Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Sænska þjóðþingið: Þingmenn stytti ræður sínar Stokkhólmi, 15. mars. Frá frétUriUra Morgunbladsins. S/GNSKA þjóðþinginu er ætlað að verða vinsælla og skipa mikilvægari sess í sænskri stjórnmálaumræðu, en það gerir nú. Þetta kemur fram í lokatillögum greinargerðar, sem sænska stjórnin hefur látið gera. Hafa þeir, sem greinargerðina sömdu, farið m.a. til London og kynnt sér starfsemi brezka þings- ins. Fannst þeim mikið til þess koma, hve lífleg öll starfemi þar virðist vera. Ein af tillögunum til þess að blása meira lífi í umræður á sænska þinginu, er því fólgin í því, að tími fyrir spurningar og svör verður aukinn en ræðutími einstakra þingmanna á að minnka að sama skapi. Er þessi hugmynd fengin beint frá brezka þinginu. Höfundar greinargerðarinnar leggja til að heildartímanum til ræðuhalda verði skipt milli stjórnmálaflokkanna eftir stærð þeirra en smáflokkarnir fái þó viðbótartíma og aðeins verði dreg- ið úr tíma allra stærstu flokk- anna. Allir þingmenn þingsins eiga þó að hafa rétt til sex mín- útna ræðu, jafnvel þótt slíkt rúm- ist ekki innan þess tíma, sem flokki hans verður úthlutað. Þá er ennfremur mælt með því, að ríkisstjórnin dragi úr funda- haldi sínu með fréttamönnum, bæði blaðamönnum og sjónvarps- mönnum. Er mælzt til þess, að stjórnin komi heldur nýmælum fyrst á framfæri á þjóðþinginu. AFVOPNUNARVIÐRÆÐURNAR í GENF Þessi mynd er tekin í sovéska sendiráðinu í Genf á fyrsta degi afvopnunarviðræðnanna. Formaður sovésku samninganefndarinnar, Victor Karpov (annar frá vinstri), er hér að tala við aðalsamningamann Bandaríkjanna, Max Kampelman. Hinir tveir eru úr bandarísku sendinefndinni og heita John Tower (til vinstri) og Maynard Glitman. Veður víða um heim Lægst Hæat Akureyri +7 skýjað Amsterdam Aþena 0 S snjók. vantar Barcelona 12 alskýjaö Berlín 0 6 skýjaó Brlissel -4 7 rigning Chicago +3 9 heióskírt Dublin 1 S heióskirt Feneyjar 6 þokum. Franklurt ->3 2 rigning Genf 1 • skýjaó Helsinki +1 1 skýjaó Hong Kong 10 15 skýjaó Jerúsalem 12 22 heióskírt Kaupm.hötn 0 1 skýjaó Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 5 19 heióskírt London 2 0 heióskírl Los Angeles 14 19 heióskírt Luxemborg 1 snjók. Malaqa 19 heióskfrt MaHorca 15 lóttsk. Miatni 23 26 skýjaó Montreal +2 heióskírt Moskva +2 S sfcýjaó New York 7 15 heióskírt Osló +5 9 skýjað París 1 9 skýjaó Peking +2 9 heióskirt Reykjavík h4 alskýjað Rio de Janeíro 21 34 skýjað Rómaborg 3 12 rigníng Stokkhótmur +3 S heióskfrt Sydney 20 25 heióskírt Tókýó 4 9 heióskírt Vínarborg 1 9 skýjaó bórsbðfn +3 snjók. Fundur Mulroneys og Reagans á sunnudag Quebec, 15. marz. AP. BRIAN Mulroney forsætisráðherra Kanada og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti munu eiga með sér fund á sunnudag í Quebec, þar sem þeir undirrita m. a. nýjan varnarsamning milli ríkjanna. Talið er, að Mulroney muni styðja Reagan af festu í fram- tíðinni í varnarmálum en einnig á sviði viðskipta og verzlunar. Það er hins vegar búizt við áframhaldandi ágreiningi milli þeirra á því, hvernig leysa skuli aðkallandi mengunarvandamál af völdum súrs regns. Kanadamenn styðja Banda- ríkjamenn í afvopnunarviðræðun- um við Sovétmenn í Genf. Þá hafa Kanadamenn ákveðið að efla her- lið sitt í Evrópu, sem er þar undir yfirstjórn NATO. Kanadastjórn styður ennfremur kröfur Banda- ríkjamanna um afdráttarlausar ráðstafnir í þá átt að gera milli- ríkjaverzlunina í heiminum frjáls- ari. Einn mikilvægasti þátturinn í heimsókn Reagans forseta til Kanada nú verður undirritun samnings um að koma upp nýju radarkerfi í Norður-Kanada, sem á að fylgjast með sprengjuþotum og stýriflaugum Sovétmanna, er koma yfir norðurheimskautið. Þetta nýja radarkerfi á að leysa af hólmi eldra radarkerfi, sem er að verða úrelt. Þeir Reagan og Mulroney munu ennfremur undirrita tvo aðra samninga. Öðrum þeirra er ætlað Mulroney Reagan að binda enda á áratuga langa deilu milli ríkjanna um laxveiðar í Kyrrahafi. Með hinum samningn- um verður lögregluyfirvöldum í báðum rikjunum gert léttara um vik varðandi samvinnu sín á milli um öflun sannanna og annarra gagna í sakamálum. V er kamannaf lokkur- inn vinnur á í ísrael Tel Aviv, 15. mara. AP. Verkamannaflokkurinn í ísrael undir forystu Shimon Peres forsæt- Grikkland: Viðræðum hafn- að við Tyrki Aþena, 15. mars. AP. GRÍSKA stjórnin vísaði í dag á bug uppástungu Turguts Ozal, forsætis- ráðherra Tyrkja, um viðræður þjóð- anna, og hafði þau orð um hana, að hún væri „hvorki raunhæf né meint í alvöru“. Talsmaður grísku stjórnarinnar sagði, að áður en Grikkir settust að samningaborðinu yrðu Tyrkir að gera tvennt; fara með allan sinn her frá Kýpur, og hætta að krefjast yfirráða yfir Eyjahafi. Fyrr þýddi ekki fyrir þá að stinga upp á viðræðum enda væri tilboð Ozals aðeins gert til að hafa áhrif á almenningsálitið í heiminum. Viðræður Grikkja og Tyrkja voru fyrirhugaðar sl. haust en þegar Tyrkir viðurkenndu nýtt ríki Tyrkja á Kýpur hættu Grikkir við. isráðherra nýtur nú meira fylgis en í þingkosningunum í júlí 1984. Flokk- urinn hefur hins vegar ekki nægilegt fylgi til þess að stjórna einn. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birtar voru í dag. Af þeim, sem spurðir voru, voru 50% fylgjandi Verkamanna- flokknum eða flokkum, sem eru í bandalagi við hann, en 44% studdu Likud-bandalagið og stuðningsflokka þess. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur Verka- mannaflokkurinn unnið 3% á, en Likud-bandalagið misst um 8% af fylgi sínu. Verkamannaflokkurinn hlaut meira fylgi en Likud í kosningun- um í fyrra, en munurinn var það lítill, að flokkarnir urðu að mynda samsteypustjórn saman. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til þess, að Peres njóti persónulega vaxandi fylgis. Samkvæmt frásögn blaðsins Dav- ar, sem styður Verkamannaflokk- inn, voru 65% aðspurðra ánægð með frammistöðu Peres sem for- sætisráðherra, en 49% sögðust ánægð með störf Yitzhaks Sham- irs utanríkisráðherra. Vill Castro losa um Moskvutökin? Er Castro farinn að una fjötrunum illa? New York, 15. mars. AP. FIDEL Castro, Kúbuleiðtogi, neit- aði því í dag í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina bandarísku, að nokkuð amaði að í samskiptum hans við ráðamenn í Kreml þótt hann hefði látið undir höfuð leggj- ast að fylgja Chernenko til grafar. Það hefur vakið mikla athygli, að Castro skyldi ekki fara að dæmi annarra kommúnistafor- ingja og fylgja Sovétleiðtogan- um síðasta spölinn en þess í stað sendi hann bróður sinn, Raul. Þegar frá þessu var skýrt í Granma, málgagni stjórnarinn- ar, og ríkisútvarpinu í Havana var engin skýring gefin á þessu fyrirkomulagi. í viðtalinu við CBS bar Castro á móti því, að snurða hefði hlaupið á þráðinn í samskiptun- um við Kremlverja, en ýmsir fréttaskýrendur eru á öðru máli. Á það er bent því til stuðnings, að Castro lét hjá líða í fyrra að mæta á fund Comecon, efna- hagsbandalags kommúnistaríkj- anna, í Mosvku. Telja þessir menn, að Castro sé með þessu að reyna að vera ögn sjálfstæðari en hann hefur verið hingað til. Sagt er, að embættismenn í Washington hallist einnig að því. Pakistan: Loftárásir á landamærabæ IsUmabad, PakisUn, 15. mara. AP. AFGANSKAR orrustuþotur fóru I gær í fjórðu árásarferð sína á viku- tíma inn á pakistanskt yfirráða- svæði. Tveir létu lífið í síðustu árás- inni, að sögn pakistanskra yfirvalda í dag. Var þá gerð eldflaugaárás og skotið úr vélbyssum á bæinn Arandu, sem er um 224 km norð- vestur af Islamabad. Átta orr- ustuþotur og tvær þyrlur tóku þátt í árásinni. Arandu hefur fyrr orðið fyrir orðið fyrir barðinu á loftárásum Afgana. Bærinn er skammt frá landamærum Pakistans og Afgan- istans, ekki langt frá afganska setuliðsbænum Barikot, sem skæruliðar hafa setið um í nokkra mánuði. Treholt-málið: Yfirheyrslur fyr- ir luktum dyrum Osló, 15. mare. AP. RÉTTARHÖLDIN í Osló yfir Arne Treholt, sem sakaður er um njósnir í þágu Sovétríkjanna og írak á síðustu árum, héldu áfram í dag. Það spurðist þó ekkert út um hvað var þar sagt og spurt. 25 vitni á vegum sækjanda voru yfir- heyrð og fóru þær yfirheyrslur fram fyrir luktum dyrum, þar sem inntak spurninganna og svaranna var talið skipta öryggi landsins miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.