Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 20

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1, APRÍL 1987 William Parker og Dalton Baldwin í Austurbæjarbíói laugardaginn 4. apríl eftir Halldór Hansen Beint í kjölfar Vetrarferðarinnar í túlkun Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar mega Reykvíkingar eiga von á því að heyra ljóðaflokkinn „Die schöne Múllerin" eða „Malarastúlkan fagra" eftir Franz Schubert næst- komandi laugardag, 4. apríl. Það eru ekki einungis höfunda- tengzl á milli þessara tveggja ljóðaflokka, heldur eru einnig tengzl á milli flytjendanna, þótt annars eðlis séu. William Parker, sem mun syngja „Malarastúlkuna fögru“ við undir- leik hins kunna píanóleikara Dalt- ons Baldwins, heyrði Kristin Sigmundsson syngja fyrir nokkrum árum og varð svo djúpt snortinn af þeim hæfileikum, sem hann taldi þennan söngvara búa yfir, að hann tók óbeðinn að reyna að greiða fyir því, að Kristinn gæti komist í söngnám til Bandaríkjanna með sem hagkvæmustum hætti. William Parker komst fljótt og óhjákvæmilega til mikilla metorða meðal amerískra söngvara. Hann kom fyrst fram í New York á sjálf- stæðum ljóðatónleikum í Alliee Tully Hall árið 1976 vegna þess að hann hafði unnið í keppninni „Joy in singing". Og hann varð sigur- sæll í hverri keppninni á fætur annarri þaðan í frá: Alþjóðakeppn- inni í Toulouse, Múnchen, Montreal, París (bæði alþjóðakeppninni og Poulenc-keppninni) og síðast en ekki síst í alþjóðakeppni Rockefell- er-Kennedy Center um frábæra túlkun á amerískri tónlist. Dalton Baldwin Hann hefur sungið með flestum hljómsveitum í Bandaríkjunum, sem eitthvað kveður að — Chicago, New York Philharmonic, Pittsburgh, svo að eitthvað sé nefnt — og komið fram í London, París, Vín, Berlín, Amsterdam og öðrum borgum, þar sem tónlist er í hávegum höfð. Hann kom og fyrst fram í fyrsta sinn við New York City Center óper- una árið 1983 og heftir sungið þar síðan við góðan orðstír og verið feiknarlega vinsæll sérlega í hlut- Halldór Hansen „Skemmst er að minnast sönghátíðar- innar 1983, sem Dalton Baldwin stóð fyrir, og nær árlegra heimsókna Williams Parker í þeim tilgangi að leiðbeina ungum, íslenzkum söngvurum. A ferðum sínum yfir Atlantshafið hefur hann sjaldnast látið hjá líða að stoppa nokkra daga á íslandi í þessu augnamiðið ef tíminn hefur á annað borðleyftþað.“ verki Papagenos í Töfraflautunni eftir Mozart. William Parker er íslendingum að góðu kunnur, því að hann hefur áður sungið ljóðatónleika fyrir Tón- listarfélagið og komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hins vegar er ég búinn að missa tölu á því, hve oft Dalton Baldwin hefur gist ísland með einhverjum af þeim fjölmörgum söngvurum, sem hann hefur unnið með. Bæði William Parker og Dalton Baldwin hafa tekið ástfóstri við ís- land og íslendinga og sýnt áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að efla sönglistina hérlendis. Skemmst er að minnast sönghá- tíðarinnar 1983, sem Dalton Baldwin stóð fyrir, og nær árlegra heimsókna Williams Parker í þeim tilgangi að leiðbeina ungum íslenzk- um söngvurum. Á ferðum sínum yfir Atlantshafið hefur hann sjaldn- ast látið hjá líða að stoppa nokkra daga á íslandi í þessu augnamiði, ef tíminn hefur á annað borð leyft það. Listaferill, sem krefst þess að listamaðurinn sé á stöðugum þön- um heimshomanna á milli, er krefjandi og fæstir, sem verða að haga tilveru sinni þannig, hafa af- gangs orku til að sinna öðru en eigin listaferli. Þeim mun ánægjulegra er til þess að vita, að á þessu eru nokkr- ar undantekningar og William Parker og Dalton Baldwin eru báð- ir í þeim hópi. Báðir eru óþreytandi við að vinna að framgangi söng- mála, sér í lagi ljóðasöngsins, og finnst það ekki skipta minna máli að rækta hæfileika, hvar sem þeir fínnast, en að standa sjálfir í eldlín- unni sem túlkendur. Þá má segja, að hvor um sig sé að viðhalda arfleifð, sem þeim hefur “Bnmaverðir hella olíu á eldinn“ eftir Hannes H. Garðarsson Ekki þykja mér stórtíðindi þó að einhverjir hópar í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar lýsi yfir því að þeir séu óánægðir með laun sín og grípi jafnvel til aðgerða til að vekja athygli á kröfum sínum því að launin hjá Reykjavíkurborg eru lakari en víðast annars staðar á landinu, hinsvegar þykir mér það stórfrétt að brunaverðir í Reykjavík standi í aðgerðum vegna þess að þeir telji sig lítilsvirta með því að stjóm Starfsmannafélags Reykja- víkur neiti að viðurkenna, að þeim beri miklu hærri laun en vagnstjór- um SVR. — Þarna er komið að kjama máls míns sem er sá, að ég fagna því að loksins kemur hluti músanna sem nagar rætur félags- trésins upp á yfirborðið og sýnir á sér snjáldrin. Eitt mesta vandamál Starfs- mannafélags Reykjavíkur er það að innan þess eru margir afar ólík- ir hópar í óteljandi störfum og að sjálfsögðu af báðum kynjum. Því miður eru ákveðnir hópar sem telja sig forréttindahópa og sumir svo mjög, að það er engu líkara en þeir haldi að sólin skíni út um botn- inn á þeim eða eru eins og haninn sem heldur að sólin sé risin til að heyra hann gala. Ymsar kvenna- stéttir í félaginu spila alltaf sömu plötuna, samning eftir samning, sem er á þá leið að þær séu kúgað- ar og þeim mismunað á grófan hátt í launum og leggja því fátt annað til en að konur hækki veru- lega í launum, en þó sumar meira en aðrar, og eru því ekki heilar í kröfum sínum. T.d. móðgast fóstrur ef stöðumælaverðir eða gæslukonur sem eru á smánarlaunum óska eft- ir umframhækkunum á launum án þess að þær, þ.e. fóstrur, hækki heldur meira. Þetta kvennakjaftæði hefur því miður valdið því að í umræðunni hefur gleymst að það eru ekki eingöngu konur sem hafa lág laun fyrir sína vinnu heldur einnig og ekki síður margir karlar og þar á meðal stórir karlahópar, s.s. vagnstjórar, brunaverðir, stöðu- mælaverðir og margir fleiri. En hvert hefur þessi sundrung og metnaður leitt okkur? Jú, við höfum dregist aftur úr öðrum stétt- arfélögum í launum vegna þess að kraftamir fara í það að beijast inn- byrðis um skiptingu kökunnar og sumir hópar níðast á öðrum vegna sérhagsmuna og sérstöðu sjálfum sér til framdráttar og á ég þar við hin „umdeildu mannréttindi", að sumir hópar geta sent aðra í verk- fall fyrir sig og látið þá lepja dauðann úr skel í baráttunni fyrir sérhagsmunakröfum meðan þeir, þ.e. sérstöðuhópamir, halda sínum launum, því að störf þeirra eru undanþegin verkfallsréttindum. Sem dæmi vilja brunaverðir í Reykjavík beita fullri hörku í yfír- standandi samningum þó að það kosti verkfall hjá vagnstjórum því að brunaverðir eru nieðal þeirra sem halda fullum launum í verkfalli. Brunaverðir telja sig verst setta og bera mestu ábyrgðina! Ég skal fúslega viðurkenna að starf bmna- varðar er mikilvægt og illa launað — sem og önnur störf hjá borginni — en að þeir beri meiri ábyrgð eða eigi skilið meiri launahækkanir en aðrir hópar viðurkenni ég aldrei. Bmnaverðir tala um að starf þeirra krefjist iðnmenntunar (eða sam- bærilegrar menntunar?). Þarna tel ég að sé á ferðinni einhver besti brandari seinni ára því að í ljós hefur komið að þessi krafa vill gleymast í auglýsingum eftir mönn- um í störf bmnavarða jafnframt því mér skilst að vensl við ákveðna yfirmenn stofnunarinnar gildi meira en öll próf í starfíð, og því er nú komið í Ijós að. þessi krafa um iðn- menntun var barin í gegn í þeim eina tilgangi að dulbúa hærri launa- greiðslur. Ég skil ekki hvers vegna það er talið nauðsynlegt að vera iðn- menntaður til að komast í bmna- varðarstarfið — skil ekki hvers vegna bólstrarinn er hæfari en vö- mbílstjórinn — málarinn hæfari en leigubílstjórinn — dúkarinn hæfari en sendibílstjórinn — kokkurinn hæfari en vagnstjórinn — bakarinn hæfari en sjómaðurinn — eða hitt, frændinn hæfari en kennarinn. Ég skil það eitt og viðurkenni að bmna- vörður þarf að vera í góðu, andlegu og líkamlegu jafnvægi og vel að manni, en þessa þætti fínn ég hvergi í stundaskrá Iðnskólans! Bmnaverðir bera því við að mennt- un þeirra nýtis í starfi og benda þá á að trésmiðir og rafvirkjar „brill- eri“ í húsbmnum. Bílasmiðurinn er aðalmaðurinn ef losa á sjúkling úr bílflaki o.s.frv., en samt þekkjum við dæmi þess að tveimur hæfum bílasmiðum var vikið í burtu er þeir buðu fram hjálp sína á Breið- holtsbrautinni fyrir 3 ámm þegar bmnaverðir vom í mesta basli við að losa sjúkling úr bíj sem var vaf- inn um ljósastaur. Ég man þetta mjög vel því að ég var á staðnum og fylgdist með vinnubrögðum því að ég vann við bílaréttingar í 10 ár. En þó að þeir bmnaverðir sem þama vom ynnu starf sitt af sam- viskusemi og ósérhlífni vom það greinilega rafvirkinn og bakarinn sem vom á vakt þetta kvöld. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýna það að iðn- menntunin á ekki alltaf við og mun skynsamlegra að stokka upp skipu- lagið og menntunarkröfur bmna- Hannes H. Garðarsson „Nei, þessi krafa um iðnmenntun á við engin rök að styðjast og er í mínum augum skop sett fram í þeim tilgangi að ná fram launahækkun- um framyfir aðra hópa.“ varða og stofna til brunvarðaskóla, þ.e. alvömskóla, sem allir námfúsir og ósérhlífnir menn geta sest á námsbekk og öðlast þekkingu á starfinu út í ystu æsar og síðan gert launakröfur í samræmi við það. Nei, þessi krafa um iðnmenntun á við engin rök að styðjast og er í mínum augum skop sett fram í þeimn tilgangi að ná fram launa- hækkunum framyfir aðra hópa, og mesti brandarinn f þessu öllu saman er sá að krafan um iðnmenntunina er eingöngu til staðar í Reykjavík. Hvergi annars staðar á landinu er þess krafist að bmnavörður sé iðn- menntaður, en samt lenda bmna- verðir á landsbyggðinni í sömu verkum og hættum og bmnaverðir í Reykjavík og em ekki síður starfi sínu vaxnir. En ég viðurkenni það fúslega að bmnaverðir á lands- byggðinni hafa mun hærri laun en bmnaverðir í Reykjavík, en það á bara við um allar stéttir og því nær að brunaverðir í Reykjavík beindu kröftum sínum í þágu félagsins í því skyni að ná fram bættum kjör- um allra félagsmanna Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Bmnaverðir í Reykjavík býsnast yfír öllum þeim námskeiðum sem þeir ganga í gegnum, bæði verkleg- um og bóklegum, en þeir minnast ekki á það að á meðan á þessum námskeiðum stendur þiggja þeir full laun og sum þeirra gefa launa- flokk — en öll gera þau þá að hæfari starfsmönnum, eða ég vona það, og gera þá sjálfa betur undir það búna að mæta þeim erfiðleikum sem við blasa í starfí þeirra. Bmnaverðir og vagnstjórar hafa frá árinu 1956 haldist í hendur í launum enda verið gott samstarf þeirra í millum í gegnum árin og í samningunum 1986 stóðu vagn- stjórar með brunavörðum og létu það afskiptalaust þótt bmnaverðir fengju meiri hækkun en þeir, að sjálfsögðu í þeirri von að samstarf- ið héldi áfram, en nú hefur sannast hið fornkveðna „gleymt er þá gleypt er“. En þrátt fyrir allt fagna ég þó því, að þið skulið loksins viðurkenna það opinberlega hver hugur ykkar er til okkar vagnstjóranna og hve lítilsverð og ábyrgðarlaus störf okk- ar em í ykkar augum og hvaða aðgerðir þið ætlið að nota til að knýja fram hærri laun ykkur til handa — ég endurtek ykkur til handa — því að við í 9-deildinni höfum í einfeldni okkar litið svo á fram að þessu, að við væmm í sam- eiginlegri baráttu um bætt kjör borgarstarfsmanna, karla og kvenna, og að allir starfsmenn borgarinnar væm láglaunahópur samanborið við önnur sveitafélög, en nú munum við fylgjast grannt með ykkar aðgerðum og árangri af þeim því að við emm fullir bar- áttuvilja og emm ákveðnari en nokkum tímann áður að fylgja eft- ir þeim hópum sem við höfum fylgt f yfir þrjátíu ár og vinna upp það sem við höfum tapað undanfarin ár. Höfundur er fyrsti trúnaðarmað- ur starfsmanna SVR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.