Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 33 ---S*** SJON ARHORN Gæðavara úr sjávarfangi er forsenda framtíðarmarkaða Fiskur er talinn til hollustufæðu, því er talið að neysla á fiski verði mikilvægur þáttur í neyslu- munstri fólks í framtíðinni. ÞEGAR FYLGST er með um- ræðum hér um mikilvægi fisks sem útflutningsvöru, virðist hún aðallega snúast um óskilgreind markaðsátök en ekki um fisk- inn, afurðina sjálfa, né heldur hvað þurfi að gera til að auka verðmæti hans sem útflutnings- vöru. Fiskurinn er og verður okkar helsta útflutning^svara næstu árin, það er því nauðsyn- legt að umræða fari fram um meðferð og vinnslu á físki og hvert stefni á erlendum mörkuð- um á næstu árum. í erlendum tímaritum, bæði breskum og bandarískum, þar sem fiskneysla er tekin til umræðu ,og reynt að sjá fyrir fiskneyslu í fram- tíðinni, kemur fram að neysla á fiski muni aukast á næstu árum. Þar segir að neytendur séu þegar farnir að huga mun meira að holl- ustu fæðunnar en áður. Fiskurinn er talinn til kjörfæðu vegna hjarta- vænna fítusýra hann muni því fá verðugan sess á matborði fólks, ef gæðin standast kröfur neytenda. Markaðsátök á fiskmörkuðum í bandarískri markaðsskýrslu frá 1991 er getið um 10 helstu útflutninglönd fískafurða til Bandaríkjanna árið 1989. Inn- flutningur var mestur frá Japan, þá Kanada, Ráðstjórnarríkjunum, Suður-Kóreu, Bretlandi, Frakk- landi, Tævan, Ítalíu, Ástralíu og Mexíkó. ísland var þar ekki á blaði. í þessum skýrslum og öðrum kem- ur fram að Asíulönd ætla sér stór- an hlut í sölu fiskafurða í Banda- ríkjunum og þau hafa stóraukið útflutning sinn þangað. Þau leggja sig greinilega mjög fram við að gera fískafurðimar þannig úr garði ■ að þær falli að smekk bandarískra neytenda, enda er mörgum þeirra hrósað fyrir gæði. íslands er getið í tengslum við sölu á þorski til Bandaríkjanna svo og áhrif kvótakerfís við Islands og önnur Norður-Evrópulönd og aust- urströnd Kanada, og samdrátt í þorskafla og hátt verð á þorski. En þar er líka haft eftir íslenskum fískseljendum að þeim hafí gengið svo vel að selja fiskinn til Mið- Austurlanda og til Evrópu, þar sem verðlag hefur verið hátt, að ekkert hafi verið eftir fyrir bandaríska markaðinn! Skammsýni að vanrækja trausta markaði Það hefur verið mikil skamm- sýni, til lengri tíma litið, að hafa vanrækt bandaríska markaðinn eins og gert hefur verið að undan- förnu. Með því að halda þeim markaði opnum, hefði verið auð- veldara að skipuleggja framleiðsl- una betur fram í tímann og halda hér meiri stöðuleika. Einnig hefði átt að rækta þann markað betur og þróa nýjar fisk- og sjávarafurð- ir á sama hátt og Asíulöndin hafa gert með góðum árangri. Þróun krefst þolinmæði. Trú á hæfni okkar eigin fólks hefur aldr- ei verið okkar styrkur. Fljótfenginn gróði hefur líka lengi villt okkur sýn. Það er að koma okkur í koll nú þegar samdráttur er að verða í sölu á lítt eða óunnum fiski til Evrópulanda. Tengsl verðfalls á fiski og gæða fisksins Mikið verðfall á físki hlýtur ann- ars að vera umhugsunarefni. Getur verið að orsakir verðlækkunar stafí ekki eingöngu af auknu framboði eða hafa gæði tvífrysts físks verið hluti af verðfallinu. Ef gæðafiskur hefði komið á borð neytenda Evr- ópulanda er ekki að efa að þeir hefðu nýtt sér lágt verð þegar það stóð þeim til boða. Hafa innlendir fiskseljendur nokkurn tímann haft fyrir þvi að kynna sér gæði tvífrysta fisksins eins og hann lítur út þegar hann er kominn á borð erlendra neyt- enda? Viðhorf neytenda, markaðssetning og gæði Bandaríkjamenn eru mjög skipulagðir og þeir eru stöðugt að kanna markaðina. Hin mikla sam- keppni sem þar ríkir um markaði og athygli neytenda, hvetur til stöðugra kannana m.a. á neyslu- munstri neytenda og viðhorfum til ákveðinna vöru- og fæðutegunda. Kannanir gera framleiðendum auðveldara með að framleiða vöru sem neytendum gæti þótt eftir- sóknarverð og geta þeir skipulagt markaðssetningu með markvissari hætti en annars væri hægt. Þennan þátt bæði vanmetum við ogvanrækjum. I bandarískum könnunum sem gerðar voru á fískneyslu í Banda- ríkjunum seint á síðasta áratug, kemur fram að neytendur telja ferskleika fisks mikiívægasta eig- inleikann. Könnuð voru viðhorf neytenda og þar kom fram að þeir sem borða físk sögðust leggja mesta áherslu á ferskleika fisksins og settu hann efstan á lista (eða 96%), bragð fersk físks var talið mjög mikilvægt (hjá 92%), næring- argildi mjög mikilvægt (hjá 57%) og verðið var mikilvægt atriði hjá 50 prósentum þeirra sem spurðir voru. Þeir sem ekki borða fisk sögðu að þeim geðjaðist ekki að lyktinni. Um 46 prósent aðspurðra sögð- ust oft verða fyrir mjög miklum vonbrigðum með gæði á þeim ferska fiski (þ.e. fiski sem aldrei hafði frosið) sem þeir höfðu keypt, og tveir þriðju sögðu að það væri erfitt að meta ferskleika út frá útliti fiskins. Sami fjöldi sagðist myndu borða meira af fiski ef þeir gætu treyst á gæðin. Neytendur þurfa aukna fræðslu í niðurstöðum þessara kannana kemur fram að mikið skortir á að neytendur fái næga fræðslu um hráefnið, hvernig meta eigi gæðin, meðferð vörunnar, geymsluaðferð- ir og ekki síst matreiðslu á físki. Fræðsla er einnig nauðsynleg þeim sem meðhöndla fískinn áður en hann kemur á disk neytenda. Gæðin byggjast á réttri meðferð á fiskinum, hvort sem er við veiðar, í fískvinnslustöðvum, hjá seljend- um, í matvöruverslunum, á heimil- um, sjúkrastofnunum, í mötuneyt- um eða á veitingastöðum. Bent er á fjölmargar leiðir til að koma fræðslunni á framfæri. Kennslan getur verið í formi bæklinga, fyrir- lestrahalds, myndbanda og með sámkeppni í matreiðslu fiskrétta svo eitthvað sé nefnt. Á árunum 1983-1988 varð mik- il aukning á neyslu á fiski vestan hafs, en það dróg úr neyslu þegar framboð á fiski minnkaði. Sjávar- fang eins og fískur er mjög við- kvæm verslunarvara og hvorki framleiðendur eða seljendur geta fyrirhafnarlaust snúið við þróun sem verður á neyslumunstri neyt- enda þegar sveiflur verða í fram- boði matvæla eins og físki. Áhersl- ur verður því að leggja á stöðugt framboð vörunnar og heilnæmi afurðanna. Verðið skiptir einnig máli. Ef fiskverð hækkar t.d. vegna aukinnar eftirspumar þá mun það einnig þýða að gerðar verða auknar kröfur til framleið- enda um sölu á betri físki og jafn- ari gæðum. Neytendur munu gera kröfur til þess að fá físk sem er peninganna virði. Hertar gæðakröfur í viðskiptalöndum í ljósi þessara upplýsinga um gæðakröfur er fyllsta ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af viðbrögðum neytenda við tví- frystum fiski sem sendur hefur verið héðan á Bandaríkjamarkað. Það tekur mörg ár að vinna traust neytenda á ákveðinni vöru eða vörumerki, en aðeins eina skemmda vörusendingu til að rífa niður margra ára uppbyggingar- starf. Þetta á ekki aðeins við mark- aði í Bandaríkjunum, heldur einnig hér á landi og annars staðar. í Bandaríkjunum er verið að herða gæðakröfur bæði á innlend- um og innfluttum matvælum eins og fiskafurðum. Það er því nauð- synlegt að mun meira opinbert eftirlit verði með framleiðslu mat- væla sem flutt verða út á erlenda markaði (og innlendan markað líka). Setja verður gæðastaðla sem neytendur geta treyst. Við þurfum að geta treyst á ákveðna markaðs- hlutdeild. Það ætti að vera hægt með því að fylgjast betur með umræðu sem nú fer fram um stefnu í markaðsmálum, þar sem reynt er að spá fram í tímann um þróun í fisksölumálum fram á næstu öld. Ef við höldum rétt á málum getur fiskurinn verið áfram okkur gullnáma. Markaðurinn um árið 2000 í bandarískum spám í markaðs- málum (spáin getur átt við önnur vestræn lönd) segir að framleiðslu- iðnaðurinn standi nú á krossgöt- um. Það sem markaðurinn hefur tekið sem sjálfgefíð síðustu 30-40 árin, sé að taka breytingum og muni taka miklum breytingum á næstu árum. Ein ástæðan er sögð vera sú, að aldurskipting þjóðarinnar er að breytast. Yngri neytendahópurinn er að færast yfir í hóp miðaldra neytenda. En um leið færist eyðslufjármagn yngri neytenda- hópsins yfír í hóp hins miðaldra, þroskaða og kröfuharðari mark- aðshóps. Markaðurinn er sagður illa und- irbúinn undir þessa breytingu. Hann hefur fram til þessa, bæði í framleiðslu og auglýsingum, ein- beitt sér að því að ná til yngri neytenda, það hefur þýtt góð við- skipti - þar til nú. Markaður hinna ungu minnkar, þeim ungu fækkar vegna þess að fjölskyldur eiga færri böm en áður. Neytendur sem koma úr hópum hinna bammörgu eftirstríðsára eru að eldast. Eftir- stríðskynslóðin sem fyrir ekki alls löngu var á aldursbilinu 18-34 ára em nú komin upp í 35-54 ára markaðshópinn og um aldamót verður hún komin í enn hærri ald- ushópa. Markaðsbreytingar Þessi breyting sem er að verða á aldursskiptingu í þjóðfélaginu mun valda því að um aldamót mun þriðjungur þjóðarinnar vera í hópi miðaldra neytenda, 35-64 ára, og það verður sá aldurshópur sem mun hafa mestu peningaráðin. Eftirstríðskynslóðin verður þá komin á sextugsaldurinn og upp- arnir í dag á fímmtugsaldurinn með aðrar kröfur til lífsins. Álitið er að þessi vel stæði og þroskaðri markaðshópur muni leggja auknar áherslur á heilbrigðari lífsstíl og góða heilsu og hann mun sækjast eftir matvælum sem eru allt í senn, heilnæm, bragðgóð, fítuminni og næringarrík. Talið er að allur iðn- aður sera tengist heilsu og hollustu muni blómstra. Markaðurinn muni því á næstu árum þurfa að fylgj- ast náið með sérstöku óskum þessa þroskaða og vel stæða markaðs- hóps sem gera mun miklar kröfur um gæði. Nýtum betur eigin auð Þessar breytingar verða ekki aðeins í Bandaríkjunum, þær eru fyrirsjáanlegar í öðrum vestrænum viðskiptalöndum þar sem lífsstíll er svipaður. Framleiðendur og fískseljendur í öðrum löndum reyna að sjá fram í tímmann þegar þeir meta framleiðslu sína. Kann- anir eru undirstaða skipulags í iðn- aði og því má ekki gleyma að fram- tíð er orðin að nútíð fyrr en varir þegar vinna á að þróun nýrra af- urða. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Neysla fískafurða er talin munu verða mjög mikilvægur þátt- ur í neyslumunstri fólks í framtíð- inni ekki síst frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Þetta er Asíuþjóðum vel ljóst og vinna þær að því að auka hlutdeild sína á mörkuðun- um. Það gætum við líka gert - sem sitjum að einum auðugustu físki- miðum heims. Það eru fleiri fisktegundir í sjó en þorskur og ef við nýtum þær ekki finna aðrar þjóðir leið til að gera það. m. Þorv. __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 5. apríl var spilað í Stefánsmótinu og er staðan eftir ann- að kvöldið eftirfarandi: A-riðill: HalldórEinarsson - Guðmundur Þorkelsson 104 Hulda Hjálmarsdóttir - Ólína Kjartansdóttir 67 Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einarsson 61 Jón lngþórsson - Amon Þorfmnsson 50 Jón Sigurðsson - Jens Sigurðsson 49 B-riðill: Sófus Bertelsen - Sigriður Guðmundsdóttir 11 Edda Jónasdóttir - Véný Lúðvíksdóttir 10 AmarÆgisson-ÞorvarðurÓlafsson 3 N.k. mánudag 19. apríl verður hald- ið áfram með Stefánsmótið og að venju hefst spilamennskan kl. 19.30 og er spiiað í íþróttahúsinu v/Strandgötu. Bridgeklúbbur Fél. Eldri borgara, Kópavogi Þriðjudaginn 6. apríl sl. var spilaður tvímenningur og mættu 20 pör. Spilað var í tveim 10 para riðlum og urðu úrslit í A-riðli: ÁmiJónasson-StefánJóhannesson 128 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 124 Gunnþórunn Erlingsd. - Þorsteinn Erlingsson 120 HelgaÁmundad. - Hermann Finnbogason 120 í B-riðli: Heiður Gestsdóttir - Stefán Bjömsson 137 Sigurlín Ágústsd. - Guðm. A. Guðmundsson 122 Garðar Sigurðsson - Eysteinn Einarsson 116 Ásta Erlingsdóttir - Helga Helgadóttir 106 Meðalskor í báðum riðlum 108. Bridsdeild Rangæinga Spilamennsku vetrarins lauk með þriggja kvölda tvímenning. Sigur hlutu Daníel Halldórsson og Viktor Björnsson sem tóku glæsilegan enda- sprett síðasta kvöldið: Hæstu skor fengu: Daníel Halldórsson'- Viktor Bjömsson 193 Lilja Halldórsdóttir - Maria Halldórsdóttir 181 Indriði Guðmundsson - Pálmi Steinþórsson’ 180 KjartanJóhannsson-SævarJónsson 180 Lokastaðan: Daniel - Viktor 517 Einar Pétursson - Helgi Skúlason 506 Gunnar Andrésson - Gfsli Guðjónsson 497 Indriði - Pálmi 495 Bridsdeild Rangæinga óskar öllum bridsspilurum gleðilegs sumars og vonandi hittast menn og konur hress við spilaborðið næsta haust! Stjórnanda þáttarins þakkar deildin gott samstarf í vetur. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efst urðu eftir- talin pör: BaldurBjartmarsson-HelgiSkúlason 142 Friðrik Jónsson - Guðjón Jónsson 124 Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 121 GuðjónSiguijónsson-lngvarlngvarsson 116 Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda vortvímenningur. Bridsfélag Suðurnesja Gísli Torfason, Jóhannes Sigurðs- son og Logi Þormóðasson hafa tekið forystu í meistaramóti félagsins í tví- mennihgi en mótið er tæplega hálfn- að. Staða efstu para er nú þessi: Gfsli - Logi - Jóhannes 38 GuðjónJensen-KjartanSævarsson 28 Karl Karlsson - Karl Einarsson 23 Pétur J úlísson - Eysteinn Eyjólfsson 22 GunnarSiguijónsson-HögniOddsson 18 Gísli Halldórsson - Guðjón Jónasson 17 Keppni þessi er einnig spiluð með forgjöf og þar eru nýliðamir okkar Gísli Halldórsson og Guðjón Jónasson langefstir en þeir eru með hæstu forg- jöfina 310. Staðan í forgjafarkeppn- inni: Gísli - Guðjón 327 Ingimundur Eiríkss. - Randver Ragnarss. 260 GuðjónJensen-KjartanSævarsson 248 Helgi Guðleifsson - Gestur Rósinkarsson 208 Þorgeir Ver Halldórss. - Bjami Kristjánss. 206 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu Kallamir (feðgamir Karl Einarsson og Karl Karlsson) samtals 40 stig, Gfsli og Jóhannes 34 og orgeir Ver og Bjami 18 stig. Næsta spilakvöld er í Stapanum nk. mánudagskvöld kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.