Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 21 Forsíða afmælisrits Félags há- skólakvenna. Kópavogsbúar Gunnar Birgisson, formað- ur bæjarráðs, verðurtil viðtals í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1,3. hæð, laugardaginn 17. apríl kl. 10-12. Heittá könnunni. Félag íslenskra há- skólakvenna 65 ára Kvennamessa í Dómkirkjunni ÞRIÐJA messa Kvennakirlg- unnar verður haldin I Dómkirkj- unni sunnudaginn 18. apríl kl. 20.30. Séra Hulda Helgadóttir, prestur í Hrísey, flytur ræðu og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Sesselja Guðmundsdóttir. Dagný Þ. Jónsdóttir syngur ein- söng og söngflokkurinn Söng- stjarnan flytur negrasálma. Kvennakirkjan er vettvangur fyrir konur sem aðhyllast kvenna- guðfræði og miðast starf hennar fyrst um sinn við að halda messur mánaðarlega í ýmsum kirkjum. Allt áhugafólk er velkomið. ------------------- Áreksturinn varð með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið inn á Suðurgötu og lenti hann á vit- lausum vegarhelmingi á móti um- ferðinni. Báðir bílarnir eru mjög mikið skemmdir eftir áreksturinn. HER OG NU —— o o 1 Baðinnrétt-I ^ 53>343 ing með hvítum, sprautuðunT~*~*--~~». hurðum, spcgli og Ijósakappa... Gásar Ðorgartúni 29, Reykjavík S: 627666 og 627667 • Fax: 627668 Lesbók Morgunblabsins kemur út á laugardögum. Þetta sérstæða og elsta sérblað Morgunblaðsins hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í hugum lesenda Morgunblaðsins. Þjóðlegur fróðleikur, sagnfræði, listir, umhverfismál, náttúrufræði, þýddar og frumsamdar smásögur auk ljóða er aðeins brot af því efni sem birtist í Lesbókinni að ógleymdri krossgátunni. _ - kjartii málsins! Á ÞESSU ári eru liðin 65 ár frá stofnun Félags íslenskra háskóla- kvenna. Af því tilefni hefur félagið gefið út afmælisrit sem dreift verður bæði til félagskvenna og annarra. I ritinu er m.a. að finna greinar um starfsemi félagsins, sögu þess og markmið. Félag ís- lenskra háskólakvenna er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (IFUW). A. alþjóðaþingi háskólakvenna sem haldið var í Stanford í Kali- forníu í ágúst sl. var samþykkt að verkefnaval Alþjóðasambandsins á næstu þremur árum, 1992-1995, skyldi vera: Framtíð kvenna, fram- tíð heimsins: Menntun til sjálfs- bjargar og framþróunar (Women’s Future, World Future: Education for Survival and Progress). Félag íslenskra háskólakvenna mun á þessum tíma leggja sín lóð á vogar- skálarnar til þess að auka skilning á því að menntun er lykill að því að geta haft áhrif á þróun heims- mála og að þátttöku kvenna í já- kvæðri uppbyggingu. Félagið hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og var þar kosinn nýr formaður, Kristín A. Árnadóttir, deildarstjóri á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Fráfarandi for- maður er Þórey Guðmundsdóttir lektor, sem gegnt hefur for- mennsku sl. 9 ár. Félag íslenskra háskólakvenna efnir til árshátíðar í Blómasal Hót- el Loftleiða nk. miðvikudagskvöld, 21. apríl. Allar konur sem áhuga hafa á starfsemi félagsins eru boðnar velkomnar til fagnaðarins. (flr fréttatilkynningu) Harður árekst- ur á Suðurgötu MJOG harður árekstur tveggja bíla varð um kl. 23 í fyrrakvöld á Suðurgötu sunnan Hring- brautar. Kona sem var í öðrum bílnum var flutt á slysadeild, en að sögn lögreglunnar var hún ekki talin alvarlega slösuð. Fylgstu meb á laugardögum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.