Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 67

Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 67
67 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 GOLF / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSSVEITA Úlfar efstur Úlfar Jónsson leiðir einstaklingskeppnina með tveimur höggum. Hann lék níu fyrstu holumar í gær á 4 yfir pari, en tók sig síðan á óg lék hinar holumar níu á 2 undir pari. Úlfar frábær og erenn efstur sæti eftir þriðja keppnisdag ÚHar á 74 höggum Englendingar efstir Keilirífjórða ÚLFAR Jónsson lék frábærlega á þriðja keppnisdegi Evrópu- keppni félagssveita í golfi sem fram fer á Marbella um þessar mundir. Hann lék 18 holur á 74 höggum eða tveimuryfir pari vallarins. Þetta var besta skor dagsins og leiðir Úlfar enn í einstaklingskeppninni, en sveit Keilis lyfti sér um eitt sæti frá því í gær, er nú í fjórða sæti, en alls keppa 19 sveitir á mótinu. ljóðið í Sveinbimi Bjömssyni fararstjóra Keilisliðsins var einstaklega gott í gærkvöldi, hann sagði m.a. „Þetta var enn betra en í gær og strákamir hafa spilað ótrú- lega vel. Það'skilja sex högg okkur og Dani og nú kemst ekkert að hjá okkur annað en að vinna upp þann mun og næla í þriðja sætið. Það er mikill hugur í strákunum." Mót- inu lýkur í dag. Sem fyrr segir, lék Úlfar Jónsson 18 holur á 74 höggum. Honum gekk afar illa framan af, lék t.d. níu fyrstu holumar á 4 yfir pari, en tók sig síðan á og lék hinar holumar níu á 2 undir pari og em þó umræddar níu holur stómm erf- iðari að sögn Sveinbjöms farar- stjóra. Úlfar hefur tveggja högga for- ystu á næstu menn sem em úr sveit- um Vestur Þjóðveija og Dana, skor Úlfars er 225 högg samtals, en næstu menn em með 227 högg. Þá em einn Spánveiji og einn Eng- lendingur með 228 högg hvor. Þeir Guðmundur Sveinbjömsson og Tryggvi Traustason léku einnig vel í gær, Guðmundur lék á 79 högg- um, alls 242, og Tryggvi lék á 83 höggum, eða alls 250 höggum. í sveRakeppninni England leiðir í sveitakeppninni með 458 högg, en næstir koma Spánveijar með 460 högg. Þá Dan- ir með 461 högg og þar á eftir Keilismenn með 467 högg. Þar næst þessar sveitin Vestur Þýskaland 469, Belgía 473, írland 473, Frakkland 475, Sviþjóð 477, Skotland 481, Ítalía 481, Holl- and 484, Austurríki 485, Wales 492, Portúgal 496, Noregur 500, Luxemburg 501, Sviss 502 og Pinn- land 524. Veðurútlit var ekki gott fyril^^ lokadaginn. í gær var loks þurrt, en samt blés strekkingsvindur og völlurinn var blautur og þungur eftir stórrigningar síðustu daga. í gærkvöldi var enn farið að rigna og horfur á framhaldi á því. HANDKNATTLEIKUR / NM UNGLINGA Sigur gegn Finnum í fyrsta leiknum ÍSLAND vann sinn fyrsta leik I á Norðurlandamóti unglinga- landsliða kvenna f handknatt- leik í Finnlandi í gærkvöldi. Þá var lefkið gegn heimaliðinu og urðu lokatölurnar 13 gegn 9 fyrir island eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 5:5. eikurinn markaðist í fyrri hálfleik af því að þetta voru fyrstu sporin, taugamar vom þandar, en í sfðari hálfleik lagað- ist þétta ailt saman og stelpumar spiluðu vel. Þær geta samt betur og vonandi sýna þær það í næstu leikjum," sagði Kristján Halldórs- son þjálfari liðsins í samtali við Morgunbladið í gærkvöldi. í dag leika íslensku stúlkumar gegn Dönum og Norðmönnum, sterkustu liðunum að sögn Kristj- áns. Á morgun verður síðan leikið gegn Svíum. Mörk Islands skomðu: Sigrfður Snorradóttir 4, Helga Sigurðar- dóttir 3, Andrea Atladóttir 2, Heiða Erlingsdóttir 2, Þuríður Reynisdóttir og Hala Helgadóttir eitt mark hvor. KNATTSPYRNA / ENGLAND Fer Arsenal í toppsætið? FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Fjörtíu tillögur liggja fyrir ársþingi FRÍ - sem haldiðverðurum helgina GOLF Nýr golf- völlur við Urriðakot Oddfellowreglan hefur látið teikna golfvöll í Urriðakotsl- andi, sem reglan á og er hjá Urriða- vatni milli Hafnarfjarðar og Garða- bæjar. Svæðið blasir við þegar far- inn er svonefndur Flóttamannaveg- ur frá Vífilstöðum til Hafnarfjarð- ar. Þetta glæsilega framtak Odd- fellowreglunnar ætti að geta orðið til að bæta úr því vandræða- ástandi, sem óneitanlegá er komið upp nú þegar í Reykjavík. Urriðakotsvöllur verður sam- kvæmt teikningu Hannesar Þor- steinssonar 18 holur, 6.400 metra langur og þarmeð lengstur golfvalla á Islandi. Að auki verður þarna smávöllur með 9 par-3 holum, stórt æfíngasvæði og að sjálfsögðu golf- skáli. Framkvæmdir em hafnar að einhveiju leyti, þar á meðal um- fangsmikil skógrækt , en ætlunin er að næsta vor verði sáð í brautir og byijað að ganga frá flötum, svo líklegt er nú talið, að hægt verði að leika golf á þessum velli að ein- hverju leyti eftir rúm tvö ár, eða sumarið 1991. NOKKRIR mikilvægir leikir eru í ensku deildarkeppninni í knattspyrnu í dag. Ber þar ef til vill hæst viðureign hins ólíklega toppliðs Norwich á heimaveili gegn Luton. Þrátt fyrir að Norwich vermi topp- sætið, hefur gengi liðsins ver- ið skrykkjótt að undanförnu. að er einkum Arsenal sem leikið hefur eins og meistari síðustu vikurnar og í dag mætir liðið Derby á útivelli. Paul Davis, hinn hömndsdökki miðvallarleik- maður Arsenal, hefur nú afplánað 9 leikja bann sem hann var dæmd- ur í fyrir að kjálkabijóta mótheija í leik. gegn Southampton. Hann verður þó ömgglega ekki með í leiknum, heldur í varaliðinu sem mætir Southampton. Derby hefur leikið vel síðan að Dean Saunders kom frá Oxford, en vafamál var hvort að hinn framheiji Derby, Paul Goddard, gæti leikið með í dag vegna ökklameiðsla. Astæða er til að geta þess að Aston Villa leikur gegn Coventry á Highfield Road. Leikmenn Co- ventry em afar meðvitaðir um að liði þéirra hefur ekki tekist að vinna Villa í 24 síðustu 1. deildar leikjum félaganna. Frá Anfield berast þær fregnir, að Ian Rush hafi jafnað sig af meiðslunum sem hann hlaut í leiknum gegn Arsenal í deildar- bikarkeppninni á miðvikudaginn. Þá kom inn á fyrir hann John Aldridge sem síðan skoraði sigur- mark Liverpool. Það verður því að koma í ljós hvor þessara mark- heppnu framheija leikur gegn Wimbledon á Anfíeld í dag. Bobby Gould, stjóri Wimbledon, lét hafa eftir sér í blöðum í gær, að lið hans ætti enga möguleika gegn Liverpool, sem væri lang besta liðið í Englandi. ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bandsins verður haldið um helgina í Hlégarði í Mosfells- bæ. Útlit er fyrir annasamt þing því fyrir því liggja um 40 tillög- ur, að sögn Ágústar Ásgeirs- sonar, formanns FRÍ. Margar tillagnanna snerta mótakerfíð nánast í heild sinni, bæði innan- og utanhússmót- in. Einnig em tillögur er varða vall- araðstöðu, eða réttara sagt að- stöðuleysi fijálsíþróttamanna í landinu, skipulag starfsemi FRÍ og stefnumörkun, fræðslumál, út- breiðslumál, landsliðsskyldu, fé- lagaskipti og lyfjapróf. Það verða um 10 þúsund síður af pappír, sem liggja fyrir þinginu," sagði Ágúst. Að sögn Ágústar tvöfölduðust umsvif FRÍ frá fyrra ári, hvað kostnað snerti. Heildargjöld ársins em um 20 milljónir, miðað við tæp- ar 10 í fyrra. Þá var hagnaðurinn ein milljón en nú vantaði um tvær milljónir á ->ð endar næðu saman. Kemur það fy rst og fremst til vegna mikils kostnaðar FRÍ vegna Ólympíuleikjanna í Seoul. Þá varð mikil aukning á utanferðum fijáls- íþróttamanna á árinu. Keypti FRÍ t.a.m. 260 millilandafarseðla hjá Flugleiðum á árinu miðað við 97 í fyrra. Stjómarmenn í FRÍ gefa allir kost á sér til áframhaldandi setu, en auk þess liggur fyrir þinginvK tillaga um fjölgun í stjórn um tvo menn, þ.e. úr fimm í sjö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.