Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. APRÍL 1987 „pú hePof- skilicS ísslcdpinn efiir opinn. einu sinni enn." ásí er... ... snerting. TM Reg. U.S. Pat Off.--all rights reserved ® 1987 Los Angeles Times Syndicate Það stendur: Afsakið, að- eins fyrir hross! Með morgunkaffinu Mig dreymdi ég væri suður á Italíu að borða spag- hetti. Þegar ég vaknaði var rafmagnssnúran horf- in, læknir. HÖGNI HREKKVÍSI Siðareglur virðast eiga lítið erindi upp á pall- borð sumra Islendinga Helga skrifar: Það er ekki langt síðan nokkrar umræður urðu hér á íslandi um flóttamenn. Ástæðan var sú að íranskur maður álpaðist hingað til lands á flótta undan blóðþyrstum yfírvöldum lands síns. Sú umræða lognaðist út af um leið og umrædd- ur hélt úr landi. En það er alltaf nóg af æsifregnum á íslandi þó flestar lifl stutt og fæstum þeirra sé fylgt eftir. í dag, 25. mars 1987, er talsverð ólga í íslensku þjóð- félagi, a.m.k. ef marka má fjölmiðla augna og eyma. Pjöldi starfsstétta er í eða hefur boðað verkfall. Þar á meðal kennar- ar. Stjórnvöld virðast eiga í erfið- leikum með að skilja mikilvægi þeirrar stéttar, bæði fyrir nútíð og framtíð þess sem í daglegu tali er nefnt hið íslenska þjóðfélag. En það eru ekki aðeins uppeldisstéttir þjóð- arinnar sem beijast fyrir mann- sæmandi kjörum. 25. mars var haldinn í Reykjavík mikilvægur fundur utanríkisráð- herra Norðurlandanna. Ríkisstjóm íslands, sem virðist vera einhver einkastofnun óháð vilja meirihluta fólksins í landinu, hefur ákveðið að hún geti ekki gengið að sjálfsögðum kröfum hinna Norðurlandanna um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd. Ef meirihluti þjóðarinnar stæði á bak- við þessa ákvörðun íslenska ut- anríkisráðherrans horfði málið e.t.v. öðruvísi við. En enn hefur ekki tek- ist að heilaþvo þjóðina og sannfæra hana um ágæti kjamorkuvopna. Á meðan svo er, og fólk krefst fram- tíðar fyrir sig og böm sín, ber stjómvöldum að virða þessar kröfur almennings. Svo framarlega sem þau vilja halda áfram að kalla ís- land lýðveldi og sig fulltrúa fólksins í landinu. Maður, sem stundum hefur nefnt sig fulltrúa hins litla manns, er eitt aðalfjölmiðlafóður undanfarinna daga. Það þykir ástæða til að velta sér fram og aftur upp úr því að maður, sem margoft hefur gerst sekur um brot ef ekki á landslögum þá á almennum siðareglum, skuli beðinn að víkja úr ráðherrastól. Að hann þurfi utanaðkomandi þrýsting Kæri Velvakandi, Mig langar til þess að biðja þig um að reyna að koma mér í sam- band við nokkrar manneskjur. Einu sinni hringdi maður í mig og sagð- ist vera að taka saman ætt ísleifs Jónssonar frá Ytri-Skógum og fékk upplýsingar hjá mér um mitt fólk. Síðan hef ég ekkert heyrt frá hon- um. Mig minnir að hann hafi sagst heita Eiríkur. Nú langar mig að heyra frá honum. Einnig langar mig til þess að komast í samband við einhvern sem hefur undir höndum rit sem Hjör- leifur Jónsson, sem kallaður var til þess sýnir ekkert annað en skort á dómgreind hans sjálfs. En svo virðist sem almennar siðareglur, sem virtar eru t.d. á hinum Norður- löndunum, eigi lítið erindi upp á pallborð sumra íslendinga. Ætli sið- fræðin verði ofarlega á stefnuskrá hins nýja hulduborgarflokks? Eða hveijar eru siðareglur stærsta stjórnmálaflokks eyjunnar sem þor- ir ekki að víkja fyrrverandi ráð- herrum úr framboðssæti, af ótta við atkvæðatap? Það eru margar spurningar sem brenna á vörum lítilla manneskja í þessu þjóðfélagi í dag. En færra um svör. „læknir“, ritaði um grasalækningar °g,fleira. I þriðja lagi langar mig til þess að vita hvort nokkur eigi t.d. þau blöð sem gefin voru út í Hafnar- fírði 1938-39. Á þessu tímabili skrifaði (Friðrik) Ágúst Hjörleifs- son grein þar sem hann talaði um að stofna dvalarheimili fýrir aldraða sjómenn og mun því vera sá fýrsti sem hafði orð á því. Ef einhveijir lesa þetta og geta hjálpað mér, þá er síminn hjá mér 656344. Guðlaug Ágústsdóttir Vil komast í samband við nokkrar manneskjur Víkverji skrifar eir, sem ganga um Austur- stræti snemma á laugardags- morgnum, gætu oft haldið, að þar hefðu verið götuóeirðir í skjóli næt- ur. Varla líður svo föstudagskvöld, að ekki séu brotnar rúður í verslun- argluggum. Eða eins og segir í baksíðufrétt Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag: „Lögreglan stóð í ströngu í miðbænum aðfara- nótt laugardagsins vegna drykkjul- áta fólks. Þó ekki hafi verið fjölmennt í miðbænum voru óvenju margar rúður brotnar og þurfa verslunareigendur margir hveijir að byija enn eina vikuna á því að fá nýtt gelr í glugga sína.“ í sama tölublaði Morgunblaðsins er skýrt frá því, að borgaryfirvöld hafi í samráði við lögregluna stofn- að sérstaka vaktsveit til að koma í veg fyrir skemmdarverk á eigum borgarinnar. Ertalið að árlega verði borgin fyrir rúmlega tveggja milljón króna tjóni vegna þess að skemmd- arvargar ráðast á stöðumæla og öryggistæki eins og umferðar- spegla. Fróðlegt væri að vita, hve mikið tjónið er árlega vegna rúðu- brota í Austurstræti. Ef til vill ættu verslunareigendur og tryggingafé- lög að taka sig saman í samráði við lögregluna í því skyni að koma á fót vaktsveit, sem hefði það verk- efni að vernda rúður á föstudags- kvöldum og aðfaranætur laugar- daga. í einfeldni sinni hefur Víkveiji verið þeirrar skoðunar, að það væri hlutverk lögreglunnar að vernda eignir borgarsjóðs og þeirra, sem eiga verslanir með glæsilegum gluggum í Austurstræti. Er svo komið fyrir lögreglunni í Reykjavík að stofna þurfí einkasveitir til að létta undir með henni við eigna- vörslu? Hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla, sem vilja stofna slíkar vaktsveitir? XXX Samkeppni fyrirtækja tekur á sig margvíslegar myndir. Nú eru til dæmis tveir erlendir stór-flug- vellir farnir að keppa hér á landi fyrir tilstilli flugfélaganna Flugleiða og Amarflugs. Um nokkurt skeið hefur Schiphol- flugvöllur við Amsterdam auglýst ágæti sitt í íslenskum fjölmiðlum. Þangað flýgur Arnarfiug og hefur umferð íslendinga um flugvöllinn stóraukist á undanfömum ámm. Er ekki vafi á, að margir íslending- ar em komnir á þá skoðun, að Schiphol sé besta og stærsta hliðið að umheiminum. Flugieiðir em nú að flytja sig um set á Heathrow-flugvelli við Lon- don. Frá og með síðasta sunnudegi eiga menn að fara á Terminal 1 til að ná í vélina til Islands en ekki á Terminal 2 eins og áður. Vonandi leiðir það af þessari breytingu, að troðningurinn minnkar, þegar menn em að skrá töskur sínar í Islands- vélina. Víkveiji hefur stundum talið næsta ömggt, að hann missti af vélinni heim, þegar við honum blasti mannfjöldinn í farangursafgreiðsl- unni í Terminal 2. Vegna þessara flutninga hefur Heathrow-flugvöllur skýrt les- endum Morgunblaðsins frá því í heilsíðu-auglýsingu, að þar opnist heimurinn í allar áttir. Þar geti menn valið ferðir á vegum 70 flug- véla til rúmlega 215 áfangastaða, þaðan fari meira en 400 flugvélar daglega. Þá er bent á það, að að- eins í Terminal 1-byggingunni séu afgreiddir fleiri farþegar en á Schiphol-flugvelli. Tekið er fram, að farangursafgreiðsla sé öll hin fullkomnasta og áréttað í lokin að Heathrow sé „aðaldyr íslands að umheiminum." Víkveiji er ekki í aðstöðu til að draga neitt af þessu í efa. Hann hlakkar til að kynnast farangursaf- greiðslunni. Kannski hefur sam- keppni Flugleiða við Schiphol orðið til þess að knýja á um flutninginn á milli afgreiðslustaða á Heath- trow? Samkeppni flugfélaganna kemur ferðalöngum til góða í fleiru en vali á áfangastöðum. Brátt verður nýja flugstöðin opnuð á Keflavíkurflugvelli. Þar með get- um við einnig orðið þátttakendur í samkeppni flugvalla. Að vísu erum við ekki í sömu aðstöðu og Schip- hol og Heathrow. Á hinn bóginn ættum við að reyna að laða okkur hluta af hinni miklu umferð, sem er yfir Norður-Atlantshaf. Gætum við til að mynda keppt við Shannon á írlandi. Það eru miklir hagsmunir tengdir því, að hin nýja flugstöðvar- bygging okkar hljóti sem almenn- asta og besta kynningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.