Morgunblaðið - 26.11.1988, Page 68

Morgunblaðið - 26.11.1988, Page 68
LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Ólympíumótíð í skák: Tveir vinn- ingar og bið ÍSLENSKA skáksveitin •. á Ólympíumótinu í Grikklandi tefldi við Kolombiumenn i 11. umferð mótsins. Staðan eftir við- ureignina er tveir vinningar gegn einum íslendingnm í vil. Jóhann Hjartarson á síðan bið- skák gegn Sabata og er staða Jóhanns talin erfið fyrir hann. Biðskákin verður tefld i dag. Viðureigninni lyktaði annars þannig að Jón L. Ámason vann Bachero, Margeir Pétursson vann Gareia en Helgi Ólafsson tapaði fyrir Agudlo. Staða íslensku sveit- arinnar í mótinu nú er óljós vegna . ■^jnmikils fjölda biðskáka í 11. um- ' ferðinni. Sveitin er í kringum 16. til 20. sæti eftir umferðina. Líklegt er talið að andstæðingar sveitarinn- ar í 12. umferð verði Austur-Þjóð- veijar. Islensku skáksveitinni hefur ekki gengið eins og vel og björtustu vonir. stóðu til á mótinu í Grikk- landi. Það er hinsvegar enginn upp- gjafartónn í íslensku skákmönnun- um og vona menn ytra að sveitin nái að komast í hóp tíu efstu sveita í síðustu umferðinni. Veðrið: Hlýtt áfram Góða veðrið virðist ætla að haldast um helgina og fi*am í næstu viku að sögn Veðurstof- unnar. í dag verður tvíátta á landinu, hæg norð-austan átt og slydda eða snjókoma fyrir norð- an, en hæg suðvestlæg átt og þokusúld við suðurströndina. Hitastig verður allt frá frost- marki fyrir norðan upp í 2-7 ^■fcstig sunnanlands. Að sögn Trausta Jónssonar, veð- urfræðings, er hitastig á landinu mjög svipað það sem af er nóvem- ber og á sama tíma í fyrra, heldur kaldara ef eitthvað er. Hann vildi þó ekki fullyrða hvort svo væri þar sem útreikningar hafa ekki verið gerðir. Á sunnudag er útlit fyrir aust- an- og suðaustanátt um allt land, sæmilega hlýtt veður með rigningu eða súld við suðurströndina. Á mánudag og þriðjudag er útlit fyr- ir að hlýindin haldist, en spár hafa ekki verið gerðar lengra fram í tímann. Alvarlegt bifhjólaslys UNG stúlka varð fyrir bifhjóli á Reykjanesbraut í gærmorgun. Hún slasaðist mjög alvarlega, en er ekki talin í lífshættu. Slysið varð á Reykjanesbraut um kl. 7.45, á móts við Álfabakka. Stúlkan, sem er 16 ára gömul, gekk austur yfir brautina, skammt norð- an við undirgöng, sem ætluð eru gangandi vegfarendum. Hún varð fýrir bifhjóli, sem ekið var norður brautina. Stúlkan slasaðist mjög mikið, en er ekki talin í lífshættu. Ökumaður bifhjólsins slapp með minni háttar áverka. Morgunblaðið/Júlíus Eins og sjá má eru lestar skipsins fylltar af sjó og skipinu síðan rennt undan prammanum. Á inn- felldu myndinni má sjá prammann um borð í Condock 1. Nýr dýpkunarprammi: Sjósettur af öðru skípi NÝR dýpkunarprammi var sjó- settur í höfhinni í Hafiiarfirði í gærdag. Það er Dýpkunarfélag- ið hf. á Siglufirði sem keypti prammann en hingað til lands var hann fluttur með sérstöku skipi sem sérhæft er til svona flutninga. Skipið sem er þýskt og ber heitið Condock 1 er með opna lest og við losun prammans úr henni er skutur skipsins ein- faldlega opnaður þannig að sjór flæðir inn. Er pramminn er kom- inn á flot í lestinni er skipinu siglt undan honum. Dýpkunarprammi þessi hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn en Dýpkunarfélagið keypti hann í stað Grettis er sökk undan Snæfellsnesi í haust. Grettir var þá á leið til Sandgerðis og Hafnarfjarðar vegna verkefna þar. Fyrst um sinn verður hann notaður til að dæla upp úr Hafnarfjarðarhöfn en ef veður leyf- ir mun honum verða siglt til Sand- gerðis þar sem honum er ætlað að dýpka innsiglinguna í höfnina. Áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen: ■ i .... .— ..... . ---- --- ■ .... Segir af sér embætti forseta Hæstaréttar Dómsmálaráðherra óskar greinargerðar frá Magnúsi og álits lögfræðinga á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. MAGNÚS Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, sagði af sér embætti síðdegis í gær vegna opinberra umræðna, sem orðið hafe um áfengiskaup hans. Magnús nýtti sér heimild, sem handhafar for- setavalds hafe til kaupa á áfengi á kostnaðarverði á meðan þeir hafe valdið með höndum. Guð- mundur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, tekur við forseta- störfiun til loka kjörtímabils, sem eru um næstu áramót. Magnús sinnir hins vegar áfram dómara- störfiun. Áfengiskaup Magnúsar voru rædd Frá slysstað. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Fjármálaráðherra og dómsmálaráð- herra var falið að fara með málið og dómsmálaráðherra átti fund með Magnúsi. Að þeim fundi loknum funduðu dómarar Hæstaréttar um málið, og varð það einróma niður- staða þeirra að Magnúsi skyldi veitt lausn frá embætti forseta. Halldór Ásgrímsson, dómsmála- ráðherra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefði orðið að sam- komulagi á fundi þeirra Magnúsar að Magnús skilaði sér skriflegri greinargerð um málið strax eftir helgina. Auk þess sagðist ráðherra hafa leitað lögfræðilegs álits þriggja manna, sem hann treysti mjög vel, á gjörðum Magnúsar. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp nöfn þeirra. Árið 1971 var gerð ríkisstjórnar- samþykkt, þar sem fríðindi ráðherra ogforseta Alþingis til kaupa á áfengi og tóbaki til einkanota voru afnum- in. Ráðherramir fengu þó áfram að kaupa inn áfengi til veitinga í nafni embættis síns, og annast þá viðkom- andi ráðuneyti innkaupin. Það hefur hins vegar tíðkast frá 1964 að for- seti og handhafar forsetavalds hafa fengið áfengi á kostnaðarverði. Rétt- ur þessi gildir aðeins fyrir handhafa forsetavalds meðan forseti er erlend- is. _ Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra segist leggja þann skilning í þessar reglur að þær tengist ein- göngu gestgjafaskyldum viðkomandi embætta. Forsætisráðherra segist túlka reglumar á sama veg. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrum forseti sameinaðs Alþingis, hefur látið þess getið, að hann hafi keypt um 100-200 flöskur einu sinni á ári, þau ár sem hann var þingfor- seti og handhafí forsetavalds. Áfeng- ið hafí hann talið hluta af risnukostn- aði síns embættis. Alls festi Magnús kaup á um 1.000 flöskum af vodka og rúmlega 400 af viskíi. Fyrir það greiddi hann um 230.000 kr. en smásöluverð áfengis- ins er tvær milljónir króna. Til sam- anburðar má geta þess að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðins nema kaup Reykavíkurborgar á áfengi til notkunar í öllum veislum fyrstu níu mánuði ársins 1.3 milljónum króna. Áfengið kaupir borgin fullu verði. Sjá samtöl við Magnús Thor- oddsen og forsætisráherra og Qármálaráðherra á bls. 29 og forystugrein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.