Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 58

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. APRÍL 1987 fclk í fréttum Karl Friðleifsson Þorrablót í stórhertogadæminu Frá Elínu Hansdóttur, fréttarítara Morgunblaðsins í Lúxemborg. íslendingar í Lúxemborg héldu stærstu og veigamestu samkomu ársins þann 13. mars, en þá var þorra blótað. Undanfarin ár hefur þorrablótið verið haldið í húsakynn- um „Convict Centre", en það er stórhýsi sem hefur að geyma hina ýmsu samkomustaði. Convict Centre stendur á barmi gjár þeirrar er myndar Petruss-dalinn og skiptir borginni í tvennt, eða eins og íslend- ingar einir kalla þýska og franska bæ. Hófið hófst með því að formaður íslendingafélagsins bauð gesti vel- kokmna og kynnti dagskrá kvölds- ins. Daginn áður höfðu lagt upp frá íslandi tveir matsveinar með lost- ætið allt í pússi sínu. Með sömu flugvél Flugleiða komu einnig þeir er skipa hljómsveitina „Nátthrafna" frá Keflavík, en þeir eru hér í ann- að sinn komnir til þess að spila fyrir dansi og njóta þeir mikilla vin- sælda hér hjá okkur. Eftir að formaður félags okkar hafði boðið okkur að gjöra svo vel að hefja átið sungum við saman brag er hafði borist okkur frá lönd- um okkar í Stuttgart og þótti vel við hæfí. (Lag: Öxar við ána) Fram skulu reiddar sauðkindur seyddar sýrðar og reyktar og höggnar í spað. Allt það er seðjar augu sem hreðjar innbyrði gestimir þegar í stað. Namm namm lostætið Ijúfa namm namm lundabaggi og svið. Tros og tormelt rengi tyggjum vel og lengi á tanngörðunum vinnum við. (Höf. Fífill úr Brekku) Hvort söngurinn eða textinn hef- ur haft áhrif á matarlystina er ekki gott að segja, en óhætt er að full- yrða að enginn stóð svangur upp frá borðum og trúlega hafa margir gleymt öllum áformum um hófsemd í mat þetta kvöld. Maturinn var sérstaklega góður og fallega fram borinn af þeim Herði Jónssyni og Dans var stiginn fram á nótt. Skálað á góðri stund, (frá hægri): Garðar Jónsson og kona hans, Guðrún Freysteinsdóttir, Ragnar Kvaran og kona hans, Hrefna, sem skálar við tengdason sinn, Ralf. allra meína bót LÝSI er allra meina bót, er stað- hæfíng er flestir kannast við, en eru misjafnlega reiðubúnir til að samþykkja. Fyrir skömmu kom hingað til lands Dale Alexander, Bandaríkjamaður, sem um tæplega 40 ára skeið hefur verið óþreytandi við að predika þennan boðskap. Alexander, sem uppnefndur hef- ur verið „the codfather", hefur skrifað 5 bækur, sem selst hafa í rúmlega tveimur milljónum eintaka samtals, um skoðanir sínar á nær- ingarfræði, ferðast um Bandaríkin þver og endilöng og einnig til ann- arra landa til þess að halda fyrir- lestra og taka þátt í umræðum um hollt mataræði. Hann er mikið á móti gosdrykkjum, telur óskynsam- legt að drekka vökva með mat nema um sé að ræða mjólk eða súpur og heldur því fram að lýsi, tekið á rétt- an máta, sé allra meina bót. Taka þurfí það á fastandi maga, eina matskeið á móti tveimur matskeið- um af mjólk eða nýkreistum LjósmyndrMorgunblaðið/Bjarni Eiríksson Dale Alexander ásamt konu sinni, Silky, i verksmiðju Lýsis. appelsínusafa, sem hrist hefur verið vel saman. Síðan eigi að líða um 30 mínútur þar til morgunmatur sé snæddur. En hvernig skyidi standa á þessari bjargföstu sann- færingu Alexanders? „Móðir mín þjáðist af liðagigt", sagði Alexander við blaðamann Morgunblaðsins. „Allt sem hægt var að gera á þeim tíma hafði ver- ið reynt til að hjálpa henni, en ekkert gagnaði. Læknir hennar ráð- lagði að dregnar yrðu úr henni tennumar og þá var mér nóg boð- ið. Ég fór á bókasafn Harward- háskóla og hugsaði með mér að þar hlyti ég að finna einhvem fróðleik sem gagn væri að. Eftir að hafa blaðað í fjölda bóka rakst ég á gamla bók eftir hollenskan lækni, L.J. DeJongh, er bar titilinn „Þorskalýsi", þessi bók gerbreýtti lífi mínu. Þar var því haldið fram að þorskalýsi gæti m.a. læknað liða- gigt og var ég staðráðinn í að athuga hvort lýsið gæti hjálpað móður minni. Hún var í fyrstu lítt hrifín af því að prófa þennan ólyst- uga drykk, en eftir að ég blandaði hann mjólk fékk ég hana til að þess. í sex mánuði gerðist ekkert, en þá skyndilega dró úr verkjunum, hin þurra húð hennar og glanslaust hárið fengu á sig annan og heil- brigðari svip og smám saman batnaði henni. Eftir þessa reynslu fór ég að rannsaka nánar eiginleika og áhrif lýsis og sannfærðist um að það Alexander ásamt Baldri Hjaltasyni, með þorskalýsi frá Lýsi. Lýsi er - segirDale Alexander er predikað hefur ágæti þess í 40 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.