Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 41 Minning Margrét Gísladóttir frá Skógargerði Fædd 19. ágúst 1909 Dáin 6. apríl 1993 Fapa, Guð þér frelsi gefur fyrir Drottin Jesúm Krist. Presturinn, sem þjónaði kirkjunni undir Ási í Fellum, þegar Gísli Helgason var bam í Skógargerði, óskaði þess, að sálmur upprisunnar, Sigurhátíð sæl og bllð, yrði sunginn að hinztu kveðju hans, hvenær sem dauðinn færi að honum á kirkjuár- inu, Og það varð á hávetur, - en þeir fundu margir, sem fyigdu gamla prestinum, þegar söngur páskasálmsins steig hæst í Dóm- kirkjunni úngan janúardaginn, að ljósið eilíft lýsir dauðans nótt eg dimmar grafir, alla dagana, þó að þess sé minnzt í fullstyrk eilífðar- vonanna við alefling kristins anda á hæstri trúarhátíð, Nú er fagur dýrðardagur, nú sér trúin eilíft ljós. Hvort Margrét frá Skógargerði átti þá hinztu ósk, eins og prestur fólksins hennar í Fellum á liðinni öld, að sálmurinn um Drottin Jes- úm, |íf og ljós, yrði sunginn við útförina eða hin mikla trúkona hef- ur horfið í heimaskil upprisulífsins án orðs og beiðni um þá athöfn á jörðu, sem hún yrði horfin frá til himins, vitum vér ekki í fjarlægð landsins. Hitt vissum vér í ein- hverri hinni trúustu vináttu, sem vér höfum bundið, að Margrét org- anisti hafði annað í huga en þjóð- skáldin, sem hún unni og kunni í ljóðum og löngum kvæðum, hvort sælla væri að deyja á vori eða hausti: Á föstunni, og þó miklu helzt í dymbilviku. Hin jarðneska fullrejmd lá á líkfjölunum um pásk- ana. Áf hljóði, og án þess að nokk- ur vissi, nema börnin hennar og trúnaðarvinir nær og fjær, var steininum velt frá árla fyrir dögun. Og Margrét Gisladóttir gekk inn til upprisu lífsins, sem af náð þér heit- ið hefur /himnaríkis dýrðarvist. Að kveðja hið jarðneska í kyrru- viku. Hinzta þjónustan, vina og ástvina, frá sóknarkírkjunni og í helgum reit I páskaviku. Sjá, allt er það hagfellt. í andlegu samræmi við óskir og eilífðarvonir trúkon- unnar, sem gat ekki lengur borið krosstréð í upplifun lærisveinsins. Talaði á pálmasunnudag, svo að steinarnir hrópuðu ekki, en brotnaði undir lághelgarnar. Á Drottinsdag- inn næsta kom hún göfuga kona austur á Héraði, kölluð fyrir sólar- upprás á sigurhátíðinni, í himnarík- is dýrðarvist. - Vér fögnum og syngjum: Sigurliátíð sæl og blíð. Bundnum jarðneskum augum sjáum vér, að veruleiki andans ljóm- ar nú og gleði gefur. Skynjum í háðum huganum, að Guðs son dauðann sigrað hefur. Af innileik þess, sem eru báðir heimar jafn kærir, að nú er blessuð náðartíð, í fúsleik kristninnar, að nú sér trúin eilíft ljós, Trú Margrótar Gísladóttur, sem fæddist tii hins mælda tíma reynsiu- og þroskaskeiðs jarðvistarinnar, í Skógargerði I Fellum hinn 19, ág- úst 1909, Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Helgason bóndi í Skóg- argerði, bónda þar Indriðasonar hreppstjóra í Seljateigi í Reyðar- firði, Ásmundssonar á Borg í Skrið- dal, og Dagný Pálsdóttir bónda á Fossi á Síðu o.v, Þorsteinssonar. Eru ættir beggja Skógargerðis- hjóna kunnar, en hans rakin af síra Einari á Hofi I Ættum Austfirð- inga. Var Margrét elzt 13 systkina og þótti viðburður, er síra Þórarinn á Valþjófsstað skírði þau öll hin 7 eldri við fermingu Margrótar undir Ási. Gísli var Möðruvellingur, sem realstúdentar frá Möðruvallaskóla voru kallaðir, og gerðist Brandesar- sinni sem margir íslenzkir náms- menn í Höfn og skólagengnir á heimalandinu. Lásu þeir mikið og tileinkuðu sér Evrópumenninguna meir en aðrir, og þeir fundu anda sínum annan vettvang, ungir, en konunglegt skipulag ríkis og kirkju. Listin og menntun sátu í fyrirrúmi í Skógargerði og varð heimilið þjóð- kunnugt, enda skrifaði Gísli f blöð og bókrit og gerðist fróðari ár frá ári, en gestaferð I mestan máta. Gátum vér þess, þegar Margrét varð áttræð, að faðir hennar fékk þann smið til húsagerðar 1918, sem kunni organleik, svo að telpan lærði. Lék hún síðan undir söng, hvern langan gestadaginn af öðr- um. Síðar á ævi sat Margrét við orgelið og lék praeludium, sálma og tónverk fyrir kirkjugesti í gömlu sóknarkirkjunni sinni undir Ási, svo á Egilsstöðum í Vallanesi og Þing- múla og tíðum víðar á Héraði, og kvaddi I því postludium, sem var dapurt á föstunni og sorglegt I dymbilviku, en hljómaði skært við sigurhrós á páskunum og 1 messu- lok um gleðidagana. Það eftirspil ævi hennar, og um leið elskulegs eiginmanns hennar, Sigurðar Ein- arssonar frá Víðivöilum I Fljótsdal, ómar nú I páskavikunni fyrir vorum þakkarhuga: Kristur er upprisinn, Vér tökum undir á gömlu dyrahell- unni við Vallaneskirkju, Og Magnús er að hringja út. Nú er fagur dýrð- ardagur, nú sér trúin eilíft ljós. Vér fögnum í frelsinu, sem Guð hefur gefið oss í sigurvissu páskanna, Ágúst Sigurðsson Prestbakka. Mig langar að minnast ömmu minnar í Hjarðarholti með örfáum orðum, Mínar fyrstu minningar af henni eru frá þvl að ég var fimm ára og við sátum við eldhúsborðið í Hjarðarholti. Amma var að kenna mér stafina I kverinu Gagn og gam- an og man ég hversu þolinmóð hún var, Alltaf ver mér tekið með opnum örmum þegar ég kom heimsókn. Amma hafði mikinn áhuga á garðrækt og ræktaði matjurtir, blóm og tré af mikilli alúð. Var garðurinn I Hjarðarholti hin mesta prýði á meðan amma og afi höfðu heilsu til að hugsa um hann. Var svo einig innandyra því að blómin hennar um allt hús báru þess merki hversu natin hún var við að hugsa um þau og gátum við talað tlmunum saman um blóm og blómarækt. Amma var mjög trúuð og sinnti trú sinni af mikilli einlægni. Hún var organisti i kirkjum víða um Hérað og einnig I Egilsstaðakirkju til margra ára og sat í sóknarnefnd Egilsstaðasóknar fram á slðasta dag. Það var henni mikið kappsmál að kirjustarfið væri sem mest og best og áttum við margar góðar stundir saman þar sem við ræddum trúmál því að þar áttum við sameig- inlegt áhugamál. Meðan ég bjó á Suðurnesjum lét amma sig ekki muna um að koma Minning Indriði Einarsson Fæddur 30. janúar 1971 Dáinn 21. nóvember 1992 Það var laugardagskvöld. Það er bankað niðri og ég heyri að það er Haukur Óskarsson. Raggi bróðir talar við hann. Stuttu seinna fæ ég að heyra hvað þeim fór á milli. Einn af gömlu, góðu æskuvinunum, hann Indriði, hafði látist út á Möltu fyrr um daginn. Mig setti hijóðan. Það getur ekki verið, hugsaÖi ég og fylltist vanmáttugri reiði. Ekki hann Indriði! Fyrir honum var lífíð rétt að byrja og hann átti eftir að gera svo margt. Hann sem hafði nýlega kynnst mjög góðri og mynd- arlegri stúlku, henni Auði Alberts- dóttur, og hann var að geta sér gott orð sem atvinnumaður I knatt- spyrnu úti á Möltu. Þeir „fóstbræð- ur“ Indriði og Ingvar, voru að láta drauminn rætast. Okkur vinina dreymdi, eins og alla unga fótbolta- drengi, um að verða atvinnumenn I knattspyrnu, en við vissum að aðeins þeir bestu kæmust á topp- inn. Ég efa það ekki, að Malta var örugglega bara stökkpallur til stærri afreka hjá þeim félögum. Það er skammt á milli heimila okkar og samgangur mikill I gamla daga. A sumrin var spilaður fót- bolti allan daginn. Oft var spilað I garðinum hans Indriða, þar sem skúrinn fékk að kenna á skotum okkar. Seinna spiluðum við á öðrum völlum, í knattspyrnunni komu vel I ljós hæfileikar og persónutöfrar Indriða. Ef það kom í minn hlut að kjósa menn I mitt lið þá kaus ég Indriða fyrstan manna, því ég vissi að hann var hjarta og heili hvers liðs, og það að betri sam- herja var ekki hægt að fá. Honum var treystandi fyrir hvaða stöðu sem var, hvort sem það var I sókn eða vöm, Með krafti sínum og dugnaði dreif hann samherja sína áfram. Hann var töframaður, hvort sem það var I að splundra vörnum andstæðinganna með snilldarsend- ingum eða hreinlega einleika I gegnum þær og skora sjálfur. Hann gafst aldrei upp þótt á móti blési og hætti ekki fyrr en yfir lauk. Á æskuárunum stofnuðum við lítið lið og keyptum okkur búning. Búningurinn okkar var alveg eins og búningur skoska liðsins Glasgow Celtic. Svo var keppt á móti öðrum félögum okkar, sem voru Þróttarar eins og við, á velli sem við kölluðum Þúbury, vegna vallaraðstæðna sem voru bágborn- ar þarna á bak við Álfheimablokk- irnar. Þegar Indriði var á öðru ári I 2. flokki skipti hann yfir I Fylki, en ég veit að hjartað sló enn með Þrótti. Mamma hans, hún Stella, sagði að þetta væri eins og hann hefði verið að skilja við konu eftir 30 ára hjónaband. í Hávamálum stendur að orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. Orðstír Indriða deyr aldrei. Núna spilar Indriði annars staðar. í sínu jarðlifi spilaði Indriði knatt- spyrnu eins-og engill, en núna spil- ar hann með englunum, Skarð hans verður aldrei fyllt og minningin um góðan dreng mun aldrei gleymast, Núna og í framtíðinni verður mér ávallt hugsað til Indriða þegar ég geng til leiks inn á einhvern Iþrótta- völl, inni eða úti. Ég vil að leikslokum þakka Indr- iða fyrir allt og allt og ég veit að þegar mitt kall kemur þá tekur Indriði á móti mér með boltann á tánum og segir; Siggi, ertu með I fótbolta? Ég sendi Stellu, Arndlsi, Einari og unnustu Indriða, henni Auði, mlnar innilegustu samúðarkveðjur, Guð blessi minningu Indriða Ein- arssonar. Megi hann hvíla í friði. Sigurður Þ. Magnússon. til mín og fjölskyldu minnar í heim- sókn þegar hún var á ferð í Reykja- vík til að sitja á kirkjuþingi því að þar var hún fulltrúi I mörg ár. Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mín þú leitar, Guð. Nær en blærinn, blómið, barn á mínum armi, ást í eigin barmi, ertu hjá mér, Guð. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar? Já, þinn vil ég vem, vígja þér mitt hjarta, láta Ijós þitt bjarttt leiða, blessa mig, ' (Þýð, Sbj.E,) Með þessum sálmi kveð ég þlg, elsku amma mín, Margs er að minn- ast sem óg geymi í hjarta mínu, Það er mór huggun að vita að Drott- inn hefur nú tekið á móti þér, Drott- inn blessl mlnningu þína, Hrafnhildur. Hinn (L apríl síðastliðinn andað- ist í sjúkrahúsínu í Egilsstaðakaup- stað Margrót Gísladóttir til heimilis í Hamrahlíð 2, Egilsstöðum. Margrét var fædd 19. ágúst árið 1909 I Skógargerðj í Fellahreppi I Norður-Múiasýslu, Var hún elst af börnum sæmdarhjónanna Gísla bónda Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur. Margrét ólst upp i föðurgarði ásamt systkinum slnum og tók skjótan þroska við holla heimilis- hætti og fjölbreytt störf. Á æskustöðvum stundaði hun nám í Alþýðuskólanum á Eiðum og að því loknu lá leið hennar til Akur- eyrar. Þar vistaðist hún á heimili föðurbróður síns, Indriða Helgason- ar kaupmanns, og konu hans. Síðar vann hún á búi Sveins bónda á Egilstöðum og kannski víðar. Árið 1935 giftist Margrét unn- usta sínum Sigurði ' Einarssyni, Munu þau um þær mundir hafa sest að á Reyðarfirði, þar sem Sig- , urður var afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Bjuggu því ungu hjónin á Reyð- arfirði í allmörg ár, eða allt þar til Kaupfélagið lét reisa vöruskemmur og verslunarhús á Egilsstöðum. Upp úr því byggðu þau sér myndar- legt hús á Egilsstöðum, sem hlaut nafnið Hamrahlíð 2, þar sem þau •" áttu heimili sitt æ síðan. Þeim hjónum varð auðið þriggja barna, Gísla, Svavars Þórs og Dagnýjar. Síðar bættist svo við fóstursonurinn Helgi Ómar Braga- son. Búa þau öll á Egilsstöðum og I Fellabæ, með fjölskyldum sínum. Mann sinn missti Margrét árið 1981 í júnímánuði, og var hann jarðsunginn á Egilsstöðum. Sigurð- ur var jafnan metinn og virtur að verðleikum, því að hann var hinn nýtasti maður, karlmenhi í sjón og raun og ástvinum slnum hlnn- trausti umhyggjusami heimilisfaðlr, Margrét heitin er og verður vln- um sfnum minnisstæð, Hún var kona, sem hvarvetna skipaði sitt sæti með sæmd, hún var ætíð fús til að leggja góðum málum lið, Og hún hafðl skoðanir á málum, mynd- aði sér skoðanlr á þjóðmálum, og stóð við þær, Þannig kom fram tryggð hennar við menn og málefni, Margrót starfaði af áhuga I og með kvenfélagi sveitar sinnar og af ósérplægni og fórnfýsi I þágu kirkjunnar, enda var hún trúkona, í góðu samræmi við það, kom þar, að hún var á sínum tíma kjör- in til setu á kirkjuþingi. Hafði hún gegnt því trúnaðarstarfí af trú- ‘ mennsku I nokkur ár. Margrét lærði ung að leika á orgel-harmonium, enda var hún unnandi tónlistar. í áranna rás hafði hún leikið með kirkjukórum eink- um, við guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir, Það var að vonum, að Margrét Gísladóttir á góð eftirmái í hugum margra vina víðsvegar. En kærust var hún og er sínum nánustu, börnum sínum og ástvin- um þeirra, sem og systkinum sínum og þeirra ástvinum, sem öll kveðja hana I dag ástarkveðju, Marinó Kristinsson. Friðbjörg Davíðs- dóttír - Mhming Fædd 31. október 1913 Dáin 4. apríl 1993 Það er svo undarlegt að hugsa til þess að hún Frlða skuli ekki vera hér lengur - hún sem alltaf var til staðar ef einver þurfti á henni að halda. Við Snorri nutum greiðasemi hennar trúlega meira en flestir aðrir, enda næstu nágrannar henn- ar í tólf ár. Það var sama hvað um var beðið, hvort það var að vera hjá henni ef mamma skrapp út eða fá lánað I strætó, allt var svo sjálf- sagt að það tók því ekki að nefna það. Henni tókst að láta Snorra finna það því að alltaf leitaði hann fyrst til Frlðu. Ég fer bara til Fríðu var viðkvæðið, Það voru margir sem komu til Fríðu því að hún var gestrisin og gerði betra kaffí en aðrir. Hún var hress og skemmtileg, hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig, enda vön þvl þó að hún byggi ein frá því að hún varð ekkja fyrir allmörg- um árum. Fríða talaði aldrei um að hún væri veik eða þreytt - hún var þá bara löt, Þó var öllum ijóst að henni leið ekki alltaf vel, hún -- var orðin lúin, Á pálmasunnudag þegar hringt var hjá Fríðu svaraði hún ekki, Hún hafði boðist til að hella upp á kaffi, það var ekki henni ltkt að fara að heiman án þess að láta vita. Enda kom I ljós að hun hafði lokið þjón- ustu sinni hér á jörð. Ég veit að hún hefur fengið ósk sína upp- fyllta, að fá að deyja heima og þurfa ekki að láta hafa fyrir sér. Elsku Fríða. Við Snorri þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við söknum þín, söknum þess að hitta þig ekki smástund daglega og spjalla og skiptast á dagblaði. En það er gott að hafa átt þig svo velviljaða svona nál-' gæt. Guð geymi þig. Sigurlaug Gestsdóttir. + Hjartans þakklr sendum vlð þelm, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlót og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Vígholtsstöðum, Dalasýslu. SérBtakar þakkir til starfsfólks delldar 11E Landspltalana og allra, sem styrktu okkur ( velkindum hennar, Guð blessi ykkur öll. Slgurbjörn Sigurðsson, Melkorka Benedlktsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Brynjar Valdlmarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.