Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 ALBERTSMÁL eftir Lárus L. Blöndal Nú undanfama daga hafa stórir atburðir verið að gerast innan Sjálf- stæðisflokksins og hefur það tæpast farið fram hjá nokkrum sem lesið hefur blöð eða opnað fyrir ljósvaka- miðlana síðustu daga. Albert Guðmundsson hefur stofnað sinn eigin stjómmálaflokk. Aðdragandi og ástæður þess em öllum kunnar og margir hafa skilning og samúð með gerðum Alberts og stuðnings- manna hans. En hvaða tilefni þarf til stofnunar stjórnmálaflokks? Er það nægilegt tilefni að framtíð eins stjómmálamanns sé óviss innan gamla flokksins? Þarf ekki málefna- ágreining af einhverju tagi til? Það lá fyrir þegar við stofnun Borgara- flokksins, að framkoma forystu Sjálfstæðisflokksins við Albert var kveikjan og eina ástæðan fyrir þess- ari afdrifaríku ákvörðun. Er mögulegt að unnt sé að grundvalla heilan stjómmálaflokk á svo per- sónulegu máli? Af framansögðu virðist svo vera. Því er væntanlega rétt að velta aðeins vöngum yfir þessari örlagaríku ástæðu. Hefur meðferðin á Albert verið svo ill sem látið er? Albert Guðmundsson hefur átt undir högg að sækja undanfarin misseri sem ráðherra og stjórn- málamaður, að honum hafa sótt andstæðingar í stjórnmálum og ekki síst fjölmiðlar. En Sjálfstæðis- flokkurinn hefur staðið að baki honum og þá sérstaklega forysta hans. Þegar Hafskipsmálið var í brennidepli þjóðmálaumræðunnar urðu margir til þess að krefjast afsagnar Alberts en þá var það Þorsteinn Pálsson sem tók hans málstað. Ýmsir gagnrýndu Þorstein vegna þessarar afstöðu hans og efaraddir heyrðust um dug hans sem flokksforingja. Ég held að Al- bert virði það, að á þeim tíma tók Þorsteinn þá áhættu að tapa tiltrú þjóðarinnar sem stjórnmálaleiðtogi. A þeim tíma voru getsakir einar fram bomar, sem ekki voru studdar neinum áreiðanlegum gögnum. Nú nýlega komu hins vegar fram upp- lýsingar um að fyrirtæki Alberts hefði ekki talið fram til skatts greiðslur frá Hafskip sem áður hafði verið fjallað um í fjölmiðlum og Albert sagt að væru afsláttar- greiðslur vegna flutninga fyrirtæk- isins með Hafskip. Þorsteinn mat þessar upplýsingar svo að ekki yrði lengur hjá því komist að Albert segði af sér sem ráðherra. Ekki vegna þess að hann væri sekur um eitthvert ódæði, heldur vegna trún- aðarbrests sem orðinn var milli þjóðar og ráðherra sem lá undir grun um skattsvik, sérstaklega þar sem um var að ræða æðsta yfir- mann skattamála á þeim tíma. Skiptir hér miklu máli að fyrirtæk- ið er rekið sem einkafyrirtæki Alberts og skattframtal þar með sameiginlegt. Því eru meint skatt- svik fyrirtækisins þar með meint skattsvik Alberts sjálfs. Það er mitt mat að með öllu óveijandi hefði verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta áfram sem ekkert væri. Hér skiptir ekki máli hvort Albert er sekur eða saklaus. Meginatriðið er sú umræða sem átt hefur sér stað, þar sem Albert hefur ítrekað verið bendlaður við Hafskipsmálið sem sætt hefur lögreglurannsókn og al- menningur dæmt mjög hart (hvort sem það er að ósekju eða ekki). Þessi umræða hefði að óbreyttu fylgt Sjálfstæðisflokknum í kosn- ingabaráttunni. Nú þegar hafa fjölmiðlar komið fram með fullyrð- ingar um að greiðslur þær sem flallað hefur verið um vegna skatt- svikanna hafí komið af leynireikn- ingi Hafskips og verið lagðar inn á einkareikning Alberts af honum sjálfum. Þá hefur komið fram að hluti þessara afsláttargreiðslna sem ekki komu fram á skattframtali Alberts var vegna innflutnings á áfengi en ÁTVR greiðir þau flutn- ingsgjöld. Það má öllum vera Ijóst að uppúr málum af þessu tagi er hægt að velta sér endalaust, sér- staklega í óvæginni kosningabar- áttu og þá geta getgátur og vangaveltur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Því hefði Sjálfstæðis- flokkurinn fært andstæðingum sínum vopn í hendur er vel gátu bitið ef ekkert hefði verið að gert. Með afsögn Alberts hefði hins veg- ar verið ljóst að með þessum málum var fylgst og að hvorki Albert né flokkurinn lét sér þau í léttu rúmi liggja. Þannig starfa stjórnmála- flokkar og stjómmálamenn í öllum siðuðum löndum. Þess verður að krefjast af stjórn- málamönnum sem gefa sig út í stjómmál í nafni ákveðinna flokka og þiggja embætti í þeirra nafni, að þeir skynji hvenær aðstæður krefjast breytinga og horfi þá ekki síður til þess flokks sem þeir starfa fyrir en til sjálfs sín. Þessari skyldu hefur Albert Guðmundsson brugð- ist. Hann hefur túlkað aðgerðir Þorsteins sem beina árás á sig, nánast tilefnislausa, en virðist ekki láta sér detta í hug að Þorsteinn væri eingöngu að sinna skyldum sínum sem forystumaður í stjóm- málaflokki og bæri hagsmuni flokksins fyrir bijósti. Margur hyggur mig sig kemur manni í hug þegar viðbrögð Alberts eru höfð í huga í samhengi við ummæli hans, eftir að mál þetta kom upp, um að einstakir sjálfstæðismenn hefðu ekki leyfi til að leika sér með fjör- egg flokksins. Það hlýtur að þurfa feikilega sjálfselsku og jafnvel hefndarþorsta til að stofna heilan stjómmálaflokk af ekki stærra til- efni, sérstaklega þegar haft er í huga að með því stefnir hann að því að kljúfa sinn gamla flokk í öllum kjördæmum landsins. Hér er reyndar um enn alvarlegri hlut að ræða, því eins og Albert hefur sjálf- ur margsagt, þá er Sjálfstæðis- flokkurinn vegna stærðar sinnar og styrkleika kjölfestan í íslenskum stjómmálum. Að þessari kjölfestu vegur Albert nú. Þorsteinn taldi að afsögrt úr ráð- herraembætti dygði til að Albert teldist hafa tekið út sína pólitísku ábyrgð. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ásamt forystu hans velur Lárus L. Blöndal „Því verður að segja að forysta Sjálfstæðis- f lokksins haf i valið þá leið sem allir aðilar málsins gátvi sætt sig við, Albert, Sjálfstæðis- f lokkurinn og þjóðin. Hins vegar mátti Al- berti vera ljóst, sem öllum öðrum, að mjög ólíklegt var að hann yrði aftur ráðherra strax eftir nokkrar vik- ur, þá hefði afsögn hans verið sjónarspil eitt.“ menn til setu í ráðherrastóli sem fulltrúa alls flokksins og því var eðlilegt að Albert segði því emb- ætti af sér. Hins vegar velja sjálf- stæðismenn í hveiju kjördæmi Réttlausir rithöfundar Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra rithöfunda Nýlega lauk úthlutun úr alræmd- asta sjóði landsmanna, Launasjóði rithöfunda. I stjórn sjóðsins áttu sæti eftirtaldir drottnarar: Brynjólf- ur Bjamason, Sverrir Tómasson og Jóhanna Sveinsdóttir. Þetta fólk hefur lokið afskiptum sínum af út- hlutunarmálum rithöfunda, um sinn að minnsta kosti. Og vonandi end- anlega. En hvað tekur við — samskonar einsýni? Stjóm Félags íslenskra rithöf- unda telur ástæðu til að óttast, fordæmanna vegna, að sá aðili sem tilnefnir menn í stjórn sjóðsins, rit- höfundasambandið, muni draga í búr sitt álíka einhliða elskhuga, sér til framdráttar. Stjóm sambandsins hefur reynst ótrúlega fundvís á þjónustubúið og þröngsýnt úthlut- unarfólk — þó aldrei sem nú — fólk með sljóa réttlætiskennd og dapra siðgæðisvitund, fólk sem gengst undir bókmenntalegt ólæsi, að því er varðar fjölbreytni í efni og að- ferð í ritlist. í Félagi íslenskra rithöfunda eru u.þ.b. 70 höfundar — sumir hvetjir einnig í rithöfundasambandinu — margir þjóðkunnir og með fjölda bóka að baki og vonandi einnig framundan, þótt þeir séu í úthlutun- um látnir gjalda veru sinnar í félagmu. Að einum höfundi undan- skildum, sem er í báðum hagsmuna- félögum rithöfunda og úthlutað var þremur starfsmánuðum, hlýtur enginn styrk til áframhaldandi rit- starfa — ekki einu sinni atvinnurit- höfundur, en hlutaguðir rithöfunda- sambandsins hafa löngum haldið því fram að atvinnumennska yki rétt til úthlutunar úr sjóðnum. Af þessu má hveijum ærlegum manni vera ljóst að þessi harðyrði um úthlutunarskömm stjórnar launasjóðs eru síst ofmælt. Það getur engan veginn talist eðlilegt að enginn umsækjandi í Félagi ís- lenskra rithöfunda hljóti starfslaun úr sjóði landsmanna til eflingar bókmenntum; um fyrrgreinda und- antekningu þarf ekki að ræða. Þetta óréttmæti er svo augljóst að ekki ætti að þurfa að fjalla um það — nema til fordæmingar. Sá grunur, jafnvel vissa, læðist að mönnum að stjórn launasjóðsins hafi tekið að sér það böðulsverk fyrir rithöfundasambandið, sem eitt hagsmunafélaga rithöfunda tilnefn- ir menn í stjóm sjóðsins, að útiloka gjörsamlega þá sem eru í Félagi íslenskra rithófunda; rithöfundana sem flúðu úr sambandinu vegna misréttis og ofríkis stjómar þess — í sameiginlegum málum, ekki síst launamálum. Jafnframt þessari aukagetu, þessu bókmenntalega böðulsverki, sér stjóm launasjóðsins að venju um stjórn sambandsins; hún má heita gulltryggð. Stjórnir Félags íslenskra rithöf- unda hafa á undanförnum árum reynt eftir mætti að sækja og tryggja rétt þeirra höfunda sem þær höfðu umboð fyrir. Það ætti að vera auðvelt í lýðræðisríki, þar sem félagafrelsi er talið sjálfsagt, að sjá til þess að réttur ákveðins hóps þegna þess — jafnvel rithöfunda — sé ekki algjörlega fyrir borð borinn. Svo hefur þó ekki reynst. I hvaða öðru lýðræðisríki skyldi það þekkjast að til sé félag rithöf- unda sem nýtur engra hagsmuna- réttinda á meðan annað félag rithöfunda hefur þau öll? Með öðr- um orðum — að til séu í landinu réttlausir rithöfundar. Félag íslenskra rithöfunda nýtur ekki einu sinni viðurkenningar, hvað þá verndar, þeirra opinbem aðila sem réttinda- og launamál heyra undir, menntamálaráðuneytis með ráðherra í broddi. Þeir sem eru í Félagi íslenskra rithöfunda báru lengi þá von í bijósti að Sjálfstæðisflokkurinn, sem kennir sig við lýðræði, svo í lífi sem í list, myndi rétta hlut rétt- lausra rithöfunda: viðurkenna í verki rétt félags þeirra til jafns við annað félag; aflétta einræði og ein- okun annars þeirra á sameiginleg- um sjóðum rithöfunda, sem það hefur svo berlega og skefjalaust notað til að deila og drottna í þágu nokkurra rithöfunda sem hafa myndað hagsmunaklíku og heita má orðin föst á fóðrum. Þessi bókmenntalega bjartsýni hefur fram til þessa reynst tál. Menningarmálanefnd Sjálfstæðis- flokksins tók málaleitan hinna réttlausu rithöfunda vel. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku henni vel, ekki síst Sigurlaug Bjamadóttir, sem því miður hvarf af þingi. Raunar var meiri hluta þingheims ljóst, er málið var þar upp borið, að við svo búið mætti ekki standa. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tók að sér menntamála- ráðuneytið, eftir áratuga van- rækslu, virtust réttindamál hinna útskúfuðu rithöfunda sigla hraðbyri í höfn réttlætis. Fyrri menntamála- ráðherra flokksins skipaði nefnd. En því miður — sú nefnd sökk til botns. Og menntamálaráðherra lét reka á reiða óréttlætis, enda þess skammt að bíða að hann næmi nýtt land í stjómsýslunni. Og núver- andi menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, sem þykir þrekmaður, hvað gerir hann? Ekki neitt. Hvert eiga réttlausir rithöfundar að leita? Félag íslenskra rithöfunda krefst leiðréttingar á skipan úthlut- unarmála, leiðréttingar af hálfu þeirra sem standa á sama grunni og það félag, grunni lýðræðislegra mannréttinda — og fara með þau mál. Hafi þeir ekki til þess þor og þrek væri þeim sæmst að leggja sjóði rithöfunda niður, í stað þess að ljá því eyra að auka þá til þess eins að auka óréttlætið. Stjórn Félags ís- lenskra rithöfunda frambjóðendur sína til Alþingis og því þegar af þeirri ástæðu er það engan veginn jafnsjálfsagt að Al- bert hafi þurft að víkja þaðan líka, auk þess sem eðli þingmannsstarfa og ráðherrastarfa er ólíkt. Stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem alfarið fer með framboðsmál flokksins í Reykjavík, taldi ekki ástæðu til að ónýta val kjósenda í prófkjörinu í Reykjavík vegna þessa máls, taldi afsögn úr ráðherraembætti nægilega. Eg fæ ekki séð að hér þurfi annað að fylgja hinu þó þessi ákvörðun sé sjálfsagt umdeilanleg en meginat- riðið er að Albert mátti una vel við sitt. Hér var valin hagstæðasta leið- in fyrir hann. Stuðningsmenn Alberts hafa talað um að hið tvö- falda siðgæði Sjálfstæðisflokksins væri óþolandi en varla hefði brott- vikning Alberts af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík minnkað þörfína fyrir Borgara- flokkinn. Því verður að segja að forysta Sjálfstæðisflokksins hafí valið þá leið sem allir aðilar málsins gátu sætt sig við, Albert, Sjálfstæð- isflokkurinn og þjóðin. Hins vegar mátti Alberti vera ljóst, sem öllum öðmm, að mjög ólíklegt var að hann yrði aftur ráðherra strax eftir nokkrar vikur, þá hefði afsögn hans verið sjónarspil eitt. Af þessu máli virðist mér ljóst að Albert beri ekki skynbragð á hvenær staða hans er orðin slík, að breytingar eru nauðsynlegar fyr- ir reisn þess flokks sem hann er fulltrúi fyrir í ríkisstjóm. Einnig virðist mér ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn er honum langt í frá eins kær og hann vill vera láta, a.m.k. kemur hans eigin frami þar langt á undan. En eitt er það sem uppúr stendur í þessu máli; kjarkur Þor- steins Pálssonar. Það þarf augljós- lega mikinn kjark til að taka á svona máli svo skömmu fyrir kosningar, meiri kjark en formenn annarra stjómmálaflokka em líklegir til að sýna. Það kann að virðast nú sem illa sé þrengt að forystu Sjálfstæðis- flokksins, en því spái ég að þegar samúðarbylgjan, sem búin hefur verið til í kring um þetta mál, er gengin yfír, þá muni forystan metin af þeim kjarki og heiðarleika sem hún hefur sýnt í þessu máli. Höfundur er laganemi. Umræðu- fundur um kynlíf og siðfræði „SMOKKAR og siðfræði" er yfir- skrift fundar sem Kristilegt stúdentafélag efnir til í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut fimmtudagskvöldið 2. apríi nk. kl. 20.30. Framsöguerindi á fuiidinum flytja Skúli Johnsen borgarlæknir og sr. Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður. Framsögumenn munu fjalla um viðhorf til kynfræðslu og kynhegð- unar í tengslum við þá umræðu sem fram hefur farið um sjúkdóminn eyðni. Á fundinum verður m.a. fjailað um spurningarnar: Er kristin sið- fræði úrelt?; Er smokkurinn eina lausnin?; Hver er ábyrgð mín gagn- vart náunga mínum? Rætt verður um hvort ástæða sé til að huga betur að aukinni áherslu á sið- fræðilega þættinum og meðvitund um ábyrgð hvers einstaklings. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrir- spurnir. Fundurinn er öllum opinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.