Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Eyjahafsdeilan: Ingvar Carlson Vildi Ozal sættir vegna Evrópubandalagsins? Palme-málið í Svíþjóð: Carlsson spurður um morðrann- sóknina Stokkhólmi, Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sat í gær fyrir svörum hjá þingnefnd, sem reyn- ir að komast til botns í því hvað olli deilum og orðaskaki innan sænsku lögreglunnar vegna rannsóknarinnar á morði Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra. Carlsson sat fyrir svörum í rúma klukkustund og var hart að honum gengið. Yfírheyrslumar fóru fram fyrir luktum dyrum. Varði Carlsson hvemig ríkisstjómin hefði haldið á málum og harðneitaði að afskipti hefðu verið höfð af starfi lögregl- 'unnar. Stjómarandstaðan hefur kennt ríkisstjóminni um að deilur spruttu upp inann lögreglunnar vegna morðrannsóknarinnar, en þær leiddu til þess að rannsóknin var tekin úr höndum Hans Holmer, lög- reglustjóra í Stokkhólmi, og Claes Zeime, saksóknara. Báðir hafa sagt af sér störfum í millitíðinni. Einnig gagnrýndi stjórnarand- staðan að raíkisstjómin skyldi útnefna sérstakan fulltrúa sinn tii að fylgjast með störfum rannsókn- arsveitarinnar, en Carlsson varði þá ákvörðun við yfirheyrslurnar. Búist hafði verið við að Carisson yrði spurður um vopnasmygl Bo- fors-fyrirtækisins og þátt stjórn- valda í því, en svo varð ekki. Því hefur verið haldið fram að sænsk stjómvöld vissu af vopnasmyglinu. Ankara, New York, AP, Reuter. VILJI Tyrkja til að ganga i Evrópubandalagið átti stóran þátt í að Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, ákvað að draga úr spennu í deilunni við Grikki um olíuleit á Eyjahafi, að því er haft var eftir nánum samstarfsmönnum forsætisráðherr- ans í gær. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að vestræn ríki ættu ekki að leyfa óvinum sínum að færa sér spennuna milli Tyrkja og Grikkja í nyt. „Það er vitað mál að djúpstæð- ur ágreiningur er milli Grikkja og Tyrkja,“ sagði Shultz. „í aug- um bandamanna þeirra skipta ágreiningsefni þjóðanna ekki máli þegar litið er á hversu mikil- vægar þær eru vestrænum ríkjum." Gríski herinn var í viðbragðs- stöðu og tyrkneskt rannsóknar- skip á leið inn í Eyjahaf í fylgd herskipa þegar Ozal lýsti yfir því í sjónvarpi seint á föstudag að tyrknesk skip myndu halda sig frá hinu umdeilda hafsvæði ef Grikkir gerðu slíkt hið sama. Ozal sagði síðar í viðtali við AP-fréttastofuna í London að hann hefði viljað „þægilega lausn fyrir hvom tveggja". Grikkir hafa litið á þetta sem sigur fyrir Andreas Papandreou forsætis- ráðherra. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði í Tókýó í gær þrátt fyrir tilraunir japanska seðlahankans til þess að styrkja hann. Dollar- inn hækkaði hins vegar i Evrópu. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis i gær kostaði sterlings- pundið 1,6025 dollara (1,6095), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8095 vest- ur-þýzk mörk (1,8015), 1,5115 svissneskir frankar (1,5040), 6,0195 franskir frankar (6,0025), 2,0415 hollenzk gyllini (2,0350), 1.287,50 ítalskar límr (1.284,75) og 1,3099 kanadískir dollarar (1,3071). Síðdegis í gær fengust 145,65 jen fyrir dollarann í Tókýó (146,20), en gengi hans gagnvart jeninu hækkaði aftur síðdegis í London og var 146,60 jen. Gullverð lækkaði og var 420,50 dollarar únsan (423,00). að draga úr umsvifum ríkisins í atvinnurekstri. Gert er ráð fyrir, að frumvarpið verði að lögum fyrir sumarleyfí sænska þjóðþingisins í júní nk., en sala hlutabréfanna fari fram síðsumars eða í haust. Frá því að jafnaðarmenn komust til valda í Svíþjóð á ný árið 1982, hafa þeir dregið verulega úr ríkis- styrkjum tii iðnfyrirtækja og lokað tveimur skipasmíðastöðvum í eigu ríkisins, sem reknar voru með halla. Hlutabréfín í þriðja stærsta banka Svíþjóðar, PK-bankanum, sem verið hefur í eigu hins opin- bera, voru að hluta seld til einkaað- ila 1984 og einkaaðilar eru einnig tækinu „Svenskt Stal AB“ (SSAB). SSAB, námufyrirtækið Lu- ossovaara Kirunavaara AB (LKAB) og trjáiðnaðarfyrirtækið „AB Stat- ens Skogsindustrier" (ASSI) hafa öll sýnt hagnað á undanfömum árum, en mikið tap var á rekstri þeirra á síðasta áratug. Procordia sýndi 900 millj. s. kr. hagnað á síðasta ári (um 5,5 millj- arða ísl. kr.). Fyrirtækið fær nær allan hagnað sinn af tóbaksvinnslu og rekstri bruggunarverksmiðja. En Procordia rekur einnig hótel og önnur þjónstufyrirtæki og hefur auk þess sérstaka deild á sviði lyfja- framleiðslu. En í Tyrklandi er ekki litið á ákvörðun Ozuls um að afstýra átökum sem ósigur. Margir Tyrkir telja að Papandreou reyni að nota deilumar um Eyjahafið og Kýpur annars vegar til að koma í veg fyrir að Tyrkir fái inngöngu í Evrópubandalagið og hins vegar til að fá Grikki til að gleyma þeim vandamálum, sem steðja að heima fyrir, og láta þá fylkja liði gegn tyrkneska ógn- valdinum. Tyrkir era nú að ganga frá Svíþjóð: Mínni ríkisumsvif í atvinnurekstri Stokkhólmi, Reuter. STJÓRN jafnaðarmanna í Svíþjóð lagði í gær fram frumvarp um sölu að hluta á ríkisfyrirtækinu „Procordia." Samkvæmt frumvarp- inu er áformað, að 16% af hlutabréfum fyrirtækisins verði seld almenningi fyrir um einn milljarð s. kr. (yfir 6 milljarða ísl. kr.). Markmiðið með þessari sölu er að eignast aukinn hlut í stálfyrir- Reuter Sebastian Baggio kardínáli kveður Jóhannes Pál páfa II á Leon- ardo da Vinci-flugvellinum í Róm í gær, er páfinn lagði upp í tveggja vikna ferð sína til Suður-Ameríku. Páfinn heimsæk- ir þijú lönd í Suður-Ameríku Róm, Reuter, AP. JÓHANNES Páll páfi II lagði í gær af stað í tveggja vikna ferðalag til Suður-Ameríku. A þessu ferðlagi heimsækir jgafinn þrjú lönd, það er Úruguay, Chile og Argentínu. í Úruguay dvelst hann aðeins einn sólarhring en sex daga í Chile og Argentinu hvoru um sig. Athygli hefur vakið og jafnframt nokkrar deilur, að páfinn hygst ræða við Augusto Pinochet hershöfðingja, forseta Chile, á meðan dvöl hans stendur þar. Þetta er 33. ferð páfans til út- landa, síðan hann hann varð æðsti maður kaþólsku kirkjunnar 1978. Fyrsti viðkomustaður hans nú verður Montevideo, höfuðborg Uruguay. Þar verður þess m. a. minnzt, að sex ár eru liðin frá upphafi viðræðna um svonefnt Beagle-sund, en þær fóru fram að frumkvæði páfa. Með þessum viðræðum tókst að fínna friðsam- lega lausn á deilu Argentínu- manna og Chilemanna um þetta sund, en þær höfðu nær leitt til styrjaldar milli þjóðanna. Mesta athygli í sambandi við for páfans nú vekur þó fyrirhuguð heimsókn hans til Chile, þar sem hvað eftir annað hefur komið til árekstra miili hinnar hægri sinn- uðu stjómar Pinochets og ka- þólsku kirkjunnar. Páfagarður hefur lýst tilgangi heimsóknarinnar þangað á þann veg, að hann sé eingöngu kirkju- legs eðlis, en biskupar kirkjunnar í Chile hafa gert það ljóst, að vaxandi pólitísk spenna sé ekki sízt ástæðan fyrir komu páfans. Pinochet mun sjálfur taka á móti páfanum á flugvellinum í Sant- iago við komu hans þangað. svari handa Grikkjum um tillögu um viðræður um olíuréttindi í Eyjahafi. Stjórnarerindrekar segja aftur á móti að langt sé í samkomulag. Nazmi Akiman, sendiherra Tyrkja í Grikklandi, snýr í dag aftur til Aþenu með munnlegt svar til grísku stjórnar- innar. Bretland: Viðskipta- stríð við Japani yf- irvofandi Saint Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. BRETAR munu fara fram á fullan stuðning Evrópu- bandalagsins í yfirvofandi viðskiptastriði við Japan. Nakasone, forsætisráðherra Japan, hefur ekki svarað harðorðu bréfi frá Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. í athugun er, að banna Japönum bankastarf- semi í London. Um helgina gerðu starfsmenn viðskiptaráðuneytisins í London skrá yfir þær aðgerðir sem helst koma til greina fyrir Bretland gegn Japönum. Hún verður lögð fyrir ríkisstjómarfund á fímmtudag. Til- efni þess er, að Japanir hafa neitað fyrirtækinu Cabel & Wireless að komast inn á fjarskiptamarkað sinn. Næstkomandi laugardag fer sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, á fund Evrópu- bandalagsins í Briissel. Hann mun fara fram á samhæfðar aðgerðir bandalagsríkjanna gegn Japönum. Þessar fyrirhuguðu aðgerðir Breta koma í kjölfar ákvarðana Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, að setja verndartolla á fjölmargar japanskar vörur. 58 japönsk fyrirtæki starfa í fjár- málahverfi Lundúna, City. Þau þurfa að sækja um endumýjun á starfsleyfum sínum næsta sumar og mega, sum hver að minnsta kosti, búast við að þurfa að hætta starfsemi. En þessi aðgerð getur reynst Bretum hættuleg vegna þess að fjórtán bresk fyrirtæki starfa á fjármálamarkaði í Tókýó og geta búist við svipuðum gagnaðgerðum. Einnig getur slík aðgerð skaðað traustið, sem City hefur áunnið sér á‘ alþjóðlegum mörkuðum. Að síðustu má búast við að japanskt fjármagn, sem hefur streymt inn í City, hverfi. Nakasone, forsætisráðherra Jap- ans, hefur ekki haft fyrir því að svara mjög harðorðu bréfí frá Margaret Thatcher. Stjómvöld eru ekki vön því að vera ekki virt við- lits. Bretar fluttu út til Japan á sl. ári fyrir 1,2 milljarða sterlings- punda en Japanir fluttu inn til Bretlands fyrir 4,9 milljarða sterl- ingspunda. Bretar telja því á rétt sinn gengið þegar þeim er neitað um að leiðrétta þennan mun með auknum viðskiptum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.