Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 38

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Póstur og sími: Símanúmer á Suðurnesj- um verða með 5 stafa tölu Keflavík. SÍMANÚMER á Suðurnesjum breytast öll úr fjögurra starfa tölu í fimm stafa tölu þegar ný símaskrá tekur gildi í maí eða júní nk. Björgvin Lúthersson, símstöðvarstjóri í Keflavík, sagði að talan 1 kæmi fyrir framan öll símanúmer í Keflavík, Njarðvík og Höfnum, í Garðinum yrði tal- an 2, í Sandgerði 3, í Vogunum 4, í Grindavík 6, og 5 á Keflavík- urflugvelli hefur þegar verið tekin í notkun. Nú stendur yfir bygging á nýju húsi fyrir Póst og síma og kvaðst Björgvin vonast til að hægt yrði að fara með bögglapóstinn í nýja húsið fyrir næstu jól, en hann væri nú geymdur í gömlum skúrum. Björgvin sagði að núverandi hús- næði væri alltof lítið fyrir starfsem- ina og væri það rekið á undanþág- um vegna þess hve lágt væri undir loft í kjallaranum þar sem tækni- menn væru með aðstöðu. Bifreiða- stæði fyrir viðskiptavini væri talsvert vandamál, því fólk sem ynni í nýbyggingum í grenndinni tæki bróðurpartinn af bílastæðun- um. Nýja húsið sem nú er í byggingu verður 900 fermetrar á tveimur hæðum og með tilkomu þess verður mikil breyting á allri aðstöðu í póst- og símamálum á Suðurnesjum. Björgvin kvaðst að lokum vera ákaflega þakklátur ráðamönnum fyrir velvilja í þessu máli. - BB Jón B. Hannibalsson í ræðustól á fundinum í Gerðubergi. Morgunblaðið/Einar Falur. Jón Baldvin Hannibalsson á fundi í Gerðubergi: Erum stödd í miðri póli- tískri revíu eða sápuóperu „Við erum nú stödd í miðri pólítískri revíu eða sápuóperu sem gæti heitið Valdatafl í Valhöll 2 eða því miklu rómantí- skara heiti A veldi tilfinninganna“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, á almennum stjórnmálafundi í Gerðubergi sl. mánudagskvöld. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Gamla símstöðin við Hafnargötu er fyrir löngu orðin allt of lítil fyrir starfsemi Pósts og sima. Skúrarnir eru notaðir undir geymslur fyrir bögglapóstinn. Unnið er að krafti við nýju símstöðina og vonast er til að hægt verði að hefja þar einhveija starfsemi fyrir næstu jól. Jón Baldvin rifjaði upp þau orð Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi, að afsláttargreiðslur vegna flutninga, sem hefðu átt að renna til ÁTVR, fóru þess í stað til Alberts Guðmundssonar, þáver- andi ijármálaráðherra og yfirmanns ÁTVR og að ferð sem Albert Guð- mundsson fór til Nizza hefði verið greidd bæði af Hafskip og ríkis- sjóði. „í öllu því mikla fjölmiðlafári sem verið hefur um persónu Al- berts Guðmundssonar síðustu daga er það hvað athyglisverðast að eng- in fréttamaður hefur kveikt á perunni varðandi þetta", sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að í útlöndum væru spurningar af þessu tagi tekn- ar alvarlega. Ef erlendur valdhafi væri borinn sökum í blöðum, t.d. um skattsvik væri það afdráttarlaus regla, burtséð frá spumingunni um sýknu eða sekt, að maðurinn segði af sér, legði spilin á borðið og færi fram á afdráttarlausa opinbera rannsókn. Stjórnmálamaður gæti ekki starfað ef hann lægi undir grun um misferli. „Ef við viljum halda í heiðri grundvallarreglur lýð- ræðis þá förum við svona að, því ella er varpað grun á stjómkerfið sjálft. Stjórnmálamaður sem bregst öðmvísi við er í raun að vekja upp tortyggni og efasemdir um að stjómmálamenn séu heiðarlegir menn“, sagði Jón Baldvin. Hann gagnrýndi Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að hafa ekki krafist þess, strax á síðasta ári, að þessi málsmeðferð yrði viðhöfð þegar sýnt var „að Albert Guðmundsson myndi ekki gera það“. Sagði hann það hafa verið vegna þess að þeir „hefðu haldið að þeir kynnu að sleppa“. Þessi afstaða opinberaði siðferðis- brest og hann spyrði því Þorstein, nú þegar þetta hefði komið í ljós, hvort hann væri búinn að gera kröfu um endurgreiðslu og hvort hann hafi virkilega ætlað að þegja og ekki draga „skítugan þvott“ Sjálf- stæðisflokksins fram fýrir almenn- ing fyrr en Albert væri farinn og búinn að stofna nýjan flokk. Enn einn kafla í revíunni sagði Jón Baldvin hefjast þegar fyrsta skoðanakönnunin birtist. „Skoð- anakönnuninn sýndi að Albert Guðmundsson , S-flokkurinn, Sið- lausi flokkurinn eða Skattlausi flokkurinn er stærri en Siðlegi flokkurinn í Reykjavík. Þá segja menn að þetta sé vegna þess að fólk sé á valdi tilfínninganna. En þegar fólk sé orðið eins og það á* að sér, algjörlega tilfínningalaust, þá kemur það aftur". Jón Baldvin taldi menn hafa gleymt mannlega þættinum hvað varðar þetta mál, því að „við emm öll breysk. Við finnum svo sterkt til þess. Albert varð á, Albert er breyskur. Hann Morgunblaðið/Sigurgeir Ritstjóri Frétta er Gísli Valtýsson og blaðamenn Ómar Garðars- son og Þorsteinn Gunnarsson. Blaðinu er dreift ókeypis til bæjarbúa og er útgáfan fjármögnuð með auglýsingum. Vestmannaeyjar: Fréttir koma út tvisvar í viku Vestmannaeyjum. TÍMAMÓT voru í blaðaútgáfu í Vestmannaeyjum á þriðjudag- inn í liðinni viku. Vikublaðið Fréttir, sem hefur komið út á fimmtudögum frá árinu 1974, hóf þá einnig útgáfu á þriðju- dögum og mun blaðið fram- vegis koma út tvisvar í viku. Fréttir er langstærsta blaðið sem gefið er út í Eyjum, hefur verið 16-20 siður vikulega und- anfarna mánuði. Það er prentsmiðjan Eyjaprent hf. sem gefur blaðið út. Ritstjóri er Gísli Valtýsson og blaðamenn Ómar Garðarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Blaðinu er dreift ókeypis til bæjarbúa og er útgáfan fjármögnuð með auglýsingum. Blaðinu er einnig dreift í Þorláks- höfn, á Selfossi og á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er það sent til fjölmargra áskrifenda. Starfsmenn Frétta fögnuðu þriðjudagsútgáfunni með því að skála í kampavíni. Gísli Valtýsson ritstjóri sagði í viðtali við fréttarit- ara að ástæðan fyrir því að ráðist var í það að fjölga útgáfudögum blaðsins væri fyrst og fremst sú, að þeir vildu bæta fréttaþjónustu blaðsins og dreifa vinnuálaginu. „Við höfum fundið fyrir þeim tak- mörkunum blaðsins sem frétta- ijölmiðils að blaðið kemur aðeins út einu sinni í viku. Fátt er eins fljótt að úreldast og frétt," sagði Gísli. „Við höfum metnað til að gera betur og vonum að þetta fái hljómgrunn hjá bæjarbúum. Við höfum verið að bæta tækjakost okkar og nú setja blaðamenn allan sinn texta sjálfir á tölvur." Gísli sagði að rekstur bæði prentsmiðju og blaðs hefði gengið mjög vel að undanförnu. „Fréttir er óháð blað og það er opið fyrir skoðanaskipti Vestmanneyinga," sagði Gísli Valtýsson. - hkj. er svo breyskur að hann reiðist, hann gaf manni á kjaftinn og kom svo og grét í beinni útsendingu og sagði að þetta hefði bara verið á milli vina. Auðvitað grét þjóðin með honum, svona eiga sýslumenn að vera“, sagði Jón Baldvin. „Þetta er málið. Fólk vill menn sem eru á valdi tilfinninganna. Einungis einn póll er fastur í tilverunni, aðeins einn flokkur sem bifast ekki. Það eru konur, þær eru ekki tilfinninga- verur samkvæmt þessum skoðana- könnunum“. Sagði hann það vera hina alvörugefnu menn með stresstöskurnar sem væru eins og „tilfinningavinglar" sem „sveifluð- ust fram og aftur á valdi tilfinning- anna“. Það gerðu aftur á móti ekki konumar, þær væru ekki einu sinni snortnar „þó að maður gréti í beinni útsendingu“. „Það er búið að snúa öllu á haus", sagði Jón Baldvin og vísaði þar til þess að Kvennalistinn er eini flokkurinn sem eykur við fylgi sitt í nýgerðum skoðanakönn- unum. „Fjölmiðlaruglið" í málinu sagði Jón Baldvin vera slíkt að allir væru búnir að gleyma um hvað málið snérist. Sagði hann að rekja mætti þetta til þess, þegar Þorsteinn Páls- son vantaði ráðherraembætti fyrir t.veimur ámm síðan. Þetta mál væri framhald á því máli því að það snérist um „stólinn hans Alberts“. Albert hefði verið sáttur ef hann hefði fengið að halda honum. Þegar Ijóst hefði verið að hann fengi það ekki hefði honum verið nóg boðið og farið út og stofnað flokk. „Ef þetta sem skoðanakannanir sýna nú væru kosningaúrslit værum við komin með það sem þá kumpána dreymir um“, sagði Jón Baldvin, „50% Sjálfstæðisflokk". Taldi hann að Albert myndi fá stól forsætisráð- herra í samstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Borgaraflokksins. Jón Baldvin ræddi einnig um af- skipti fjölmiðla af Albertsmálinu og sagði þann þátt málsins er liti að ríkissjónvarpinu vera sér í lagi at- hyglisverðan. „Þar sitjum við uppi með fréttastjóra, sem heldur uppi 43 mínútna þætti, á besta tíma, með Alberti Guðmundssyni, sem auglýsingamenn segja mér, að myndi samsvara framlagi upp á 2,4 milljónir í kosningasjóð Alberts, ef þetta væri keyptur. tími. Þeir sem sáu þennan þátt horfðu á þessa tvo menn, fréttastjórann og starfsmann hans, mæna upp á meistara Albert nánast eins og ástfangnar ungpíur eða kjölturakkar við hné húsbónda síns“, sagði Jón Baldvin. Erindi um ný- sköpun atvinnu- lífs 1880-1930 MÁLSTOFA heimspekideildar gengst fyrir erindi fimmtudag- inn 2. apríl kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Magnús S. Magnússon sagn- fræðingur flytur erindi er hann nefnir „Nýsköpun atvinnulífs 1880-1930“. Að loknu erindinu verða umræður. Öllum er heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.