Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 28

Morgunblaðið - 10.10.1987, Side 28
-i- 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Noregur: Minni stuðningur við sjávarútveg Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgfunblaðsins. Stuðningur ríkisins við Samtímis því að lækka beina norskan sjávarútveg mun minnka á næsta ári ef fjárlög Verkamannaflokksstjórnarinnar fyrir árið 1988 verða samþykkt. Er í þeim gert ráð fyrir, að hann verði 1.256 milljónir nkr. en það er 20% minna en sjávarútvegur- inn fær á þessu ári. Einkum eru skorin niður bein fjárframlög til sjávarútvegsins, bein ríkisframlög, niðurgreiðslur og þess háttar, og í fjárlögunum er aðeins gert ráð fyrir 180 millj. nkr. styrk vegna samninganna á næsta ári við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sú tala á þó vafalaust eftir að hækka í meðförum Stórþingsins og í samn- ingunum við sjómenn. styrki við sjávarútveginn ætlar stjórnin að auka framlög til haf-, físki- og veiðarfærarannsókna um 7,9%, upp í 252 milljónir nkr. á ári. í fjárlagafrumvarpinu segir, að unnt eigi að verá að ná því marki á fáum árum að gera sjávarútveg- inn óháðan ríkisstyrkjum. Það skuli gera með því að nýta betur afkasta- getuna, gæta þess að kostnaðar- hækkanir verði ekki of miklar og byggja upp fískstofnana. Norskir fískifræðingar segja, að þorsk- og ýsustofninn við Norður- Noreg sé á uppleið, mikið hrun hafí orðið í loðnustofninum í Bar- entshafí og rækjan hefur einnig minnkað mikið. Innilegt þakklceti og kveðjur sendi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðrum œttingjum og vinum fyrir góðar gjafir, blóm og heillaskeyti á 80 ára afmceli mínu. Lifið öll í Guðs friði. Gróa Jónsdóttir, Heiömörk 60. GLÆSILEGUR SPORTBÍLL Til sölu Pontiac Firebird ’84 5 gíra, bein innspýting, T-toppur, litur rauður, sólgrindur, góðar græjur (útvarp og kasettutæki). Topp bíll. Til sýnis og sölu á P.S. bílasölunni, Skeif- unni 15, sími 687120. Skuldabréf eða skipti á ódýrari bíl koma til greina. MUM-BÚTS Verö 595 kr. t.t * * Stærðir: 23-35 Póstsondum samdægurs. Litur: Gult og rautt 5% staðgrolðsluafsláttur. sími 689212. TOPg —SKORINN VELTUSUNDI 1 21212 Góóan daginn! Landsþing breska íhaldsflokksins: Aukin áhersla á einkavæðingu London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMRÆÐUR á landsþingi breska íhaldsflokksins í Black- pool undanfarna daga hafa öðru fremur snúist um frekari aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að innleiða einka- væðingu á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Það dylst engum, að fátt hefur verið jafnofarlega á baugi á landsþingi íhaldsflokksins og hugmyndir um einkavæðingu á ýmsum þeim sviðum, sem hingað til hafa verið á könnu ríkisvalds- ins. Hafa ýmsir flokksmenn reifað hinar róttækustu hug- myndir í þessa veru, en ljóst er, að stjómvöld hyggjast ekki ganga eins rösklega til verks og þeir vilja, sem lengst standa til hægri innan flokksins. Þó hafa nokkrir ráðherrar gert lands- þinginu grein fyrir ýmsum hugmyndum, sem uppi eru innan ríkisstjómarinnar um einkavæð- ingu. Fyrr í vikunni viðraði Cecil Parkinson orkumálaráðherra hugmyndir um einkavæðingu raforkukerfísins, og féll málflutn- ingur ráðherrans landsþingsgest- um vel í geð. Parkinson sagði, að einkavæðing á þessu sviði mundi ekki fela í sér einokun eins fyrirtækis, heldur samkeppni margra fyrirtækja, sem tryggja mundu neytendum betri þjón- ustu, þegar upp væri staðið. Með „einokun“ eins fyrirtækis átti Parkinson meðal annars við Brit- ish Telecom, sem eitt hefur á hendi alla símaþjónustu, eftir að hún var tekin úr höndum ríkisins og afhent einkaaðilum. Þykir ýmsum, bæði innan íhaldsflokks- ins og utan, sem einkavæðing símaþjónustunnar hafi ekki skil- að neytendum því, sem heitið var í upphafi, betri og skilvirkari þjónustu. Heilsugæslan einkavædd? Innan íhaldsflokksins em nú uppi margvíslegar hugmyndir um einkavæðingu ýmissa þátta heil- brigðiskerfisins. John Moore félagsmálaráðherra reifaði laus- lega slíkar hugmyndir í ræðu, Nigel Lawson sem hann flutti á landsþinginu á fímmtudaginn var. Sagði hann meðal annars, að heilbrigðiskerf- ið yrði að taka breytingum í samræmi við kröfur og þarfír hvers tíma. Þessi þáttur þjóðlífs- ins væri ekki undanskilinn í þeirri viðleitni ríkisstjómarinnar að auka frelsi hins almenna borgara °g fjölga þeim kostum, sem hon- um stæðu til boða. John Moore þótti mjög styrkja Bretland: Hertoginn af Windsor vildi verða forseti London, Reuter. Hertoginn af Windsor, fyrrum Játvarður konungur VIII, sem afsalaði sér krúnunni til að geta kvænst bandarískri konu, tvifrá- skilinni, bauðst til að gerast forseti „enska Iýðveldisins“ ef konungdæmið yrði afnumið. Kemur þetta fram i nýrri bók. „Ævisaga Georgs VI“ eftir rit- höftmdinn Patrick Howarth er væntanieg í bókaverslanir síðar í mánuðinum og er þar vikið að her- toganum eða Játvarði konungi, sem sagði af sér fyrir 50 árum vegna þess, að hann gat ekki gert hvort- tveggja, að kvænast Wallis Simpson og halda konungstigninni. Segir Howarth, að hertoginn hafi sagt fréttaritara Daily Herald í París, að hann væri reiðubúinn til að gerast forsetj ef Verkamanna- flokksstjóm afnæmi konungdæmið. Þáverandi sendiherra Breta í Frakklandi hafí hins vegar talið rit- stjóra Daily Herald á að birta ekki viðtalið. Hertoginn af Windsor lést árið 1972 en kona hans, hertogaynjan, í apríl í fyrra. AP Hertoginn og hertogaynjan af Windsor. Myndin var tekin þegar þau höfðu verið gefin saman í Frakklandi árið 1937.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.