Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 66

Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 V 'LL SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Er Alberto Tomba of feitur? Heimsbikarkeppnin í alpagreinum hefst í Schladming í Austurríki í dag ÍTALSKI skíðakappinn Al- berto Tomba sem varð tvö- faldur ólympíumeistari f fyrra- vetur, er sagður hafa bœtt á sig nokkrum kílóum og þvi ekki í elns góðri æfingu og á síðasta keppnistímabili. Hann gengur nú undir nafn- inu „grasso“ í ítölskum blöð- um. Fyrsta heimsbikarmót vetrarins fer fram í Schladm- ing í Austurríki f dag, þá verð- ur keppt f risastórsvigi kvenna. Karlarnir keppa síðan á morgun í sömu grein og á sama stað. Tomba segist ekki vera of feit- ur. „Ég er aðeins einu kílói þyngri en í fyrra og það ætti ekki að há mér. Eg skil ekki af hveiju ég er kallaður „grasso" [sá feiti],“ sagði Alberto Tomba. Hann segist gera það sem honum sýnist, sofa frameftir og að hann borði það sem honum þykir gott. Þetta hef- ur hann ávallt gert og það hefur ekki háð honum í keppni hingað til. „Ég er f eins góðri æfingu nú og á síðasta keppnistímabili, nema Alberto Tomba hefur verið gagn- rýndur fyrir að hafa bætt á sig nokkrum kflóum f sumar. að ég hef nú meiri reynslu." Tino Pietrogiovanna, þjálfari ítalska skiðalandsliðisns í alpa- greinum, sagði í samtali við ítalska íþróttablaðið Gazzetta Plrmln Zúrbrlggan er núverandi heimsbikarhafí í alpagreinum karla. dello Sport að Tomba væri mjög sjálfselskur og að hann hafi lifað of góðu lífi í sumar og ekki lagt sig fram við æfingar. Mörg ítölsk blöð hafa slegið upp mynd af Tomba þar sem hann er að háma í sig spaghetti. Talið er áð keppnin í karla- flokki í vetur muni standa milli Alberto Tomba og Svisslendings- ins, Pirmin Ziirbriggen, sem vann heimsbikarinn í fyrra. Þeir verða báðir í eldlínunni á morgun. Ziir- briggen hefur verið sterkastur allra í risastórsvigi og bruni, en Tomba er sterkastur f svigi og stórsvigi. Svisslendingar hafa haft mikla yfírburði í kvennaflokki undanfar- in ár og verða það sjálfsagt áfram. Svissnesku stúlkumar Michela Pigini, sem vann heimsbikarinn samanlagt í fyrra, og Maria Wall- iser, sem vann heimsbikarinn J986 og 1987, verða báðar með í baráttunni í ár og eru mjög sterkar í risastórsvigi. Helstu keppinautar þeirra f risastórsvig- inu í dag verða Sigrid Wolf og Anita Wachter sem keppa á heimavelli. Þær stóðu sig vel á Ólympíuleikunum f Calgary er þær komu heim með gull í risa- stórsvigi og alpatvfkeppni. -ekkl hepf*1' BMUJ a%SmrÆMmmmm rg arÆimrg æJ mmm Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 47. LEIKVIKA - 26. NÓV. 1988 1 X 2 leikur 1. Charltort - Nott.For. leikur 2. Coventry - Aston Villa leikur 3. Derby - Arsenal leikur 4. Middlesbro - Sheff.Wed. leikur 5. Norwich - Luton leikur 6. Shouth.ton - Millwall h leikur 7. Tottenham - Q.P.R. leikur 8. West Ham - Everton leikur 9. Blackburn - Portsmouth leikur 10. Leeds - Stoke leikur 11. Leicester - Bradford leikur 12. W.B.A. - Crystal Palace l- Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. MUNIÐ HÓPLEIKINN KNATTSPYRNA / ENGLAND RutterfráKS Steve Rutter, sem lék með Siglfírðingum í 2. deild í sumar, er nú á reynslusamning hjá 3. deildarliðinu Gillingham. Hann lék með vara- liði félagsins á dögunum og stóð sig vel, skoraði m.a. eitt mark. Keith Burkinshaw, framkvæmdastjóri Gillingham sem var áður hjá Tottenham, var ánægður með Rutter ög bauð honum reynslusamning í hálfan mán- uð. Rutter, sem er 21 árs, stóð sig vel með KS í sumar. Hann var þriðji markahæsti leikmaður liðsins með fímm mörk. ÍÞRÖmR FOLK ■ PSV Eindhoven, sem er nú- verandi Evrópumeistari félagsliða í knattspymu, hefur keypt tékk- neska landsliðsmaninninn, Jozef Chovanec, frá Sparta Prag. Cho- vanec er 28 ára og hefur leikið sem aftasti maður í vöminni hjá liði sínu Sparta Prag. Samningur hans við hollenska liðið er til fjögurra ára, en ekki var uppgefíð hvað hann fengi fyrir sinn snúð. Covanec á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Tékka og var m.a. kjörinn besti leikmaður Tékkóslóvakíu 1986. Ronald Koemann hefur leikið sem aftasti maður í vörn PSV og staðið sig frábærlega. Mörg félög hafa verið á eftir honum og er talið nokk- uð ömggt að hann fari frá félag- inu. Covanec á þá að taka stöðu hans. Hann mun leika sinn fyrsta leik með PSV í innanhússmóti sem fram fer í MUnchen í janúar. ■ INNANHÚSMÓTIÐ í knatt- spymu í Bandaríkjunum hófst fyr- ir skömmu. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi deildarinnar. Nú leika aðeins 7 lið í 1. deild og 5 komast í úrslita- keppni. Sóknarsvæði hafa verið stækkuð og nú er notaður rauður og svartur bolti sem skoppar mjög mikið. Þá hefur leikmönnum hjá hveiju liði verið fækkað úr 21 í 18. ■ GEORGE Steinbrenner, eig- anda bandaríska homaboltaliðsins New York Yankees, var ekki sátt- ur við að lið hans næði aðeins 5. sæti í bandarísku deildinni. Til að fá útrás fyrir reiðina setti hann allt liðið á sölulista. „Við lentum í 5. sæti og leikmenn í liði sem lendir í 5. sæti geta ekki verið öruggir um sæti sín," sagði Steinbrenner. BADMINTON Broddiog Þórdís úr leik Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald féllu bæði úr leik í fyrstu umferð á opna skoska meist- aramótinu í badminton sem hófst í gær. Móti fer fram í Edinborg óg em felstir sterkustu badminton- menn heims á meðal keppenda. Broddi tapaði fyrir Yao Jun frá Kína, 9:15 og 8:15 og Þórdís tap- aði fyrir Elinor Allen frá Skotlandi, 8:11 og 1:11. Helstu úrsli í karlaflokki urðu þessi: M. FYost (Dan.)—Adams (Engl.).15:3,15:1 Hall (Engl.)—Andersson (Svíþ.) ....15:14,15:5 He Guoquan (Kína)—Scott (Skotl.) .15:8,15:10 IbFrederiksen (Dan.)—Hunt (Engl.) 15:7,15:4 Sze Yu (Ástral.)—Gallagher (Skotl.). 15:7,15:1 Nielsen (Engl.)—Kumar (Indl.).15:11,15:12 Tuvesson (Svíþ.)—Jon Holst (Dan.).15:l, 15:12 Reykvíkingar Getraunanúmer Vals er 101 Vertu 101 við „félagsnúmerið" á getraunaseðlinum. Knattspyrnufélagið Valur Um helgina Körfuknattlelkur Laugardagur: Tveir leikir em í 1. deild karla. Víkveiji og UÍA mætast í íþróttahúsi Hagaskólans kl. 14 og á sama tíma Laugdælir og Snæfell á Laugarvatni. í 1. deild kvenna er einn leikur: ÍR og ÍS leika í Seljaskólanum kl. 14. Sunnudagur: Fjórir leikir em á íslandsmótinu. Haukar og ÍBK leika í'Hafnar- firði, ÍS og Grindavík í íþrótta- húsi Kennaraháskólans, Njarðvík og Valur í Njarðvík og Tindastóll og KR á Sauðár- króki. Allir leikimir hefjast kl. 20. í 1. deild karla mætast Létt- ir og UÍA í íþróttahúsi Haga- skólans kl. 14 og í 1. deild kvenna Haukar og Njarðvík í Hafnarifirði kl. 21.30. Blak í dag er einn leikur í 1. deild karla í blaki. Á Akureyri tekur KA á móti HK kl. 15.45. í 1. deild kvenna em þrír leikir: Þróttur og ÍS mætast í Haga- skólanum á sunnudag kl. 20:15. í dag leika KA og HK á Akur- eyri kl. 14.30 og á Neskaupstað taka Þróttarar á móti Víkingum kl. 16. Á morgun er einn leikur í 1. deild karla: Þróttur og HSK mætast í Hagaskólanum kl. 19. Sund Bikarkeppnin í 1. deild í sundi hófst í gærkvöldi í Sundhöll Reykjavíkur og heldur áfram í dag kl. 15 og á morgun kl. 12. Sex lið em í_l. deild; SH, Vestri, Ægir, KR, ÍA og Njarðvík. . Kraftlyftingar Bikarmót Kraftlyftingasamands íslands fer fram í dag í Digra- nesskóla. Keppni hefst kl. 10 í léttari flokkum en keppni í þyngri flokkum um kl. 14. Fimlalkar Bikarmót Fimleikasambands ís- lands verður haldið á morgun í Laugardalshöllinni. Keppni hefst á hádegi en keppt verður í 2. 3. og 4. stigi íslenska fim- leikastigans og í A-stigi í frjáls- um æfíngum. Karate íslandsmeistaramótið í karate fer fram f Laugardalshöllinni í dag. Keppni hefst kl. 14 og úrsli- takeppni kl. 15.20. Keppt verður í fímm flokkum karla og einum flokki kvenna auk kata karla og kvenna. Keila Opið kvennamót í keilu hófst í gær í Keilulandi Keppni heldur áfram í dag kl. 13 en úrslita- keppni byijar um kl. 14.30. Félagsmál Aðalfundur Knattspymufélags ÍA verður í dag og hefst kl. 14 í sal Fjölbrautaskólans á Akra- nesi. Kl. 20 fer fram hin árlega uppskeruhátíð á Hótel Akra- nesi, þar sem knattspymumaður og knattspymukona ársins verða m.a. kosin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.