Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 15 Kammertónleikar Tonlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Bach, Þridji Brandenborgarkon- sertinn. Mozart, Sinfónía K-20I, í A-dúr. Berg, Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara. Einleikarar: Edda Erlendsdóttir, Einar Grétar Sveinbjörnsson. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Þriðji Brandenborgarkonsert- inn er ein allsherjar strengja sinfónía, leikur með smá tónstef, sem geirnegld á ýmsa vegu verða glæsileg tónlist. Margt var fal- lega gert í þessu verki, þó fyrir brygði óhreinum leik hér og þar, án þess að ástæða sé til að nefna staði. í Mozart sinfóníunni mátti heyra margt gott, einkum er leið á verkið. Það var í upphafi nokk- uð hikandi, einkum þar sem leik- ið var veikt, en nú mátti heyra meiri mun í styrk en oft áður. Síðasta verkið var kammerkon- sertinn eftir Alban Berg. Verkið er það fyrsta sem Berg vinnur að öllu leyti eftir hugmyndum sótt- ar í kenningar Schönbergs. Grundvöllur hugmyndanna er, auk ákveðinnar samskipunar tónanna, einnig skipan hinna einstöku þátta. Sú aðferð að leika tónverk afturábak eða með umhverfðri tónskipan, þ.e. að hækkandi tónferli umhverfist í lækkandi tónferli, hafði verið þrautreynd af tónsmiðum allt frá 14. öld (Machaut) og Niður- lensku tónskáldunum (Ockegh- em og Obrecht) á fimmtándu öldinni. Síðan þá léku tónskáld sér að því snúa stefjum á ýmsa vegu og var meistari Bach með þeim síðustu er kunnu þessa list til hlítar, sem sjá má í mörgum verka hans, þar sem hann leikur sér t.d. dátt með alls konar gerð- ir „kanóna". Synir Bachs og tónskáld þau er tengja barrokkina og klassik- ina fyrirlitu þessa adademisku list og svo vel gleymdist þessi list, að tónskáld eins og Mozart, Haydn og Beethoven voru sökuð um kunnáttuleysi og má vitna i mörg ummæli, þar sem þessir ágætu menn vildu afsanna það að þeir gætu ekki samið fúgur og ritað almennilegan kontrapúnkt. Það sem er merkilegt við tólf Edda Erlendsdóttir tóna aðferðina, er að með þvi að taka upp ný viðhorf til tónskip- unar er gaf tónsmiðum nýja möguleika, héldu þeir áttum með þvi að taka upp forna formskip- an, sem hafði gert tónskáldum mögulegt að endurskipuleggja tónsköpun sina á 14. öldinni. Samanburður á tónsmiðaað- ferðum sýnir, að ekkert er nýtt undir sólinni. Kammerkonsert Alban Bergs er leikandi fallegt verk og há „háklassískt" i formi og stefjaskipan. Það eina sem enn er „nýstárlegt", er samskip- Klauspeter Seibel an tónanna. Verkið var mjög vel leikið undir öruggri stjórn Klauspeter Seibel. Fyrsti þátturinn er nær ein- göngu samspil pianós og blás- arasveitar og var leikur Eddu Erlendsdóttur glæsilegur áheyrnar. Miðþátturinn var svo samspil fiðlu og sveitarinnar og var leikur Einars Grétars mjög fallega útfærður. Sem inngang að síðasta þætti léku Einar og Edda glæsilega „kadensu" en siðasti þátturinn, samleikur Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu, pianós og kammersveitar er í klassisku Rondóformi. Niðurlag verksins er sérkenni- legt, en þar á pianóið að óma eitt, er allir hafa lokið leik sin- um. Þvi miður hafði píanóið ekki nægilegt ómþol i þetta sinn, svo að hljómur þess dó of snemma út. Sennilega hefði pianistinn mátt slá lokatónana sterkar. Hvað sem þessi liður var flutn- ingurinn i heild glæsilegur og stór stund að hlýða á þetta margslungna listaverk Albans Berg. Voriaukar ogqróðurekála. Dalíur - Begon"r- Gloxeníur - Gladíólur - Anemonur - Liljur o.m.fl. FagffiE^ a stoðnum og veffir ráð varðandi grtóursetningu og meðferð vortauka. >v * V* ‘ > * - m v"-- * Vbrveitón Nú er komið að trjáklippingunurri og allskonar garðundubuningr Bgurn ol^ garðáhöld «1 klippinga og annara vema garðinum. Munið að góður undirbúningur að vori skilar sér íómældum ánægiustundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.