Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 67 Gunnar Einarsson næsti þjálfari Lemgo? FORRAÐAMENN handknattleiks- liðsins Lemgo sem Sigurður Sveinsson leikur með í Vestur- Þýskalandi hafa áhuga á að fá Gunnar Einarsson, fyrrum FH- ing, til að þjálfa liðið nœsta keppnistímabil. Danski landsliðsþjálfrinn, Leif Mikkaelsen, var orðaður við liðið en samningar tókust ekki. Fram- kvæmdastjóri Lemgo leitaði því til Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálf- ara Essen, og bað hann um að benda sér á góðan þjálfara, helst frá Norðurlöndum. Jóhann sagði þeim frá Gunnari Einarssyni, sem nú stundar nám í íþróttaháskóla í Osló. Gunnar hefur staöið sig vel sem þjálfari á undanförnum árum, þjálf- aði meðal annars Fredriksborg/ SKI með góðum árangri í fyrra. mmr ^ ÉÉ 4* .. , , *j - MorgunblaðiÖ/Einar Falur Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Valur vann Ármann JÓN Grétar Jónsson skoraði eina mark Vals gegn Ármenningum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal f gærkvöldi. Markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Kalsaveður var í Laugardalnum og því erfitt að leika knattspyrnu. Næsti leikur i Reykjavíkurmótinu verður á fimmtudagskvöld. Þá leika Fram og ÍR og hefst hann kl. 20.30. Áður þjálfaði hann Stjörnuna úr Garðabæ og kom þéim upp úr 3. deild í 1. deild. Gunnar var 5 ár í Vestur-Þýskalandi þar sem hann lék með Göppingen og Gramgl og talar því þýsku. Gunter Klein hefur verið þjálfari hjá Lemgo síðan 1985 en mun hætta eftir þetta keppnistímabil. Hann er frá Köln og hefur kennt þar við íþróttaháskóla jafnframt því að þjálfa Lemgo. Hann mun alfarið snúa sér að kennslunni í framtíðinni. • Forráðmenn Lemgo hafa áhuga á að fá Gunnar Einarsson sem þjálfara næsta keppnistíma- bil. Handknattleikur: Hverjir leika til úrslita? I KVÖLD fæst úr því skorið hvaða lið leika til úrslita í bikarkeppni HSÍ. Undanúrslitaleikirnir verða f Laugardalshöll í kvöld og leika þá fyrst Vfkingur og Stjarnan og síðan Fram og Valur strax á eftir. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20.15. Tveir spennandi leikir sem enginn ætti að missa af. Það er aðeins eitt víst um bikar- keppnina í ár. Liðin sem leikið hafa til úrslita síðustu tvö árin, Víkingur og Stjarnan, leika ekki til úrslita að þessu sinni. Annað hvort þeirra leikur úrslitaleikinn en hvort þeirra það verður skýrist í kvöld. Víkingar verða trúlega að teljast sigurstranglegri því liðið vann báða leikina í íslandsmótinu. Fyrri leik- inn unnu þeir 25:18 og þann síðari 30:23. En eins og allir vita getur allt gerst í íþróttum og ekki síst eiga þessi orð við um bikarleiki. Stjarnan hefur valdið miklum vonbrygðum í sumar. Fyrir keppn- istímabilið var þeim spáð sigri í íslandsmótinu en þegar ein um- ferð er eftir eru þeir í fimmta sæti. Leikur Fram og Vals verður ábyggilega ekki síður spennandi því þar fara lið sem leikið hafa jafna Handknattleikur Lokaumferð hjá konunum LEIKUR Fram og Vfkings tafðist um 45 mínútur vegna þess að leikmenn liðanna þurftu að ganga frá áhöldum sem eftir voru f saln- um eftir mikið fimleikamót sem var rétt nýlokið í Höllinni. Þegar burðinum var lokið, hófst spenn- andi leikur íslandsmeistara Fram og Vfkings. Spil Framliðsins bar þess vitni að aðeins var formsat- riði að Ijúka leiknum, en um leið var ijóst að Vfkingsstúlkurnar lögðu mikið kapp á að Ijúka tíma- bilinu með sigri gegn toppliðinu. Víkingsliðið náði strax yfirhönd- inni í leiknum og var þetta 2—3 mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn. Framliðið klóraði aöeins í bakkann í lok hálfleiksins og var staðan í leikhléi 13—12 fyrir Víking. Víkings- liðið hóf síðari hálfieikinn af sama krafti og hinn fyrri og Framstúlk- urnar voru að sama skapi mistæk- ar í sóknarleik sínum. Þegar um 10 mínútur voru eftir og Víkingslið- ið hafði 3ja marka forskot meiddist Svava Baldvinsdóttir í liði Víkings og varð að fara af leikvelli. Þetta varð afdrifaríkt fyrir Víkinga enda var Svava búin að eiga stórleik ásamt Valdísi Birgisdóttur. Fram- stúlkurnar nýttu sér þetta til hins ýtrasta og náðu jafntefli í leiknum sem endaði 21—21. Mörk Fram: Guöriður Guöjónsdóttir 6, Jó- hanna Halldórsdóttir 5, Oddný Sigsteinsdóttir 4, Arna Steinsen 3, Margrét Blöndal 2, Hafdís Guöjónsdóttir 1 mark. Mörk Víkings: Svava Baldvinsdóttir og Eiríka Ásgrímsdóttir 5 mörk hvor, Inga Lára Þóris- dóttir og Valdís Birgisdóttir 4 mörk hvor, Sigurrós Björnsdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir eitt mark. Stjarnan vann Valkyrjur byrjuðu mjög vel „að venju“ og náðu góðu forskoti sem þær náðu að sjálfsögðu ekki að halda út leikinn, hvað þá til hálf- leiks. Stjarnan náði með góðri baráttu að jafna leikinn áður en flautað var til leikhlés. í síðari hálf- leik voru það Stjörnurnar sem höfðu frumkvæðið í markaskorun- inni og endaði leikurinn með sigri Garðabæjarliðsins, 22:19. Stjarn- an náði þar með að hefna þess er Valsliðið sló þær út úr bikarnum um daginn. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 7, Mar- grét Theodórsdóttir, GuÖný Gunnsteinsdóttir og Hrund Grétarsdóttir4mörk, Drífa Gunnars- dóttir eitt mark. Mörk Vals: Ásta Björk Sveinsdóttir 7, Erna Lúövíksdóttir og GuÖrún Kristjánsdóttir 5 mörk hvor, Katrín Friöriksen 2 mörk. Valssigur Valsstúlkurnar náðu strax góðri forystu í leiknum, en samkvæmt venju tókst þeim að glopra henni niður og var seinni hálfleikur frekar og skemmtilega leiki í vetur. Valur vann að vísu báða leikin og eiga því að teljast líklegri til sigurs. Fyrri leikinn vann Valur 26:25 en þann siðari 28:24. í deildinni hafa Framarar verið frekar óheppnir og gengið verr en búist var við í upphafi móts. Þeir ætla örugglega að gera sitt besta til að ná sem lengst í bikarnum. Þetta á auðvitað einnig við um Valsmenn. Þeir náðu ekki Evrópu- sæti í deildinni en það lið sem kemst í úrslitaleikinn á góða mögu- leika á Evrópusæti. Ef Víkingur leikur til úrslita þá er hitt liðið öruggt með sæti í Evr- ópukeppni en ef Stjarnan slær þá út komast bikarmeistararnir vænt- anlegir í Evrópukeppnina en taplið- ið ekki. Knattspyrna: Hamborg íúrslit ' Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur- Þýskalandi. HAMBORG tryggði sér í gær- kvöldi réttinn til að leika til úrslita um vestur-þýska bikarinn i knatt- spyrnu er þeir unnu Borussia Mönchengladbach, 1:0, í undan- úrslitum í Hamborg. Nýliðinn, Manfred Kastl, var hetja Hamborgara er hann skoraði sigurmarkið þegar 4 mínútur voru til leiksloka. Hann skallaði fyrirgjöf frá Kaltz i stöng, en knötturinn barst aftur út í teiginn og hann fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. Fögnuður 55 þúsund áhorfenda var mikill eins og nærri má geta. Því úrslitaleikurinn verður örugg- lega ekki eins erfiður fyrir Hamborgara. Hinn undanúrslita- leikurinn fer fram í dag og þar eigast við Dússeldorf og Stuttgart Kickers, sem leikur í 2. deild. Það má því telja víst að Hamborgarar kveðji þjálfara sinn, Ernst Happel, með sigri í bikarkeppninni. England TVEIR leikir fóru fram í 2. deild ensku knattspyrnunnar í gær- kvöldi. Birmingham vann Sunder- land, 2:0 og Huddersfield og Barnsley gerðu jafntefli, 2:2. iafnt íVín BÚLGARÍA sigraði Luxemborg, 1:0, í Evrópukeppni landsliða knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Kyustendil í Búlgaríu i gærkvöldi og Austurríki og Spánn gerðu jafntefli, 1:1, í sömu keppni. jafn, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:11 fyrir Val. Víkingsliðið jafnaði leikinn í fyrsta skipti þegar tæpar 5 mínútur voru eftir. Vals- stúlkur skriðu aftur yfir þegar tæp ein mínúta var eftir og staðán var 21:20 fyrir Val. Þá fengu Víkings- stúlkur gott færi á að jafna en Aðalheiður varði vel úr horninu. Valsliðið náði hraðaupphlaupi og tryggði sér sigurinn. Lokatölur urðu því 22:20. Mörk Vals: Erna Lúövíksdóttir og Katrín Friö- riksen 7 mörk hvor, Guörún Kristjánsdóttir 4, Ásta Björk Sveinsdóttir og Soffia Hreins- dóttir tvö mörk hvor. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 7, Ágústa Ásgrímsdóttir 5, Svava Baldvinsdóttir 3 og þær Valdis Birgisdóttir og Jóna Bjarnadóttir tvö mörk hvor, Sigurrós Björnsdóttir eitt mark. ÍBV-FH, 15:22 FH-stúlkurnar unnu öruggan sigur á ÍBV um helgina. Staðan í leikhléi var 11:8 fyrir FH. í seinni hálfleik bættu FH-ingar enn á for- ystuna og sigruðu með sjö marka mun, 22:15. Mörk ÍBV: Ragna Birgisdóttir 5, Unnur Sig- marsdóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir 2 mörk hver og Ásta Kristjánsdóttir eltt mark. Mörk FH: Inga Einarsdóttir 6, Rut Baldurs- dóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir 4 mörk hvor, Helga Sigurðardóttir 3, Heiða Einarsdóttir og Berglind Hreinsdóttir 2 mörk hvor og Linda Loftsdóttir eitt mark. KF/ÁS getrmma ^VINNINGAR! 32. leikvika - 28. mars 1987 Vinningsröð: 21X-111-11X-111 4920 95076(6/n) 125868(6/ii)+ 219939(’%i) 16015+ 95253(6/u) 127791 (®/ii) 221273(,a/ii) 42800(4/n) 95255(6/ii) 127992(6/ii)+ 222295(B/ii) 44487(4/n) 96492(6/n) 128052(6/n) 222318(’Vii) 52296(4/n)+ 98311(«/ii) 128539(6/n) 222373P/H) 53038(4/n)+ 99646(6/n) 211081 (fl/n) 222385(°/ii) 53505(4/n) 100555(6/ii) 213992(7/ii)+ 222643("/u) 55297(4/ii)+ 101534(s/ii) 216107(,z/ii) 58190(4/i i) 125027(6/n) 217894("/ii) 59672(4/n) 125729(6/ii) 218656P/n) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 415,- Alls komu fram 583 raðir. Vinningur fyrir ellefu rétta verður sendur vinningshöfum nú í vikunni. Þeir vinnings- hafar sem ekki hafa fengið vinninga sína innan viku frá birtingu þessarar auglýsingar, vinsamlegast hafið sam- band við aðalskrifstofu íslenskra getrauna. Nafnlausir seðlar verða auglýstir með vinningaskrá 33. leikviku Kærufrestur er til þriðjudagsins 21. aprn 1987 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skríftegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni f Reykjavfk. Vinnlngsupphæðir gata lækkað, ef kærur verða teknar tii greina. Handhafar nafnlausra seðta ( + ) verða að tramvfsa stofni eða senda stofninn og fulfar upptýsingar um nafn og heimilisfang til Istenskra Qetrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.