Morgunblaðið - 10.10.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 10.10.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 23 Arnór Hannibalsson Tvær nýj- ar bækur eftir Arnór Hannibalsson ARNÓR Hannibalsson hefur sent frá sér tvær nýjar bækur, Sögu- speki og Fagurfræði. í bókinni Söguspeki er skýrt frá því hvað nokkrir af hinum fremstu heimspekingum hafa haft um sög- una að segja og eðli hennar, segir í fréttatilkynningu. Þar ber fyrst að telja, að gerð er grein fyrir sögu- skilningi heilags Agústínusar og kristinni söguskoðun. Þá eru og kaflar í bókinni um G.W.F. Hegel og Karl Marx. Lokakaflinn er um söguskoðun pósitífista, sem telja að saga geti ekki verið vísindi, nema hún tefli fram lögmálum sömu teg- undar og eru sett fram í náttúruvís- indum. Bókin Söguspeki er 141 bls. að lengd og skiptist í 9 kafla. I bókinni Fagurfræði er greint frá kenningum helstu heimspekinga sögunnar um eðli og gildi listar. Fyrsti þriðjungur bókarinnar er helgaður kenningum um eðli lista- verka og ber þar hæst kenningar Immanúels Kants og Benedettos Croces. Annar þriðjungur bókarinn- ar fjallar um bókmenntir og er þar greint frá kenningum Aristótelesar um skáldlistina. I lokaáfanga bók- arinnar er greint frá kenningum um sjónheim og myndlist. Bókinni lýkur með köflum um listgildi og sannleiksgildi. Bókin Fagurfræði er 209 bls. að lengd og skiptist í 21 kafla. Bóksala stúdenta annast dreif- ingu á báðum bókunum. Athugasemd VEGNA fréttar um verðkönnun á Vesturlandi og viðtals við Ein- ar Ólafsson, í samnefndri verslun á Akranesi, í blaðinu 8. okt. sl. óskast eftirfarandi tekið fram: Ranglega er farið með inn- heimtuþóknun til greiðslukortafyr- irtækja, sem sögð er vera 5%, eða kr. 1500 af kr. 30.000 viðskiptum á mánuði. Hið rétta er að, a.m.k. hvað VISA áhrærir, að þjónustugjald hjá matvörukaupmönnum er á bil- inu 1—1,5% eftir veltu. Því getur gjaldið í ofangreindu dæmi aldrei orðið hærra en kr. 450 á mánuði. Þá skal og á það bent að neyt- endur kaupa engar vörur á „meðaltalsverði" margra búða heldur einungis þar sem verslað er. Enda þótt ofangreind verslun, sem ekki tekur greiðslukort, hafi komið mjög vel út í könnuninni hvað verð snertir er það engu að síður staðreynd að 25 vörutegund- ir af 71 eða 35% fengust þar á dýrara verði en í öðrum þeim versl- unum sem könnunin náði til. Því er ljóst eins og fram kom í verðkönnun SKÁÍS í sl. mánuði að miklu fleiri þættir hafa áhrif á vöruverð en einungis hvort versl- anir taka greiðslukort eða ekki. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA í'Ca* Milljónir á hverjum laugardegi. j t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.