Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Fræðslufundur um loftræsti- og hitakerfi FRÆÐSLUFUNDUR um hönn- run, útboð, smíði, eftiriit, úttekt og viðhald loftræsti- og hitakerfa verður haldinn i Risinu, Hverfis- götu 105, fimmtudaginn 2. apríl ld. 17.00. Fyrirlesarar verða þessir: Magn- ús Sædal Svavarsson deildarstjóri tæknisviðs byggingardeildar borg- arverkfræðings, Ormar Þór Guðmundsson arkitekt, Ragnar Ragnarsson verkfræðingur, Gunnar Torfason verkfræðingur, Kristján Ingimundarson blikksmíðameistari, Jónas Valdimarsson pípulagninga- meistari, Stanley Pálsson verk- fræðingur, Þórður Búason verkfræðingur, Ragnar Gunnarsson tæknifræðingur, Þorgeir Bergsson tæknifræðingur, Friðrik S. Kristins- son tæknifræðingur, Kristján Ottósson byggingareftirlitsmaður byggingardeildar borgarverkfræð- ings og Vífíll Oddsson verkfræðing- ur. Fundarstjórar verða Garðar Erlendsson blikksmíðameistari og Jón Otti Sigurðsson tæknifræðing- ur. Félag velunnarar Borgarspítalans hefur gefið Birgarspítalanum fullkomna aðgerðarsmásjá. Borgarspítalanum færð fullkomin að- gerðarsmásjá að gjöf Morgunblaðið/Einar Falur Egill Skúli Ingibergsson formaður Félags velunnara Borgarspítal- ans afhendir Páli Gislasyni formanni stjórnar Borgarspítalans aðgerðarsmásjánna. FULLKOMIN aðgerðarsmásjá sem Félag velunnara Borg- arspítalans hefur haft for- göngu um að gefin skuli Borgarspitalanum og þá eink- um til nota í slysadeildinni var afhent s.l. fimmtudag. Tuttugu og fímm félög, fyrir- tæki og stofnanir hafa veitt FVB fjárhagslegan stuðning við kaup aðgerðarsmásjárinnar og teljast þau öll gefendur tækisins ásamt FVB. Þau eru: Lionsklúbburinn Fjölnir, Lionslúbburinn Ægir, Kiwanisklúbburinn , Brú á Keflavíkurflugvelli, Almennar tiygg'nKar. Samvinnutryggingar, Sjóvátryggingafélag Islands, Tryggingamiðstöðin, Félag jár- niðnaðarmanna, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur, Seðlabanki íslands, Landsbanki íslands, Iðn- aðarbanki Islands og Iðnlánasjóð- ur, Verslunarbanki íslands, Utvegsbanki íslands, Búnaðar- banki íslands, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Spari- sjóðurinn í Keflavík, Keflavíkur- bær, Grindavíkurbær, Hafnar- fjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Mosfellshreppur og Seltjamarneskaupstaður. Aðgerðarsmásjáin kostaði hingað komin um 1,3 milljónir króna. Hún er svissnesk völund- arsmíð og gefur að dómi sérfræð- inga Borgarspítalans bestu möguleika við ágræðslur, veija- flutninga og fleiri aðgerðir sem krefjast smásjártækni. Með tæk- inu er unnt að sauma saman taugar og æðar, sem eru aðeins hálfur til einn millimetri að sver- leika. Þetta vandaða tæki, sem byggt er á allra nýjustu tækni í smásjárgerð, skapar möguleika til fjölbreytilegra smásjáraðgerða og á að geta nýst Borgarspítalanum næstu 20 árin eða kannski leng- ur, að dómi Rögnvaldar Þorleifs- sonar skurðlæknis í slysadeild Borgarspítalans. Formaður FVB, Egill Skúli Ingibergsson, afhenti gjöfina, en Páll Gíslason formaður stjórnar Borgarspítalans veitti gjöfinni viðtöku. Fimm myndhöggvarar valdir til að taka þátt 1 samkeppni NEFND frá sænska bænum Harnösand dvaldist hér á landi fyrir nokkru til að velja fimm íslenska myndhöggvara til að taka þátt í samkeppni um gerð höggmyndar sem reisa á í Hárnösand. I nefndinni eru arkitektarnir Bo Ásberg og Hans Thunell, Ingwar Áhrén listráðunautur og Kjerstin Schenell en formaður nefndar- innar er Jan Digné. Það var Myndhöggvarafélagið sem hafði milligöngu um komu Svíanna hingað til lands en þeir heimsóttu fjölda listamanna á vinnustofur þeirra, skoðuð högg- myndir og fóru á myndlistarsýning- ar. Þeim listamönnum sem nefndin velur verður boðið að senda teikn- ingar til keppninnar en í henni taka þátt myndhöggvarar frá öllum Norðurlöndum. Sex myndhöggvur- um verður síðan boðið að halda áfram í samkeppninni og af þeim verður einn valinn til að gera endan- legu höggmyndina en alls er varið um 18 milljónum íslenskra króna til verksins og verða allar tillögur launaðar. Það eru dætur sænska viðskipta- jöfursins John Anderson sem gefa heimabæ sínum þessa rausnarlegu gjöf í minningu foreldra sinna en höggmyndinni er ætlaður staður í miðbæ Harnösand eins og áður getur. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.