Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ1985 25 Uruguay: Síðustu pólitísku fangarnir lausir Moaterideo, llnipia;, IS. mmra. AP. RÍKISSTJÓRN Uruguay, sem tók vid völdum fyrir hálfum mánuði eftir almennar kosningar, leysti í gær úr haldi síðustu 47 pólitísku fangana, en þeir höfðu verið ákærðir fyrir þátttöku í ofbeldisverkum vinstri- sinnaðra hermdarverkamanna. Meðal þeirra sem leystir voru úr haldi var Raul Sendic, helsti leið- togi Tupamaros-skæruliðanna, sem stóðu fyrir morðum, mann- ránum og annarri hermdarverka- starfsemi á 7. og í byrjun 8. ára- tugarins. Á miðvikudag voru 18 aðrir fyrrverandi Tupamaros-skærulið- ar látnir lausir. Mál þeirra eru í endurskoðun hjá hæstarétti landsins. Náðanir þessar eru í samræmi við umdeilt frumvarp um sakar- uppgjöf, sem þingið samþykkti á föstudag í síðustu viku og Julio Sanguinetti forseti kunngerði. Sakaruppgjöfin náöi til 256 fanga og voru hinir fyrstu þeirra látnir lausir úr fangelsi á sunnu- dag. Sanguinetti var settur inn í embætti 1. mars sl. og lauk þá nærri 12 ára landsstjórn hægri sinnaðra herforingja. Hefur lifað í áratug í meðvitundarleysi New York, 15. nura. AP. KAREN Ann Quinlan hef- ur nú verið meðvitundar- laus í áratug, en foreldrar hennar segjast hugga sig við þá tilhugsun, að líf hennar „þjónar enn til- gangi“. Móðir hennar, Julia Quinlan, sagði í gær, að dómurinn sem kveðinn hefði verið upp i maí 1976 og leyfði að Karen Ann væri tekin úr öndunarvél, hefði hjálpað mörgu fólki í svipaðri aðstöðu. Karen Ann var 21 árs gömul, þegar hún missti meðvitund, en það var í apríl 1975. Voru ástæðurnar taldar samverk- andi: strangur megrunarkúr og neysla róandi lyfja og áfengis. Sex mánuðum seinna leituðu foreldrar Karenar til dómstól- anna til að fá fyrrnefndan úr- skurð. Þótti dómurinn marka tímamót, þar eð hann leyfði, að hún yrði tekin úr öndunarvél- inni. Karen Ann Quinlan Læknar töldu, að Karen Ann mundi lifa í niu mánuði án hjálpar öndunarvélarinnar, en hún lifir enn og er á hjúkrun- arheimili í New Jersey. SULNA 5PRU5Ö5J • J ‘ I » .* »‘‘», % % c... OLL LAUGARDAGSKVOLD Grfnarar hríngsviðsins tóku spaugið meó trompi i lyrra og slógu i gegn um allt sem fyrir varð. En nú er komið að sóguspaugi '85 - léttgeggjaóri og hættulega fyndinni stórsýningu þeirra félaga Ladda, Jórundar, Pélma og Amar. Þeir hafa aldrei verið betn - enda með ósvikið stólpagrin í hverju pokahomi. Mætið - sjáið - hlæið - hlæið - og hlæið. Leikstjóri: Gisli Rúnar Jonsson Lýsing og hljóðstjóm: Gisli Sveinn Loftsson. Kabaretthljómsveit Vilhjalms Guðjonssonar annast undírferk. Sérstakur Kabarettmatseöill í tilefni sýningarinnar: Glæsileg þriréttuð máltið + Soguspaug og dansferkur með hinni spreilfjórugu Hljomsveit Magnusar Kjartanssonar og söngvurunum Ellen Knstjánsdóttur og Jóhanni Helgasyni fynr aðeinskr. 1.100. Borðapantanir í sima 20221 eftir kl. 16.00. Eftir kl. 23.30 - þeaar Söguspaugi er lokið - kostar kr. 190 inn i husið. GILDIHF m GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn óstöðugur London, 15. man. AP. GENGI Bandaríkjadollars var óstöðugt. Hann hækkaði mjög fyrst í morgun, en lækkaði, þegar leið á daginn. Var gengi hans lægra í lok kauphallarviðskipta í dag en það var á fostudaginn var. Talið var, að fyrirskipun Rich- ards Celeste, ríkisstjóra í Ohio, um þriggja daga starfshlé hjá 70 lánastofnunum vegna ásóknar sparifjáreigenda hefði orðið til þess að auka framboð á dollur- um. Gengi dollarans lækkaði gangvart pundinu. Þannig fengust 1,0860 dollarar fyrir pundið síðdegis i dag (1,0810). Góngi dollárans var aö öoru leyti þannig, að fyrir hvern dollara fengust 3,3700 vestur- þýzk mörk (3,3850), 2,8865 svissneskir frankar (2,8800), 10,3550 franskir frankar (10,3525), 3,8260 hollenzk gyll- ini (3,8315), 2.135,00 ítalskar lírur (2.125,50), 1,3875 kanad- ískir uoiiarar (1,3890) og 260,80 jen (260,30). MNi GróÖurhúsinu viö Sigtún: Simar 36770-686340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.