Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 49 Er kreppa á íslandi? Frá Karli Ormssyni: Nei, sem betur fer ríkir ekki kreppa hér, eins og margur heldur fram, en það eru erfíðleikar, vonandi bara tímabundnir erfíðleikar, sem þjóðin verður að vinna sig út úr. Það er annað sem er umhugsunarefni okkur öllum, nú þegar hillir undir það að tekið sé í alvöru á efnahags- vanda þjóðarinnar, böndum komið á ríkisfjármálin í fyrsta skipti í áratugi og verðbólgan komin á lægsta stig á lýðeldistímanum, (eða 2-3%). Þá er ekki úr vegi að staldra við, fylgj- ast með fjölmiðlum og þeim gegndar- lausa áróðri sem rekinn er gegn stjómvöldum. Stjómvöldum sem gera allt sem í mannlegu valdi er til að koma þjóðinni úr þeim öldudal sem hún er í. Það er kaldhæðni að ríkis- fjölmiðlar gefa stundum ekkert eftir í þeim áróðri. Fjölmiðlum, sem em eign allrar þjóðarinnar, ber skylda til að skýra rétt og satt og hlutlaust frá. Það er löngu orðið tímabært að gera ríkisútvarpið að hlutafélagi, selja hlutaféð og létta af þjóðinni hundruðum milljóna króna sem eytt er af almanna fé til áróðurs gegn sitjandi stjórnvöldum. Svona einok- unarríkisbákn á engan rétt á sér á þessari tækniöld. Ef Póstur og sími verður gerður að hlutafélagi er ekki síður þörf á að losa almenning við það gífurlega bákn sem útvarpið er. Ég skora á fleiri stuðningsmenn rík- isstjómarinnar að láta heyra meira í sér og flytja sannar og hlutlausar fréttir af störfum ríkisstjómarinnar. Ég skora einnig á alla viðkomandi að hafna verkföllum og bölmóði. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem að okk- ur steðja um sinn, aflaleysi, stöðvun á stóriðju o.fl., þrátt fyrir þá erfíð- leika sem steðja að í flestum löndum kringum okkur, halda stjómvöld hér ótrauð áfram að koma okkur yfír þann hjalla sem við emm að skríða yfír. Segja má að á síðustu áratugum hafí verið flotið sofandi að feigðar- ósi. Sífellt hafa verið tekin erlend eyðslulán, og við hagað okkur sem aldrei þyrfti þau að borga, en því fer íjarri. Allt hefur þetta verið gert til að halda hér uppi gervihagsæld, og gerviatvinnu, en ' nú er komið að skuldadögum og það fyrir löngu. Atvinnuleysi verður að stöðva og leysa það með varanlegum aðgerð- um, öngvar gervilausnir. Þjóðin hefur lifað um efni fram í áratugi, fjárfest hefur verið svo geig- vænlega, í skipum, sem allt of lítinn físk hafa haft að veiða, miðað við veiðigetu, alls konar óþarfa lúxus, uppselt er í sólarlandaferðir marga mánuði fram f tímann. Við höfum hagað okkur sem olíufurstar, nú er svo komið að engum dettur í hug að reyna að gera við bilaða hluti, öllu er fleygt og keypt nýtt í stað- inn, og svo mætti lengi telja. Nú verður ekki Iengur haldið áfram á þessari óheillabraut. Það verður að stöðva þessa vitleysu strax, og styðja við þau stjómvöld sem náð hafa að snúa vörn í sókn. Það er jafn víst og dagur kemur á eftir nóttu að vandinn verður ekki leystur án fóma, (allrar þjóðarinnar) það er eins gott að gera sér það Ijóst strax, því fyrr því betra. Það er sjálfsagt erfítt fyrir okkur sem komin eru yfír miðjan aldur að gera yngra fólki skiljanlegt að á okkar yngri ámm hefðum við þurft að kaupa á svörtum markaði skömmtunarseðla fyrir brýnustu nauðsynjum, fötum, skóm, sykri, smjöri og annarri nauðsynjavöru. En það ætti að vera þeim minnugt sem nú blása til verkfalla að svo ótrúlega fá ár eru síðan þjóðin bjó við þá tíma er ég nefndi hér að framan. (Ég á skömmtunarseðla frá 1956.) En það er ekki alltaf yngsta fólkið sem ger- ir úsanngjömustu kröfumar. KARL ORMSSON, Huldulandi 5, Reykjavík. Ölfusforir - lífríki í hættu Frá Ara Eggertssyni: Umhverfísmál eru mál málanna í dag. Jörðin fer halloka vegna geislavirkni, efnamengunar og sorpmengunar, sem rekja má til sívaxandi affalls mannskepnunnar. Maðurinn er að kæfa lífið á jörð- unni, um leið sjálfan sig, og það er hrópað: Ekki meir. Erlendis er ísland markaðssett sem „hið hreina land“. Hreinir og tærir litir prýða kynningarbækling- ana, engin mengun og jafnvel ís- lenskt rok og rigning eru víðs fjarri. Þetta er sú óskhyggjumynd sem við viljum, en er hún rétt? Svari hver fyrir sig, en við vitum öll að bækl- ingamir gefa ekki rétta mynd af íslenskri veðráttu. frá óspilltri náttúru landsins og þar er farið með argasta bull. íslenskt mýrlendi er besta dæmið um það. Á þessari öld hefur mikill meirihluti íslenskra mýra verið þurrkaður upp og þurrkaður svo betur. Flóra sem fauna hefur hopað og margt er í hinni mestu hættu. Einna sérstæðast íslenskra mýrasvæða eru Ölfusforir. Þær eru í forgangsröðun A, samkvæmt skrá um votlendi, riti Landvemdar nr. 4 1975, en þar segir: „Hér er yfírleitt um að ræða svæði sem vitað er að hafa mikla þýðingu fýrir fugla- stofna, svæði sem em heilleg dæmi um sjaldgæfar votlendisgerðir og svæði sem eru óvenjuleg hvað gróð- urfar og dýralíf varðar. Flest þess- ara svæða teljast hafa alþjóðagildi samkvæmt skilgreiningu Ramsar- sáttmálans og öll hafa þau mikið náttúruverndargildi á landsmæli- kvarða. í þsssum flokki eru einung- is svæði sem fullsannað þykir að hafi slíkt gildi að þau séu óbætan- leg“. „Rétt er að taka skýrt fram, að gildi þessara svæða er svo mikið, að yfírleitt virðist ekki koma til mála að leyfa þar starfsemi sem ekki samræmist vemdun þeirra." Það hlýtur að teljast til ábyrgðar- hluta að vernda ekki slík svæði. í dag ógna hins vegar ekki skurð- gröfur þessu mýrlendi. í dag er það sorpið sem skal flæða og ógna þessu lífríki sem er einstakt í vistfræði- legu tilliti. Sorphaugar Suðurlands skulu staðsettir í Kirkjufeijuhjáleigu, nánast ofan í Fomnum. Það skiptir í raun engu hvemig sorphaugamir yrðu starfræktir. Hættan á tjóni er of mikil, hversu gætilega sem að væri farið. Framtíðarsýnin er á okkar ábyrgð. Geirfuglinn verður ekki lífgaður við. Með tilliti til hreinnar og óspilltrar ímyndar íslands — þá fínnum annan stað — §arri svo við- kvæmu svæði. ARI EGGERTSSON Þurá í Ölfusi. LEIÐRÉTTING „Ekki“ féll niður í frétt á blaðsíðu 2 um bótamál Stálsmiðjunnar gegn Dagsbrún í Morgunblaðinu í gær, segir í lok fréttarinnar, að Björn Helgason saksóknari og Gunnar Guðmunds- son hdl. hafi skilað sératkvæði í málinu og hafi þeir viljað taka frá- vísunarkröfuna til greina. Þar féll niður orðið ekki - þeir vildu ekki taka frávísunarkröfuna til greina, sem raunar skilst þegar fréttin er lesin í heild, þar sem meirihluti fé- lagsdóms tók frávísuninarkröfuna til greina. Nöfn ferm- ingarbarna i lista frá Saurbæjarkirkju á Kjalar- nesi á annan dag páska láðist að geta eins fermingarbarns, en nafn barns sem fermast á þann 25. apríl birtist í staðinn. Nafn drengsins sem fermdist annan í páskum en láðist að geta um er Jóhann Gunn- ar Óskarsson, Útkoti, Kjalarnesi. Hins vegar birtist nafn Mörtu Gísl- rúnar Olafsdóttur þennan sama dag, en hún fermist þann 25. apríl nk. og mun þess getið í fermingar- lista fyrir þann dag. Kynningarpésarnir greina líka VELVAKANDI ÁRÓÐUR GEGN HRAFNI SKELFING er ég orðin leið á að hlusta á stöðugan „Hrafnshat- ursáróður" í Ríkisútvarpinu. Þar hefur Rás 2 vinninginn - er Útvarpið í eigu starfsfólksins í Efstaleiti en ekki allra lands- manna, sem borga þó brúsann? Það er engu líkara en hlaupinn sé illur andi í liðið. Ég legg til að presturinn blessi yfír báknið. Guðrún Magnúsdóttir SINUBRUNAR Á VORDÖGUM kemur alltaf upp sama vandamálið, vítt um landið. Eru það sinueldarnir og á það ekki sfst við um höfuð- borgarsvæðið. Það sem eykur á þannan vanda er að á þessum tíma er mjög þurrviðrasamt, ekki síst á suðvesturhorninu. Oftast eru það krakkar sem eru að fikta við að kveikja í sinunni og koma stundum upp margir eldar sama daginn. Hefur lögregla og slökkvilið varla við að slökkva. Af þessu getur stafað mikil hætta fyrir mannvirki og skógrækt. En ég fékk smá hugdettu í sambandi við þetta mál. Jörð er oft mjög þurr um þetta leyti. Hvernig væri að slökkviliðið dældi vatni á skóg- arspildur hér í borginni, t.d. Ell- iðaárhólman eða skógarspild- urnar í Fossvoginum? Ég er ekki viss um að þetta þyrfti að gera nema annan hvom dag ef gert væri rækilega. Ég veit að þama er í töluvert ráðist en það er líka dýrt að þurfa alltaf að vakta þessa staði. Og fyrirbyggjandi ráðstafanir geta líka sparað. Ég veit að ég hef ekki hundsvit á þessu en mér datt þetta svona í hug. Gestur Sturluson Hringbraut 50 JAKKI JAKKI var tekinn í misgripum á Hressó á föstudagskvöldið 2. apríl og annar skilinn eftir. í jakkanum var ökuskírteini og leðurhanskar. Sá sem jakkann tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 44519. HJÓL TAPAST hefur hvítt Trekk-hjól, 20 tommu, af gerðinni 820, frá Seljabraut í Breiðholti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 670683. LÆÐA SVÖRT læða með hvítar loppur, hvíta bringu og hvíta snoppu tapaðist fyrir um þremur vikum. Hún er hugsanlega kettlingafull. Vinsamlegast hringið í síma 79371 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. KETTLINGAR KETTLINGAR fást gefins. Upp- lýsingar í síma 682489. STEINAR WAAGE Inniskór m/krossbandi Stærðir: 36-41 Litir: Hvítur og dökkblár Ath. Mikið úrval af inniskóm og töflum Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Verð kr. 1.495,- Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. T Inniskór m/hælbandi Verð kr. Stærðir: 40-46. Litur: Dökkbrúnn Ath.: Fótlaga, hollir og góðir fyrir fæturna Mikið úrval af inniskóm á alla fjölskylduna! 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 Homsett — svefnsófi Hornsett sem hægt er að breyta í svefnsófa. Með áklæði, 2 sæti — horn — 3 sæti. Á aðeins kr. 95.000 stgr. Valhúsgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.