávið. Þessu takmarki átti að ná með tómri leit að nýjungum sem markmiði í sjálfu sér, og á sama tíma fóru gæðakröf- umar sem settar vom síminnkandi svo úr varð listræn hrákasmíði og hálfunnin verk, stundum með svo torráðinni merkingu að hún varð flestum óskiljanleg með öliu. Þessa tortímingarhvöt mætti túlka sem einskæran fylgifisk persónulegs metnaðar, ef ekki væri vegna þess að í Rússlandi (og ég biðst afsökunar á því að fjalla hér einkum um Rúss- land, en nú um stundir er ógjörning- ur að leiða hjá sér hörmulega sögu lands míns) var þessi hvöt og form- birtingar hennar undanfari og fýrir- boði skæðustu veraldlegu byltingar 20. aldarinnar. Áður en þessi stór- hættulega bylting blossaði upp á götum Pétursborgar spratt hún upp í lista- og bókmenntatímaritum bóhe- manna í höfuðborginni. Þar heyrðum við fyrst öllum lífsmáta Rússa og Evrópubúa blótað í sand og ösku, herhvötina um að sópa burt öllum trúar- og siðareglum, að rústa, koll- varpa og traðka á öllum menningar- hefðum, ásamt upphafningu örvænt- ingarfullu nýjungasmiðanna sjálfra, manna sem gátu aldrei skapað neitt sem veigur er í. í sumum þessara stríðssöngva var bókstaflega hvatt til þess að verk Racines, Murillos og Raffaellos yrðu eyðilögð „svo byssu- kúlurnar myldu niður veggi listasafn- anna“. Hvað sígild verk rússneskra bókmennta varðaði var krafan sú að þeim yrði „kastað fyrir borð af nú- tímafleyinu". Herópið var: „Fram, fram!“ - rithöfundarnir kölluðu sig fútúrista, eða menn „framtíðarstefn- unnar", rétt eins og þeir hefðu stokk- ið yfir og út fyrir líðandi stund og væru að færa okkur það sem væri óvéfengjanlega hin sanna list Fram- tíðarinnar. En um leið og byltingin blossaði up á götunum komu þessir „fútúrist- ar“, sem skömmu áður höfðu birt stefnuskrá sína með heitinu „Að gefa smekk almennings á kjaftinn“ og prédikað „óyfírstíganlegt hatur í garð núverandi tungutaks" - og þessir sömu „fútúristar“ breyttu nafni sínu í „Vinstrifylkinguna", sem átti nú beina aðild að byltingunni, og tóku sér stöðu lengst til vinstri. Þannig sýndu þeir að fyrri upphrópanir þess- arar „framúrstefnu" voru ekki ein- tómt bókmenntalegt froðusnakk heldur áttu þær sér sanna holdtekju í tilverunni. Þeir ætluðu sér ekki aðeins að kollvarpa allri menningunni heldur líka að uppræta sjálfa tilver- una. Þegar kommúnistar tóku sér svo ótakmörkuð völd (þeir höfðu hvatt til þess að heimurinn yrði „rifínn nið- ur til grunna“, svo hægt yrði að skapa nýja Óþekkta fagra veröld í staðinn, með álíka hömlulausri grimmd) opnuðu þeir ekki aðeins frægðar- og vinsældahliðin fyrir þessari hjörð svokallaðra „framúr- stefnumanna", heldur veittu þeir nokkrum þeirra, sem tryggum bandamönnum, völd til að stjórna menningunni. Hvorki heift þessarar gervi- „framúrstefnu" né völd hennar yfir menningunni vöruðu lengi; í kjölfarið féll öll menningin að mestu í dá. Við í Sovétríkjunum tókum að arka, hnuggnir, í gegnum 70 ára langa ísöld og undir þungri jökulbrynjunni var varla hægt að greina leynilegan hjartslátt örfárra mikilla skálda og rithöfunda. Þeir voru því sem næst algjörlega óþekktir í landi sínu, svo ekki sé minnst á útlönd, þar til miklu síðar. Á sama tíma og alræðisstjóm Sovétríkjanna einkenndist af harð- ýgði harðnaði líka gervimenning hennar, uppþembd af stærilæti, og breyttist í andstyggilegt viðhafnar- förm svokallaðs „þjóðfélagslegs raunsæis". Nokkrir einstaklingar hafa skrifað fjölmargar ritgerðir byggðar á gjörhugulum rannsóknum á eðli og gildi þessa fyrirbæris. Ég hef ekki skrifað eina einustu, því fyrirbærið á ekkert skylt við list: við- fang rannsóknanna, stíll „þjóðfélags- lega raunsæisins", var aldrei til. Menn þurfa ekki að vera sérfræðing- ar til að sjá að þessi stíll fólst ein- göngu í þrælsótta, með forskriftinni „hvað þykir þér gott?“ eða „skrifaðu allt sem Flokkurinn skipar þér“. Hvemig í ósköpunum er hægt að skeggræða slíkt fræðilega? Og eftir að hafa lifað þessi 70 lífs- hættulegu ár innan járnbrynjunnar skríðum við nú út, tórum þó með mestu herkjum. Ný öld er greinilega gengin í garð, bæði í Rússlandi og um allan heim. Rússland er gjörsam- lega í rúst og máttvana af eitri; rúss- neska þjóðin hefur orðið fyrir ein- dæma auðmýkingu og yfir henni vofir hættan á líkamlegri tortímingu, ef til vill líffræðilegri. Ef tekið er tillit til ástandsins í þjóðlífinu og skyndilegrar afhjúpunar þeirra mein- semda sem hafa safnast saman í áranna rás, er það ósköp eðlilegt að bókmenntimar skuli vera í biðstöðu. Þær raddir sem skapa bókmenntir Aleksandr Solzhenítsyn Rússlands þurfa að fá tíma til að jafna sig áður en þær geta tekið að hljóma á ný. Þó hafa komið fram nokkrir rithöf- undar sem kunna að meta afnám ritskoðunar og nýtt, ótakmarkað list- rænt frelsi, aðallega þó í einni merk- ingu: heimiluð er hömlulaus „sjálfs- tjáning". Takmarkið er að tjá eigin skynjanir á umhverfinu, oft án þess að nokkur gaumur sé gefinn að mein- semdum samtímans og með greini- legum tómleika í hjartanu; að. tjá persónuleika höfundarins, hvort sem hann er mikilvægur eða ekki; að tjá þetta án nokkurrar ábyrgðarkenndar gagnvart siðgæði almennings og einkum æskunnar; og krydda hug- verkin oft og tíðum með ríkulegum skammti af klámi sem í aldir taldist óprenthæft með öllu, en virðist nú allt að því í tísku. Þessi andlegi glundroði eftir 70 ára harðstjóm er meira en skiljanleg- ur. Listræn skynjun yngri kynslóðar- innar markast af mikilli geðshrær- ingu, auðmýkingu, heift, óminni. Margir úngir rithöfundar fundu ekki í sér þann styrk sem þurfti til að beijast af fullri hörku gegn kreddum Sovétkerfísins og afsanna þær. Þeir hafa því nú látið undan þeirri freist- ingu að fara auðveldari leiðina, með afstæðishyggju sem einkennist af svartsýni. Jú, segja þeir, víst voru kenningar kommúnismans mikil lygi; en, þegar öllu er á botninn hvolft, eru algild sannindi ekki til hvort sem er, og að leita þeirra þjónar engum tilgangi. Það er ekki heldur þess virði að leggja mikið á sig fyrir einhvers konar æðri merkingu. Og svo er fussað og sveiað við sígildum verkum rússnesku snilling- anna - sem álitu það ekki fyrir neð- an virðingu sína að fjalla um veruleik- ann og leituðu sannleikans - eins og þau væru einskis virði. Hrakyrði um fortíðina eru álitin lykillinn að framförum. Þess vegna er það aftur í tísku í Rússlandi að hæðast að og leggja fyrir róða verk rússnesku snill- inganna, eins og þau eru rík af kær- leika og samúð með öllum mönnum, einkum þeim sem þjást. Og til að auðvelda þessa afneitun lýsa menn yfír því að „þjóðfélagslega raunsæið" líflausa og þýlynda hafi í reynd verið beint framhald af magnþrungnum rússneskum bókmenntum. Við'verðum þannig, á hinum ýmsu vatnaskilum sögunnar, vör við end- urtekningu á sama skæða og and- menningarlega fyrirbærinu, sem hafnar öllum hefðum, fyrirlítur þær, og skyldar menn til mótspyrnu gegn öllu því sem almennt er álitið gott og gilt. Áður skall það á okkur með lúðraþyt og skrautfánum „framtíðar- stefnunnar“, nú er notast við hugtak- ið „post-módernisma“. (Hver svo sem hugsunin á bak við þetta hugtak á að vera er hróplegt ósamræmi fólgið í bókstaflegri merkingu þess; svo virðist sem verið sé að halda því fram að menn geti hugsað og lifað eftir þann tíma sem þeim er ætlað að lifa). í huga post-módernistans býr heimurinn ekki yfir neinum gildum sem eiga sér stað í veruleikanum. Hann hefur jafnvel orðatiltæki um þetta: „heimurinn sem texti“, sem eitthvað annað flokks, sem texti í verki rithöfundar, þar sem áhuginn beinist fyrst og fremst að höfundin- um sjálfum f tengslum sínum við verkið, sjálfsskoðun hans. Menningin ætti því samkvæmt þessu að beinast að sjálfri sér (sem skýrir hvers vegna þessi verk eru svo uppfull af endur- minningum að þau verða oft og tíðum að smekkleysu); hún ein er mikilvæg og raunveruleg. Af þessum sökum fær hugmyndin um leikinn aukið vægi - ekki lífsgleði alheimsins, fjör- mikil eins og verk eftir Mozart, held- ufþvingaður leikur á strengi tómleik- ans, þar sem rithöfundurinn þarf ekki að vera ábyrgur gagnvart nein- um. Það að hafna öllum háleitum hugsjónum er álitið til marks um þor. Og í þessari vísvitandi sjálfs- blekkingu lítur „post-módernisminn“ á sig sem lokaafrek allrar fyrri menn- ingar, síðasta hlekkinn í keðju henn- ar. (Fljótfærnisleg óskhyggja því þegar er farið að tala urn tilkomu „konseptualismans", hugtak sem hefur ekki verið skilgreint á sannfær- andi hátt hvað varðar tengsl þess við list, þótt það verði eflaust reynt síð- ar. Og nú þegar hefur komið fram „post-avantgardismi“ („sið-framúr- stefna"); og ekki kæmi á óvart ef til sögunnar kæmi „post-post-módern- ismi“ eða ,,post-fútúrismi“). Við get- um haft samúð með þessum síleit- andi mönnum, en aðeiiis þá samúð sem við höfum með sjúkum mönnum sem þjást. Þessi leit er dæmd til að misheppnast, þar sem hún er byggð á þeirri hugmyndafræðilegu forsendu að hún verði alltaf annars eða þriðja flokks iðkun, firrt lífi eða framtíð. Við skulum nú gefa gaum að flókn- ari straumum í þessari þróun. Þótt þjóðirnar sem voru undir oki kom- múnismans hafi orðið að sætta sig við ömurlegra hlutskipti á 20. öld- inni, þá er allur heimurinn að ganga í gegnum öld andlegra meinsemda, sem hlaut óhjákvæmilega að leiða af sér álíka meinsemdir í listum. Þótt ástæðumar séuaðrar hefur svip- aður „post-módemískur“ ruglingur um heiminn rutt sér til rúms á Vest- urlöndum. Því miður er það svo að á sama tíma og hinn siðmenntaði heimur hefur tekið stökk í veraldlegum efn- um og lífskjörin farið síbatnandi, þá hafa Vesturlönd verið að ganga í gegnum hnignunarskeið hvað sið- ferðilegar og siðgæðislegar hugsjónir varðar. Andlegur öxull lífsins hefur myrkvast og í augum sumra veg- villtra listamanna virðist heimurinn nú birtast í merkingarleysi, eins og samsafn af braki. Jú, menningin í heiminum er nú vitaskuld í mikilli og alvarlegri kreppu. Nýjustu stefnurnar í listun- um leitast við að þeysast fram úr þessari kreppu á trójuhesti kænskunnar - í þeirri trú að ef menn finna nýjar, hraðvirkar aðferð- ir verði allt eins og kreppan hafi aldr^ ei verið til. Fánýt óskhyggja. Ekkert mikilvægt verður byggt á hirðuleysi um æðri merkingu lífsins og á af- stæðisviðhorfum til hugmynda og menningarinnar í heild. Reyndar má greina eitthvað annað og meira en fyrirbæri sem einskorðast við list glóa hér undir yfirborðinu - gl<V>; með ógnvænlega fagurrauðum bjarma. Ef við gáum vel að sjáum við að á bak við þessar útbreiddu og að því er virðist sakleysislegu tilraunir til að afneita „gamaldags" hefðum býr djúpstæð andúð á öllu því sem er andlegt. Þessi nýjungadýrkun, sem engu eirir, og sú kenning að listin þurfi ekki að vera góð eða hrein - svo fremi sem hún er ný, nýrri og enn nýrri - felur í sér þrotlausa við- leitni til að grafa undan öllum sið- ferðilegum lífsreglum, hæða þær og uppræta. Það er enginn Guð til, eng1- inn sannleikur, alheimurinn er skipu- lagslaus, allt er afstætt, „heimurinn sem texti“, texti sem sérhver post- módernisti vill semja. En hvílíkur fyrirgangur fylgir þessu öllu saman, og líka: hvílíkt umkomuleysi. Heimsbókmenntirnar, tónlistin, myndlistin og höggmyndalistin hafa nú í nokkra áratugi sýnt þráláta til- hneigingu til að vaxa ekki upp held- ur til hliðanna, ekki í átt til fullkomn- unar kunnáttunnar og mannsandans heldur að sundrun þeirra í æðis- kennda og torráðna „nýjung“. Til að skreyta opinbera staði eru sett upp myndverk sem upphefja ljótleikann - en engum kemur þetta á óvart lengj- ur. Og ef gestir frá öðrum hnöttum myndu heyra nútímatónverk okkar, hvemig gætu þeir þá látið sér til hugar koma að jarðarbúar hefðu eitt sinn átt Bach, Beethoven og Schu- bert, sem eru nú álitnir gamaldags og úreltir? En við, listskapendur, gefumst upp fyrir þessari hnignun, ef við hættum að virða hinar miklu menningarlegu hefðir fyrri alda ásamt þeim andlega grunni sem þær voru reistar á - myndum við stuðla að stórhættulegp hruni mannsandans á jörðinni, að úrkynjun mannkynsins á einhvers konar óæðra stig, nær skepnunum. Samt er erfítt að trúa því að við látum þetta viðgangast. Jafnvel í Rússlandi, eins og það er hræðilega illa á sig komið, bíðum við og vonum að eftir svefndá og þagnartímabil fáum við loks að finna lífsanda end- urvaktra rússneskra bókmennta, og verða vitni að tilkomu ferskra nýrra afla - yngri bræðra okkar. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands Mikil vonbrigði að ekki skyldu takast samningar „ÞAÐ ERU mikil vonbrigði að ekki skyldu takast samningar á þessum nótum. Eg er sannfærður um það að samningar til loka árs 1994 hefðu gefið mönnum ákveðna trú á stöðugleikann á næstu mánuðum og það hefði aukið mönnum bjartsýni til að leggja út í framkvæmdir og huga að framtíðinni og maður vonast nú til þess að það sé ekki loku fyrir það skotið að menn geti tekið upp þráðinn aftur og hugsað þá til lengri tíma, en það verður bara að koma í ljós þegar menn hittast eftir helg- ina,“ sagði Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands, aðspurður um það hlé sem gert var á samningaviðræðum eft- ir að Alþýðusambandið hafði hafnað yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar sem grundvelli samninga. Hann sagði að vangaveltur um ríkissjóðshallann hefðu greinilega haft áhrif á viðræðurnar og að menn hefðu verið komnir í þær stellingar að kenna þessum kjarasamningum um svo til allan hallann á ríkisbú- skapnum. Það hefði verið afskaplega mikilvægur þáttur í þessum samn- ingum að menn tryðu því að það væri í sameiningu verið að takast á við vandamálin. Samningamir hefðu þurft að hafa í för með sér stöðug- leika en einnig bjartsýni og trú á að það væri verið að glíma við efna- hagserfiðleikana. Tillögur ríkis- stjórnarinnar hefðu annars vegar verið til skamms tíma og miðað að því að draga úr atvinnuleysi og fram- færslukostnaði og auðvelda útflutn- ingsgreinunum að þrauka. Hins veg- ar teldi hann ekkert síður mjög mikil- vægar þær hugmyndir sem teknar hefðu verið upp úr atvinnumálatillög- um aðila vinnumarkaðarins, þar sem meðal annars væri fjallað um aukna sókn inn á erlenda markaði, aukna orkusölu, nýtingu _ á fárfestingu í fiskeldi og eflingu íslands sem þjón- ustumiðstöðvar í Atlantshafi. Þessi atriði hefðu miðað að því að skapa störf fyrir framtíðina. Árásir vegna ábyrgðarleysis „Við erum mjög sárir yfir því að á undanförnum dögum hafa dunið á okkur stöðugar árásir vegna ábyrgð- arleysis, við værum að vinna skemmdarverk í ríkisfjármálunum og svo framvegis. Við töldum okkur vera að vinna að samningi sem til lengri tíma yki samkeppnishæfni ís- lenskra atvinnuvega með því að raungengið lækkaði. Við vorum að vonast til að gera samninga sem tryggðu áfram lága verðbólgu og við vonuðumst til að gera samninga sem stöðvuðu aukningu atvinnuleysis. Við vonuðumst til að samningarnir gætu orðið grundvöllur fyrir nýrri sókn, stöðvað bölsýnina og gefið mönnum ramma til að starfa innan. Við gerðum okkur grein fyrir því að samningamir leystu ekki allan vanda. Við vorum fullkomlega með- vitaðir um að halli ríkissjóðs minnk- aði ekki við þetta og að vandi heimil- anna og útflutningsgreinanna leyst- ist ekki við þetta. En ef við hefðum gert þennan samning hefðum við getað skapað ramma til að auðvelda mönnum að snúa sér að öðmm við- fangsefnum. Við erum búin að sitja í þessari stanslausu kjaraumræðu í raun og veru frá því í ágúst í fyrra. Við vorum að sjá ávöxtinn af þess- ari vinnu sem ég held að hefði verið mjög skynsamleg niðurstaða fyrir alla aðila, þegar við hittum fyrir þessa miklu andstöðu, bæði frá emb- ættismönnum og ýmsum stjórnmála- mönnum. Ég vil þó taka það fram að forsætisráðherra stóð í þessu af miklum heilindum og barðist mjög ötullega fyrir þvi að ná fram þeim grundvelli sem dygði til að ná þessum Samningameim vinnuveitenda NU ER hlé í viðræðum um nýja kjarasamninga eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Á myndinni er hluti samninganefndar vinnuveitenda í viðræðunum í húsnæði ríkissáttasemjara fyrr í vikunni. samningum saman,“ sagði Magnús ennfremur. Hálftómlegt Hann sagðist verða að segja hreint út að það hlyti að vera hálftómlegt fyrir ýmsa sem hefðu hvað hæst talað um þessi vandamál að horfast í augu við tölurnar nú og geta ekki kennt einhveijum um hvernig þær væru, hvort sem það væri ríkisfjár- lagahallinn eða annað ójafnvægi í ríkisbúskapnum sem um væri að ræða. Það væri alveg ljóst að verka- lýðshreyfingin hefði verið að reyna að gera samninga sem væru henni afskaplega erfiðir. Það væri erfitt að viðurkenna að það væri í reynd- inni verið að gera samninga sem hefðu falið í sér óbreytt kaup í tvö ár, en þeir hefðu gert sér grein fyrir að það væri ekki grundvöllur fyrir öðru. Þetta hefði verið sögulegt sam- komulag milli aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisvaldsins og það væri ein- stakt ef litið væri til nágrannaland- anna. Finnland og Svíþjóð væru að fara í gegnum svipaða erfiðleika og Islendingar og þar væri mjög mikill órói á vinnumarkaði. Þetta hefðu menn verið að reyna að koma í veg fyrir svo hægt væri að einbeita sér að uppbyggingu. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands Skoða þarf kjarasamn- íngamálin á nýjan leik BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að skoða þurfi samningamálin upp á nýtt eftir að i ljós kom í fyrrakvöld að yfirlýsing ríkissljórnarinnar gat ekki orðið grundvöllur að svo löngum kjarasamningi eins og rætt hafði verið um að mati Alþýðusambands- ins. Næstu skref yrðu að óska eftir formlegum viðræðum við samtök atvinnurekenda um nýja aðkomu að gerð samninga. Ekki væri búið að útfæra nákvæmar tillögur í þeim efnum, en það yrði væntanlega gert um helgina og strax eftir hana. Það væri alls ekki rétt sem kom- ið hefði fram sums staðar að upp úr viðræðum hefði slitnað. Benedikt sagði að fólk væri ekki sátt við þá stjórnarstefnu að ríkis- stjómin télji ekki sjálfsagt að koma að því að minnka atvinnuleysi burt- séð frá því hvað gerist að öðru leyti á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin geti ekki skákað sig frá því, eins og ráð- herrarnir hafi verið að gera í gær. Atvinnuleysið sé komið í 5,4% sam- kvæmt nýjum tölum og atvinnulaus- um hafi fjölgað um hundruð milli mánaða. Það sé furðulegt að ríkis- stjórnin telji það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að pína út ein- hveijar ráðstafanir af hálfu ríkis- stjórnarinnar til að bregðast við slík- um erfiðleikum. Annaðhvort bæri þetta vott um ráðaleysi eða ríkis- stjórnin væri ekki takt við almenn- ingsálitið um það hvað væri hennar hlutverk í þessu atvinnuástandi ótil- neyddrar. Óviðunandi ástand Aðspurður sagði hann að Alþýðu- sam’oandið gæti ekki liðið atvinnu- leysi og alls ekki í þessum mæli og það væri þess vegna sem verkalýðs- samtökin væru að krefja ríkisstjórn- ina um aðgerðir, en auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að bregðast við miklu fyrr. Þetta væri óviðunandi ástand og ef ekki yrðu breytingar hlyti verkalýðshreyfingin að skoða möguleika á aðgerðum. Verkalýðs- hreyfingin gæti ekki horft upp á að sífellt fjölgaði á atvinnuleysisskrá auk almennu kjaraskerðingarinnar vegna efnahagssamdráttarins. Aðspurður hvað það væri helst sem verkalýðshreyfingin hefði sett fyrir sig í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar sagði Benedikt, að í plaggi rík- isstjórnarinnar væri ekki komið nægilega til móts við verkalýðshreyf- inguna í atvinnumálum né heldur hvað snerti lækkun matarskattsins og tryggingu fjármagns til að standa undir þeim breytingum þrátt fyrir ábendingar ASÍ. Þá væri heldur nán- ast ekki neitt komið til móts við kröf- ur allrar þjóðarinnar um að vitlegar væri tekið á varðandi læknis- og lyfjamál. Þá væri orðalag yfirlýsingV arinnar Um vaxtamál, sem væru grunnurinn að því sem rætt væri um í atvinnumálum, svo loðið og óljóst að fólk hefði enga trú á að það héldi betur en síðasta yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar þar um sem ekki dugði nema í fáar vikur. Benedikt sagði að það væri rangt sem forsætisráðherra hefði haldið fram í gær, að ríkisstjórn hefði aldr- ei áður gripið með jafnróttækum hætti inn í fjármögnun kjarasamn- inga og nú. Auk þess hefði þeim heyrst ummæli ýmissa ráðamann^, hann undanskildi forsætisráðherra, með þeim hætti að það væri líklegt að það, sem væri gert. vegna kjara- samninganna, yrði notað til þess að réttlæta svo og svo miklar skatta- hækkanir á almenning. Það væri ekkert í orðalagi yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar sem kæmi í veg fyrir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.