Morgunblaðið - 10.10.1987, Page 37

Morgunblaðið - 10.10.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 37 Félag íslenskra náttúrufræðinga: Niðurskurður á Orkustofnun þjóðhagslega hættulegur STJÓRN Félags íslenskra nátt- úrufræðinga hefur sent út yfirlýs- ingu vegna uppsagnanna á Orkustofnun i lok september. I henni segir að rakalaus niður- skurður i fjárlagatillögum fjár- málaráðherra á stofnun með áratuga reynslu og einstæða sér- þekkingu sé ákaflega varhuga- verð stjórasýsla sem geti hæglega verið þjóðhagslega hættuleg. Stjóm Félags fslenskra náttúru- fræðinga telur að engin rök hafi fengist tilgreind fyrir þeim sam- drætti í fjárveitingum til Orkustofn- unar sem boðaður sé í óbirtum flárlagatillögum flármálaráðherra. Stjómin lýsir því einnig yfir að orð- sveimur um nauðsynlegan samdrátt á Orkustofnun vegna samdráttar í virkjunaráformum og virkjunarfram- kvæmdum eigi ekki við haldbær rök að styðjast. Þessi samdráttur hafi þegar átt sér stað hvað varðar vatns- aflsvirkjanir og þó svo að nýjum hitaveitum fari fækkandi þá komi þar á móti aukin þjónusta við rekst- ur þeirra og viðbótarvinnslu jarðhita, enda sé jarðhitavinnsla á vissan hátt námuvinnsla. Einnig segir í yfírlýsingunni að öflun grunnþekkingar á orkulindun- um og aðstæðum til nýtingar þeirra sé í eðli sínu langtímaverkeftú og lítið háð sveiflum í virkjunarfram- kvæmdum. Þær rannsóknir hafi auk heldur frekar orðið að víkja fyrir beinni þjónustu við virkjunaraðila undanfarið og hafi því þegar orðið fyrir óæskilegum samdrætti. Skerð- ing rannsókna á íslandi sé almennt varhugaverð, slíkir eftirbátar ann- arra siðmenntaðra þjóða sem íslend- ingar séu í þeim efiium, því rannsóknir séu ein höfuðforsenda þróunar og framtfðarhags þjóðarinn- ar. Kjarneðlis- fræðingur flyt- ur fyrirlestur PRÓFESSOR Ben Mottelson frá Nordita i Kaupmannahöfn flytur fyrirlestur á vegum Eðlisfræði- félags íslands og Raunvísinda- deildar Háskólans mánudaginn 12. október kl. 16.30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar. Fyrirlesturinn nefnist „The Study of the Nucleus as a Theme in Con- temporary Physics" og er öllum opinn. Ben Mottelson er kjameðlis- fræðingur og hefur verið jirófessor við Nordita síðan 1957. Arið 1975 voru honum veitt Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á innri hreyfingum atómkjama. FLÖSKUXNAR ER\Á KDMNfifö! SÓL Þverholti 17-21, Reykjavík Fimm sinnum í viku til Amsterdam - Og þaðan með KLM til yfir 130 borga í 76 löndum í 6 heimsáifum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.