Morgunblaðið - 26.11.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 26.11.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 ísraelssljórn vill hindra Bandaríkja- för Yasser Arafats Jerúsalem. Reuter. Israelsstjórn skoraði í gær á Bandaríkjastjórn að neita Yasser Arafat, leiðtoga PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Arafat hyggst ávarpa allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna og hvelja til, að allar þjóðir viðurkenni sjálf- stætt ríki Palestínumanna. PLO lagði í gær inn umsókn um vegabréfsáritun fyrir Arafat í bandaríska sendiráðinu í Túnis og er Bandaríkjastjórn sögð vera í nokkrum vanda stödd vegna þessa máls. Hún hefur ekki tekið góðar og gildar yfírlýsingar Arafats um að PLO sé fráhverft öllum hryðju- verkum og auk þess hefur 51 öld- ungadeildarþingmaður skorað á George Shultz utanríkisráðherra að banna Arafat að koma til landsins. London: Guarn- eri-fiðla fyrir 50 milljónir London. Reuter. FIÐLA, sem italski völundur- inn Giuseppe Guarneri del Jesu smíðaði á 18. öld, var seld á fimmtudag á uppboði í London fyrir nærri 50 millj- ónir ísl. kr. Engin fiðla hefur verið seld hærra verði. Það var Sotheby’s-uppboðs- fyrirtækið, sem bauð fíðluna upp, en fyrra sölumetið er frá því í mars sl., rúmar 40 milljón- ir kr. fyrir 280 ára gamla Stradivarius-fiðlu. Guameri- fíðlan var smíðuð árið 1743 en ekki var gefíð upp hver kaup- andinn væri. Sérfræðingar segja, að Gu- ameri-fíðlur séu grófari, með djarfari boglínum og breiðari en djásnin hans Stradivariusar. Talið er, að enn megi finna 150 þessara smíðisgripa eftir Gu- ameri. Kunnur, ísraelskur sérfræðingur í málefnum PLO, Asher Susser, starfsmaður háskólans í Tel Aviv og Dayan-rannsóknastofnunarinn- ar í málefnum Miðausturlanda, gagnrýndi í gær viðbrögð ísraels- stjómar við ályktunum Þjóðarráðs Palestínumanna. Sagði hann á blaðamannafundi, að óbilgirni stjómarinnar hefði orðið til þess eins að greiða PLO götuna á al- þjóðavettvangi. Ályktanir Þjóðar- ráðsins væm að vísu ekki næg við- urkenning á tilverurétti ísraelsríkis en samt skýrasta vísbendingin um, að PLO vildi fallast á pólitíska lausn, sem fæli í sér tvö sjálfstæð ríki á grundvelli landamæranna frá 1967. Óöldá Filippseyjum Reuter Tuttugu menn, liklega félagar í skæruliðahreyfingu kommúnista, skutu inn í þéttsetna þorpskirkju á Filippseyjum á þriðjudags- kvöld og biðu 16 manns bana í árásinni, m.a. gamalmenni og böm á aldrinum 2-9 ára. 33 til viðbótar, þar af fjórir óbreyttir borgar- ar, féllu í árásum skæruliða víðsvegar um eyjarnar á miðvikudag. Namibíudeila Grænlendinga og Færeyinga: Beðið um aukafiind feereyska lögþingsins Nuuk. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGUR færeyskra fiskimanna við suður-afrísk stjórnvöld um fiskveiðar við Namibiu, er Suður-Afrikumenn ráða, hefur valdið því að grænlenska heimastjórnin úthlutar að þessu sinni Færeyingum ekki sérstökum fiskveiðikvóta fyrir 1989, til viðbótar þvi sem Færey- ingar fá af sameiginlegum kvóta Evrópubandalagsins. Þingmaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Karin Kjælbro, hefur farið fram á að lögþingið verði kallað saman til aukafundar vegna málsins. Þjóð- veldismenn og jafnaðarmenn em einu flokkarnir sem era andvígir Namibí u-samningnum. Motzfeldt sagði nýlega á auka- fundi Norðurlandaráðs að styddu Færeyingar ekki viðskiptabann Dana og Grænlendinga á Suður- Afríku gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðræður um físk- veiðar Færeyinga við Grænland. ÓLi Breckmann, sem situr á fær- eyska lögþinginu fyrir Fólkaflokk- inn og á jafnframt sæti á danska þjóðþinginu, átti frumkvæði að Namibíu-samningunum. Á fímmtu- dag sagði hann í samtali við græn- lenska útvarpið að erfítt væri að sætta sig við ákvörðun heimastjórn- arinnar þegar þess væri gætt að Grænlendingar hefðu gert við- skiptasamning er næmi 100 milljón- um danskra króna (680 milljónum ísl. kr.) við Japani er sendu fiski- skip til veiða við strendur Suður- Afríku og Namibíu. Einnig ættu Grænlendingar mikil viðskipti við ýmis ríki Evrópubandalagsins er hefðu samskipti við Suður-Afríku. Á þessu ári máttu Færeyingar veiða við Vestur-Grænland 475 tonn af rækju og 150 tonn af lúðu en auk þess 675 tonn af rækju, 500 tonn af karfa og 10.000 tonn af loðnu við Austur-Grænland. Þessir kvótar eru hluti sameiginlegra kvóta EB-landanna og verður bandalagið nú að ákveða hvort hluti Færeyinga verði aukinn til að bæta þeim upp þann sérstaka kvóta er þeir missa nú. Breckmann hefur gefíð í skyn að Motzfeldt og flokkur hans, Sium- ut, hafí með ákvörðuninni viljað aðstoða skoðanabræður sína í fær- eyska Jafnaðarmannaflokknum, en erfíðar stjómarmyndunarviðræður fara nú fram í Færeyjum. Motzfeldt segir ummæli Breckmanns móðgun við sig. Issitup Partiia, flokkur sem hefur eitt sæti á grænlenska þing- inu, hefur hvatt Motzfeldt til að biðja Færeyinga afsökunar á því að hann hafi skipt sér af innan- landsmálum þeirra. Ungveijaland: Harvard-maður sest í forsætisráðherrastól Búdapest. Reuter. Ungveijar hafa valið sér nýjan forsætisráðherra, fertugan hag- fræðing, sem ætlar að beita sér fyrir efhahagslegum umbótum og kommúnisma með nýju sniði. Miklos Nemeth, fyrrum hag- fræðikennari, sem starfaði í eitt ár við Harvard-háskólann í Banda- ríkjunum, var kjörinn með miklum meirihluta á ungverska þinginu sem eftirmaður Karolys Grosz en það þótti þó tíðindum sæta, að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn honum og 36 sátu hjá. Er talið, að með því hafí umræddir þing- menn viljað sýna óánægju sína með það að aðeins einn maður skyldi vera í kjöri. í ræðu, sem Nemeth flutti að forsætisráðherrakjörinu loknu, lýsti hann yfir samstöðu með Sov- étríkjunum, þörf á auknum við- skiptum við Vesturlönd og sagði, að meiri samkeppni væri nauðsyn- leg til að örva efnahagslífið. „Við erum að leita lausna eftir nýjum leiðum," sagði Nemeth. „Það er mikið í húfi. Hin sósíalíska lífssýn er nátengd örlögum Ung- veijalands." Karoly Grosz, sem verið hafði forsætisráðherra í 17 mánuði, sagði af sér til að einbeita sér að umbótastarfínu innan kommúni- staflokksins en hann tók þar við formennsku af Janosi Kadar í maí sl. Nemeth hefur ráðið mestu um stefnu flokksins í efnahagsmálum frá því í júní í fyrra þegar hann var skipaður efnahagsmálaritari miðstjómarinnar. Mark Palmer, sendiherra Bandaríkjanna í Ung- verjalandi og tennisfélagi Ne- meths, segist viss um, að hánn verði ötull við að grisja niður- greiðslufrumskóginn og laða að erlent ijármagn. Ráðgjafí Nemeths og samstarfs- maður verður Rezsoe Nyers, hálf- sjötugur að aldri og fyrrum jafnað- armaður, sem lagði á ráðin um nýbreytnina í ungverskum efna- hagsmálum árið 1968. Hann var rekinn úr stjómmálaráðinu árið 1975 þegar Sovétmönnum þóttu umbætumar vera famar að ganga fulllangt og var ekki tilkvaddur aftur fyrr en í maí sl. Nemeth sagði á þingi, að stjóm- völd myndu meta ýmis samtök og óháð félög eftir því hvort þau gætu borið ábyrgð á stjómarstörf- Reuter Miklos Nemeth, forsætisráð- herra Ungveijalands. um. „Aðeins samfylkingarstjóm er fær um að stjóma," sagði hann og er það haft eftir háttsettum embættismanni í flokknum, að Nemeth hafi með þessum orðum verið að vísa til ársins 1990 þegar fyrir eiga að liggja reglur um fjöl- flokkakerfi í Ungveijalandi. Egyptaland: • • Ofgamenn handteknir Kairó. Reuter. EGYPSKA lögreglan hefiir handtekið 1.827 menn að undanförnu og haldið þeim í allt að tvo mánuði í fang- elsi án ákæra, að sögn Zakis Badrs, innanríkisráðherra. Badr sagði helming mann- anna vera strangtrúaða mú- slima, sem handteknir hefðu verið af pólitískum ástæðum í krafti neyðarlaga. Einnig væri um að ræða kommúnista og 40 varasama námsmenn. Stjórnvöld fengu heimild til að láta handtaka menn og halda þeim í allt að 45 daga án ákæru í kjölfar morðsins á Anwar Sadat fyrir rúmum 7 árum. Samið um náma- vinnslu á Suður- skautslandi Wellington. Reuter. FULLTRÚAR Brazilíu, Finn- lands, Noregs, Nýja-Sjálands, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Sovétríkjanna og Uruguays undirrituðu í gær samning um nýtingu auðlinda á Suðurskautslandinu. Stjórn- völd í Bandaríkjunum, Bret- landi, Argentínu og Chile hafa gefið til kynna að þau gerist aðilar að samningnum á næst- unni. Samningurinn gerir ráð fyrir því að ef ríki hyggst leita eða vinna málma á Suður- skautslandinu verði að kanna fyrst hvort og þá hvers konar afleiðingar það kann að hafa í för með sér fyrir umhverfíð. Vínarborg: Minnismerki um fórnarlömb nasismans Vínarborgf. Reuter. UMDEILT minnismerki, sem borgarstjóm Vínarborgar, lét reisa til heiðurs fómarlömbum ofsókna nasista á stríðsámn- um, var afhjúpað í fyrradag. Kurt Waldheim, forseta, var ekki boðið að vera viðstaddur athöfnina, en hann hefur verið sakaðtir um þátttöku í stríðslæpum nasista, er hann þjónaði í heijum Hitlers á Balkanskaga. Þungamiðja minnisvarðans er mynd af gyðingi, sem hefur verið neyddur til að skúra götur borgarinnar á fjórom fótum, eftir að nasistar innlimuðu Austurríki í Þýzkaland 1938. Minnisvarðann hjó mynd- höggvarinn Alfred Hrdlicka, sem er kunnur fyrir andstöðu sína við Waldheim. íranir vilja koma gíslum í Líbanon til hjálpar Nikósíu. Reuter ÍRANIR buðust í gær til þess að beita sér fyrir því að banda- rískir gíslar í Líbanon yrðu látnir lausir ef yfírvöld í Was- hington fengju hersveitir kris- tinna manna til að láta lausa þijá írana, sem talið sé að þeir hafi í haldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.