Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 „Sæki efnivið minn í hinn raunverulega heimu — segir sænski rithöfundurinn Jacques Werup sem les upp úr verkum sínum í Norræna húsinu „ÉG BYRJAÐI sem jazz-hljómlistarmaður, en nú er ég orðinn rithöf- undur,“ sagði Jacques Werup frá Svíþjóð í samtali við Morgunblaðið, en hann er staddur hér á landi til að lesa upp úr verkum sínum á bókakynningu Norræna hússins í dag klukkan 15.00. Fyrsta bókin eftir Jacques kom út árið 1971 og í dag hefur hann skrifað fimmtán bækur, bæði skáldsögur og ljóðabækur. „Mér líkar best þær bókmenntir sem byggðar eru upp á stað- reyndum eða hinu raunverulega lífi, sem hægt er að finna hvar sem er í heiminum," sagði Jacques. „Ég ferðast mjög mikið og skrifa síðan um ferðalögin mín og þá reynslu sem ég verð fyrir. Ég gæti aldrei setið í einu kvistherbergi og skrifað á hverjum degi, ég er rithöfundur sem finn efnivið minn í hinum raunverulega heimi, útá við á meðal hins raunverulega fólks. Sumir rithöfundar eru þannig gerðir að þeir lesa sér til um það sem þeir svo sjálfir ætla að skrifa um — ég vil frekar fara til þess umhverfis sem verkin mín verða til í. Ljóðin mín eru hrein og bein og auðvelt er að skilja þau. Ég held að kímnigáfan þurfi að vera í lagi hjá þeim rithöfund- um sem fengnir eru til að lesa upp. Margir rithöfundar taka sig yfirleitt svo hátíðlega að áheyrendurnir sofna næstum undir lestrinum. Það er alls ekki sama hvaða lesefni maður velur — ég legg mikið upp úr kímnigáfunni við svona aðstæð- ur — allavega lofa ég því að drepa ekki áheyrendur úr leið- indum,“ sagði Jacques að lok- um. Þess má geta að Jacques Werup kom hingað til lands ár- ið 1974 ásamt sænskum hljóm- listarmönnum og rithöfundum. Þá las hann upp úr verkum sín- um og spilaði jazz í Norræna húsinu ásamt fleirum. Jacques Werup Steingrímur Hermannsson um flugmannasamningana: Hættulegir ef þeir eru langt umfram það sem gerst hefur Hæstiréttur: Bjórsamlagið fær ekki bjór- líkið og tækin HÆSTIRÉTTUR dæmdi síödegis í gær, að ákvörðun embættis ríkis- saksóknara um að láta lögregluna í Reykjavík leggja hald á tæki og bjórlíki í húsakynnum Ámunnar til blöndunar bjórlíkis, skuli standa óhögguð. Með dómi þessum felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Saka- dóms Reykjavíkur þess efnis, að af- henda bæri forráðamönnum Amunn- ar tækin og bjórlíkið. Þann 15. febrúar síðastliðinn lagði lögreglan í Reykjavík hald á tæki og 175 lítra af bjórlíki í húsakynnum Ámunnar að fyrirmælum embættis ríkissaksókn- ara. Um miðjan febrúar síðastliðinn stofnaði Guttormur Einarsson, forstjóri Ámunnar, bjórsamlag, sem hann kallaði svo. Hugmyndin var sú, að fólk gæti skráð sig í bjórsamlaginu og afhent til blönd- unar pilsner og áfengi og þannig fengið bjórlíki. í þágu rannsóknar málsins og að fyrirmælum emb- ættis ríkissaksóknara lagði lög- reglan í Reykjavík hald á tækin. Hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörns- son, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thorodd- sen kváðu upp dóminn í Hæsta- rétti. Magnús Thoroddsen skilaði sératkvæði og vildi staðfesta úr- skurð undirréttar. „KJARADÓMUR telur sig hafa verið að leiðrétta gagnvart öðrum á almennum markaði, þegar hann úr- skurðaði að laun þingmanna skyldu hækka um 37 %,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðíierra í samtali við blm. Mbl. er hann var spurður hvort hann liti þannig á, að niðurstaðan í kjara- samningi Flugleiða og flugmanna, 37% kauphækkun, sama prósentu- tala og þingmenn fengu, sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms, gæti verið vísbending um þá hækkun sem Kjaradómur myndi úrskurða handa kennurum, þegar þar að kemur. Aðspurður hvort leiðrétting á kjörum kennara til samræmis við almennan markað væri ekki einmitt það sem kennarar færu fram á í kröfum sinum, sagði Steingrímur: „Kjarabaráttan hjá okkur virðist öll vera orðin að samanburðarbaráttu, það er al- veg rétt.“ Forsætisráðherra sagði jafn- framt: „vitanlega semja Flug- leiðir við sína menn án íhlutunar stjórnvalda, en ég vona svo sann- „ÉG STAÐHÆFI að þessi kjarasamningur við flugmenn er innan ramma þeirra samninga sem gerðir hafa verið almennt um kjör á þessum mark- aði,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við blm. Mbl. er hann var spurður hvers vegna Flugleiðir hefðu gert kjarasamning við flugmenn sína sem væri svo langt utan þess ramma sem markaður hefði verið með kjarasamningunum fyrr í vetur, sem raun bæri vitni. Eins og kunnugt er greindi Morgunblaðið frá því í gær að samið var um 37% launahækkun til flugmanna. Sigurður sagði máli sínu til stuðnings að frá árslokum 1983 til janúar 1985 hefði almenn taxtahækkun í landinu verið 26,9%. Þetta sagði Sigurður vera samkvæmt niðurstöðum kjara- rannsóknanefndar. Hins vegar hefði orðið verulegt launaskrið á sama tíma, samkvæmt sömu niðurstöðum, þannig að verzlun- arfólk (karlar) hefði á þessum tíma hækkað um 32%, skrifstofu- fólk (karlar) um 54,6% og skrif- stofufólk (konur) um 41,5%. „Raunveruleg hækkun flug- manna,“ sagði Sigurður, „frá febrúar 1984 til febrúar 1985, hef- ur orðið 33%.“ Blaðamaður benti Sigurði á að prósentutalan 33% segði ekki alla söguna, þar sem hækkanir til flugmanna 1. mars sl., 1. mai nk. 1. sept. nk. og 1. nóv. nk. væru ekki með í þessum samanburði. Sigurður sagði þá: „Þar erum við með algjöra hliðstæðu við aðra. Ég nefni til dæmis verkfræðinga, sem eru reyndar heldur hærri. Þessir samningar eru hins vegar frábrugðnir öðrum samningum sem gerðir hafa verið að þvi leyti að þeir eru bundnir til ársloka 1985. Það eru tvær hækkanir í því, 1. september og 1. nóvember. Við bundum þessa samninga til ársloka, því við höfum ekki áhuga á þvi að flugið stoppi 1. septem- ber, þvi þá er ennþá háannatími hjá okkur.“ Höfum ekki tekið afstöðu — segja flugvirkjar „VIÐ SÖMDUM í desember vid Flugieiðir á mjög svipuðum nótum og gert var í ASI-VSI-samkomulag- inu, og samningur okkar er til 1. september,“ sagði Jóhannes Braga son formaður Fiugvirkjafélags Is- lands í samtali við blm. Mbl. í gær. Aðspurður hvort flugvirkjar myndu gera kröfur um hliðstæðan samning og flugmenn hafa nú náð fram, sagði Jóhannes að ekki hefði verið tekin nein afstaða til þess enn. Sigurður benti á að hjá flug- mönnum væri ekki um neitt launaskrið að ræða, þeir fengju aldrei greitt nema samkvæmt kjarasamningum. Þetta taldi Sig- urður vera mjög mikilvægt atriði. „Við viljum því fullyrða að þessi samningur er innan þess ramma sem gerður hefur verið við aðra,“ sagði Sigurður og að- spurður um hvort þeir hjá Flug- leiðum væru reiðubúnir til að semja við aðrar starfsstéttir sín- ar á sama grundvelli og við flug- menn sagði hann: „Eins og ég sagði þér, eru einu frávikin þau, að þessi samningur er lokaður til áramóta, en aðrar starfsstéttir eru með samninga lausa í haust. Að sjálfsögðu verðum við að vera tilbúnir til þess að semja á svip- uðum nótum við aðra — það er alveg ljóst mál.“ arlega að þarna sé ekki um samninga að ræða, sem eigi eftir að sprengja launin einn hringinn enn. Ef Flugleiðir hafa þarna samið við flugmenn um hækkan- ir sem eru langt umfram það sem gerst hefur á markaðnum, þá eru þetta stórhættulegir samningar." ö INNLENT Sigurður Helgason, forstjórí Flugleiða: Tilbúnir til að semja á svipuðum nótum við aðra Myndin er tekin er Oddfellow-bræðurnir Gunnar Petersen, Óttar Oktosson, Grétar Hjartarson, Ólafur Jónsson og Sveinn Kragh afhentu yfirlækni augndeildar St. Jósefsspítala, dr. med. Guðmundi Björnssyni, skurðtækin. Gáfu Landakotsspítala skurðtæki til augnaðgerða Oddfellow-stúkan „Þórsteinn" nr. 5 átti 50 ára afmæli 14. febrúar 1985. Stúkubræður minntust afmæl- isins með rausnalegri gjöf til augn- deildar St. Jósefsspítala, Landakoti. Gjöfin er skurðtæki sem gerir kleift að framkvæma, með aðstoð smásjár, aðgerð inni í auga, sem ekki var hægt áður en þessi tæki komu til sögunnar. Á þetta eink- um við þegar blætt hefur í gler- vökva augans. Einnig til að skera á samvexti og strengi inni í auga, sem valda blindu ef ekki er að gert. Algengasta aðgerðin á augn- deildinni er svonefnd „drer“- aðgerð, en hún er fólgin í því að nema burt ógagnsæjan augastein. Á sl. ári voru gerðar 210 slíkar aðgerðir á augndeild Landakots- spítala. Eru þessi tæki mikið not- uð við slíkar aðgerðir. Stjórn spítalans þakkar veglega gjöf sem er stórt framlag til sjón- verndarmála í landinu. (FréluUlkynning) London: Biskup vísiterar söfnuð íslendinga Biskupshjónin, herra Pétur Sigur- geirsson og frú Sólveig Ásgeirsdótt- ir, eru um þessar mundir á visitasiu meðal íslendinga í London. I frétt frá Biskupsstofu segir, að á sunnudag kl. 16.00 prediki bisk- up við íslenska guðsþjónustu sem haldin er i dönsku kirkjunni við Regent Park, sendiráðspresturinn, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, þjónar fyrir altari, Inga Huld Markan annast organleik og stýrir kirkjukór íslenska safnaðarins, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ein- söng og þeir Örn Magnússon og Sverrir Guðmundsson leika saman á píanó og óbó. Væntanleg. ferm- ingarbörn annast ritningarlestur. Á eftir messu verður kirkjukaffi, þar sem landar hitta biskupshjón- in. Áður hefur biskup fundað með sóknarnefnd og hitt aðra forystu- menn í safnaðarlífinu við samveru á prestssetrinu. Á mánudagskvöld hefur sendi- herrann, Einar Benediktsson, boð fyrir biskupshjón og fulltrúa úr kirkjulífi Lundúna. Verða þar m.a. allir Norðurlandaprestarnir og fulltrúar frá ensku biskupa- kirkjunni, sendiherra Vatikansins og fleiri. Á þriðjudag hittir biskup Runcie erkibiskup af Kantaraborg í Lambeth Palace. Biskupshjónin hafa heimsótt alla þá sjúklinga og aðstandendur þeirra sem nú eru á sjúkrahúsum í London ásamt sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni sem annast um fyrirgreiðslu við þá. I frétt Biskupsstofu segir, að biskupshjónin komi væntanlega heim á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.