Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 35 Utvegsbanka- málið: Hugmynd- ir um hlut erlendra banka Forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja sem boðið hafa í hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum skoða nú hugmyndir sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra lagði fyrir þá á fundum á miðvikudag og fimmtudag. Þar er ma. gert ráð fyrir að erlendir bankar komi inn í kaupin á hlutabréfunum Jón Sigurðsson sagði við Morg- unblaðið að möguleiki á eignaraðild erlendra banka varðandi Útvegs- bankann hf. hefði verið í umræð- unni allan þann tíma sem viðræðumar hafa staðið en þær hugmyndir væru ákveðnari nú en áður. Jón sagði að í lögunum um stofnun hlutafélags um bankann væri skýr heimild til þess að erlend- ir bankar mættu eiga allt að fjórð- ungi hlutafjárins. Jón bjóst við að hafa samband við forsvarsmenn Sambandsins og hóps 33 aðila fljótlega til að fá svör þeirra við tillögunum. Sláturhús- málið í Vík: Athugasemd frá yfir- dýralækni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sig- urði Sigurðarsyni settum yfir- dýralækni: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu á föstudag, þar sem gefið er í skyn að óeðlilega hafí verið staðið að leyfísveitingum fyrir sláturhúsið Vík hf. er rétt að taka fram eftirfar- andi: Gerðar eru fyllstu kröfur til þeirra sem fá sláturleyfi, að vatn sé nóg og að það sé gott. Annars verða vörumar ekki nógu góðar fyrir neytendur. Sláturleyfíshafinn vissi að vatn var af skomum skammti síðastliðið haust og að hann varð að tryggja aukið vatn fyrir kerfið. Engar nýjar kröfur voru settar fram eftir fund með yfirdýralækni. Það er rangt að sláturleyfíshafi væri ekki varaður við í tæka tíð. í sláturleyfí fyrir 1986 var tekið fram að ekki mætti búast við frekari undanþágum." Gengið frá kaupum ríkis- ins á Sambandshúsunum SAMNINGUR um kaup ríkissjóðs á húseignum Sambands íslenskra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu og Lindargötu í Reykjavík var undirritaður í gær. Kaupverð eignanna er samtals 280 milljónir og greiddi ríkissjóður 50 milljón- ir króna við undirritun. Aðrar 50 milljónir verða greiddar að sex mánuðum liðnum en eftir- stöðvar eiga að greiðast á tæpum fjórum árum. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði eftir að samn- ingurinn var undirritaður að hann væri ekki í vafa um að þessi kaup væru hagkvæm fyrir ríkið meðal annars vegna staðsetningar hús- anna og nálægðar þeirra við Amarhvol og Stjómarráðshúsið. Kaup þessi ættu eftir að borga???? verður úr brýnum vanda þeirra ráðuneyta sem nú eru í leiguhús- næði og ennfremur skapast með kaupunum möguleikar til að sjá fyrir húsnæðisþörfum stjómarráðs- ins um nokkra framtíð. Jón Baldvin sagði að ekki væri endanlega búið að taka ákvörðun um nýtingu húsanna, en brýnast væri að leysa húsnæðisvanda menntamálaráðuneytisins. Eignimar sem ríkið keypti era Sölvhólsgata 4 ásamt tilheyrandi eignarlóð, Lindargata 9 A ásamt eignarlóð, eignarlóðin nr. 12 við Sölvhólsgötu og framsal á eignar- réttindum leigulóðanna nr. 6 og 8 við Sölvhólsgötu. Miðað er við að ríkið fái eignimar afhentar eftir eitt ár. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga og Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra undirrita samninginn um kaup rikissjóðs á eignum Sambandsins við Sölv- hólsgötu og Lindargötu. irígargata 9A' uséíqaloq loi msmo\\i fóðunr/12< w ftSoÍffiiólsqötu 'Sölvhólsgata 4, húseign og lóð Morgunblaðið/Þorkell Myndin sýnir húseignir og lóðir sem Ríkið hefur keypt af Sam- bandinu. Land í Smárahvammi fyrir 110 milljónir GENGIÐ var frá kaupum Sam- bands íslenskra samvinnufélaga á 23,05 hekturum úr Smára- hvammslandi i Kópavogi siðdegis í gær. Svæðið er vestan Reylqa- nesbrautar og fór af hending þess fram við undirskrift. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var kaupverðið 110 miiyónir króna. Samningurinn er gerður með fyr- írvara um forkaupsrétt Kópavogs- kaupstaðar, eins og segir í fréttatilkynningu frá Sambandinu, og era aðilar sammála um að for- kaupsrétturinn standi í 28 daga í samræmi við lög þar um. Samninginn undirrituðu þeir Guðjón B. Ólafsson forstjóri fyrir hönd Sambandsins og Ragnar Aðal- steinsson hrl., umboðsmaður eig- enda Smárahvammslands. Valiir Arnþórsson, formaður stjóraar SÍS, og Ragnar Aðal- steinsson, fulltrúi sejjenda, takast í hendur að lokinni undir- skrift kaupsamningsins í gær. Þeir rúmir 23 hektarar af Smárahvammslandi í Kópavogi sem Sambandið festi kaup á í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.