Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 33

Morgunblaðið - 26.11.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 33 Israel: Trúmálaflokkarnir auka kröfugerðina Jerúsalem. Reuter. ÞRÍR hægTÍflokkar í ísrael hafa enn aukið á kröfurnár, sem Yitz- hak Shamir forsætisráðherra verður að ganga að ef hann vill fá stuðning þeirra til stjórnarmyndunar. Shamir óttast hins vegar, að samstjóm með hægrisinnuðum trúmálaflokkum yrði Bandaríkja- stjórn og gyðingum víða um heim lítt að skapi. Tehiya-flokkurinn, sem er mjög hægrisinnaður, hefur krafist þess, að þremur ísraelum, sem voru dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir að myrða §óra araba og særa 30, verði sleppt og Þjóðlegi trúarflokkurinn krefst þess, að öllum ísraelum, sem hafa verið dæmdir vegna fram- ferðis síns gagnvart aröbum eftir að ólgan á hemumdu svæðunum hófst, verði gefnar upp sakir. Þá vill Tzomet-flokksbrotið hafa frjáls- ar hendur í atkvæðagreiðslum um trúarleg málefni. Þegar Shamir var að bera víum- ar í litlu hægriflokkana lofaði hann Methalli á vöruskipta- jöfnuði Breta í október London. Reuter. HALLI á viðskiptum Breta við útlönd var hærri í október en nokkru sinni fyrr og reyndist 2,43 milljarðar sterlingspunda (rúmir 200 milljarðar isl.kr.), að sögn þarlendra yfirvalda í gær. í september var hallinn aðeins tæpir 600 milljónir punda (50 milljarðar ísl.kr.). Englandsbanki hækkaði vexti úr 12% í 13% er niðurstöðutölurnar lágu fyrir til að reyna að slá á sívax- andi neyslu sem veldur miklum inn- flflutningi og þar með halla á ut- anríkisviðskiptunum. Bankinn gaf þar með viðskiptabönkum í skyn að hann ætlaðist til þess að þeir hækkuðu lægstu útlánsvexti sína einnig í 13% og varð sú raunin þegar í gær. Markaðsverð á hluta- bréfum lækkaði mikið í London. Þetta er níunda vaxtahækkún sem stjórn íhaldsflokksins stendur fyrir síðan í júní er hún hóf aðgerð- ir til að minnka efnahagsþenslu en þá vom lægstu vextir 7,5%. Er við- skiptahallinn varð ljós lækkaði pund í fyrstu gagnvart Bandaríkjadollara og vestur-þýska markinu en hækk- aði síðan aftur er fréttist um vaxta- hækkuninS. að beita sér fyrir lögum, sem þrengdu rétt manna til að kalla sig gyðinga, og olli með því mikilli gremju gyðinga víða um heim og ekki síst í Bandaríkjunum. Er ástæðan sú, að rétttrúnaðargyðing- ar vilja með þessu koma í veg fyr- ir, að frjálslyndir prestar eða rabb- íar geti skírt menn til trúarinnar. Shamir hrýs hugur við að gerast „fangi heittrúarmannanna" eins og einn aðstoðarmaður hans sagði en hins vegar vill hann heldur ekki ganga að kröfum Verkamanna- flokksins um ráðherraembætti. Framkvæmdastjóm Verkamanna- flokksins ákvað því einróma að hætta viðræðum við Likud-flokkinn en heldur þó enn dyrunum opnum í hálfa gátt. Tuttugu og einn ísraelskur her- maður var í gær dæmdur í fangelsi í hálfan mánuð fyrir að ganga ber- serksgang í palestínskum flótta- mannabúðum á Vesturbakkanum. Brutu þeir rúður, skemmdu bfla og aðrar eignir til að hefna þess, að ráðist hafði verið með gijótkasti á bfl, sem þeir voru í. A?/ ERLENT Reuter Loftárasir á Líbanon ísraelskar orrustuþotur réðust í gær á stöðvar Frelsishers alþýðu, einn- ar hinna mörgu hreyfinga múhameðstrúarmanna í Líbanon. Ræður hann borginni Sidon og nágrenni. í árásinni biðu fimm menn bana og 13 særðust. Hér er verið að flytja einn hinna slösuðu á brott. Alnæmi: Lyfið AZT reynist vel Chicago. Reuter. NIÐURSTOÐUR umfangsmestu alnæmirannsóknar sem gerð hefur verið til þessa voru á þá leið að lyfið AZT, sem einnig er þekkt undir nafiiinu Zidovudine, auki batahorfur alnæmisjúklinga, segir í skýrslu sem birtist í tímariti bandarisku læknasamtakanna í gær. Eftir 44 vikna AZT-lyfjameð- ferð lifðu 73% þeirra 4,805 al- næmisjúklinga sem tóku þátt í rannsókninni. Batahorfur jukust verulega hjá þeim sjúklingum sem greindust meo A«ötigseinkenni en bata gætti síður meðal þeirra sem smitast höfðu við blóðgjöf. Þátttakendur í rannsókninni voru flestir karlmenn og flestir þeirra voru samkynhneigðir eða einstaklinga með kynhneigð til beggja kynja. Sjúklingamir höfðu flestir sýkst af vissri tegund lungnabólgu sem oft er fylgifiskur alnæmi. - í tilefni af 20 ára afmæli okkar höfum við stækkað verslun okkar Suðurlandsbraut 1 0 um helming. Með þessari nýju verslun batnar ac ðskiptavina og möguleikar okkar til að veita betri og fjölbreyttari þjór leið og við minnum á sérhæfingu okkar í blómaskreytingum. Við bjóðum jólastjörnur á kr. Partýskál kostar kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.