Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 mmhtm „ þú löfc&ir mérþví ab þú fyerir £ kUppinga." Ég ætla að fá illgresiseyði sem drepur illgresi á sársaukafullan hátt. Þetta getur sko ekki verið nein millieyrnabólga. Ég er bara með tvö eyru! HÖGNI HREKKVÍSI BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Opið bréf til Ingimars Frá Áshildi Cesil Þórðardóttur: Kæri Ingimar. Þar sem þú máttir ekki vera að því að tala við mig í síma, þegar ég hringdi, ég hringdi auðvitað á vond- um tíma, þá fór ég að hugsa um, að kannski væri betra að senda ykk- ur hjá sjónvarpi allra landsmanna bara opið bréf, þar sem Vestfirðir eru kannski ekki eina landsvæðið sem ekki vekur áhuga ykkar nema þegar fyrirtæki fara á hausinn eða einhver rænir banka eða drepur hreindýr. Tilefnið er auðvitað fyrst og fremst að ég er óánægð með að sjón- varp allra landsmánna_ skyldi ekki sýna frá skíðaviku á ísafirði, sem haldin var um páskana í blíðskapar- veðri og var sannkölluð fimm daga hátíð með ótal uppákomum og þar að auki tvöfaldaðist íbúafjöldi bæjar- ins. Þetta þykir ykkur víst ekki frétt- næmt af Isafirði. Haft er eftir þér að „það sé víst búið að kynna skíða- vikuna nóg“. Það getur verið að við séum fá og smá, en við erum ekkert síðra fréttaefni en hveijir aðrir og að það sé spurning um hvort búið sé að „kynna“ þetta eða hitt nóg hjá okkur er móðgun. í fyrra var síldarævintýri á Siglu- firði, sem var „kynnt“ í bak og fyr- ir, greinilega annar kvóti þar. Akur- eyri er „kynnt“ í öðrum hvorum fréttatíma, enginn kvóti á því. Það er sumsé ekki spurning um hvað sé fréttaefni, heldur hvort búið sé að „kynna“ hitt eða þetta sveitarfélagið nóg eða ekki. Þið eru komin ansi langt út fyrir efnið að mínu mati. Hvernig er komið fyrir sjónvarpi allra landsmanna? Það er greinilega ekki fyrir alla, þegar spurningin er hvort þetta eða hitt sveitarfélagið sé búið með kvótann. Kannski þurfið þið að fara að geyma fréttir frá litlu stöðun- um, ef eitthvað stórt myndi gerast þar óvænt, einhver stæli, kveikti í, eða væri drepinn, svo hægt sé að flytja fréttina án þess að kvótinn sé búinn. Svo getið þið líka sett kvóta á stærð sveitarfélaganna, engar fréttir frá kauptúnum undir 1.000 manns, það myndi spara ykkur mikið. Hver hefur svo sem áhuga á hvað gerist í einhveiju krummaskuði úti í rass- gati; það er miklu ódýrara að taka fyrir atburði sem gerast í Reykjavík og svo verða auðvitað pólitíkusarnir að hafa sinn tíma, það þarf engan kvóta á þá. Ólafur Ragnar segir álit sitt á ríkisstjórninni, 'ðlafur Ragnar horfír víðsýnum augum á NATO, Ólafur Ragnar er yfír sig hneykslað- ur á gerðum forsætisráðherrans eða Steingrímur leysir efnahagsvandann í beinni útsendingu. Sannarlega eng- inn kvóti á blessaða pólitíkusana. Það er ekki hægt að „kynna“ þá of mik- ið. Enda vitum við öll að þjóðin horf- ir með andtakt á þessa menn og hlustar eftir hveiju orði, svo eru þeir auðvitað staddir í Reykjavík og Reykjavík er, eins og allir vita, nafli alheimsins, alla vega fyrir meirihluta þjóðarinnar, svo hitt skiptir eiginlega ekki máli og alls ekki nöldrandi kerl- ing vestan af ísafírði. Þú sagðir Iíka: „Að það hefðu nú komið fréttir af skíðavikunni í fyrra." Aumingja Siglfírðingarnir, nú verður sennilega ekki minnst á næsta síldar- ævintýri, nema auðvitað að jieir hafí stærri kvóta en við. Það er nefnilega ekki nóg með að það sé kvóti á tíma, heldur líka að ekki má sýna nema einu sinni. Vestmannaeyingar hljóta því að vera löngu búnir með Þjóðhá- tíðarkvótann sinn og þeir á Sauðár- króki með Sæluvikuna. Þetta sparar okkur örugglega heilmikinn pening, að geta bara sluffað hverri uppákom- unni á fætur annarri þá er hægt kerfisbundið að hætta þessum „kynningum" og hætta að senda þær Guðnýju Ósk Garðarsdóttur: Ástæðan fyrir skrifum mínum í blaðið er einföld; sífelldar umræður um opnun eða lokun bílaumferðar um Austurstræti og aukna mengun. Eftir lestur fréttar á baksíðu Morgunblaðsins 4. apríl sl. um mæl- ingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í borginni fengu lesendur svo að segja rétta mynd af mengunarmálum hér í bæ. Það má með sanni segja að mengun er orðin mjög mikil vegna aukins fjölda bifreiða á ákveðnum stöðum þar sem að umferðarþunginn er mestur. Þeir staðir sem koma fram í mæl- ingum heilbrigðiseftirlitsins eru allir mjög fjölfarnir og án efa í alfaraleið. Þar á ég sérstaklega við Austur- stræti, þar vinnur fólk við opna glugga, þar er fólk á göngu í góðu veðri og oftar en ekki eru lítil börn með í för. Eins er ástandið við Kringluna þar sem að ung böm erú að selja blöð, leigubílar bíða og oft sér maður hunda bíða eftir eigendum sínum í út, þá má loka fréttastofunni og þá getur Ingimar bara slakað á og ver- ið heima hjá sér. Þá er kannski kom- inn tími til að einkavæða ríkissjón- varpið eða bara gera það að allsheij- ar vídeó-sjónvarpi og sýna amerískar ofbeldismyndir og slá út Stöð 2. Þá þarf Hrafn ekkert að pæla í þessu íslenska efni og vinir hans geta bara gert myndir fyrir Skandinava. Þeir sem verða ennþá nógu moldarlegir til að rótast á landsbyggðinni geta snúið sér aftur að sínum þorrablót- um, saumaklúbbum, karlaklúbbum, kvenfélögum, leikfélögum, heim- sóknum hver til annars og slíkum hallærislegum uppákomum. Ekki yrði ég neitt voða sár, því ég er líka grautfúl yfír veðurfréttun- um af Vestfjörðum, en það er auðvit- að allt annað mál og verður ekki rætt hér. Jæja, Ingimar minn, ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Megi þér líða sem allra, allra best og ykkur öllum sem haldið um stjómvölinn á Sjón- varpi „allra landsmanna". Það er ekkert að þakka og þessi spamaðarráð mín eru ókeypis. Kær kveðja, ÁSHILDUR C. ÞÓRÐARDÓTTJR, umsjónarmaður Skíðaviku ’93, ísafirði. bílum. Ég efast ekki um áhrif kolm- ónoxíð á dýrin frekar en mannfólkið. Hæsta hlutfall kolmónoxíðs mæld- ist samt sem áður í Austurstræti sem var, eins og kom fram í Morgunblað- inu 4. apríl sl., 10% undir gildandi viðmiðunarmörkum. Þess má geta að þessi mörk em miðuð við fullorð- ið fólk en ekki lítil börn sem að þola náttúmlega ekki nærri eins mikla mengun. Ég segi fyrir mig; af hveiju ekki að loka Austurstræti fyrir bílaumferð og leyfa mannlífínu að blómstra í miðbænum, eins og að það sé ekki næg mengun í borginni. Það ætti varla að koma að sök þó að þessi gata væri lokuð, en eins og allir vita þá er Austurstræti alltaf opið frá gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis. Minnkum mengun, njótum hreina loftsins meðan við getum! GUÐNÝ ÓSK GARÐARSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Lokum Austurstræti Víkveiji skrifar Nú era stúdentsefnin sem óðast að kveðja kennarana sína og aka um borgina og syngja og hylla þá víðs vegar um bæinn. Af er sem áður var, að nemendurnir séu kapp- klæddir í gæraskinnsúlpum í vor- næðingnum, heldur eru nú alls kon- ar skrautbúningar búnir til og margir hveijir ekki það hlýir að þeir skýli fyrir köldum næðingnum. Vonandi fær enginn dimmitantinn lungnabólgu og verði að eyða upp- lestrarfríinu í rúminu. Á stundum fara þessir búningar út í öfgar. Til er í dæminu að þeir kosti um og yfír 5 þúsund krónur og það að viðbættri stúdentshúfu og smóking, sem strákarnir gjarnan klæðast, getur hækkað kostnaðinn við að brautskrást um tugi þús- unda. Þetta getur verið dýrt fyrir félitla námsmenn, sem þar að auki eiga ekki vísa sumarvinnu eins og atvinnustig þjóðfélagsins er í dag. En vonandi blessast þetta allt fyrir þetta unga fólk, sem á allt gott skilið eftir erfíði og amstur náms- ins, sem blessunarlega er á enda í bili - en svo tekur annað nám við og alvaran byijar að nýju. XXX A Anægjulegt er að heyra um vel- gengni íslenzkra dansara á alþjóðlegri meistarakeppni í dansi, sem haldin er í Blackpool á Eng- landi, þar sem ungt par, Benedikt Einarsson og Berglind Yngvars- dóttir, komu sáu og sigruðu, urðu efst í sínum aldursflokki, sem er 11 ára og yngri. Þetta par, sem numið hefur danslistina í Nýja dansskólanum, sigraði í suður- amerískum dönsum eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrradag. Nýi Dansskólinn er með 9 pör í Blaekpool í eldri hóp og 3 í yngri hóp. Oll munu þau hafa staðið sig vel og komust Brynjar Öm Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir í 12 para undanúrslit í tangó, quickstep- keppni fyrir 12 til 13 ára, sem hald- in var síðastliðinn þriðjudag. Þessi árangur Benedikts og Berglindar er að sögn kunnáttu- manna allara bezti árangur íslend- inga frá upphafí í sögu dansins. Verður gaman að fylgjast með þessu unga og efnilega fólki í fram- tíðinni og hvernig það stendur sig. xxx Kári Guðbjömsson flugkennari hjá Svifdrekafélagi Reykja- víkur hafði samband vegna Vík- veijapunkts í gær um véldreka. Kári sagði alrangt að engar eða óljósar reglur giltu um þessi tæki. í gildi væri reglugerð um fis, sem tæki til véldreka og skyldra tækja. Sagði Kári þessar reglur mjög skýr- ar. Þá sagði hann að sérstök nám- skeið væra haldin fyrir alla þá sem stunduðu þetta flug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.