Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 22

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Ný lög um fæöingarorlof Er öllu réttlæti fullnægt? Eitt af síðustu verkum nýafstað- ins þings var að samþykkja ný lög um fæðingarorlof. Lög sem marka tímamót, þar sem þau gera ráð fyrir 6 mánaða greiðslum frá al- mannatryggingum til foreldra vegna fæðingar barna og mun fæð- ingaroríof lengjast í áföngum. Lög þessi eiga vissulega langan aðdrag- anda, lengt fæðingarorlof hefur verið eitt helsta baráttumál kvenna í áraraðir. Þróun fæðingarorlofs Árið 1980 voru sarnþykkt lög um fæðingarorlof sem tryggðu öllum foreldrum rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs. Fyrir þann tíma áttu konur rétt til greiðslna á fæð- ingarorlofi ýmist skv. ákvæðum kjarasamninga eða á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Náði þessi réttur nær eingöngu til þeirra kvenna sem voru fullgildir félagar í verkalýðsfélögum. Voru greiðslur í fæðingarorlofi til kvenna í Alþýðusambandinu misháar eftir því hvort konan var fyrirvinna heimilis eða ekki. Konur í BSRB og BHM nutu sérstöðu, þar sem reglugerð um veikindarétt opin- berra starfsmanna tryggði þeim full þriggja mánaða laun. Þessi hópur hélt sérstöðu sinni áfram og enn heldur hann fullum rétti til launa í þriggja mánaða fæðingaror- lofi. Með lögunum frá 1980 var öllum foreldrum tryggt þriggja mánaða fæðingarorlof úr lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins. Konur sem eru opinberir starfsmenn og aðild eiga að BSRB, BHM og SÍB eiga rétt til þriggja mánaða óskertra launa í fæðingarorlofi og féll réttur þeirra ekki undir lögin 1980. Þrátt fyrir verulega lagabót 1980 heyrðust fljótlega háværar gagn- rýnisraddir á fæðingarorlofslögin. Gagnrýnin beindist í fyrsta lagi að því að lögin mismunuðu fólki eftir atvinnuþátttöku, greiðslur væru að nokkru marki tengdar atvinnuþátt- töku á næstliðnum 12 mánuðum. Þannig fengju heimavinnandi að- eins V3 af þeim greiðslum sem fólk í fullu starfi fengi. I öðru lagi beind- ist gagnrýni að því að fæðingarorlof væri of stutt. Nauðsynlegt væri með vísan til almennra uppeldis- sjónarmiða að lengja fæðingarorlof, m.a. vegna mikils áróðurs fyrir bijóstagjöf ungbarna. Á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hafa verið lögð fyrir Alþingi þing- mannafrumvörp um báða þessa þætti, en þau hafa dagað uppi í nefndum. I þriðja lagi beindist gagnrýnin að því að mismunandi reglur giltu í þjóðfélaginu fyrír mismunandi hópa. Á meðan opinberir starfs- menn og bankamenn héldu óskert- um launum, fengi fólk á almennum vinnumarkaði ákveðna upphæð, sem tæki mið af lægstu launum á hveijum tíma. Í Qórða lagi var 3 mánaða orlof talinn of skammur tími. Aðdragandi nýrra laga í apríl á sl. ári skipaði heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra nefnd til að endurskoða ákvæði um fæð- ingarorlof og fæðingarstyrk í lögum um almannatryggingar. í nefndinni áttu sæti Ingibjörg Rafnar, Salome Þorkelsdóttir, Jón Ásbergsson, Jó- hanna Sigurðardóttir og Steinunn Finnbogadóttir. Nefndin skilaði af sér tveim frumvöipum til ráðherra, ásamt ítarlegri greinargerð. Nefnd- in komst þó að þeirri niðurstöðu að þörf væri enn frekari breytinga á reglum um fæðingarorlof en frumvörpin gerðu ráð fyrir. Meðal annars taldi nefndin verulegt ósam- ræmi vera á réttindum foreldra sem starfa hjá opinberum aðilum og þeirra sem starfa á hinum almenna vinnumarkaði og að æskilegt hljóti að teljast uð ailir launþegar njóti sömu réttinda varðandi fæðingaror- lof. Nefndin taldi hins vegar Ijóst að slík breyting yrði ekki gerð nema í samráði og samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Ráðherra lagði frumvörp fram á þingi og voru þau samþykkt sem lög nokkrum dögum fyrir þingslit með litlum breyting- um. Veruleg- réttarbót en ... Þær breytingar sem verða á fæð- ingarorlofsdögum frá 1. janúar 1988 lúta að því að lengja fæðingar- orlof í áföngum í 6 mánuði auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hækka lítillega, mest hjá heima- vinnandi foreldrum. Engin tilraun er gerð til að samræma þá mismun- un sem á sér stað í dag milli ákveðinna hópa foreldra, heima- vinnandi, útivinnandi á almennum vinnumarkaði, útivinnandi hjá hinu opinbera. I lögunum er skilið alfarið á milli reglna er varða vinnurétt annars vegar og tryggingarétt hins vegar, þ.e. rétt foreldra til leyfis frá laun- uðum störfum vegna meðgöngu og fæðingar og vernd gegn uppsögn af þeim sökum og hins vegar rétt foreldra til greiðslna úr almanna- tryggingum í fæðingarorlofi. Eru nú sérstök lög um fæðingarorlof, sem lúta eingöngu að vinnurétti foreldra við töku fæðingarorlofs, hversu langt oriof megi vera, hve- nær megi heija töku fæðingaror- lofs, hvernig með skuli fara ef foreldri óskar að hefja störf að nýju áður en orlofi er lokið, um tilfærsl- ur kvenna í starfi vegna heilsufars- ástæðna, um uppsagnir barnshaf- andi kvenna og foreldra í fæðingarorlofi. Hins vegar voru svo gerðar breytingar á ákvæðum almanna- tryggingalaga, sem lúta að trygg- ingarétti viðkomandi. Frá 1. janúar 1988 greiðist fæðingarstyrkur til allra fæðandi kvenna, sama fjárhæð Lára V. Júlíusdóttir „Því ber að fagna að loksins hafi verið sam- þykkt á Alþingi að lengja fæðingarorlof. Heilbrigðisráðherra fær heiðurinn, en víxill- inn fellur á næstu ríkisstjórn. Að mínu mati hefði þó verið nauðsynlegt í þessari endurskoðun laganna að gera tilraun til að samræma réttindi fólks á vinnumarkaði.“ til allra, kr. 15.000,- á mánuði. Til viðbótar eiga foreldrar sem lög- heimili eiga á Islandi rétt til gi-eiðslu fæðingardagpeninga ef þeir leggja niður launuð störf þann tíma. Fæð- ingardagpeningar eru tvöfaldir sjúkradagpeningar einstaklings eins og þeir er ákveðnir á hveijum tíma. Fulla fæðingardagpeninga fá þeir sem unnið hafa 1.032-2.064 dagvinnustundir á síðustu 12 mán- uðum fyrir töku fæðingarorlofs. Hálfa fæðingardagpeninga fá þeir sem unnið hafa 516-1.031 dag- vinnustund á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs. Þessar breytingar þýða það í raun að þeir foreldrar sem unnið hafa skemur á síðustu 12 mánuðum en 516 stundir fá fæðingarstyrk kr. 15.000.- í fæðingarorlof. Þeir foreldrar sem unnið hafa 516-1.031 stund á sl. 12 mánuðum eiga rétt á fæðingarstyrk kr. 15.000,- auk dagpeninga kr. 9.437.-, eða sam- tals kr. 23.437.- og þeir foreldrar sem hafa unnið meira en 1.032 stundir á sl. 12 mánuðum fá fæð- ingarstyrk kr. 15.000.- auk fullra dagpeninga kr. 18.874.- eða sam- stals kr. 33.874.-. Réttur heimavinnandi bestur hér Það vekur athygli í því yfirliti sem fylgir frumvarpinu um saman- burð á fæðingarorlofi í nágranna- löndum að réttur heimavinnandi er best tryggður hér á landi. Annars staðar virðist megintilgangur fæð- ingarorlofs enn vera að bæta foreldrum tekjutap vegna fráveru á vinnumarkaði. Þannig er í Noregi greiddur fæðingarstyrkur í einu lagi við barnsfæðingu rúmlega tuttugu þúsund krónur og í Bretlandi er greidur fæðingarstyrkur til allra kvenna 25 pund, sem eru um 1.600 krónur. I Danmörku er enginn fæð- ingarstyrkur greiddur. Þegar fæðingarorlof er hér á landi orðið sex mánuðir nemur greiðsla til heimavinnandi samtals kr. 75.000.- samkvæmt þessum nýjum lögum. Hvers vegria var tækifærið ekki notað? Því ber að fagna að loksins hafi verið samþykkt á Alþingi að lengja fæðingarorlof. Heilbrigðisráðherra fær heiðurinn, en víxillinn fellur á næstu ríkisstjórn. Að mínu mati hefði þó verið nauðsynlegt í þessari endurskoðun laganna að gera til- raun til að samræma réttindi fólks á vinnumarkaði, og eftir þessa breytingu verður ekki séð með hvaða hætti það verður unnt. Opin- berir starfsmenn halda fullum launum í þijá mánuði, og fá síðan fæðingarorlof skv. lögunum næstu þijá mánuði. Þeir eru því enn mun betur settir en aðrir, sem einungis er tryggt lágmarkskaup í fæðingar- orlofi. Enn búa foreldrar í fullu starfi við það að fá, auk fæðingarstyrks, einungis hluta tekjutaps bætt. Við verðum að búa vel að kom- andi kynslóðum. Við verðum að tryggja foreldrum framtíðarinnar fjárhagslegt öryggi í fæðingaror- lofi. Höfundur er lögfræðingur ASI og skipar 4. sæti A -listans í Reykjavík. Kratar boða nýj- an skatt á bíla eftirSigríði Arnbjarnardóttur „Sveitarfélögin fái bifreiðaeign sem gjaldstofn," segir í svargrein Jóns Sigurðssonar, fjármálaráð- herraefnis krata, við greinarkorni mínu: „Tekst krötum að hækka bílverðið?". Kratar leggja mikla áherslu á það að þeir vilji einfalda skattkerf- ið. Til að gera gangskör að því hafa þeir fengið einn reyndasta kerfiskall þjóðarinnar, Jón Sig- urðsson, fyrrverandi forstöðu- mann Þjóðhagsstofnunar, og þarf engan að undra hver útkoman er. Nýr skattur á bíla. Enn einn bíla- skatturinn er nú „eitt brýnasta viðfangsefnið í íslenskum stjórn- málum" að mati Jóns. Forvitnilegt er, að nú skuli stjórnmálamaðurnn Jón Sigurðs- son loksins kominn úr felum og hvað blasir við? Það eina sem hann hefur á hreinu varðandi skattheimtu af bifreiðum er að hana skuli „einfalda“ með því að fjölga skattstofnum og að lagður verði á árlegur eignaskattur á bifreiðir. Orðrétt segir í grein Jóns: „ ... Alþýðuflokksmenn vilja að endurskoðun bifreiða- skatta verði einn þáttur í þeirri heildarendurskoðun skattakerfis- ins, sem nú er eitt brýnasta viðfangsefnið í íslenskum stjóm- málum. I umræðu um þetta mál hafa Alþýðuflokksmenn varpað fram þeirri hugmynd, að bifreiða- skattar til ríkisins verði lækkaðir en sveitarfélögin fái bifreiðaeign sem gjaldstofn á móti, enda fæ- rist jafnframt til þeirra verkefni. Bifreiðaskattar til ríkisins verði jafnframt einfaldaðir. Ein líkleg- asta breytingin á ríkissköttun af bifreiðum væri í þessu sambandi lækkun aðflutningsgjalda, það er lækkun bílverðs?" Vill Jón láta líta svo út að með þessu muni skattar lækka en það er auðvitað hin mesta firra. At- hyglisvert er fyrir almenning í landinu að velta því fyrir sér hvað þetta táknar í reynd. Þ.e. annars vegar lækkun aðflutningsgjalda, „Jón verður greini- lega enginn eftirbátur hinna skattaglöðu skoðanabræðra sinna á hinum Norðurlönd- unum.“ sem í dag eru 10%, og hins vegar nýr árlegur eignaskattur á bifreið- ir. Bifreiðaeign Islendinga er nú ein mesta sem gerist í heiminum. Þetta er athyglisvert, einkum í ljósi þess að bifreiðaverð hefur löngum verið hér mjög hátt. Ein meginskýringin er sú að við höf- um ekki búið við árlegan eigna- skatt af bifreiðum. Því hefur verið viðráðanlegt fyrir efnaminna fólk að eignast og reka notaðan bíl. Þetta mundi gjörbreytast, næðu hugmyndir hinnar nýju stjömu Alþýðuflokks- Sigríður Arnbjarnardóttir ins fram að ganga. Ýmsum sem nú eiga og reka bíl yrði það með öllu ókleift. Eru þessar hugmynd- ir hans reyndar í fullu samræmi við hina alræmdu eignaskatts- stefnu Alþýðuflokksins, en eins og kunnugt er, geta þeir ekki einu sinni látið í friði tekjuminna eldra fólk sem hefur komið sér upp eig- in húsnæði. Hveijum dettur í hug að nýir skattar leiði til minni útgjalda fyrir almenning? Trúi því hver sem vill. Minna má á að söluskatturinn kann að hafa litið sakleysislega út í upphafi, þegar hann var 1—1 >/2%. Jón verður greinilega enginn eftirbátur hinna skatta- glöðu skoðanabræðra sinna á hinum Norðurlöndunum. Urræði hans sem ráðgjafa ríkisstjórna í óðaverðbólgu hafa jafnan verið gengisfelling og hækkun skatta og má nærri geta að hann mun ekki skorta hugmyndaflug ef að því kemur að uppfylla loforðalista Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann er fastur í því hlutverki sínu að lífið snúist um það að hugsa upp nýja og nýja gjald- stofna. Nú þegar stjórnmálamaðurinn Jón Sigurðsson birtist almenningi er fróðlegt að kynnast þanka- gangi hans. Og sjá, það er þangagangur skattheimtumanns- ins. Hann lítur á bifreiðaeign almennings sem „fyrirhöfn“ fyrir sveitarfélagið og kjörinn skatt- stofn. Hagsmunir borgaranna eru aukaatriði. Furðu vekur hversu óljósar til- lögur hins þaulreynda skattaupp- finningamanns eru. „Alþýðu- flokksmenn hafa varpað fram þeirri hugmynd", „ein líklegasta breytingin væri“. Það sem áþreif- anlegt er í tillögum Jóns um „einföldun" á bifreiðasköttun er nýr, árlegur bifreiðaskattur á íbú- ana, sem mun torvelda efniminna fólki að eiga og reka bíl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.