Morgunblaðið - 26.11.1988, Page 1

Morgunblaðið - 26.11.1988, Page 1
76 SIÐUR B OG LESBOK 272. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgfunblaðsins í skýrslunni kemur fram að aðild- arríki Varsjárbandalagsins njóta verulegra yfirburða á flestum sviðum hefðbundins vígbúnaðar. Þannig ráða Varsjárbandalagsríkin yfir 51.500 skriðdrekum en ríki NATO 16.400. Atlantshafsbandalagið hefur Olía hækk- ar í verði London. Reuter. OLÍA hækkaði í verði i gær er þær fréttir bárust að fulltrúar á fundi samtaka olíuútflutnings- ríkja, sem nú fer fram í Vinar- borg, væru nærri samkomulagi um framleiðslutakmarkanir. Verðhækkunin var að meðaltali einn og hálfur Bandaríkjadollar á fatið. Verðið á Norðursjávar-olíu var 14,60 dollarar og hafði hækkað um rúman einn og hálfan dollar frá því á fimmtudag. Sérfræðingar.kváðust búast við því að verðið hækkaði um einn til tvo dollara til viðbótar ef fundi samtakanna lyktaði með sam- komulagi um framleiðslukvóta. Líkur voru taldar á því að sú yrði raunin eftir að olíumálaráðherra ír- ana gaf sterklega til kynna að hann gæti fallist á málamiðlunartillögu sem lögð hefur verið fram í deilu írana og íraka um leyfilega há- marksframleiðslu. írakar hafa kraf- ist þess að þeim verði úthlutað sama kvóta og írönum og hafa fulltrúar aðildarríkjanna 13 rætt fátt annað á fundinum í Vín, sem staðið hefur í átta daga.' 4.000 orustuflugvélar til taks en Varsjárbandalagið 8.250 og herafli Varsjárbandalagsins telur rúmar þijár milljónir manna gegn 2,2 millj- ónum NATO-heija. Manfred Wömer sagði að útilokað væri að byggja vamarstefnu á fyrir- ætlunum og góðum fyrirheitum, hvort tveggja gæti breyst fyrirvara- laust. Árás NATO á Varsjárbanda- lagið væri öldungis óhugsandi og þyrftu efasemdamenn ekki annað en að líta í skýrsluna til að sannfærast um að Atlantshafsbandalagið hefði hvorki herstyrk né herafla til þess. Tölumar í skýrslunni sönnuðu hins vegar að Varsjárbandalagið réði yfír herafla til stórfelldrar innrásar í Vestur-Evrópu. Reuter Námslánum mótmælt í Bretlandi Síðustu daga hefúr komið til átaka milli lögreglu og stúdenta í London en námsmennirnir hafa safnast saman til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að taka upp námslánakerfí á borð við það, sem tíðkast víðast hvar í Vestur-Evrópu. Hingað til hafa breskir stúdentar notið óaftur- kræfra styrkja í námi sinu. Mest hafa átökin verið við breska þinghúsið, sem hér ber við himin. Vargöld ríkir í borginni Kírovobad í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan: Armenar flýja ofsókn- ir meö aðstoö hersins Hryllingurinn sagður meiri en í blóðbaðinu í borginni Súmgait í febrúar Moskvu. Reuter. FJÖLDI Armena hefur flúið Sov- étlýðveldið Azerbajdzhan undan- farna daga og notið aðstoðar sov- éskra hermanna, að þvi er tals- maður armensku fréttastofúnnar Reuter Væntir aukinna viðskipta Bensínsali einn í Jóhannesarborg hefúr brugðið á það ráð að geyma sprengjuflugvél á þaki fjölskyldufyrirtækisins og telur það að líkindum vænlegt til árangurs á viðskiptasviðinu. Kostaði það bæði ærna fyrirhöfn og útgjöld að koma ferlíkinu fyrir en það er bresk smíð af gerðinni Shackleton. Armenpress sagði f viðtali við Keuters-fréttastofuna i gær. Arm- enskur prestur hefúr sent Mfkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga skeyti þar sem segir að Armenar sæti skipulegum ofsóknum f borginni Kfrovobad. Heimildarmönnum Reuters-fréttastofúnnar ber sam- an um að algjör vargöld ríki í borginni en fréttir af mannfalli eru óljósar. Að sögn Yelenu Bonner, eiginkonu andófsmannsins Andrejs Sakharovs, hefur armenskur prestur sent Gorb- atsjov skeyti þar sem segir að svo virðist sem Sovétleiðtoginn hafí feng- ið rangar upplýsingar. Ástandið í Azerbajdzhan hafí ekki færst aftur „í eðlilegt horf“ heldur sé það „hrika- legt“ og er fullyrt að bæði Armenar og sovéskir hermenn hafí fallið í átökunum. Ástandið sé „hundrað sinnum verra" en í borginni Sumgait í febrúar á þessu ári er trylltur lýður myrti 32 Armena á hinn hroðaleg- asta hátt. „Heimili manna eru rænd og íbúamir drepnir," sagði einn borg- arbúa í viðtali í gær. „í dag fara fram jarðarfarir," bætti hann við áður en símsambandið slitnaði. Óstaðfestar fréttir herma að tveir menn hafí fallið í gær er átök bloss- uðu upp milli Armena og Azera í tveimur bæjum í Armeníu. Útgöngu- bann hefur verið sett í þremur borg- um í Azerbajdzhan eftir harðvítug átök þjóðarbrotanna tveggja sem blossað hafa upp að nýju vegna deil- unnar um yfírráð yfír héraðinu Nag- omo-Karabakh í Azerbajdzhan. Á þriðjudag féllu þrír menn og 126 særðust í Kírovobad. Yfírvöld hafa aukinheldur sett útgöngubann í Jere- van, höfuðborg Armeníu, en ekki fékkst staðfesting á fréttum þess efnis að tveir menn hefðu fallið í átökum þar. Talsmaður fréttastofunnar Arm- enpress sagði ekki færri en 1.700 Armena hafa flúið yfír landmærin til Armeníu undanfarna daga og kvað sovéska hermenn hafa aðstoðað fólkið á flóttanum. Kvaðst hann einn- ig hafa heyrt að átök hefðu brotist út víða á landamærum lýðveldanna tveggja og hefði ótiltekinn fjöldi manna særst í þeim. Sami heimildar- maður sagði að herlið hefði verið kallað til Kírovobad á þriðjudag eftir að trylltur múgur hafði látið til skrar- ar skríða gegn Armenum í borginni. Kveikt hefði verið í að minnsta kosti 60 húsum og hefðu 80 Azerar verið handteknir. 40 manns hafa fallið og hundruð særst frá því deila Armena og Azera um yfirráð yfír héraðinu Nagomo- Karabakh blossaði upp í febrúar á þessu ári. Verst varð blóðbaðið í borginni Súmgait er trylltur lýður myrti 32 Armena. Meirihluti íbúa í Nagomo-Karabakh er Armenar og krefjast þeir þess að héraðið verði fært undir stjóm Armeníu. Rúmlega 200 látnir í flóðum 1 S-Tælandi Hat Yai í Tælandi. Reuter. RÚMLEGA tvö hundruð lík höfðu fúndist í Suður-Tælandi í gær en stór landsvæði hafa lagst í auðn undanfarna daga eftir mestu flóð í landinu í 38 ár. Tælenskir embættismenn sögðu að um 250 þúsund manns hefðu misst heimili sín af völdum flóða og skriðufalla í átta héruðum í kjöl- far úrhellis sem staðið hafði i fímm daga. Þótt létt hefði til í gær og vatnið sjatnað væri víða bæði raf- magns- og vatnslaust. Vega- og jámbrautasamgöngur lágu að mestu leyti niðri í gær en herþyrlur fluttu matvæli til afskekktra staða. Að sögn embættismanna hafa um 200.000 hektarar ræktaðs lands skemmst í flóðunum. Herstyrkur austurs og vesturs: Miklir yf irburðir Austantjaldsríkja Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MANFRED Wörner, framkvæmdastj óri Atlantshafsbandalagsins, kynnti fyrir blaðamönnum f Brussel í gær skýrslu um styrk hins hefð- bundna herafla Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins í Evr- ópu. Sagði Wörner upplýsingar um herstyrk vera forsendu þess að fyrirhugaðar viðræður um ja&vægi og niðurskurð hefðbundins her- aflá frá Atlantshafi til Úralijalla gætu hafist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.