Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 03 53 Um skattamál Alberts Guðmundssonar fyrrver- andi fjármálaráðherra eftirEinarS. Hálfdánarson Mér þykir þörf á að árétta nokkr- ar staðreyndir sem varpa ljósi á meint skattsvik Alberts Guðmunds- sonar fyrrverandi fjármálaráðherra. Blaðamenn hafa ekki séð ástæðu til að leita til sérfróðra manna í bókhalds- og skattamálum og þess vegna heyrist ýmiss furðulegur samanburður. Einn mann heyrði ég t.d. líkja þessu við að gleyma að telja fram launagreiðslu vegna þess að viðkomandi fái ekki sendan launamiða. Þetta er auðvitað alveg fráleitt eins og nú verður rakið. Bókhaldið tryggir að mistök upp- götvast. Fyrsta ráðið, raunar það eina sem mönnum er innprentað er þetta: Skráðu alla móttöku og notkun peninga í rekstrinum. Til að auð- velda það á að nota sérstakan bankareikning fyrir reksturinn og blanda persónulegum fjárreiðum ekki saman við þennan bankareikn- ing. Það er ástæða til að staldra við þetta atriði því að þetta er það fyrsta, sem manninum sem er að hefja rekstur í bílskúmum sínum, er sagt að gera. Með öðrum orðum tryggir þetta það jafnvel þótt fylgi- skjöl gleymist þá uppgötvast mistökin þótt síðar verði. Fjármálaráðherrann fyrrverandi er búinn að reka stórt fyrirtæki frá því að hann kom heim upp úr 1950. Þá hefur hann ennfremur ágæta verzlunarmenntun með próf frá Einar S. Hálfdánarson „Að leg-gja greiðsluna inn á persónulegan reikning af athugunar- leysi er álíka trúverð- ugt og atvinnubílstjóri segðist hafa gleymt því sem hann lærði í öku- kennslunni til afsökun- ar á umferðarbroti.“ Samvinnuskólanum. Sá háttur sem hann hafði við framsal ávísana frá Hafskip hf. verður að skoðast í þessu ljósi. Að leggja greiðsluna inn á persónulegan reikning af athug- unarleysi er álíka trúverðugt og atvinnubílstjóri segðist hafa gleymt því sem hann lærði í ökukennslunni til afsökunar á umferðarbroti. Þvert á móti bendir flest til þess að fjár- málaráðherrann fyrrverandi hafi gert þetta með þeim ásetningi að greiðslan kæmi ekki fram í bók- haldinu; annað er næstum óhugs- andi. Ingi Björn Albertsson hefur látið hafa það eftir sér að það komi eng- um við hvar fyrirtækið vistar sína peninga. Samkvæmt framansögðu- er það uppspuni. Það er brot á frum- reglum bókhaldsins að leggja greiðslur inn á aðra bankareikninga en þá sem notaðir eru í bókhaldi fyrirtækisins og þar sem allar hreyfingar eru skráðar. Að mínu áliti er þessi undandrátt- ur miklu alvarlegri heldur en látið hefur verið að liggja í umræðum manna hingað til. Menn hafa sagt sem svo að þetta væri aðallega al- varlegt fyrir þá sök að hér ætti hlut að máli æðsti yfirmaður skatta- eftirlits í landinu og er það út af fyrir sig rétt. Hinu má ekki gleyma að þetta sýnir að bókhaldi fyrirtæk- isins er ekki treystandi. Þetta atvik hlýtur að leiða til nákvæmrar skatt- rannsóknar á Albert Guðmundssyni bæði hér heima og í samvinnu við skattyfirvöld annarra landa. Höfundur er lögfræóingur að mennt. Hann hefur lokið masters- námi frá Florida State University í rekstrarhagfræði með aðal- áherzlu á bókhald ogreiknings- skil. Þá erhann löggiltur endur- skoðandi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mynd sem tekin var er konurnar í Vinahjálp voru samankomnar í Atthagasal Hótels Sögu miðvikudaginn 25. mars sl. Vinahjálp gefur rúmar 400 þús. krónur til líknarstarfa KVENFÉLAGIÐ Vinahjálp af- henti Blindrabókasafni íslands 325 þúsund krónur miðvikudag- inn 25. mars sl. Peningunum verður varið til kaupa á sér- hönnuðum bókahillum. Einnig var MS-félagi íslands afhent göf sem samsvarar andvirði sjúkra- rúms. í félaginu Vinahjálp eru sendi- ráðskonur í Reykjavík ásamt íslenskum konum. Félagið aflar tekna með árlegum jólabasar þar sem konurnar hittast vikulega allt árið og vinna munina á hann. Þá er félagið einnig með happdrætti. Einnig eru framlög frá spilaklúbb Vinahjálpar og aðrar gjafír liður í fjáröflun þeirra. Öllum tekjum fé- lagsins er varið til líknarmála. Nýtt fréttablað Iðntæknistof nunar PÚLSINN heitir nýtt fréttablað sem Iðntæknistofnun hefur hafið útgáfu á. Blaðið tekur við af ITI-fréttum og á að koma út u.þ. b. tíu sinnum á ári. í leiðara Púlsins sem Páll Kr. Páls- son forstjóri Iðntæknistofnunar ritar, segir m.a. að blaðinu sé ætlað að vera vettvangur þekkingarmiðl- unar og umræðu um tæknileg málefni er tengjast starfsemi stofn- unarinnar. Leitast verði við að gera Púlsinn að virku málgagni þar sem íjallað verði um tækninýjungar og framleiðniaukandi aðgerðir á fræði- legan hátt og með viðtölum við starfsmenn og stjórnendur í atvinn- ulífinu. Markmiðið sé að gera Púlsinn að virku hjálpartæki við aðlögun íslensks atvinnulífs að síbreytilegri tækni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Púls- ins er Vilborg Harðardóttir. PSION ORGANISERII er hnitmiðuð, skemmtileg og gagnleg fermingargjöfsem nýtist eiganda sínum í námi, starfi og leik til margra ára. Þessi ótrúlega fjölhæfa smátölva, semerástærð við seðlaveski, tengist við tölvur og prentara af flestum gerðum. Hún er forritanleg á auðveldan hátt, með innbyggða gagnaskrá, reiknitölvu, dagbók, dagatal, sérstaka minniskubba og margt fleira. Þannig vex PSION ORGANISERIImeð eiganda sínum og verðurhonum ómetanleg... T.d. reiknilölva, stundaskrá, vekjaraklukkaogminnisbókfyrirheimalærdóm;skrá yfirfirðiávesturlandi,ártölífrönskubyltingunniogættkvíslburkna;enskorðabók,i stærðíræðiforrit og hægt að forrita til að finna prímtölur, reikna gröf og fleira... ' T.d. dagbók og minniskerfi, gagnagrunnur (jafnvel fyrír gulu síðurnari), við- skiptamannaskrá, pantanamóttaka, reikningagerð, birgðabókhald, lagertaln- ingarog fleira... T.d. forrit fyrir getraunir, leiki og til að finna lottótöfur; skrá yfir gullfiska, frímerki, símanúmer, videospólurogheimilisföng;geymsla á uppskríftum, Ijóðum og fleira... PSION ORGANISERII-ENGIN VENJULEG SMASMIÐI Verðfrákr. á£Æ\RSlÆ&\ Hverfisgötu 33, sími: 20560 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, simi: 26100 SKRIFSTOFUVELAR H.F. 9 9 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.