Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Formaður bæjarráðs Akureyrar Um 500 manns sóttu um sumar- störf hjá bænum UM 500 umsóknir bárust um sumarstörf til Akureyrarbæjar, en gert er ráð fyrir að ráða í 250 til 300 störf í sumar á vegum bæjarins, að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, formanns bæjarráðs. Sigurður sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem sumarstörf á vegum bæjarins væru auglýst með þessum hætti, en allar umsóknir fóru í gegnum starfsmannadeild Akureyrarbæjar. Áður lögðu menn inn umsóknir sínar til einstakra deilda eða stofnana bæjarins. „Það var ákveðið í vetur að breyta forminu í þessa veru, þann- ig að allir umsækjendur hefðu jafna aðstöðu til að sækja um störf og gætu snúið sér með sínar um- sóknir á einn stað,“ sagði Sigurð- ur. Helmingur yfir tvítugu Hann sagði að um helmingur þeirra tæplega 500 umsókna sem bárust væri frá fólki tvítugu og eldra, en hinn helmingurinn skipt- ist nokkuð jafnt á aldurflokkana frá 16 til 19 ára. „Við gátum alveg átt von á þessum ijölda, en það má búast við að stór hluti af umsækjendum um sumarstörf hjá bænum sæki einnig um vinnu á öðrum stöð- um,“ sagði Sigurður. Hann sagði að verið væri að vinna úr umsókn- um og væri stefnt að því að fyrir mánaðamót ætti að vera ljóst hveijir fengju atvinnu í sumar. „Það má búast við að stór hópur fái ekki vinnu nema í sex vikur í sumar og það er mikilvægt fyrir umsækjendur að fá að vita sem fyrst hvort og þá hvaða möguleika þeir hafa á atvinr.u í sumar.“ Sigurður sagði að reynt yrði að fara þá leið að skapa atvinnu fyr- ir 16 ára unglinga tímabundið í sumar, en hefðbundin sumara- fleysingastörf yrðu fremur ætluð þeim sem eldri eru. Messur á Akureyri Akureyrarprestakall: Helgistund verður í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun kl. 10. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður kl. 11. Munið kirkju- bílana. Messað verður í Akureyrar- kirkju kl. 14. Þorgrímur Daníels- son cand. theol predikar. Ræðu- efni: Um lokaspurningu Krists til lærisveins síns, út frá guðspjalli dagsins. Æskulýðsfundur verður kl. 17, biblíulestur nk. mánudags- kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Glerárkirkja: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag, laugardag- inn 17. apríl. Barnasamkoma verð- ur kl. 11 á morgun og eru foreldr- ar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson predikar. Kór og org- anisti Bústaðakirkju taka þátt í athöfninni. Æskulýðsfundur kl. 17.30. Leiðsögumenn Leiðsögumenn, með réttindi, óskasttil starfa í júní, júlí og ágúst 1993. Tungumál enska'og þýska. Upplýsingar í síma 96-23510. _ I SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR HF. öOdl AKUREYRI BUS COMPANY Dalbraut 1, 600 Akureyri. ■4 Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi 4. áfanga Giljahverfis I deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir 40 einbýl- ishúsalóðum og lóðum fyrir 117 íbúðir í rað- og parhúsum. Deiliskipulagstillagan, uppdrættir og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 14. maí 1993, þannig að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulags- reglugerð. Þeir, sem telja sig verða fyrir bóta- skyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór I brúnni SIGURJÓN Sigurjónsson, Eysteinn Yngvason, Pétur Ásgeirsson og Örlygur Ingólfsson talið frá hægri í brúnni á Sæfara við Torfunefsbryggju, en_ Eysteinn tók við ferjuflutningum í Eyjafirði í gær og mun nota Sæfara til siglinganna, en skip hans, Árnes, verður notað til skemmtisiglinga. Eysteinn Yngvason tekur við ferj uflutningum í Eyjafirði Sæfari er gott skip en óþarflega stórt EYSTEINN Yngvason tók í gær við rekstri Grímseyjarferju, en samningur milli hans og Vegagerðar ríkisins var undirritaður undir lok síðasta mánaðar. Þetta er fyrsti samningurinn sem gerð- ur er við einkaaðila um ferjurekstur hér á landi og sagði Eysteinn í samtali við blaðið í gær að honum litist vel á, en hann mun hafa ferjurekstur í Eyjafirði með höndum næstu tvö ár. Eysteinn mun nota ms. Sæfara til siglinganna samkvæmt sérstök- um samningi við vegagerðina, en í tilboði hans var gengið út frá því að skip bans, Ámes, sem áður var Breiðafjarðarfeijan Baldur, yrði not- uð til flutninganna. Fyrsta áætlunarferðin verður far- in á mánudaginn þegar siglt verður úr höfn á Akureyri og til Hríseyjar, Dalvíkur og síðan Grímseyjar, en samkvæmt áætlun sem í gildi er verða tvær ferðir í viku til Grímseyj- ar, á mánudögum og flmmtudögum. Á miðvikudögum verður skipið í flutningum milli Akureyrar, Hríseyj- ar og Dalvíkur. Þá geta oddvitar eyjanna, Hríseyjar og Grímseyjar, óskað eftir aukaferðum þegar ástæða þykir til. Miðað við þá áætlun sem í gildi er mun Sæfari verða við bryggju á Akureyri frá föstudegi til sunnu- dags, en Eysteinn sagði að heimilt væri að nota skipið að vild á þeim tíma. Arnes norður í maí „Við ætlum að setja okkur vel inn í þetta á næstu tveimur vikum, en í maí geri ég ráð fyrir að koma norð- ur með skip mitt, Árnes, og það ætlum við að nota til þjónustu við ferðamenn. Við höfum í hyggju að auka fjölbreytnina á þeim vettvangi og bjóða upp á sjóstangaveiðiferðir og skemmtisiglingar af ýmsu tagi,“ sagði Eysteinn, en fyrirhugað er að nota einkum Árnes til ferðamanna- þjónustu. Eysteinn sagist vera þokkalega ánægður með þá lausn sem fyrir valinu varð, en hann bauð lægst í umrædda ferjuflutninga, 59,7 millj- ónir, og var þá miðað við að Ámes yrði notað til siglinganna. Vegna andstöðu heimamanna í Hrísey og Grímsey við að það skip yrði notað var gerður sérstakur leigusamningur um Sæfara. Til viðbótar tilboðinu bætist sá kostnaður sem af því hlýst að skipta um skip. Gott skip „Mér líst ágætlega á Sæfara, þetta er gott skip og það hefur ver- ið vel um það gengið, en það er auðvitað ljóst að skipið er óþarflega stórt í þessa flutninga," sagði Ey- steinn. Heildarflutningamagn með feiju til og frá eyjunum, Grímsey og Hrísey, hefur verið um sjö til átta þúsund tonn á ári og þá hafa árlega verið fluttir á milli þijú til fjögur þúsund farþegar milli lands og eyjanna. í áhöfn Sæfara eru Siguijón Sig- uijónsson er skipstjóri, Örlygur Ing- ólfsson stýrimaður, Jóhann Ragn- arsson yfírvélstjóri og Pétur Ásgeirs- son fyrsti vélstjóri. Morgunblaðið/Rúnar Þór HANN er enginn smásmíði, togarinn Dorado sem er í eigu útgerðarfélagsins Mechlenburger Hochsee- físcherei, sem ÚA á 60% hlut í. Togarinn er um 2.000 brúttótonn að stærð. Mechlenburgertogari á Akureyri FYRSTI togarinn í eigu Mechlenburger Hochseefischerei í Rostock landaði á Akureyri i gær, en sem kunnugt er keypti Útgerðarfélag Akureyringa 60% hlut í fyrirtækinu fyrir nokkru. Skipið hefur verið að veiðum út kvöld með 280 t.onn af karfa og 30 af Reykjaneshrygg að undanfömu. tonn af mjöli, sem Krossanes hf. á Það kom að landi á fimmtudags- Akureyri keypti. Að sögn Magnúsar Magnússonar útgerðarstjóra ÚA var óskað eftir ýmiss konar þjónustu, „þessari vana- legu þjónustu sem skip sem eru að koma að landi þurfa á að halda,“ eins og hann orðaði það en undan er skilið að ekki var keyptur kostur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.