Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 65 Steinar hf. f lyt- ur í nýtt húsnæði STEINAR hf., sem áður hét Stál- húsgagnagerð Steinars hf., hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði við Smiðjuveg 2 í Kópavogi, en þar var Trésmiðjan Víðir áður til húsa. Steinar hf. festi kaup á allri húseigninni, sem er um 7.000 m2 að grunn- fleti, og fyrst um sinn verða um 3.000 m2 nýttir undir verksmiðju fyrirtækisins og um 7C0 m2 fyrir sýningarsal þar sem einkar góð aðstaða verður til þess að sýna framleiðslu og innflutning Stein- ars hf. Annað húsrými Steinars hf. við Smiðjuveg 2 hefur verið leigt út til annars atvinnurekstr- ar. Steinar hf. hefur sérhæft sig i framleiðslu og innflutningi á hús- gögnum fyrir alls kyns stofnanir og fyrirtæki, skóla, veitingastaði, félagsheimili, hótel, flugstöðvar, íþróttahús, kvikmyndahús, leikhús o.fl. o.fl. Þekktasta framleiðsluvara Steinars hf. er vafalaust STACCO- stóllinn, sem bæði er framleiddur hér á landi fyrir íslenskan markað og hjá hinu þekkta fyrirtæki Labofa A/S í Danmörku, þaðan sem hann er seldur til allra heimshoma. A meðal innfluttra húsgagna má nefna t.d. hina þekktu hönnun frá Wilkhahn og Vitra og fjölbreytt úrval húsgagna frá Labofa, TUA, S-H, EH, Hile Ergonom o.íl. Stálhúsgagnagerð Steinars var stofnuð af Steinari Jóhannssyni árið 1960. Eftir lát hans var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag árið 1976 og er það nú í eigu eftirlifandi eigin- konu Steinars, Sigurbjargar Guð- jónsdóttur, sem nú starfar sem forstjóri Steinars hf., og fjögurra starfsmanna þess, Guðna Jónssonar framkvæmdastjóra, Hilmars Jó- hannssonar, afgreiðslustjóra, Agústs Guðmundssonar, verkstjóra í trésmiðju, og Dagbjarts Jónssonar verkstjóra í jámsmiðju. Rúmlega 30 manns vinna nú hjá Steinari hf. og á meðal nýlegra samninga sem gerðir hafa verið má nefna sölu á húsgögnum í nýja Seðlabankahúsið, nýja Utvarpshúsið, nýja Verslunar- skólann, Grandaskóla, Selásskóla, félagsmiðstöðina í Frostaskjóli, samning um sölu á um 1.000 STACCO-stólum í Laugardalshöll og síðast en ekki síst um 15 milljón króna samning um sölu á Wilk- hahn-húsgögnum í nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, en það mun vera stærsti samningur um hús- gagnasölu sem gerður hefur verið hér á landi. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Einar Falur Guðni Jónsson framkvæmdastjóri Steinars hf. fyrir utan nýja hús- næðið. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fjölmargir voru viðstaddir stofnfund D-álmusamtakanna og þar kom fram að brýnt væri að hefjast handa þegar í stað. Sjúkrahúsið í Keflavík: Héraðsátak um að byggja D-álmuna Keflavík. MARKMIÐIÐ er að stuðla að byggingu langlegudeildar við Sjúkrahús Keflavíkur, segir í markmiði D-álmu samtakanna sem voru stofnuð á Suðurnesjum fyrir nokkru. Að stofnun samtak- anna stóðu liðlega 30 félög sem hafa líknarmál á stefnuskrá sinni auk nokkurra einstaklinga. Þessu markmiði sem samtökin kalla héraðsátak er ætlunin að ná með almennum fjársöfnunardegi, með öðrum fjársöfnunum, mark- vissri kynningu og áróðri fyrir byggingu D-álmunnar hvar sem færi gefst, í fjölmiðlum og á opin- berum vettvangi. Ennfremur var samþykkt að samtökin skyldu lögð niður þegar D-álman verður tekin í notkun. A stofnfundinum töluðu lækn- amir Kristján Jónsson og Jón Jóhannsson og kom fram í máli þeirra að nú væri mikill skortur á sjúkrarúmum fyrir aldraða á Suður- nesjum. Langur biðlisti væri við allar stofnanir á svæðinu þar sem aldraðir fengju hjúkrun. - BB Morgunblaðið/Úlfar Hluti bílaflotans kemur til ísafjarðar að kvöldi mánudags. Vegna tafar vegagerðarinnar með snjóm- okstur gæti tapast ferð. Isafjörður: Urgur í flutnmgabílstjór- um vegna snjómoksturs á Steingrímsfj ar ðarheiði ísafírði. MIKILL urgur er í flutningabíl- stjórum á ísafirði og í Bolung- arvík með það sem þeir kalla geðþóttaákvarðanir verkstjóra vegagerðarinnar á Drangsnesi. Fullyrða þeir að neitað hafi verið um mokstur á Steingríms- fjarðarheiði sl. laugardag í góðu veðri, vegna þess að slæmt veður var snemma morg- uns þegar athugun var gerð. Um hádegið var komið stillt og bjart veður á heiðinni. Reglur vegagerðarinnar um snjómokstur á Steingrímsfjarðar- heiði eru um mokstur á þriðjudög- um og föstudögum eða næsta færa dag á eftir ef veður hamlar mokstri þessa tvo ákveðnu daga. Flutningabflstjóramir hafa stillt áætlanir sínar inn á þessar reglur og hefur gengið vel að starfa sam- kvæmt þeim í vetur með tilkomu nýja vegarins um Lágadal í ísa- fjarðardjúpi. Þrír flutningabílar og mjólkurbíll komu til ísafjarðar að kvöldi mánudags eftir tíðinda- litla ferð frá Hólmavík þann dag, en þar höfðu þeir beðið frá föstu- dagsmorgni. Það tók snjóblásar- ann frá vegagerðinni um 5 tíma að moka heiðina í nokkuð verra veðri en var á laugardaginn, en vegna tafarinnar komast bílamir ekki til Reykjavíkur fyrr en á föstudagskvöld í stað þess að fara aftur suður á þriðjudag og tapa þeir þar með heilli viku úr. Bjami Þórðarson flutningabíl- stjóri á ísafirði og Bjarni Bened- iktsson flutningabflstjóri úr Bolungarvík kvörtuðu undan slæmri þjónustu vegagerðarinnar, sem þeir sögðu að væri aðeins um að kenna verkstjóra sem væri staðsettur allt of langt frá heið- inni og mönnunum sem við snjómoksturinn starfa. Sögðu þeir að það hefði komið starfsmönnum vegagerðarinnar á Hólmavík jafn- mikið á óvart og þeim sjálfum að ekki var mokað á laugardaginn. Þá sögðu þeir félagamir að þeir ættu erfitt með að fallast á hvem- ig tekið væri á málefnum atvinnu- fyrirtækja eins og þama ætti í hlut á meðan opnað væri við erfið- ari aðstæður á dögum sem ekki féllu undir snjómokstursreglum- ar, þegar t.d. stjómmálamenn ættu í hlut, og nefndu þá för fram- bjóðenda eins stjómmálaflokk- anna fyrir fáum dögum yfir heiðina og stjómarmanns Fjórð- ungssambands Vestfírðinga, sem þurfti að komast á landsfund flokks síns, fyrir nokkru. Kristinn Jón Jónsson rekstrar- stjóri hjá vegagerðinni á ísafírði vildi ekki kannast við geðþótta- ákvarðanir verkstjóra síns á Drangsnesi í þessu tilviki. Sagði að þeir hefðu verið í sambandi hvor við annan á laugardag og þar sem veðurhorfur vom tvísýnar og moka þurfti eitthvað af vegin- um í ísafjarðardjúpi hefðu þeir orðið ásáttir um að moka ekki. Um ferðir stjómmálamannanna sagði hann að það væri tómur þvættingur, ekkert hefði verið mokað fyrir þá sérstaklega, held- ur fyrir ýmsa aðra líka sem þurftu að komast um veginn. í framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að vegurinn um Stein- grímsfjarðarheiði er að verða svo mikil samgöngubót fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum, að akstur til Reykjavíkur á miðjum vetri er að verða ömggari sam- gönguleið en flugið. A þriðjudag hafði ekki verið flogið milli ísa- flarðar og Reykjavíkur í 5 daga. Þá var góð fólksbílafærð á milli. Fá ár em síðan engin vegaumferð var þar á milli alla vetrarmánuð- ina. — Úlfar Um 200 manns sóttu fund ungs sjálfstæðisfólks í Valhöll sl. laugardag. Ályktun ungs sjálfstæðisfólks: Rík áhersla lögð á siðferð- iskröfur í stjórnmálum Á FJÖLMENNUM fundi ungs sjálfstæðisfólks, sem haldinn var í sjálfstæðishúsinu Vaihöll sl. laugardag, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Ungt fólk styður Sjálfstæðis- flokkinn vegna frjálslyndisstefnu hans og verka, en ekki vegna sér- hagsmunasjónarmiða. f umróti íslenskra stjómmála hefur ungt fólk lagt ríka áherslu á siðferðiskröfur í stjómmálum. Við fögnum því að formaður flokksins og þingflokkur hafa sýnt mikla ábyrgð og umburðarlyndi í málefnum Alberts Guðmundssonar. Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans hefur sýnt og sannað að hann axlar þá ábyrgð er samræmist þeim kröfum sem íslendingar eiga að gera til stærsta stjómmálaflokks landsins. Þess vegna styður ungt fólk Sjálfstæðisflokkinn."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.