Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 mannkærleika, sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni. Ég flyt Önnu Pálu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna, en því miður verð- um við erlendis á útfarardaginn og getum því ekki fylgt Ragnari síðasta spölinn á jarðneskri vegferð. Hugurinn verður heima og minn- ingin geymist um mætan mann. Jón Adolf Guðjónsson Ég þekkti ekki duglegri, þýðari mann, ég þekkti ekki betri dreng en hann. (Matthías Jochumsson) Við vissum að hverju stefndi. Við vissum að „allrar veraldar vegur víkur að sama punkt“. Við vissum það en blekktum sjálf okkur í lengstu lög. Hann var manna starf- hæfastur, manna djúpvitrastur og raunbestur. Það var erfítt að hugsa til þess að brátt yrði þess enginn kostur að eiga við hann orðastað, njóta ráða hans, heyra hann tæta sundur af skarpskyggni froðusnakk þess yfirborðsfólks sem tranar sér fram í tíma og ótíma, heldur sig kunna skil á öllu milli himins og jarðar og treður sér jafnvel á valda- stóla með hræsni og hæpnar full- yrðingar á vörum. — En nú hefur það gerst. Ragnar Pálsson er horf- inn sjónum okkar. Alltof snemma er hann floginn „sæll til sóla“. Starfsvettvangur Ragnars Páls- sonar var Skagafjörður. Hann unni héraðinu og fólki sem þar á heima. Hann vann Skagafirði og Skagfirð- ingum meira og betur en margan grunar. Hann var ekki þeirrar gerð- ar að hann starfaði til að hljóta fyrir lof manna eða kjörfylgi. Ég hygg að honum hafí tíðum ofboðið skrum og innantómt glamur þeirrar fjölmiðla- og auglýsingatíðar sem nú þjáir þjóð vora. Sjálfur kaus hann að vera fremur en sýnast. Ragnar Pálsson fæddist á Þrast- arstöðum á Höfðaströnd 16. apríl 1924. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, sem lifír son sinn í hárri elli, og Páll Erlendsson, þá bóndi á Þrastarstöð- um, síðar söngstjóri og ritstjóri á Siglufírði. Hólmfríður var dóttir Jónínu Björnsdóttur frá Gröf á Höfðaströnd og Rögnvalds Jónsson- ar útvegsbónda í Hofsósi og víðar; Páll var sonurGuðbjargar Stefáns- dóttur frá Fjöllum í Kelduhverfí, af Gottskálksætt og Hallbjarnar- staðaætt, og Erlends Pálssonar verslunarstjóra í Grafarósi og síðan í Hofsósi. Ragnar ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum þrem, Guð- björgu, Erlendi og Guðrúnu. Á Þrastarstöðum voru einnig móður- foreldrar hans, tveir fóstursynir Hólmfríðar og Páls og vinnufólk. Margt var því í heimili og þó einkan- lega á sumrin þegar ungt frændfólk þyrptist að. Þar átti það að góðu að hverfa. Páll og Hólmfríður voru öllum sem umhyggjusamir foreldr- ar, gömlu hjónin kát og fróð, vinnufólk hlýlegt og börn skemmti- leg. — Sólskinssumarið góða 1939 var síðasta sumarið sem þau hjón bjuggu því að árið eftit fluttu þau heimili sitt til Sigluíjarðar. — Þær björtu vikur var gaman að vera á Þrastarstöðum. Við vorum þar mörg frændsystkinin. Enn finn ég, þegar mér verður hugsað til þeirra dýrðardaga, hugblæinn sem þar sveif yfir vötnum og vakinn var af umhyggju og ástúð, mannviti og ftjórri gleði. Ekkert var eðlilegra en úr slíkum jarðvegi sprytti kjörviður. Og Ragn- ar Pálsson sýndi það í störfum sínum, sýndi það með lífí sínu öllu, að hann var runninn upp úr fíjóum jarðvegi. — Ungur stundaði hann nám við Gagnfræðaskólann á Siglu- fírði og Menntaskólann á Akureyri. Hann var námsmaður ágætur en hvarf þó fljótt til annarra starfa. Hann fluttist til Sauðárkróks innan tvítugs, gerðist þar sýsluskrifari um skeið, stundaði síðan ýmis skrif- stofu- og verslunarstörf þar til hann varð forstjóri Sparisjóðs Sauðár- króks, sá síðasti er stýrði þeirri merku stofnun. Sparisjóðurinn var sameinaður Búnaðarbanka íslands 1964 og varð Ragnar þá útibús- stjóri og gegndi því starfí til æviloka við einstakar vinsældir, ekki einasta viðskiptavina heldur og starfsfólks og stjómenda bankans syðra. Útibú Búnaðarbankans á Sauð- árkróki hefur árum saman haft afgreiðslu á Hofsósi þar sem afí okkar, Erlendur Pálsson, gekkst fyrir að Sparisjóður Hofshrepps var stofnaður snemma á öldinni. Mér þótti skemmtilegt og ef til vill tákn- rænt að Ragnar skyldi stýra þeirri stofnun því að trúlega var hann líkastur afa allra bamabama hans. Árið 1944 kvæntist Ragnar Páls- son Önnu Pálu Guðmundsdóttur. Hún er dóttir Dýrleifar Ámadóttur frá Utanverðunesi og Guðmundar Sveinssonar aðalfulltrúa við Kaup- félag Skagfirðinga. Jafnræði var með þeim hjónum. Anna Pála var mannkostakona eins og hún á kyn til. Heimili þeirra, fallegt og hlý- legt, varð fjölmennt er tímar liðu. Þar ríkti hugblærinn frá Þrastar- stöðum í bland við fágaða háttvísi og jákvætt lífsviðhorf, mnnið frá bemskuheimilum beggja. Þar var því gott að koma og gaman að vera. — Þau áttu bamaláni að fagna og kannski sýnir fátt betur, hvem þátt heimilið góða átti í gengi bamanna, en það að þau hafa mörg sest að fyrir norðan, líka þau þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Bömin em: Leifur flugumsjónar- maður í Reykjavík, kvæntur Svölu Guðmundsdóttur flugfreyju; Páll tannlæknir á Sauðárkróki, kvæntur Margréti Sigurðardóttur hjúkmnar- fræðingi; Ami arkitekt á Sauðár- króki, kvæntur Ásdísi Hermanns- dóttur læknaritara; Hólmfríður bankastarfsmaður á Sauðárkróki, gift Jóni Inga Guðmundssyni vél- virkja; Ólöf Sigríður fóstmnemi í Svíþjóð, gift Pétri Heimissyni lækni; Öm læknir í Svíþjóð, kvæntur Margréti Aðalsteinsdóttur hjúkr- unarfræðingi; Úlfar iðnnemi á Sauðárkróki. Barnabömin em orðin 17. Ragnar Pálsson á að baki mikið dagsverk og gott þó að ekki sé hann aldinn að ámm er hann hverf- ur af leiksviði lífsins og fellir hurð að stöfum á eftir sér. 011 störf sín leysti hann svo af hendi að vart hefðu aðrir betur gert. Hann var traustur maður og heilsteyptur og gat ekki á neinu því níðst sem hon- um var til trúað. — Þegar slíkir menn hverfa fer ekki hjá því að eftir standi skarð „opið og ófullt." Þess vegna „reikar harmur í hús- um“ og dýpstur meðal þeirra sem þekktu hann best. Ástvinum Ragnars Pálssonar sendum við hjónin hugheilar samúð- arkveðjur. Guð blessi þeim minning- una um mikilhæfan mann og góðan dreng. ^ Ólafur Haukur Árnason Ragnar Pálsson, útibússtjóri Búnaðarbankans á Sauðárkróki, lést 29. september síðastliðinn í Landspítalanum 63 ára að aldri. Ragnar fæddist 16. apríl 1924 á Þrastarstöðum, Hofshreppi, Skaga- fírði. Ragnar var sonur hjónanna Hólmfríðar Rögnvaldsdóttur, sem býr nú í Reykjavík, og Páls Erlends- sonar, bónda, sem nú er látinn. Ragnar gekk í bamaskóla á Hofs- ósi og í gagnfræðaskóla á Siglufírði en þangað fluttist fjölskyldan frá Þrastarstöðum árið 1939. Ragnar tók inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri og stundaði nám þar í einn vetur. Ragnar kvæntist Önnu Pálu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau 7 börn sem öll era á lífi. Þau era Leifur flugumsjónarmaður, Páll tannlæknir, Ámi arkitekt, Hólm- fríður bankastarfsmaður, Ólöf fóstranemi, Öm læknir og Úlfar iðnnemi. Til Sauðárkróks kom Ragnar 1942 og réðst þá til starfa við sýslu- mannsembættið. Næstu árin starf- aði Ragnar m.a. hjá Kaupfélagi Skagfírðinga og var kaupmaður um skeið. Árið 1954 hófst ferill Ragn- ars sem bankamanns en það ár réðst hann sem gjaldkeri hjá Spari- sjóði Sauðárkróks og árið 1960 tók hann við starfí sparisjóðsstjóra. Þegar Búnaðarbanki íslands yfírtók umsýslu sparisjóðsins 1964 og stofnaði útibú á Sauðárkróki gerð- ist Ragnar útibússtjóri. Þessu starfí gegndi Ragnar til dauðadags, en í tíð hans hefur útibú Búnaðarbank- ans orðið eitt hið öflugasta utan Reykjavíkur. Síðan 1950 hefur Ragnar annast 53 umboðsstörf fyrir Sjóvátryggingar- félag íslands hf. Vátryggingaram- boð „Ragnars á Króknum" er eitt öflugasta umboð Sjóvá. Og það var einmitt í gegn um vátryggingamar sem leiðir Ragnars og undirritaðra lágu fyrst saman. Við höfum verið svo heppnir að hafa átt mikil og góð samskipti við Ragnar. Á stundu sem þessari koma mörg einkenni Ragnars upp í hugann og öll era þau prýði þess manns sem þau ber. Hröð hugsun, skarpur skilningur og'snögg viðbrögð. Hann kom beint að kjama málsins án allra mála- lenginga. Viðmótið var gott og þægilegt. Hann var sívakandi yfír öllu því sem betur mátti fara. Þeg- ar Ragnar hringdi hófst samtalið yfirleitt á stuttri kveðju. Síðan kom hann beint að efninu. Þegar erind- inu var lokið var gjaman spjallað um landsins gagn og nauðsynjar, en þegar Ragnari fannst það mál nægilega rætt kastaði hann snögg- lega á mann kveðju og sleit samtalinu. Ragnar var víðlesinn og bjó yfír mikilli þekkingu á hinum ýmsu svið- um. Að dveljast kvöldstund á heimili hans og Önnu Pálu var mikill og mannbætandi skóli. Ekki skipti máli hvert umræðuefnið var, hvort það snerist um menn eða málefni. Ragnar var alls staðar jafn vel heima. Mestan áhuga hafði hann þó á að ræða þjóðmálin og hið stjómmálalega ástand hverju sinni og áttum við margt spjall saman um þau málefni. Ragnar var and- lega stór þótt hann væri líkamlega lágvaxinn. Ragnar var félagslyndur maður þótt hann virtist njóta sín best í fárra manna hópi. Hann var frímúr- ari um 20 ára skeið og starfaði einnig í Rotaryklúbbi Sauðárkróks þar sem hann var m.a. forseti klúbbsins. Á kveðjustund sem þessari eru okkur efst í huga þakkir til forsjón- arinnar að fá að kynnast manni eins og Ragnari. Anna Pála, við sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Pétursson og Einar Sveinsson Tvær sjónvarpsstöðvar eru barnaleikur fyrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækiö - tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýring • Sjálvirkur stöðva leitari • 16 stöðva forval • Upptökuminni í 14 daga fyrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni • Myndleítari i báðar áttir • Frysting á ramma • Og ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þér á óvart. Opiðídag: Sætúni 8 kl. 10-13 Kringlunni ki. 10-18 Heimilistæki hf SafSa^B/ET, 3 - KRINGLUNNI - SÆTUNI 8 - S.M. 69 15 00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.