Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 50

Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 «œmnn n éy <r komi/m afkar." C 1984 Umversal Press Syndicate HÖGNI HREKKVISI /, VIL3ÍE> þlÐ ÖLL FAKA 'a YKkTAf? ÆETTA STAP' " Bréfritari segir að þar sem dagmæöur í Reykjavík séu ekki nógu margar, fari stundum svo að of mörg börn séu í vist á sama heimilinu. Þó rxkti margar dagmæður störf sín af hendi með mikilli prýði og taki ekki að sér fleiri börn en þær eru færar um að annast. Fullt eftirlit haft með dagmömmum Fyrir skömmu birtist smágrein í Morgunblaðinu, skrifuð af „móð- ur“, varðandi eftirlit með starfi dagmæðra. Greinin hefst svo: „Þær mæður, sem ekki hafa hlotið þá náð að fá börn sín geymd á dagheimilum, en verða að vinna til þess að sjá heimili og börnum farborða, leita til svokallaðra „dagmamma". Þessar konur verða að fá sérstakt leyfi til að reka þessar „uppeld- isstofnanir“, en sfðan virðast þær nokkuð frjálsar með framhaldið. Það virðist ekki vera neitt eftirlit með þessum rekstri," tilvitnun lýkur. „Móðir“ segir sig hafa áþreif- anleg dæmi um að eftirlit sé brýn nauðsyn og þvf þurfi að vera þann- ig háttað að komið sé fyrirvaralaust á heimilin. Auk þess er sagt í greininni: „Ungbörn geta ekki og mega ekki gæta smábarna ... Þrifnaður verður að vera sam- kvæmt lögum og reglum, t.d. er óhæfa að börn andi að sér tób- aksreyk allan liðlangan daginn." Tilvitnun lýkur. Auk þess er látið liggja að þvf að fleiri börn vistist á sumum heimilum en leyfi séu fyrir ... Hér á eftir verða gefin svör og veittar upplýsingar eftir því sem grein þessi gefur tilefni til. 1. Frá því teknar voru upp hér f Reykjavík dagvistir barna á einkaheimilum, með leyfi barnaverndarnefndar, en það mun hafa verið 1970, hefur ehir- lit verið haft með þeim heimilum og er ævinlega komið fyrirvara- laust í heimsókn. 2. Aðdróttun um „að ungbörn gæti smábarna," er of óljóst orðuð til þess að því sé unnt að svara, svo að gagn sé að. Ég vil spyrja: „Hve ung börn hefur „móðir" dæmi um að „gæti“ barna og hve lengi í senn? Að bðrn séu látin annast gæslu smábarna er vanræksla sem umsjónarfóstrur hafa ekki staðið dagmæour og ekki er kunnugt um að eitt einasta óhapp hafi hent, sem bendi til þess. 3. Varðandi þrifnað, sem um er rætt, er eiginlega það sama að segja; hér er fullónákvæmt tal- að. Ekki er mér heldur kunnugt um lagalega skilgreiningu á þrifnaði. Hitt er vissulega rétt að snyrtileg umgengni og hrein- læti, sérstaklega f sambandi við matseld, er mikill kostur á heimili, sem tekur börn í dag- vist. Sfðari hluti þessarar máls- greinar, þar sem segir „að börn andi að sér tóbaksreyk, allan liðlangan daginn" er allrar at- hygli verð. Jafnvel þótt ráð sé gert fyrir, að um nokkrar ýkjur sé að ræða í frásögninni, þá munu umsjónarfóstrur leitast við að koma varnaðarorðum inn á öll heimili dagmæðra gegn því að reykt sé f herbergi þar sem börn vistast. Má reikna með að nýsett lög um bann við reyking- um muni gefa slikum tilmælum aukinn þunga. 4. Varðandi það, að e.t.v. séu fleiri börn á vist hjá dagmæðrum en þær hafi leyfi fyrir, þá er það því miður oft rétt til getið. Þetta eru erfiðleikar sem umsjónar- fóstrur hafa frá upphafi átt við að glfma, en það hefur þó stór- aukist á síðustu árum. Þetta er nokkuð misjafnt eftir hverfum en almennt má segja að á fjölda heimila vestan Elliðaáa séu fleiri börn í dagvist en leyfi eru fyrir, a.m.k. á veturna. Þess má geta að nú nýlega hafa ákvæði verið hert varðandi þetta, að viðlagðri íhlutun barnaverndar- nefndar f málið. Er vonandi að það verði til þess að dagmæður hlíti þeim ákvæðum um fjölda barna, sem þær hafa leyfi til að taka. En það sem skiptir auðvit- að mestu máii er, að auk ein- stæðra foreldra bárí mf’wi' <• : . - —**ul v“,ul ICrS'urá ao vinna utan heimilis bæði tvö og oft fullan vinnudag, til að framfleyta fjöl- skyldunni. Fjöldi dagvistar- stofnana er ekki nægur til að mæta þeirri þörf, og fer því raunar víðs fjarri að svo sé. Dagmæður eru heldur ekki nógu margar, a.m.k. ekki í þeim hverfum sem eftirspurnin er mest. Afleiðingin er: of mörg börn í vist á sama heimili, og það er vissulega ákaflega óæski- legt, að ekki sé meira sagt. Þess er hinsvegar að geta að margar dagmæður hér í borg hafa rækt þessi stðrf með mikilli prýði, ekki tekið að sér fleiri börn en þær eru færar um að annast og rækt störf sfn af kostgæfni, sumar f mörg ár. Er óhætt að segja að Reykjavíkurborg á þessum heimil- um stóra þakkarskuld að gjalda fyrir að hafa hlúð að og lagt rækt við yngstu borgarana á þeirra við- kvæmasta skeiði. Ég vil svo að lokum benda „móður“ á að þar sem hún segist skrifa greinina „af gefnu tilefni“ er henni bæði heim- ilt og f rauninni skylt að hafa samband við umsjónarfóstrur með dagvist barna á einkaheimilum. Ég vil einnig hvetja alla foreldra sem eiga börn í slíkri dvöl að hafa samband við umsjónarfóstrur eft- ir að full reynsla er komin á dvöl barnsins. Þess er raunar óskað í upplýsingapésa, sem dagmæður eiga að láta alla foreldra hafa, sem vista börn sfn hjá þeim. Slíkt samband, ef rækt er, auðveldar mjög störf dagmæðra, gerir eftir- lit þeirra markvissara og árang- ursrfkara, og gildir það jafnt hvort sem dagvist barnsins fer vel úr hendi að dómi foreldris eða er á einhvern hátt ábótavant. Hringja má f sima 22360. Um- sjónarfóstrur hafa viðtalstíma á mánudögum klukkan 13—14 og aðra virka daga kl. 9—10 og 11-12 og 13-14. Reykisvi 12. ^75*1985. Margrét Sigurðardóttir, deild- arfulltrúi með dagvist barna á einkaheimilum. Hraðakstur á bílastæðum Seint verður á íslendinga logið varðandi almenna vankunnátcu í meðferð ökutækja. Ekki ætla ég að eyða orðum að fáránlegu akst- urslagi á götum og vegum, heldur á bílastæðum. Stórmarkaðir spretta nú upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og þeim tilheyra jafnan mikil og velskipulögð bílastæði. Margur landinn virðist ekki geta fundið það á sér, að þau eru lítt fallin til hraðaaksturs þrátt fyrir slétt yfir- borð. Það er nú ansi hart, ef lóggæslu þarf til að vernda lff og limi borg- aranna og bifreiðir þeirra fyrir ökumönnum sem hraðaka um bflastæði, jafnvel á annatíma verslana. Finnur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.