Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 36

Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 20. þing Alþýðusambands Norðurlands: Sameiginlegoir líf- eyrissjóður fyr- ir alla félaga - í stað hátt í fjörutíu smærri sjóða nú TUTTUGASTA sambandsþing Alþýðusambands Norðurlands hófst í gær á Akureyri. Helstu mál þingsins eru lífeyrissjóða- mál, kjaramál og atvinnumál auk hefðbundinnar dagskrár. Rétt til setu á þinginu hafa um 90 fulltrú- ar innan sambandsins, en eitt- hvað mun veðurfar og samgönguleiðir hafa staðið í vegi fyrir að allir fulltrúar gætu mætt. Þinginu lýkur annað kvöld með afmælishófi í Svartfugli, þar sem sambandið heldur upp á 40 ára afmæli sitt. Forseti ASÍ Ás- mundur Stefánsson er gestur þingsins. Þóra Hjaltadóttir formaður Al- þýðusambands Norðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið að lífeyr- issjóðamálin brynnu mest á fulltrú- um þingsins að þessu sinni og myndi miðstjóm leggja fram tillögu um sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla félaga innan sambandsins. „Laun- þegar á Norðurlandi greiða nú í hátt í 40 smáa sjóði. Þessu viljum við vitanlega breyta, en við viljum fá að ráða sjálf hvemig sameining- in fer fram í stað þess að fá fyrir- skipanir að sunnan. Hinsvegar gemm við okkur grein fyrir því að við emm ekki einráð þar sem at- vinnurekendur hafa fulltrúa í öllum þessum sjóðum og hafa þeir vissu- lega sitt að segja um málið." Þóra sagði að umræðan um líf- eyrissjóðina hefði í raun hafíst fyrir um tíu ámm, þegar 18 manna nefndin svokallaða var sett á lagg- imar. Sú nefnd skilaði af sér áliti sl. vor og er afraksturinn drög af frumvarpi um starfsemi lífeyris- sjóðanna, sem er m.a. í starfslýs- ingu ríkisstjómarinnar. Þessi fmmvarpsdrög fela í sér að lífeyris- sjóðimir verða að fá sérstakt starfsleyfí. Ef þeir aftur á móti þykja of smáir eða á annan hátt þykja ekki hæfír til að starfa sjálf- stætt, verður þeim veitt bráða- birgðastarfsleyfi, sem þýðir að þeir verða að sameinast öflugri sjóðum. „Við emm á móti slíkum aðferðum, við viljum sjálf fá að ráða því hvem- ig sameiningunni er háttað." Þóra sagði að þeir félagar, sem væm ófaglærðir, greiddu flestir í sjóði sem hefðu aðsetur norðan- lands, en faglærðir greiddu í sjóði fyrir sunnan. Fýrsta skrefíð væri því að sameina norðlensku sjóðina og síðar væri draumur sambandsins að sjá sunnlensku sjóðina sameinast þeim. Þóra bjóst við að einhver umræða færi fram á þinginu um innflutning á erlendu vinnuafli til landsins. Ný þjónustustöð við Leiruveg Olhifélagið hf. hefur nýlega opnað þjónustustöð við Leiruveg á Akureyri, en það er fyrirtækið Höldur hf. sem rekur stöðina. Um er að ræða bensínstöð, sjoppu og veitingastað á efri hæð. Nætur- sala er til 4.00 á næturaa. Samherj amenn íhuga kaup á Reynsatindi Skipið er 2.500 tonna frystitogari 1 eign Færeyinga Útgerðarfjnrirtækið Samheiji hf. á Akureyri ihugar nú kaup á stærsta frystiskipi Færeyinga Reynsatindi. Af kaupum getur hinsvegar ekki orðið fyrr en nýtt kvótakerfi lítur dagsins Ijós hér heima, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar fram- kvæmdastjóra Samheija hf. Hvað gera stjórnvöld? „VIÐ bíðum fyrst og fremst eftir því að sjá nýja fískveiðilöggjöf svo við vitum hvemig við getum hagað okkar veiðum í framtíðinni. Á með- an maður veit ekki hvemig stjóm- völd hugsa sér að stjóma fískveið- um næstu ijögur árin, er vita vonlaust að skipuleggja rekstur út- gerðarfyrirtækja. Væntanlega kemur nýtt fmmvarp fram í nóvem- ber eða desember og skýrast þá um leið málin hjá okkur viðvíkjandi hugsanlegum kaupum," sagði Þor- steinn Már. Gjaldþrota útgerðar- fyrirtæki Útgerðarfyrirtæki Reynsatinds varð gjaldþrota fyrir skömmu. Nýtt fyrirtæki var stofnað til að halda rekstri skipsins áfram, en nú mun það vera til sölu, að sögn Þor- steins. Samherji hf. gerir nú út frystitogarana Akureyrina EA og Margréti EA. Auk þess á fyrirtæk- ið hlut í Oddeyrinni EA og keypti nýlega Sveinborgu frá Siglufírði og fær hana afhenta eftir helgi. Svein- borg, sem er 300 tonna togari, er að koma úr söluferð frá Englandi og gerði Þorsteinn ráð fyrir að henni yrði áfram haldið á ísfískveið- um, að minnsta kosti á meðan fískveiðistefna næstu ára lægi ekki ljós fyrir. Hugmyndin væri síðan að selja hana ásamt öðru skipi fyrir- tækisins í skiptum fyrir Reynsatind ef af kaupunum yrði. 2.500 tonna skip Stærsta frystiskip íslendinga er sem stendur Sléttbakur EA sem er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa. Hann hefur verið í Slippstöðinni á Akureyri í tæpt ár og verður vænt- anlega afhentur um næstu mán- aðamót sem rúmlega 1.000 tonna frystiskip. Reynsatindur er hinsveg- ar meira en helmingi stærri, eða 2.500 tonn. íþróttafélögum synj- Morgunblaðið/GSV Ætli þetta sé allra meina bót? Frá æfingu í Félagsborg. að um gossjálfsala Starfsmannafélag sambandsverk- smiðjanna: - segir formaður íþróttaráðs Akureyrar íþróttaráð Akueyrar hefuF lögunum þar í bæ um uppsetn- hafnað beiðnum frá íþróttafé- _ ingu sjálfsala fyrir svaladrykki JWtrjgmiriM&W§> Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morguriblaðið strax og það * kemuríbæinn. „Hressandi morgunganga" Hafið samband! Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. „ Allra meina bót“ sýnt í Félagsborg í íþróttamannvirkjum sínum. Þá hefur iþróttafélaginu Þór verið gert að fjarlægja gossjálf- sala úr Glerárskóla sem komið var þar fyrir án þess að til þess hafi verið veitt leyfi. Sigbjöm Gunnarsson formaður íþróttaráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að glapræði væri að veita öllum þeim félögum, sem sótt hefðu um leyfí, heimild til að setja upp slíka sjálfsala. Það þýddi að 5-6 sjálfsölum yrði komið fyrir í sundlauginni til dæmis og álTÍTt slíkra sjálfsala eða að Iþrótta- bandalag Akureyrar, sem er sameiginlegur vettvangur þeirra, myndi sækja um leyfí til uppsetn- ingar þeirra. „Ég á alls ekki von á að félögin geti komið sér saman um þetta, en víst er að við getum alis ekki mismunað þeim með því að veita einu heimild en hinu ekki." Starfsmannafélag verksmiðja SÍS á Akureyri sýnir leikinn „Allra meina bót“ á laugardag og sunnudag í Félagsborg og hefst sýningin klukkan 20,30. Verkið er eftir þá Jón Múla Áraa- son, Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Leikstjóri er Skúli Gautason og undirleikari Árai Ingimundarson. Leikurinn var saminn um 1960 og var fyrst sýndur af Sumarleik- húsinu, sem var útibú frá Leikfélagi Reykjavíkur. Mikill leiklistaráhugi vaknaði hjá starfsmannafélaginu fáum árum eftir stofnun verksmiðj- anna. Á árunum 1941 til 1946 voru sýnd tólf leikrit, m.a. Hreppstjórinn á Hraunhamri, Húrra krakki, Ráðs- kona Bakkabræðra, Karlinn í kassanum og fleiri. Með sýningunni á „Allra meina bót“ er ætlunin að endurvelqa áhuga á leiksýningu innan SVS og hugmyndin er að sýna eitt leikrit á ári. Þátt taka í leiknum sjö starfs- menn SÍS. Leikendur eru: Sveinn Ævar Stefánsson, Arnar Pétursson, Elín Kjartansdóttir, Eiður Stefáns- son, Baldvin Hreinn Eiðsson, Sigríður Þorkelsdóttir og Hólmfríð- ur María Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.