Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 laugardagskvöldið 16.mars kl.22 hetst cdsmo 9II1W ^ B4LL Jr i Félagsstofnun stúdenta Hringbraut tel Borg Munið dansleikinn i kvöld AiNr framhaldsskolanemar og gestir þeirra velko Orator Ath.: 20 ára aldurstakmark Kjöthátíð Forréttur: KjCikiingakjötseyði Celestin eða Parmaskinka ð melónu Aðalréttlr: Hvítlaukskryddað lambabuff með gratineruðu blómkáli eða Marlneruð kjúkllngabrlnga með vlskfsósu eða Fylltur gnsahryggur með rauðkáll og rauðvínssósu eða Roastbeef með bearnalssósu og ofnbakaðrl kartöflu Eftlrréttur: Mokkarjómarönd salat- og brauðbar. Sigurður Þ. Cuðmundsson lelkur á píanó. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLÍIDA Sm HÓTEL I' Nicaragua, vagga lýðræðis... Athugasemd við athugasemd blaðamanns — eftir Ragnar Stefánsson Grein mín „Nicaragua, vagga lýðræðis Rómönsku-Ameríku", frá 24. febrúar komst loks fyrir í Morgunblaðinu í gær, 9. mars. Var þá búið að hengja aftan í hana langa athugasemd eftir Svein Sig- urðsson, blaðamann. Gn grein mín var að mestu gagnrýni á grein eft- ir Svein frá 14. febrúar sl. í athugasemd sinni svarar Sveinn í engu þeirri gagnrýni sem ég setti fram á grein hans, ef und- an er skilið að hann rétt snertir við því sem ég sagði um efna- hagsmálin. Kem ég að þvi hér síð- ar. í stað þess að takast beint á við málflutning minn, grípur Sveinn til gamalkunns ráðs þeirra sem illan málstað verja, sem sé að reyna að sýna fram á að ekki sé mark á mér takandi um þessi mál, svona yfirleitt, enda sé ég óvinur lýðræðisins. Til þess að sýna fram á þetta slítur Sveinn úr samhengi klausur úr grein sem ég skrifaði nýlega í Þjóðviljann. Ætla ég nú ekki að orðlengja um það, en bendi á að svona háttalag færir umræð- una um þetta mikla alvörumál síst fram á við. Um ritskoðun á La Prensa í athugasemd sinni fitjar Sveinn upp á atriði sem ekki kom fram í fyrri grein hans, nefnilega ritskoðun á La Prensa. Stjórnarandstaðan í Nicaragua rekur blöð og útvarpsstöðvar og hefur til þess fullt leyfi stjórn- valda. Mikilvægasta málgagn stjórnarandstöðunnar er gamla stórblaðið La Prensa. La Prensa hefur verið ritskoðað hvað varðar upplýsingar um vig- stöðuna í landinu, en eingöngu um það. Þess ber að geta að stuðn- ingsmenn stjórnarinnar hafa líka verið ritskoðaðir hvað þetta snert- ir. í Nicaragua geisar styrjöld. 15 þúsund manna málaliðaher, gerð- ur út af Bandaríkjunum, studdur skriðdrekum, þyrlum og flugvél- um, gerir stöðugt innrásir í landiö og reynir að brjóta niður efnahag þess, meðan CIA sjálft leggur tundurdufl í helstu aðflutnings- höfnina. Hugsaöu þér að eitthvað sam- bærilegt gerðist í öðru landi, t.d. Bandaríkjunum sjálfum. Hugsaðu þér tiltölulega jafnstóran her mið- að við fólksfjölda. Bandaríkja- menn eru næstum hundrað sinn- um fjölmennari en þjóð Nicar- agua, sem þýddi að herinn væri næstum 1V4 miljón. Nei annars. Það er óþarfi að hugsa um hvaða afleiðingar svona stór her hefði innan Bandaríkjanna. Hugsaðu þér bara 150 manna her sem skipulega ynni að því að eyði- leggja lykilfyrirtæki í framleiðslu í Bandaríkjunum. Þú veist að aðil- ar sem mundu styðja þann her með upplýsingum eða öðrum hætti yrðu ekki bara ritskoðaðir. Á tím- um McCarthyismans lentu menn í rafmagnsstólnum fyrir minni sak- ir, þótt enginn erlendur her herj- aði í landinu. í dag verða smá- samtök í Bandaríkjunum fyrir ofsóknum alríkislögreglunnar FBI fyrir þá einu sök að hvetja verka- lýðinn til að skipuleggja sig til að verja kjörin. Eða líttu þér nær, Sveinn. Hver heldurðu að yrðu viðbrögð ís- lenskra yfirvalda ef þú færir nú í Mogganum þínum að veita reglu- legar upplýsingar um á hvaða róli floti Landhelgisgæsiunnar væri. Nei, Sveinn, í Nicaragua ætl- umst við til þess að þeir séu hundrað sinnum fremri í lýðræð- inu en annarsstaðar. Og það merkilega er að þeir eru það. Mánuðina á undan kosningun- um var ofannefnd ritskoðun um vígstöðuna líka afnumin með öllu. Auðvitað óttuðust stjórnvöld að þetta skapaði hættur. En þeim þótti það þó meira virði að með afnámi ritskoðunarinnar sköpuðu þeir gagnkvæmt traust sem jók á gildi kosningabaráttunnar og kosninganna sjálfra. Hundar Somozas Ég svaraði fullyrðingum Sveins um að byltingin hefði leitt til hungursneyðar með því að vitna í hagtölur. Hagtölum mfnum svar- ar Sveinn með því að fullyrða að flestar fréttir frá Nicaragua vitni um efnahagslegt öngþveiti. Ég lagði fullyrðingu Sveins frá því um daginn fyrir Gladys Baez, sem hér var á dögunum. Fullyrð- ing hans var sú að áður fyrr hafi að vísu verið vannæring í Nicar- agua, en nú rki þar vfða hungurs- neyð. Gladys svaraði þessu með eftirfarandi hætti: „Sjáðu til, áður fyrr fengu hundar Somozas meiri og betri mat en almúginn. Við er- um öll svöng núna, en við erum minna svöng en áður.“ Það var leitt að Mogginn skyldi ekki þiggja að fá viðtal við Gladys Baez, þótt honum hefði tvívegis verið boðið upp á það. Hún svaraði nefnilega öllum spurningum og allri gagnrýni af kostgæfni, án Ragnar Stefánsson „I Nicaragua geisar styrjöld. 15 þúsund manna málaliðaher, gerður ut af Bandaríkj- unum, studdur skrið- drekum, þyrlum og flugvélum, gerir stöðugt innrásir í landið og reynir að brjóta niður efnahag þess, meðan CIA sjálft leggur tund- urdufl í helstu aðflutn- ingshöfnina.“ þess að fara kringum málið eða snúa út úr, en það er einkenni á þeim sem hafa góðan málstað að verja. Að lokum þetta. Sveinn misskil- ur algerlega meiningu mína með setningunni. Er enginn íhalds- maður lengur, sem aöhyllist lýð- ræði og frelsi? Sveinn skilur þetta þannig að með setningunni sé ég að stimpla alla þá íhaldsmenn sem ekki hafa sömu skoðun á lýðræði og ég. Ekki meinti ég það nú. Með þessari setningu var ég ein- faldlega að reyna að særa fram á ritvöllinn eða á annan vettvang íhaldsmenn til varnar lýðræði f Nicaragua, á sama hátt og ég held að margir þeirra a.m.k., mundu verja það lýðræði sem við höfum nú á íslandi, ef það væri í hættu. Slík er trú mín á manneskjunum, meira að segja á íhaldsmönnum. 10. mars 1985 Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræöingur og starfar m.a. í El Salrador-nefndinni. Siglufjörður: Rás 2 heyrist í fyrsta sinn Siglufíröi 14. mtrz. HÉR heyrðist í fyrsta sinn í rás 2 Ríkisútvarpsins í morgun. Þá hafa sjónvarpsskilyrði batnað verulega, eftir að ný móttökutæki voru sett hér upp. Ágætlega heyrðist i dag i rás 2 við mikla ánægju yngri ibúanna og lfklega einnig nokkurra af eldri kynslóðinni. Fundur Kristilegs fé- lags heilbrigðisstétta KRISTILEGT félag heilbrigðisstétta verður með fund f Laugarneskirkju 18. mars kl. 20.30. Efni fundarins verður í umsjá Inger Margrete Joss- en læknis og Karen Eksteen hjúkr- unarfræðings frá Hollandi. Harpa Arnardóttir syngur einsöng. Kaffi- veitingar. NÝJA bíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Skuggaráðið (Star Chamber). Aðalhlutverk leika Michael Douglas, Hal Holbrook og Yaped Kotto. Leikstjóri er Peter Hy- ams og framleiðandi Frank Yabal- ans. Ungur og dugmikill dómari dregst fyrir tilviljun inn í vafa- saman félagsskap dómara er kall- ar sig Skuggaráðið en tilgangur þeirra er að koma á eigin hátt refsingu yfir þá sem sloppið hafa í gegnum réttarkerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.