Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 16

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 16
~16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Magnús Jóhannsson, prófessor í Jón Kr. Arason, prófessor í Stefán Arnórsson, prófessor í lyfjafræði. stærðfræði. jarðefnafræði. Fimm skipaðir prófessor- ar við Háskóla Islands FORSETI íslands hefur að til- lögn menntamálaráðherra skip- að eftirtaldíi dósenta prófessora við Háskóla Islands frá 1. febrú- ar að telja. I læknadeild, Magnús Jóhanns- son, prófessor í lyfjafræði lyf- sala. I raunvísindadeild, Jón Kr. Arason, prófessor í stærðfræði, Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði, og Orn Helgason, prófessor í eðlisfræði. í verkfræðideild, Þorgeir Pálsson, prófessor í vélaverk- fræði. Magnús Jóhannsson lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1969 og doktorsprófi frá háskólan- um í Lundi í Svíþjóð 1974. Að námi loknu var hann skipaður lektor við Háskóla íslands 1974. Dósent frá 1977 í lyíjafræði við læknadeild. í stjórn raunvísindadeildar Vísinda- sjóðs 1976-81. Hann vann árið 1982 við rannsóknarstörf í Þýska- landi sem styrkþegi Alexander von Humboldt-stofnunarinnar. Helsta rannsóknarsvið Magnúsar er stjóm- un samdráttarkrafts hjartavöðva. Hann hefur birt fjölda ritgerða í tímaritum hérlendis og erlendis. Jón Kr. Arason stundaði nám í Þýskalandi, lauk diplómaprófi í stærðfræði árið 1970 í Göttingen og doktorsprófi í Mainz 1974. Hann hóf störf sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun haustið 1973 og hefur verið settur dósent við raunvísindadeild Háskóla íslands frá 1975. í stjórn Raunvísindastofn- unar sl. fjögur ár. Rannsóknir Jóns beinast einkum að ferningsformum, Witt-baugum og tengslum við hjá- svipfræði. MAGN- ÞRUNGNAR RAFHLÖÐUR ■SUNRIS& ] HEAVY DUTf 1 8ATTERV | ## Dreifing: TOLVIISPIL HF. sími: 68-7270 CfNTRf|MG’STE*? ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Örn Helgason, prófessor í eðlis- fræði. Stefán Amórsson lauk B.Se.- prófi í jarðfræði frá Edinborgar- háskóla 1966, diploma-prófi 1967 frá Lundúnaháskóla og doktors- prófi í hagnýtri jarðefnafræði 1969 frá sama skóla. Jarðfræðingur á jarðhitadeild Orkustofnunar 1969-73, deildarstjóri 1974-78. Dósent í jarðefnafræði við Háskóla Islands frá 1978. Stefán hefur starfað sem ráð- gjafi á sviði jarðhitamála j Kenýa og á Madagascar frá 1976. í námsr- áði Jarðhitaskóla SÞ frá 1979 og í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinn- ar frá 1982. Örn Helgason lauk meistaraprófí í jarðeðlisfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1965 og vann þar við rannsóknir og kennslu í eitt ár að námi loknu. Starfaði síðan á Raunvísindastofnun í eitt ár, kenn- ari við MR 1966-69. Dósent frá 1969 við verkfræði- og raunvísinda- Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILIAR = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Þorgeir Pálsson, prófessor í vélaverkfræði. deild Háskóla íslands. Örn hafði umsjón á vegum menntamálaráðuneytisins með breytingum á eðlis- og efnafræði- kennslu í grunnskólum landsins 1968-1972. Formaður stjórnar Raunvísindastofnunar HÍ 1979-83, forstöðumaður eðlisfræðistofu frá 1983. Fulltrúi í stjóm Norrænu vísindanámskeiðanna frá 1975, formaður stjórnar hennar 1981-1986. | Þorgeir Pálsson lauk doktors- prófi í flugverkfræði frá Massaehu- setts Institute of Technology 1971. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá The Analytic Science Corporati- on í Bandaríkjunum 1972-76. Dósent í kerfísverkfræði við verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands frá 1976. Þorgeir hefur gegnt ýmsum ráðgjafarstörfum hérlendis og erlendis. FISKIDÆLUR SLÓGDÆLUR • FLYGT dælir auð- veldlega vökva blönduðum fiskúr- gangi og slógi. • FLYGT hefur inn- byggðan hníf sem skerísundurfiskúr- ganginn. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER l1ilSÍ.OS llf^# KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900^ Við fögnum nýjum áfangastað Flugleiða með LOSTÆTI FRÁ BOSTON Borð hlaðið úrvals amerískum humar, ostrum og öðr- um gómsætum sjávarréttum í Víkingasal fimmtu- dagskvöld og í Blómasai í hádegi föstudag, laugardag og sunnudag. Kántrýtónlist og kúrekakæti Dansað til kl. 01:00 Stuðlar og Anna Vilhjálms HQTEL LOFTLEIÐIR Flugleiða Hótel | Reykjavíkurflugvelli s Sími: (91)-22322. o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.